Þjóðviljinn - 11.03.1975, Blaðsíða 16
DJOÐVUJÍNN
Þriðjudagur 11. marz. 1975.
Reyndu
að ná
ísleifi
á flot
Trygg>ngafdlag isleifs VE,
Tryggingarmiðstööin, hefur nú
látið reyna að ná Isleifi á flot af
strandstaönum viö Ingóflshöfða,
en árangurslaust tii þessa.
1 fyrstunni var ætlunin að Goð-
inn einn sæi um útdráttinn, en
hann reyndist ekki hafa kraft til
þess.
t gær fengu menn til liðs varð-
skip og átti að reyna að ná skipinu
á flot á háflæði um fimmleytið i
gær. Ekki tókst það þó, þar sem
algjör ládeyða var á þessum slóð-
um þvi háþrýstisvæði er kyrr-
stætt þar.
Var ætlunin að reyna næst á
flóðinu nú i morgun.
—úþ
Renault
í basli
Paris 10/2 reuter — Stærstu
bilaverksmiðjur F’rakklands,
Renault, styttu i dag vinnutima
sex þáund starfsmanna um
helming. Var þessi ákvörðun
svar við verkfallsaðgerðum
sem starfsmennirnir hafa
haldið uppi að undanförnu.
Verkamennirnir krefjast al-
mennrar launahækkunar um
250 franka á mánuði. Einnig
krefjast þeir þess að endur-
ráðnir verði 17 manns, sem
reknir voru á þeim forsendum
að þeir „röskuðu vinnu-
friðnum”.
Alls vinna 25 þúsund af 92
þúsund verkamönnum hjá
Renault stuttan vinnudag og
tvær verksmiðjur voru alveg
lokaðar i dag. Almenningur og
stjórnvöld fylgjast alltaf náið
með gangi Renault vegna þess
að „þegar „Renault fær kvef
hnerrar allt Frakkland” eins og
sagt er. Sumir telja að þessar
verkfailsaðgerðir séu fyrsti
visirinn að vorsókn þeirri sem
verkafýðssamtökin hafa boðað.
Newry 10/3reuter — Tólf fangar
struku i dag úr dómshúsi i
Newry rétt áður en leiða átti þá
fyrir rétt ákærða um tiiraun til
að flyja úr fangelsi. Tólfmenn-
ingarnir eru allir taldir vera
féiagar i IRA.
Póst-
menn
fylktu
liði
Póstmenn gengu fylktu
liði til fundar BSRB í
Háskólabíói i gær. Þessa
mynd tók Ari Kárason er
póstmenn gengu yfir
Austurvöll. Fremstur er
formaður Póstmanna-
félagsins, Reynir
Ármannsson.
Phnom Penh:
rignir yfír
Eldflaugum
flugvöllmn
Phnom Penh, Saigon 10/3 ntb
reuter — Hersveitir, Rauðra
khmera i Kambodju létu eld-
flaugunum rigna yfir Pochentong
flugvöllinn utan við Phnom Penh.
Hæfðu þeir eina af birgðaflutn-
ingavélum Randarikjanna en þó
tókst að halda fluginu áfram.
Skýrt var frá þvi i dag að til-
raunir stjórnarhersins til að
hrekja þjóðfrelsishermenn af
svæðinu norðan við flugvöllinn
hefði engan árangur borið. Var
ma. kennt um skorti á skotfærum
og matvælum.
Breska sendiráðið hefur hvatt
alla breska borgara til að flýja
höfuðborgina og á morgun er á-
ætlað að senda stóra flutningavél
til borgarinnar til að flytja brott
breta, ástrali, ný-sjálendinga og
fleiri.
Einnig geysuðu bardagar á
nokkrum stöðum niður eftir
Mekongánni og norðan við borg-
ina kvaðst stjórnarherinn hafa
hrundið sókn þjóðfrelsishersins.
Sú sókn var þó aðeins talin fyrir-
boði stórsóknar úr norðri en þjóð-
frelsisherinn er i aðeins 10 km
fjarlægð frá miðborginni til norð-
urs.
Frá Suður-Vietnam greina
fréttir frá hörðum bardögum i
bænum Ban Me Thuot á háslétt-
unni i miðhluta landsins. Er bar-
ist á götum bæjarins og segir i
•fréttum að hanh hafi mikla hern-
aðarlega þýðingu ekki aðeins
hvað snertir jafnvægið milli
striðsaðila heldur fyrir allan
striðsrekstur Saigonhersins.
bjóðfrelsisherinn lagði mikla á-
herslu á að ná flugvelli borgar-
innar og vegum að henni á sitt
vald og hermdu fréttir að honum
vegnaði betur i bardögunum.
ALLT AÐ 67% HÆKKUN
á landbúnaðarvörum á rúmL 6 mánaða valdatíma ríkisstjórnarinnar
Rikisstjórnin hefur hækkað verðlag á landbúnaðarvörum um allt
að 67,28% á vaidaferli slnum, sem þó hefur ekki varað lengur en
rúma 6 mánuði!
bó að hækkun sú a landbúnaðarvörum, sem kom til framkvæmda
I gær, sé hvorki mikil að krónutölu né heldur f prósentum talin, þá
hefur rikisstjórnin þó verið mjög iöin við að hækka vörurnar.
A eftirfarandi töflu má sjá þær verðbreytingar, sem orðið hafa á
valdatima rikisstjórnar þessarar:
Agúst ’74 10.3. ’75 Hækkun i kr. Hækkun I %.
Súpukjöt 207 kr. kg. 322 kr. kg. 115 55,56%
Heil læri 363 kr. kg. 146 67,28%
Hryggir 225 kr.kg. 373 kr. kg. 148 65,78%
Kódelettur 257 kr. kg. 411 kr. kg. 154 59,92%
Og svona mætti lengi telja. úþ
Búnaðarþing um málmblendisverksmiðju:
Fyrst ítarlegar rannsóknir
á mengun - svo starfsleyfi
Alþýðubandalagið
Opið hús
Opið hús að Grettisgötu 3 kl. 21 — klukkan niu — i kvöld. Að þessu sinni
mun valinn hópur fólks flytja nokkur atriöi úr verkum bórbergs
bórðarsonar, en bórbergur var einmitt fæddur 12. mars.
Alþýðubandalagið Kópavogi
briðji fræðslu- og umræðufundur Alþýöubandalagsins i Kópavogi
verður I kvöld 11. mars i binghól og hefst kl. 20.30. Rætt verður um
stöðu kónunnar i Islensku þjóðfélagi og er málshefjandi Helga Sigur-
jónsdóttir.
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um jafnréttismál. —Stjórnin.
Stofnfundur 3. deildar Alþýðubandalagsins i Lang-
holts- og Lauganeshverfi
Fundarstaöur: Kaffiterian I Glæsibæ. Fundartimi: I kvöld kl. 20.30.
Dagskrá: 1. kynning nýrrar reglugerðar fyrir félagsdeildir ABR.
(bröstur Ölafsson).. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Kosning stjórnar. 4.
Lúðvik Jósepsson reifar efnahagsmálin. — Félagar, fjölmennið og
takið með ykkur nýja félaga.
Búnaðarþing hefur gert eftir-
farandi áiyktun vegna fyrirhug-
aðrar málmbiendivcrksmiöju á
Grundartanga i Hvalfirði:
„Búnaðarþing beinir þvi til
heilbrigðiseftirlits rikisins, að
áður en til þess komi, að það
veiti starfsleyfi fyrirhugaðri
málmblendiverksmiðju á
Grundartanga i Hvalfirði hafi
það aflað sér allra fáanlegra
upplýsinga um hugsanleg
mengunaráhrif frá slikri verk-
smiðju, bæði á landi, i lofti og
sjó. Telur þingið sjálfsagt að
stuðst sé i þessu efni við reynslu
annarra þar á meðal norður-
landabúa, sem reka sams konar
verksmiðjur og hér um ræðir. í
þvi skyni verði islenskir sér-
fræðingar á sviði liffræði og
verkfræði þegar sendir utan til
þess að kynna sér af eigin raun
alit það er lýtur að umhverfis-
áhrifum slikrar starfsemi.
bá tekur þingið undir þá ein-
dregnu ósk náttúruverndarráös
Búnaðarsambands Borgar-
fjarðar og fleiri aðila til
iönaðarráðuneytisins að gerð
verði ýtarleg liffræðileg könnun
i Hvalfirði og umhverfi fyrir-
hugaðs verksmiðjustaðar áður
en nokkrar framkvæmdir
hefjast þar. Á grundvelli
þeirrar könnunar verði leitast
við að sjá fyrir hugsanleg áhrif
verksmiðjureksturs á lifriki
láðs og lagar enda er nauðsyn-
legt að fyrir liggi liffræöileg
úttekt á svæðinu til saman-
burðar við siðari athuganir.
Verði niðurstaðan af áður-
nefndum athugunum sú að
hætta af mengunaráhrifum frá
málmblendiverksmiðju sé
engin fyrir heilsu manna, né
fyrir gróður og dýralif
umhverfisins, og heilbrigðiseft-
irlit rikisins veiti þess vegna
starfsleyfi til þviliks reksturs og
hann verði hafinn, gerir
Búnaðarþing eindregna og
ákveðna kröfu um að rækt verði
stöðugt og fullkomið eftirlit með
heilsufari starfsfólks og
hugsanlegum breytingum á lif-
riki i nágrenni verksmiðjunnar.
Framhald á bls. 12.
BLAÐ- BJJRÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Kleppsveg Skipasund Múlahverfi Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. ÞJÓÐVILJINN