Þjóðviljinn - 11.03.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 11. marz. 1975.
Þingsjá
Framhald af 13. siöu.
isstarfsmanna. Þvert á móti. Ég
er aöeins aö benda á þennan mis-
mun, til aö vekja menn til um-
hugsunar um ranglætiö.
A siöasta ári voru atv.tekjur
landsmanna áætlaðar 78 miljarö-
ar króna. Greiðslur af atvinnu-
tekjum til lifeyrissjóöa voru 4,2
miljarðar og á þessu ári eru þær
áætlaöar 5,4 miljarðar.
í sjóöum launafólks mun þvi
vera samankominn stærsti hluti
af sparnaðarfé þjóöarinnar. Það
fólks, sem vinnur við undirstööu-
atvinnuvegina, stendur undir nær
allri gjaldeyrisöflun, sem allt
veltur á svo aö efnalegt sjálfstæöi
þjóöarinnar sé tryggt. Þaö fólk,
sem með greiðslu af launum sin-
um, oft mjög lágum, svo lágum
að það munar um að leggja þetta
fé i lifeyrissjóði. Það stendur
einnig undir uppbyggingu þjóöar-
innar, með þessu sparnaðarfé.
Hluti af þessu fé er i bönkum,
fjárfestingarlánasjóðum, þar
sem það er óverðtryggt, nema
með þeim innlánsvöxtum sem
gilda á hverjum tima, og ég held
að flestir viti, að það er ekki fólkið
i lægstlaunuðu störfunum sem
hefur greiðastan aðgang að bönk-
um og öðrum lánastofnunum, og i
sumum tilfellum ekki einusinni
uppfyllt lágmarkskröfur til lán-
töku I sfnum eigin sjóðum af þvi
að það á ekkert. Svo það verða
allt aðrir, sem hagnast á þvi
sparnaðarfé sem verður af lifeyr-
isgreiðslum þessa fólks.
Launafólk á þessa sjóði, það
hefur samið um þá við atvinnu-
rekendur.
Verkafólk hefur oftast orðið að
sækja rétt sinn með harðri bar-
áttu i hendur atvinnurekenda og
óvinveittra valdhafa. Það hefur
[tíI söluF
I ódýrir, vandaðir |
I svefnbekkir
■ og svefnsófar
að öldugötu 33. I
Upplýsingar
I í síma 19407
ávallt orðið að slá af kröfum sin-
um i samningum og eru lffeyris-
sjóðirnir eitt dæmi um það, þeir
eru óverðtryggðir, og gerð þeirra
fullnægir ekki kröfunni um upp-
runalegan tilgang.
En þá komum við að spurning-
unni hver á að greiða verðtrygg-
ingu þessara sjóða? Atvinnurek-
endur? Rikissjóður eða sjóðirnir
sjálfir með eigin fé, með engri
sjóðmyndun, heldur noti þeir fé
sitt jafnóðum til greiðslu lifeyris.
Ég ætla ekki á þessu stigi máls
að fjölyrða um það, hvaða leið
yrði liklegust til lausnar. En hitt
vil ég fullyrða, að þeim mun
lengur sem þetta er látið viðgang-
ast, þeim mun erfiöara verður
það úrlausnar.
Armann
Framhald af bls. lí
Þar með er HSK komið með 2 stig
eins og Snæfell og sker leikur
þessara aðila um næstu helgi úr
um þaö hvort þeirra fellur niður i
2. deild.
A sunnudaginn tapaði svo Ar-
mann fyrir Val eins og fyrr er
sagt frá, 73:75, en Ármann haföi
yfir i leikhléi 32:30. Þegar 3 sek.
voru eftir var jafnt 73:73, eftir að
Jón Sigurösson hafði skoraö úr
tveimur vitaskotum fyrir Ar-
mann. En aðeins sekúndu fyrir
leikslok tókst Val að skora sigur-
körfuna.
Þá léku IR og 1S og sigruöu
IR-ingar örugglega 96:81. Var
sigur þeirra aldrei I neinni hættu.
Þeir höfðu yfir i leikhléi 47:36.
Búnaðarþing
Framhald af bls. 16
Búnaðarþing leggur áherslu á
að stofnun og rekstur stóriðju-
fyrirtækja eigi að vera einn
þáttur i framkvæmd yfirlýstrar
stefnu allra stjórnmálaflokka,
þeirri að efla byggðajafnvægi i
landinu. Þvi telur þingið, að sé
þess nokkur kostur, beri aö
velja slikum verksmiðjum stað
þar sem byggð stendur höllum
fæti og atvinna er ótrygg.
Þá minnir þingið á ályktun
sina um nauðsyn þess að kanna
hagkvæmni aukinnar áburðar-
framleiðslu i landinu áður en
teknar verða frekari ákvarðanir
um ráðstöfun raforku til stór-
iðju.
Einnig verði gert stórátak til
að nýta raforku til húsa-
hitunar.”
Járnblendi
Framhald af bls. 4.
smiði olluknúinna véla, hvaða á-
hrif járnblendiverksmiðjan kynni
að hafa á matvælamarkaði is-
lendinga, en kunnugt er að verð
fer hækkandi á þeim matvælum
sem framleidd eru i umhverfi
sem er alveg ómeingað af iðnaði.
Þá lagði Stefán þunga áherslu á
að liffræðingar þurfa að láta álit
sitt i ljós, og hefði Agnar Ingólfs-
son prófessor I vistfræði og for-
stöðumaður liffræðistofnunar há-
skólans tekið undir það þá loks að
hann fékkst kvaddur á fund
nefndarinnar.
Það mundi taka um 5 vikur fyr-
ir liffræðinga að kynna sér fyrir-
liggjandi prentað efni um málið,
ræða við erlenda sérfræðinga og
skila skýrslu til iðnaðarnefndar.
Skýrslan gæti leitt til þess að lif
fræöingar teldu sig ekki þurfa aö
athuga málið meira, en einnig til
hins að þeir vildu gera vettvangs-
athuganir sem gætu tekið 4 mán-
uði. Hann kvaðsthafa farið þess á
leit aö liffræðistofnunin fengi tóm
til að gera frumathugunina —
prófessor Agnar bauðst til þess að
láta framkvæma hana á 5 vikum
— en þvi var synjað og borið við
timaskorti.
Steingrímur Hermannsson for-
maður iðnaðarnefndar (á einnig
sæti i viðræðunefnd um orkufrek
an iönað sem undirbjó málið)
taldi að eins mánaðar timi sem
iönaöarnefnd hefði nýtt til 12
funda væri meira en nóg fyrir
máliö og myndi hann ekki eftir
mörgum málum sem hefðu fengið
eins ýtarlega meðferð. Taldi hann
siðan upp alla þá er hefðu komið
á fund nefndarinnar og var það
friður hópur. Vakti hann athygli á
þvi að náttúruverndarráð hefði
ekki óskað eftir þvi að gerð yrði
liffræðileg athugun á Hvalfirði I
sambandi við málið, að hann
taldi, og loks lýsti Steingrimur yf-
ir þvi að hann teldi allar opinber-
ar stofnanir hafa unnið mjög vel
að málinu.
Eggert Þorsteinsson sá ástæðu
til að taka til máls og bar fram
traust á Steingrim og stjórnina i
málinu!
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráöherra lagði annars vegar á-
herslu á allar þær varúðarráð-
stafanir sem beitt skyldi við
byggingu og rekstur verksmiðj-
unnar og hins vegar á þátt vinstri
stjórnarinnar og Magnúsar
Kjartanssonar við undirbúning
málsins.
Stefán Jónsson kvaðst vissu-
lega vita um trú viðræðunefndar
á skaðleysi járblendisins, en
hún væri sér ekki nóg og vildi
hann að liffræðistofnunin geti
kynnt sér fyrirliggjandi gögn.
Kvaðst Stefán hafa I höndum ým-
is forvitnileg gögn sem kæmu
fram við efnislega umræöu máls-
ins svo sem um heiðarleika Union
Carbide varðandi meingun og
vitnisburð frá eiturefnanefnd um
frammistöðu heilbrigðiseftirlits-
ins.
Stefán lagði áherslu á það að
enginn aðili hefur lagt fram nein
þau gögn sem afsaki það að ekki
sé leitað til liffræðistofnunarinn-
ar.
Helst kvaðst Stefán vilja athug-
un á lifriki Hvalfjarðar og rann-
sókn á búsetu þannig að málinu
væri frestað fram yfir slikar at-
huganir. Til vara kreföist hann 5
vikna frestunar til hinnar bóklegu
athugunar liffræðistofnunar. Og
til þrautavara krefðist hann
frests til að athuga skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar og til að fá svör við
spurningum frá þeirri stofnun.
Fjúrhagsáætlun
Framhald af bls. 6.
Við stöndum frammi fyrir þvi,
að tveggja mánaða gömul fjár-
hagsáætlun er marklaust plagg.
Að visu var hún það þegar hún
var samþykkt og minnihluta-
menn bentu meirihlutanum á
það. Þetta vildu þeir ekki hlusta á
og samþykktu ómerkt plaggið.
Siðan spurði Sigurjón að þvi
hvað hefði verið sagt um vanda
borgarsjóðs og borgarfyrirtækja
að hálfu borgarstjóra eöa
embættismanna borgarinnar að
þeirra eigin frumkvæöi, og benti
siðan á, að það sem fram heföi
komið til borgarfulltrúa væri
þannig fengið að það hefði verið
dregið fram með töngum, og
Læknaritari í
afleysingar
1. ritara vantar til afleysinga á Skurð-
lækningadeild Borgarspitalans. Ráðning-
artimi nú þegar til a.m.k. 30. september
nk. Starfsreynsla nauðsynleg.
Upplýsingar veitir skrifstofustjóri i sima
81200.
Reykjavik, 10. mars 1975.
BORGARSPÍTALINN
Starf vélritara
við embætti rikissaksóknara er laust til
umsóknar.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu rikissak-
sóknara, Hverfisgötu 6, fyrir 18. þ.m.
Útför móður okkar
ELÍSABETAR STEFÁNSDÓTTUR
Hrólfsskála, Seltjarnarnesi
fer fram frá Neskirkju miövikudaginn 12. mars kl. 1.30
e.h.
Pétur Guðmundsson
Stefán Guömundsson
Gunnar Guðmundsson
„Kvikmynd
fyrir þá
rómantísku”
Sagði Natalja Bondartsjúk um
„Solaris” sovéska visindamynd
sem Háskólabió hefur fengið
Donatas Banionis, sovéskur
leikari, sem ber þann virðulega
titil „þjóðleikari” í Sovétrikjun-
um, er nú staddur hér á landi aí
kynna hina miklu kvikmynd
Andrei Tvarkovskys, „Solaris”.
Með Banionanis er annar aðal-
leikari myndarinnar, Natalja
Bondartsjúk.en Bondartsjúk er
nýlega útskrifuð úr kvikmynda-
háskólanum I Moskvu, hún er
bæði leikari og leikstjóri.
Leikkonan er dóttir þekkta,
sovéska leikstjórans Sergei
Bondartsjúk.
Myndin „Solaris” var frum-
sýnd i Háskólabió I gærkvöldi,
og þar ávörpuðu stjörnurnar
sýningargesti. Fyrr i gærdag
héldu þau blaðamannafund og
ræddu þar nokkuð um myndina,
um kvikmyndagerð I Sovétrikj-
unum og fleira. Undanfarið hafa
þau verið á ferðalagi um ýms
lönd aö kynna „Solaris”, komu
m.a. til Italiu þar sem þau hittu
Federico Fellini, ,,en Fellini er
minn uppáhaldsleikstjóri utan
Sovétrikjanna”, sagði Natalja
Bondartsjúk.
„Solaris” er gerð eftir pólskri
vfsindaskáldsögu, „fjallar þó
meira um mannlegt eðli en vis-
indi”, sagði Bondartsjúk.
„kannski má segja, að „Solar-
is” sé huggun fyrir rómantiska
st jörnuskoðara ”.
Miklar umræður hafa staðið i
Sovétrikjunum um myndina, og
sagði Donatas Banionis, að
ýmsir kvörtuðu undan þvi að
þeim fyndist myndin torskilin.
A vesturlöndum hefur henni
oft verið likt við mynd Stanley
Kubrics, „2001 Space Oddessy”,
en Bondartsjúk tók fram að á
þessum tveimur visindamynd-
um væri sá meginmunur, að
Kubric fjallaði fremur um vélar
en fólk „Tvarkovsky fjallarum
Natalja Bondartsjúk og Donatas
Banionis á blaðamannafundi.
manneskjuna”, sagði leikkon-
an.
„Solaris” er afar hæggeng og
löng, atburðarás fjarri þvi að
vera hröð, og heimspekilegar
vangaveltur sitja i fyrirrúmi.
„I Sovétrikjunum eru árlega
framleiddar nær 300 leiknar
kvikmyndir”, sagði Banionis,
„og I heimalandi minu, Litháen,
þar sem aðeins eru um 3 miljón-
ir Ibúa, eru gerðar þrjár leiknar
myndir árlega”.
Þau Bondartsjúk og Banionis
virtust þekkja vel til kvik-
myndagerðar á Vesturlöndum,
Banionis nefndi nöfn leikstjór-
anna Arthurs Penn og Ingmars
Bergmans og leikarann Dustin
Hoffman — en vildi þó ekki
endilega taka þessa menn fram-
yfir aðra góða.
Natalja Bondartsjúk er um
þessar mundir að vinna af
diplom-verkefni sinu viö kvik-
myndaháskólann i Moskvu, „ég
leik lika hlutverk I þeirri
mynd”, sagði hún, „jafnframl
þvi að stjórna myndinni. Ég
framdi sjálfsmorð i hlútverkini)
og kom svo hingað” —-GG
sagði að greinilegt væri að meiri-
hlutinn vildi dylja vandann fyrir
borgarfulltrúum.
Loks sagði Sigurjón:
— Þó að borgarstjori segi að
aðeins þurfi ósk tveggja borgar
ráðsmanna um borgarráðsfund,
felldi þó meirihluti borgarráðs
ósk tveggja fulltrúa um aukafund
um fjárhagsáætlunina, en auk
fulltrúanna hafði áherynarfull-
trúi beðið um fundinn.
Það er ástæðulaus ótti hjá
borgarstjóra, að við munum sýna
af okkur ábyrgðarleysi við gerð
nýrrar fjárhagsáætlunar eftir að
þessi tillaga okkar um breytt
vinnubrögð við gerð fjárhags-
áætlunar hefur verið felld. Við
munum ekki sitja með hendur i
skauti og biða, eins og virðist
vera ætlun meirihluta fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
Þó að það blandist inn I aðra
frásögn, af borgarstjórnarfundi,
skal þess getið að i samræmi við
siðustu yfirlýsingu sina, flutti
Sigurjón Pétursson tillögu um
könnum á allt að 90 miljón króna
sparnaði við viðhald gatna i
borginni siðast á sama borgar-
stjórnarfundi. — úþ
Ályktun
Framhald af bls. 9.
ir, landgrunnsrannsóknir og fjar-
könnun.
Alyktuninni lýkur með þessum
orðum: „Fundurinn fagnar þvi
þeimáföngum sem náðst hafa við
Háskóla tslands og nokkra aðra
skóla á undanförnum misserum
með aukinni kennslu á sviði haf-
fræöa og væntir þess að myndar-
lega verði á haldið með framhald
þeirra mála.” — ÞH
Vikingur
Framhald af bls. 10.
Þegar FH náði að jafna 16:16
voru aðeins 6 minútur til leiksloka
og fannst manni þá vera kominn
nokkur taugaspenna I leik Viking-
anna, en þeir hristu af sér slenið
og skoruðu 4 mörk i röð án þess að
FH fengi svarað fyrir sig og stað-
an allt i einu orðin 20:16 og engin
von fyrir FH að jafna þann mun.
Leiknum lauk svo eins og áður
segir með sigri Vikings 20:17.
Eins og i byrjun segir átti
dómarinn Kristján örn góðan
þátt i þessum sigri Vikings. Ég er
ekki viss um að hann hafi viljandi
verið svona hlutdrægur eins og
dómar hans komu út. FH-ingar
mótmæltu nokkrum dómum hans
og lái þeim það hver sem vill, en
Kristján virðist ekki hafa nokkurt
minnsta taumhald á skapi sinu og
fór við það úr sambandi að manni
virtist og dæmdi i tima og ótima á
FH-liðið. Fjögur vitaköst dæmdi
hann sem áttu sér enga stoð og
meðdómari hans Jón Friðsteins-
son, sem annars dæmdi ágætlega,
var innidómari i 3 af þessum
4rum skiptum dæmdi ekkert.
Kristján tók af honum öll völd.
Fyrir utan þessi 4 vitaköst gerði
Kristján margar skyssur sem
bitnuðu mjög á FH-liðinu, en of
langt mál væri að telja hér upp.
Mörk Vikings: Stefán 9, Einar 5,
Páll 3, Viggó 2, og Magnús 1
mark.
Mörk FH: Gunnar 5, Viðar 5, Gils
2, Ölafur 2, Geir 2, og Þórarinn 1
mark. —S.dór.