Þjóðviljinn - 13.03.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.03.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. marz 1975. DWÐVIUINN JUIÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS , (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviijans Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 Hnur) Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f. PÓLITÍSK REFSKÁK Sú snögga og viðtæka kjaraskerðing, sem dunið hefur á þjóðinni undanfarna mánuði hefur bitnað sárast á lágtekjufólki af öllum þjóðfélagshópum. Ástæðan er ekki aðeins sú að lágtekjufólk hafði af minnstu að má, heldur hefur ekkert hækkað jafn hrikalega i verði og brýnustu lifsnauðsynjar. Framfærsluvisitalan gefur afar takmarkaða mynd af þessari þróun, þvi að hún er miðuð við tilbúna f jöl- skyldu sem hefur mun hærra neyslustig en láglaunafólk, aldrað fólk og öryrkjar. Sem dæmi má nefna að hversdagslegustu matvæli hafa að jafnaði hækkað um 60-80%, hitaveitugjöld i Reykjavik um 73% og er þó oliukynding margfalt þung- bærari, og rafmagnsverð hefur meira en tvöfaldast. Viðþetta bætist að tekjur stóra láglaunahópa hafa lækkað til mikilla muna i krónutölu. Á undanförnum árum hefur verkafólk á íslandi haft allt að 40% tekna sinna að jafnaði fyrir yfirborganir og aukavinnu, en slikar tekjur eru nú að komast i lágmark með þeirri samdráttar- stefnu rikisstjórnarinnar sem hefur atvinnuleysi að markmiði. Það er engin tilviljun að kjara- skerðingin hefur fyrst og fremst bitnað á lágtekjufólki. Stefna rikisstjórnarinnar er einmitt sú að færa til ótalda miljarða króna frá þeim sem vinna almenn verka- mannastörf, i fiskvinnu, i iðnaði og öðrum hliðstæðum verkefnum, til atvinnurek- enda og milliliða, og þvi hefur sannarlega ekki verið gleymt að ráðast sérstaklega á kjör aldraðs fólks og öryrkja. Frá þessari stefnu hefur rikisstjórnin ekki hvikað. Orð hennar og gerðir i sambandi við svo- kallaðar launajöfnunarbætur hafa verið siðlaus hræsni, likastar framferði ræningja sem tekur tugi þúsunda króna af vegfaranda en réttir honum svo þúsund krónur aftur og ætlast til auðmjúks þakk- lætis fyrir, væntir „skilnings” og „jákvæðra viðhorfa” eins og Morgun- blaðið komst nýlega að orði um afstöðu Björns Jónssonar, ritara Alþýðuflokksins, til kjaramálanna og stefnu rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum. Björn hafði þá komist svo að orði i viðtali við Morgun- blaðið að það væri „vafasamur hagnaður” fyrir lágtekjufólk „að fá alla kjaraskerð- inguna bætta i einu”, það fólk sem býr við bágust kjör i þjóðfélaginu ætti að „hugsa sig tvisvar um” ef þvi „yrði boðinn allur pakkinn”. Það er ekki ónýtt fyrir ránsmenn að mæta jafn bljúgum viðhorf- um og ekki að undra þótt Morgunblaðið og önnur málgögn stjórnarstefnunnar birti nú daglegar forustugreinar Birni Jónssyni, ritara Alþýðuflokksins, til lofs og dýrðar. Um það getur naumast verið nokkur ágreiningur að verklýðshreyfingin á framundan erfiða og langvinna baráttu, þegar andspænis henni stendur pólitiskt vald tveggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar ásamt efnahagslegu valdi atvinnurekenda og milliliða. Eflaust verður að heyja þá baráttu i mörgum áföngum, og eigi hún að ná varanlegum árangri verða fagleg og pólitisk sókn að haldast i hendur. En verklýðshreyfingin mun að sjálfsögðu aldrei lúta svo lágt að telja einhvern afar takmarkaðan áfanga jafngilda sigri: árangur sinn hverju sinni hlýtur hún að meta einvörðungu með hliðsjón af þeim heildarmarkmiðum sem að er stefnt. Stéttabaráttan er pólitisk nú eins og endranær og hlutverk Alþýðuflokksforust- unnar er að verða æ greinilegra i þeim átökum Alþýðuflokkur Gylfa Þ. Gislasonar hefur alla tið harmað örlög viðreisnarstjórnarinnar og viljað endur- vekja hana: það er engin tilviljun að aðalmálgagn Alþýðuflokksins á Akureyri lagði nýlega til að núverandi stjórn segði af sér og ný stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar yrði mynduð undir forsæti Gylfa. Björn Jónsson er nú mesti valdamaður i Alþýðu- flokknum og nánasti samstarfsmaður Gylfa Þ. Gislasonar: viðhorf hans i kjara- málum mótast fyrst og fremst af hags- munum og vonum Alþýðuflokksforust- unnar. Þegar Morgunblaðið hælir Birni Jónssyni fyrir „skilning” og „jákvæð viðhorf” er það sannarlega ekki að hugsa um kjör og afkomu láglaunafólks heldur þá pólitisku refskák sem verið er að leika að tjaldabaki. Ef þörf krefur er alltaf hægt að hnika til ráðherraembættum eða bæta við nýjum stólum i stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. —m Á að færa iðnaðarmengun hér upp að bandarískum mörkum? Nefndarálit Stefáns Jónssonar um járnblendið Stefán Jónsson fulitrúi Alþýðu- bandalagsins i iðnaðarnefnd efri deildar leggur i nefndaráliti sinu til að frumvarpið um járnblendi- verksmiðju I Hvalfirði verði fellt, en til vara ber hann fram nokkrar breytingartillögur við frumvarp- ið, ef vera mætti að unnt reyndist að draga nokkuð úr hættum þeim sem feiast I iagasetningu af þessu tæi. Eins og Stefán vakti athygli á utan dagskrár á þingi fyrr i vik- unni hefur iðnaðarnefnd ekki gef- ist timi til að afla sér nauðsyn- legra gagna um þetta umdeilda og mikilsverða mál, og stóð for- maður iðnaðarnefndar, Stein- grimur Hermannsson, við þá ætl- un sina að ljúka nefndarstörfum og skila nefndaráliti fyrir miðja viku. Ein af breytingartillögum Stefáns Jónssonar hljóðar svo: Við 11. gr. Aftan við greinina bætist: A vegum Náttúruverndarráös og iiffræöistofnunar Háskóla Is- Iands verði gerð itarleg liffræöi- lög könnun á Hvalfirði og um- hverfi fyrirhugaðs verksmiðju- staðar, áður en nokkrar fram- kvæmdir hefjast þar. Minnihlutanefndarálit Stefáns úr iðnaðarnefnd fer hér á eftir. Mál það, er hér liggur fyrir Al- þingi i frumvarpsformi, hefur ekki verið búið til flutnings með þeim hætti að sýnt sé að hags- munir islenska rikisins hafi setið i fyrirrúmi við undirbúning þess. Umfjöllun málsins i iðnaðarnefnd Ed. hefur verið yfirborðsleg og flaustursleg i senn, og hvergi nærri verið ætlaður nægur timi til þess að afla hlutlægra upplýsinga um hin þýðingarmestu atriði svo að sannprófa mætti fullyrðingar þess aðila, sem meginábyrgðina ber á þessu frumvarpi, þar sem er viðræðunefnd um orkufrekan iðnað. Sem dæmi um þessi óhæfu vinnubrögð má nefna það, að synjað hefur verið i iðnaðarnefnd um fimm vikna frest til þess að liffræðistofnun Háskóla íslands geti gengið úr skugga um meng- unarhættu af völdum fyrirhug- aðrar verksmiðju, en aðeins með slikri athugun yrði alþingismönn- um gert kleift að mynda sér rök- studda skoðun á þvi hvort hér sé stefnt i voða lífriki Hvalfjarðar og nærsveita. Timi sá og starfslið, sem Þjóðhagsstofnun hefur verið ætlað til að kanna málið, var með þeim hætti að stofnuninni hefur ekki gefist kostur á þvi að semja neins konar álitsgerð um áhrif fyrirhugaðrar stóriðju á atvinnu- vegi landsins né byggðaform. Að- eins er vikið lauslega að saman- burði á hagkvæmni fyrirhugaðrar stóriðju og sjávarútvegs, sem sýnir að visu stórkostlega yfir- burði sjávarútvegsins hvað arð- kvæmni snertir. Engin úttekt hef- ur verið gerð i þessu sambandi á stöðu landbúnaðarins, né heldur athugaðir neinir þeir kostir, sem völ kynni að vera á um notkun raforku til áburðarvinnslu, yl- ræktar eða heykögglafram- leiðslu. Upplýsingar, sem iðnaðarnefnd hafa verið veittar varðandi hag- kvæmni á notkun raforku til húsahitunar i þvi skyni að leysa oliuna af hólmi, hafa verið byggð- ar að verulegu leyti á ágiskunum, og það komið fram i viðræðum við fulltrúa orkumálastjórnar, Landsvirkjunar og Seðlabanka, að alls engar ráðstafanir hafa verið gerðar til beinnar könnunar i þvi máli. Þingsjá Við athugun á skjölum og i við- ræðum við búningsmenn málsins hefur komið i ljós að óhæfilegur trúnaður hefur verið lagður á ein- hliða upplýsingar viðsemjanda viðræðunefndar, Union Carbide, vera að afsaka það flaustur sem rikir um afgreiðslu málsins að ööru leyti með þvi að flytja þeim mun langdregnari ræðu þar sem hann endurtók það sem áður hef- ur verið sagt um málið og prentað i þingskjölum. Fundur hófst aftur um hálfsex- um þýðingarmikil efnisíQ’iði, og það svo að i sjálfri greinargerð- inni með frumvarpi þessu eru borin fram helber ósannindi um atriði, sem heill og hamingja þjóðar eru undir komin, svo sem staðhæfingin um skaðleysi þess ryks, er berast mun frá fyrirhug- aðri verksmiðju, og siðan fylgt eftir með afkáralegum fullyrð- ingum um trúverðugheit Union Carbide i mengunarmálum, enda þótt fyrir liggi upplýsingar um að auðhringur þessi sé einn af skað- vænlegustu mengunarvöldum I heimi. Sem dæmi um óhæfilegt sinnu- leysi um hagsmuni lands og þjóð- ar i þessu sambandi má geta þess, að staðfest hefur verið i iðn- aðarnefnd að ætlunin er að lög- gilda hér bandariska mengunar- staðla i sambandi við þetta mál. Bandarisku mengunarstaðlarnir miða að þvi að draga úr iðnaðar- mengun i Handarikjunum að þvi frumvarpið sem ekki raska þó meginstefnu þess. Ein þeirra er við 11. grein og hún orðist svo: „Hlutafélaginu ber að gera varúðarráðstafanir til að varna tjóni á umhverfi verksmiðjunnar við Grundartanga af hennar völd- um, og skulu hönnun verksmiðj- marki að lifi fólks, dýra og gróð- urs þar i landi verði ekki lengur hætta búin — jafnframt þvi sem tekið verði tillit til hagsmuna mengunariðnaðarins þar i landi, sem ris að verulegu leyti undir efnahag risaveldisins. Veröi þeir mengunarstaðlar lögfestir hér á landi, þá þýðir það i raun að auka mætti iðnaðarmengun á tslandi upp að þvi marki, sem lifvænleg þykir i Bandarikjunum. Loks er þess að geta að mál þetta er sniðið með þeim hætti i hendur alþingismanna, að ljóst er að Alþingi, er ekki ætlað að fjalla um það með þingræðislegum hætti, heldur aðeins að afgreiða, að forminu til, mál, sem sérfræð- ingaklíkur embættismannakerf- isins hafa þegar leyft sér að taka endanlega ákvörðun um. Af þessum sökum legg ég til að frumvarpið verði fellt. — En til vara, ef vera mætti að unnt reyndist að draga úr hættum þeim, sem felast i lagasetningu af þessu tæi, leyfi ég mér að bera fram nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, og verða þær prentaðar á sérstöku þingskjali. kvæmt þeim. Áður en framleiðsla hefst skal á kostnað fyrirtækisins og sam- kvæmt tillögum náttúruverndar- ráðs gerð líffræðileg athugun á umhverfi verksmiðjunnar, þann- ig aö fylgjast megi með áhrifum hennar á llfrikið.’L Steingrímiir langorður Járnblendimálið kom til 2. um- ræðu I efri deild I gær og talaði framsögumaður meirihluta- nefndarálits, Steingrimur Her- mannsson, samfleytt frá þvi að fundur hófst klukkan tvö til kiukkan hálf fimm. Virtist hann leytið og var þá Stefán Jónsson, framsögumaður minnihluta úr iðnaðarnefnd, á n\ælendaskrá. Þjóðviljinn greinir frá ræðu Ste- fáns á morgun. Meirihluti iðnaðarnefndar flyt- ur nokkrar breytingartillögur við unnar, bygging og rekstur i öl vera i samræmi við núgildandi < siðari lög og reglugerðir hér landi varðandi mengunarvarn og öryggi, náttúruvernd, he brigöi og hreinlæti á vinnustað ( þá staðla, sem settir eru sar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.