Þjóðviljinn - 13.03.1975, Page 5
Fimmtudagur 13. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Bingó aldarinnar
hefst á sunnudag
Bingó fjóra nœstu sunnudaga i Háskóla-
bíói á vegum knattspyrnufélagsins Þróttar
Mikil Bingó-alda hefur gripiö
um sig hér i höfuðborginni. Nú
hefur knattspyrnufélagið Þróttur
ákveðið að skjóta öðrum ref fyrir
rass og efna til „bingós aldarinn-
ar” i Háskólabiói fjóra sunnu-
dagseftirmiðdaga I röð, þ.e. 16.
mars, 23. mars, 6. aprll og 13.
apríl
Bingóin hefjast kl. 2 stundvis-
lega og verður Svavar Gests
stjórnandi. Spilaðar verða 20 um-
ferðir i hvert skipti.
Vinningaskráin verður þessi I
grófum dráttum:
1. 56 sólarferðir með
Ferðaskrifstofunni SUNNU til
Mallorca. Búið verður I glæsileg-
um ibúöum þar syðra og notið
allra hugsanlegra lystisemda
sem sólareyjan Mallorca hefur
upp á að bjóða.
Verðmæti hverrar ferðar er
rúmlega 50.000.00 kr.
2. Bifreið að gerðinni FIAT 127
að verðmæti kr. 653.000.00 Spilað
verður um bifreiðina þ. 13/4 i sér
umferð og þeir sem komið hafa á
öll hin þrjú skiptin fá ókeypis 1
bingóspjald gegn framvisun
sérstakra miða sem afhentir
verða i hvert skipti. Stórglæsi-
legur vinningur og gifurlega
heillandi.
3. 24 aðrir stórglæsilegir
vinningar af öllum tegundum og
gerðum.
Verðmæti vinninga er samtals
tæpar 4 miljónir, og með þvi að
reikna með húsfylli i hvert sinn
fá þátttakendur 70-80%
ágóðans i sinn hlut eftir þvi sem
forráðamenn bróttar tjáðu blaða-
mönnum. Þá er það nýjung, að
þegar drégið verður um hver
skuli hreppa vinning i það og það
skiptið fá allir einhvern vinning.
Miðasala hefst i Háskólabiói i
dag kl. 4
V örubílstjóraf élagið
ÞRÓTTUR
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs
1975.
Frestur til að skila tillögum um stjórn og
trúnaðarmannaráð Vörubilstjórafélags-
ins Þróttar fyrir árið 1975, er til kl. 17,
mánudaginn 17. mars 1975.
Hverri tillögu skulu fylgja meðmæli
minnst 18 fullgildra félagsmanna. Tillög-
um ber að skila á skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn Vörubilst jóraf élagsins
Þróttar.
í HÁSKÓLABÍÓ
sunnudagana l6.og 23. marz, einnig 6.og 13.apríl
og hefst ki. 14 öll skiptin
Miðasala hefst f dag kl. 17
af eiiendum vettvangi
Próaöur landbúnaðurskapar
forsendur fyrir iðnvœðingu
t september siðastliðnum
hlaut Ginea-Bissau sjálfstæði
eftir 500 ára ánauð portúgala.
Siðan hefur hin vestræna pressa
steinþagað um framvindu mála
i landinu eins og hún hafði
raunar gert lengst af meðan
alþýða landsins barðist fyrir
frelsi.
Langvarandi ófriður hefur ó-
hjákvæmilega slæm áhrif á
efnahag þjóða sem við hann
búa. Þegar þjóðfrelsisöflin
höfðu leitt baráttuna til sigurs
voru þau samt ekki það sem
brýnast var að bæta fyrir á
efnahagssviðinu. Meinið sem
ráðast varð á orsakaðist af alda
löngu arðráni portúgala á gæð-
um landsins og ibúa þess.
landssvæði undan oki portúgala.
1 stað hinnar einhæfu jarðhnetu-
ræktar var lögð áhersla á að
hefja matvælaframleiðslu
landsins aftur til vegs. Tækifær-
ið var notað til að innleiða nýja
framleiðslutækni, svo sem að
auka notkun áburðar og rækta
fleiri hrisgrjónategundir en
hrisgrjón eru helsta fæða lands-
manna.
í bænum Madina do Boé hefur
verið reist miðstöð fyrir tilraun-
ir á sviði landbúnaðar og verið
er að stofna aðra slika sunnar i
landinu. t þessum miðstöðvum
er bændunum kennt að beita
hentugum aðferðum við land-
búnað og einnig er þar rekih til-
raunastarfsemi i fiskirækt.
1 landbúnaði var nokkur visir
Hrisgrjónarækt er helsti matvælagjafi Gineu-Bissau.
Skattar og jarðhnetur
Ginea Bissau er .fyrst og
fremst landbúnaðarland og
lengi vel rikti þar sjálfsþurftar-
búskapur. En nýlenduveldi
græðir litið á sjálfsþurftarbú-
skap. Til þess að bæta úr þvi
voru settar á ibúana gifurlegar
skattaálögur. Alltvar skattlagt:
menn þurftu að greiða skatt af
húsnæði og pálmavini, greiða
þurfti leyfisgjald af veislum,
giftingum, jarðarförum o.s.frv.
Til þess að gera bændunum
kleift að greiða alla þessa skatta
var lögð mikil áhersla á jarð-
hneturækt. Bændurnir seldu
portúgölunum jarðhnetur og
fengu fyrir þær það verð sem
nægði fyrir sköttunum. Smátt
og smátt vék almenn akuryrkja
og kvikfjárrækt fyrir jarðhnetu-
ræktinni og árið 1959 voru 22%
alls jarðnæðis i landinu lögð
undir jarðhneturækt. 70% út-
flutningsins voru sömuleiðis
jaröhnetur.
Fjármálaráðherra landsins.
Vasco Cabral, útskýrði afleið-
ingar þessarar þróunar þannig:
— Þetta hafði hrapallegar af-
leiðingar. Undirstöður sjálfs-
þurftarskipulagsins brustu án
þess að i kjölfarið fylgdi eðlileg
iðnvæðing. Að frátöldum örfá-
um stöðvum til að hreinsa hris-
grjón, sögunarverksmiðjum og
brugghúsum rikti algert efna-
hagslegt tómarúm i Gineu-
Bissau.
Samvinna /,út úr neyðí'
Þessu misræmi þurfti þjóð-
frelsishreyfingin, PAIGC, að
breyta og hafist var handa strax
og henni tókst að frelsa einhver
að samvinnubúskap 1 landinu
áöur en bardagar hófust þar.
Hann hefur veriö þróaður áfram
og nú hefur verið komið á sam-
vinnu milli heilla bæja. Sú teg-
und samvinnu er reyndar af-
leiðing striðsins. Portúgalir iðk-
uðu mjög hermdarverk i suður-
hluta landsins og oft tókst þeim
að eyða hrisgrjónabirgðum
heilla bæja. Þá komu bændur
frá öðrum bæjum til hjálpar,
aðstoöuðu við að endurbæta
akrana og sáu bæjarbúum fyrir
matvælum. PAIGC reynir nú að
koma á samvinnurekstri á öðr-
um sviðum, t.d. smiðaverkstæð-
um, en striðsreksturinn tafði
þær tilraunir.
Verslun án
peninga
Mikilvægur liður I frelsun
bændanna undan oki nýlendu-
kerfisins voru alþýðuverslan-
irnar. Þar gátu þeir komið meö
umframbirgðir sinar, selt þær
og keypt ýmsar nauðsynjar i
staðinn. Fyrsta verslunin af
þessu tagi var stofnuð árið 1964
en siðan hefur þetta fyrirkomu-
lag breiðst út um landið. öll við-
skipti i þessum verslunum eru i
formi vöruskipta, peningar
koma hvergi þar nærri. Verð-
lagning fylgir þeirri reglu að
bændurnir fá meira en portú-
galarnir greiddu fyrir afurðir
þeirra og vörurnar fá þeir ódýr-
ari en hjá portúgölunum áður
fyrr.
Mikið af þeim vörum sem
seldar eru i þessum verslunum
eru gjafir sem þjóöfrelsisöflun-
um hafa borist. Þær kaupa
bændurnir fyrir hrisgrjón,
Gínea- ■ i | •
Bissau tndurreisn
efnahagslífsins
pálmaoliu, hunang, mais og fisk
svo dæmi séu tekin. Afurðirnar
eru svo sendar i sérstakar
geymslur i Boké þar sem á-
kveöið er hve mikið skal flytja
út og hve miklu skal dreifa inn-
anlands.
sóknir hafa leitt i ljós aö hægt er
að virkja bæði stórfljót landsins,
Corrubal og Geba. Corrubal eitt
saman getur séð öllu landinu
fyrir raforku og samt ætti nokk-
uð að vera eftir til útflutnings.
En PAIGC hefur ekki i
hyggju að afhenda útlendingum
þessar auðlindir til nýtingar.
Vasco Cabral litur hýru auga til
þeirrar samstöðu sem óðum er
að myndast meðal hráefna-
framleiðenda. Hann segir:
Þróunarlöndin verða að standa
saman gegn heimsvaldarikjun-
um. Þau verða að koma sér
saman um aðferðir til að berjast ‘
gegn þeim sem raka saman
gróða á hráefnum þeirra og
auðlindum.
Að vera sjálfum sér nóg-
ur
1 stjórnarskrá Gineu-Bissau
segir á einum stað að markmið
rikisins sé ,,að binda endi á arð-
rán manns á manni”. Til þess
að ná þessu markmiði verður að
fylgja ákveðinni efnahagsstefnu
sem hefur velferð þegnanna að
leiðarljósi. Vasco Cabral túlkar
stefnu stjórnarinnar þannig:
Við verðum að byggja á þeim
veruleika sem við búum við og
til að byrja með veröur efna-
hagslifið að byggjast á landbún-
aði jafnframt þvi að þróa hann
áfram. Háþróaður landbúnaður
getur svo oröið forsenda iðn-
væðingar... Við verðum að
byggja upp efnahagskerfi sem
gerir okkur kleift að nýta auð-
lindir okkar og með þvi að koma
á hagkerfi sem er sjálfu sér
nægjanlegt.
(ÞH —Byggt á Kommentar)
Hráefni
Oft hefur veriö sagt um Ginea-
Bissau að landið sé svo fátækt
að það skipti engu máli fyrir
heimsvaldalöndin. Er þá átt við
að litið sé af hráefnum og orku i
landinu. Þessu er Vasco Cabral
ekki sammála. Hann segir: — I
suðausturhluta landsins er á-
framhald þeirra báxitnáma
sem Lýðveldið Ginea nytjar.
Einnig býr landið yfir fosfati,
titanium, gulli og járni. Rann-