Þjóðviljinn - 13.03.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. marz 1975.
Agúst F. Petersen
Björg Þorsteinsdóttir
Einar Hákonarson
Eyborg
Guðmundsdóttir
Guðmunda
Andrésdóttir
Hafsteinn Austmann
Hringur Jóhannesson
Jóhannes Geir .
Louisa Matthíasdóttir
Ragnheiður
Jónsdóttir Ream
Jens Kristleifsson
Ragnheiður Jónsdóttir
Örlygur Sigurðsson
Guðmundur
Benediktsson
Hallsteinn Sigurðsson
Jóhann Eyfells
Jón Benediktsson
Magnús Á. Árnason
Fá lofsamlega
dóma í Bergen
Sýningunni „18 Islenskir mynd-
listarmenn” lauk 9. mars sl., á
sunnudaginn, I Kiruna. Sýning
þessi var áöur I Bergen dagana
10.1, — 26.1., en 18. mars veröur
sama sýning opnuö I Luleá.
Þjóöviljanum hafa borist nokkrar
blaöaúrklippur frá Bergen um
sýningu þessa og er þar yfirleitt
fariö lofsamlegum oröum um
hana. t greinum þessum er yfir-
leitt minnst á það að 3. — 17. nóv.
sl. hafi veriö til sýnis í Bergen
nokkurt safn fslenskra listaverka,
i eigu I.istasafns lslands.
Sýningin þá var liður I hátiðar-
dagskrá, sem listamannasam-
tökin I Bergen settu saman i til-
efni ellefu alda afmælisins til aö
hylla islenska menningu. Agnar
Kl. Jónsson, ambassador islands
i Osló, opnaöi sýninguna en
viöstödd var þá ma. dr. Selma
Jónsdóttir.
Tilhrigðarik sýning
Waldemar Stabell skrifar eftir-
farandi um sýninguna i Morgen-
avisen, Bergen:
„Sýning félagsmanna FIM,
sem nú gistir Bergen, hefur upp á
aö bjóöa myndlistarverk frá
siöustu tveim til þremur árum og
eru um þaö bil fimm eöa sex
myndir eftir hvem þátttakanda.
Viö kynnumst þarna málverkum,
grafíkmyndum og skúlptúr. Þetta
er tilbrigöarik sýning, en einnig
mætti vekja athygli á þvi, sem
kalla mætti tengsl við „sameign”
evrópskrar myndlistar.
„Umhverfisraunsæi” eða tengsl
viö það — eins og segja mætti —
er til beggja vegna Atlants-
hafsins. Hringur Jóhannesson f.
1932 og Louisa Matthiasdóttir f.
1917 eru fulltrúar þess á
sýningunni.
En ef við sleppum skóla og stil-
einkennum má segja, að islensk
list sé frábrugöin evrópskri sakir
sterkra og hljómmikilla lita, sem
málararnir nota einatt. Jóhannes
Geir Jónsson f. 1927, Björg
Þorsteinsdóttir f. 1940 og Agúst F.
Petersen f. 1909 eru ólikir og
sérstæðir málarar en aftferðir
þeirra að setja saman litahljóma
án hlés eða þagnar og jafnframt
til aö hafa þá nægilega hvassa,
eiga býsna margt sameiginlegt.
Leiöin frá þessum „hrópandi”
kóloristum til hinna einföldu og
oft á tiðum trúarlegu form-
tjáningar i hvitum og svörtum til-
brigöalausum flötum Eyborgar
Guðmundsdóttur f. 1924 er ekkert
sérlega löng. Ástæöan er sú aö
allir þessir málarar lita á hljóm-
gæöi myndar sömu augum.
Eyborg getur náö sterkum
áhrifum með þvi að setja all-
granna og fina tóna litanna milli
þungra blakka af svörtu og hvitu.
Einar Hákonarson • f. 1945,
Hafsteinn Austmann f. 1934 og
Guömunda Andrésdóttir f. 1922
áttu mörg verk á Urdi i
nóvember, öll frá fyrstu árum
sjöunda áratugarins. Myndir
þeirra i dag — gerðar á siöustu 2-3
árum, leiða ekki i ljós nýtt
myndmál.”
Sami höfundur segir i 2. grein
sinni ma:
A sýningunni finnum viö enn-
fremur góö grafisk verk og högg-
myndir islenskra myndlistar-
manna. Töfrandi eru teikningar
og vatnslitamyndir örlygs
Sigurðssonar (f. 1920). Ragn-
heiöur Jónsdóttir (f. 1933) er góð-
ur grafiskur listamaður.
Yngsti þátttakandinn Jens
Kristleifsson (f. 1950) sýnir dálit-
ið torskilin en örugglega gerð
dúkskurðarverk. Magnús A.
Arnason (f. 1894) er þekktur lista-
maöur bæði sem málari og mynd-
höggvari. Hann teflir fram fin-
gerðri stúdiu af syni sinum Vifli.
Aðrar myndir eftir hann heita
Geniveve og Karlinn i tunglinu.
Ég þekki ekki forsendu siðast-
talda verksins.en kröftug einbeit-
ing anda i þessu höfði er sannar-
legu islenskum myndhöggvara til
mikillar sæmdar. Áhugaverðar
höggmyndir sjáum við hjá Guð-
mundi Benediktssyni (f. 1920)
Hallsteini Sigurðssyni (f. 1945),
Jóni Benediktssyni (f. 1916) og
prófessor Jóhanni Eyfells, (f.
1923). Allt eru þetta listamenn,
sem veita okkur rikulega hlut-
deild i verkum sinum og ég er
ekki i vafa um, að við eigum eftir
að heyra frá þeim siðar meir.”
Tók huga múiM
Greinarhöfundurinn „TS” segir
18. janúar i Bergens Arbeiderblad
um Ragnheiði Jónsdóttur:
„Grafiski listamaðurinn Ragn-
heiður Jónsdóttir var sá eini er
tók huga minn með myndaflokki
sinum 2001-2004. Táknheimur
hennar viröist dularfullur og töfr-
um gæddur. Hún kom forvitni
minni af stað og myndsýn á
hreyfingu. Hin flata- og skúlptúr-
verkin eru ljós án þess aö segja
mér nokkuö sérstakt. Þau eru góð
verk en heldur ekki meira, ekki
minna. Vitaskuld er það gleðilegt
að þau skuli hafa til að bera gæði
listar — en þau eru dálitið þreyt-
andi I alþjóðlegum skilningi eins
og hinn hefðbundni módernismi.”
Kirichenko kveður
Yuri A. Kirichenko, sem verið
hefur sendiherra Sovétrikjanna
á Islandi i tvö ár, hélt kveðjuhóf
I sovéska sendiráðinu i fyrra-
kvöld, en hann tekur nú viö
embætti sendiherra i Osló. Við
þetta tækifæri var þessi mynd
tekin af sovésku og bandarisku
sendiherrahjónunum ásamt
aðalleikurunum I sovésku
myndinni Solaris. Er ekki annaö
að sjá en vel fari á með stór-
veldafulltrúunum. Sendiherra
Sovétrlkjanna á Islandi i stað
Kirichenko verður væntanlega
Fara Fanou, sem verið hefur
aöstoöaryfirmaður Noröur-
landadeildar sovéska utanríkis-
ráðuneytisins.
t
Ragnheiður Jónsdóttir Ream fékk mjög vinsamlega dóma fyrir
myndir sinar á sýningunni I Bergen.en hún á 6 myndir á sýningunni.
Þessi mynd er af einu verka Ragnheiðar.
Jóhannes Geir á 6 myndir á sýningunni. Hér er mynd af einu verka
Jóhannesar.
tslensk blanda
„Islensk blanda” nefnist grein
um sýninguna, sem birtist i
Bergens Tidende. Höfundur er
Harald Flor. Hann segir fyrst að
þessi sýning hafi hvorki neitt sér-
stakt stef að uppistöðu eða
ákveðna hugmynd. Flor ber
þessa sýningu saman.við sýningu
I Bergen fyrir hartnær 5 árum I
Bergens BilledgalerLog við slikan
samanburð „hljómum við að
komast að þeirri niðurstöðu, að
núverandi sýning er miklum mun
hefðbundnari i sniðum en sú
fyrri, breidd hennar takmarkaðri
og tilbrigðin færri" Greinarhöf-
undur leggur þvi mikla áherslu á
að sýningin „18 islenskir mynd-
listarmenn” bjóði ekki upp á
neinn þverskurð Islenskrar
myndlistar eins og hún er i dag.
Minnir greinarhöfundur á þátt
Islendinga i æskulýðs§ýningunni I
Paris og telur mjög miður að
þátttakendur þar skuli ekki eiga
verk á umræddri sýningu En
„ekki er réttmætt að láta þessar
athugasemdir skyggja á þá stað-
reynd að markvert framlag er að
finna i þessu myndlistarúrtaki?
„Jóhannes Geir Jónsson er
áberandi persónuleiki i hópi
málaranna. Expressjónistisk list
hans með Ivafi landslagsáhrifa
stendur föstum fótum i náttúru og
lifi fólksins. Frá strangri
myndbyggingu (Jarðarförin)
hefur hann hreyfst yfir i ómeð-
vitaðri lita- og efnismeðferð, þar
sem næsta vimukenndri náttúru-
tilfinningu er gefinn laus taumur-
inn (Sumarnótt). Ágúst F.
Petersen (hann er ekki ólikur
Aagot Kramer i einstaka verk-
um) og Ragnheiður Jónsdóttir
Ream er ljóðrænni að skapgerð
og Ragnheiður hefur raunar til að
bera sterkari tilfinningu fyrir lit-
um. Erfiðara á ég með að sætta
mig viö vinnuaöferðir Louisu
Matthiasdóttir en þær byggjast á
dýrkun aöalatriða og breiðum
strokum.
Ýmis stig abstrakt-stefnu birt-
ast I myndum miðkynslóðarinnar
og hjá þeim yngri en myndrænar
lausnir eru býsna misjafnar hvað
frumleikann snertir. Fyrir-
myndirnar koma skýrast i ljós
hjá konstrúktifa málaranum
Eyborgu Guðmundsdóttur, en
einhæfrar hrynjandi gætir aftur á
móti mest I verkum Guðmundu
Andrésdóttur. Hafsteinn Aust-
mann málar abstrakt i anda
Parisarskólans. Kerfisbundni
rytminn, sem hann glimir viö
sýnist hafa opnað leið til
áframhaldandi þróunar.
Björg Þorsteinsdóttir og Einar
Hákonarson vinna bæði á landa-
mærasvæðum óhlutbundinn-
ar listar annars vegar en
figúratlfrar hins vegar. Björg
hefur einkum komið til leiðar
hárri myndrænni spennu.
hlaðinn undirtónn er
lika rauður þráður hjá Hringi
Jóhannessyni. Hringur hefur
lært bæði af Margritte og
nýrealistunum og er höfundur
þeirra verka á sýningunni,
sem lengst verður munað
eftir. Grafiklistarmennirnir eru
fáir. Ragnheiður Jónsdóttir er
einstæð i hópi þeirra (hún tók
raunar þátt I grafíkbiennalinum i
Fredrikstad á siðastliðnu ári).
Myndaflokkurinn 2001-2004 bitur
sig fastan i vitund okkar bæði
vegna tækninnar og af hug-
myndafræðilegum orsökum. Hið
sama v.erður ekki sagt um þátt
islensku myndhöggvaranna.
Frumlegastur er Jóhann Eyfells.
í litlu myndunum sinum fer hann
með álið á ákaflega sérstæðan
máta. Honum tekst að láta þessa
málmtegund — sem venjulega er
bæði fáguð og strokin — llta út
eins _og storknaðan hraun-
mola. Ánnars er það aö segja um
myndhöggvarana að abstrakt-
mennirnir Guðmundur
Benediktsson og Hallsteinn
Sigurðsson ásamt aldursfor-
setanum Magnúsi A. Arnasyni
túlka hefðbundin sjónarmið.
Aftur á móti nálgast Jón
Benediktsson sætleikann, stund-
um iskyggilega mikið.
Rétt er að vekja athygli á hinni
miklu þátttöku kvenna á sýning-
unni — á þessu ári, sem hátiðlega
hefur veriö kynnt sem:
Kvennaárið.”