Þjóðviljinn - 13.03.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.03.1975, Qupperneq 7
Fimmtudagur 13. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Rætt viö fulltrúa á Búnaöarþingi Áburöarverðiö er okkar vandamál Rætt við Friðbert Pétursson bónda að Botni í Súgandafirði Friöbert Pétursson. — Stærsta mál þessa Búnaðarþings sem nú er að Ijúka og raunar stærsta mál bændastéttarinnar i landinu um þessar mundir er hin geysilega verðhækkun sem verður á til- búnum áburði i vor. Það er reiknað með allt að 140% hækk- un, sem þýðir um 300 þúsund kr. hækkun á áburði fyrir meöalbú. Meira þarf raunar ekki að segja svo allir geti séð hvilikt vanda- mál hér er á ferðinni, sagði Friðbert Pétursson bóndi á Botni I Súgandafirði,en hann er einn af fulltrúum á Búnaðar- þingi sem staðið hefur yfir i Heykjavik siöustu 2 vikurnar. — Ég fæ ekki séð að það sé nein góð leiö útúr þessum vanda sem áburöarverðshækkunin veldur. Bændur geta ekki kippt að sér hendinni með áburðar- notkun, það er alveg ljóst, og ef þessi hækkun veröur látin fara út i verðlag landbúnaðarvara af fullum þunga, þá myndu þær hækka svo mikið að það væri flestum ofviða að kaupa þær. Mér sýnist að eina úrræðið sé niðurgreiðsla á áburði á frumstiginu, eitthvað i likingu við það sem gert er með oliuna. Og þar sem þetta er ekki mál bændastéttarinnar einnar, held- ur allrar þjóðarinnar hlýtur al- þingi eitthvað að gera i málinu, annað er ómögulegt, og það verður að gerast fyrir vorið. — Er möguleiki á að minnka notkun tilbúins áburðar? — Ekki sem neinu nemur. Það er kannski hægt að minnka hana eitthvað eitt árið en svo verður kannski að auka aftur næsta ár. Það er nefnilega þannig að i góðæri, þegar vel vorar þarf minna að bera á, en hvenær veit maður það fyrirfram hvort vel vorar og sumrar? Það er ekki hægt að biða með að bera á. Eina sem manni sýnist raun- hæft i þvi að minnka notkun áburðar er að draga úr ræktun þar sem hún er mikil fyrir. En þetta er frekar langtimaspurs- mál. Það sem er brýnast nú, er að leysa málið fyrir vorið, menn hafa alls ekki fé til áburðar- kaupa i ár eftir þessa hækkun og lánastofnanir okkar bænda ekki heldur. — En hvað segir þú svo i fréttum af bændum i þinu byggðarlagi? — Svo sem allt gott i almenn- um fréttum. Við eigum auðvitað við ýmis vandamál að etja og verst af þeim tel ég vera sam- gönguleysið yfir veturinn. Bændur i Súgandafirði og viðar á Vestfjörðum komast ekki af bæ yfir veturinn nema á vél- sleðum eða i snjóbll, mánuðum saman. Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur sem erum með kúabú. Yfir veturinn verðum við að flytja mjólkina með snjó- bil til Suðureyrar og þaðan er hún svo flutt með báti til ísafjarðar. Ég bý i félagi við son minn og við verðum að flytja mjólkina 10 km. leið á snjóbil yfir veturinn. Snjóbilinn eigum við sjálfir og þetta er óskaplega dýr útgerð. Yfir sumarið kemur aftur á móti bill sem sækir mjólkina og þaö er auðvitað allt annað. — Hvers vegna eruð þið þá ekki bara með fjárbú, hentar jörðin ekki til þess? — Jú mikil ósköp, hún hentar mjög vel til þess. En það er mjólkurskortur á Vestfjöröum og við hjá búnaðarsambandinu höfum verið aö hvetja bændur til að auka mjólkurframleiðsl- una og það er erfitt að gera slikt en vera svo sjálfur eingöngu með fjárbú. Það sem gerir mjólkurframleiðsluna erfiðasta fyrir vestan er flutnings- kostnaðurinn. Nú er það svo, að þegar mjólk vantar á ísafirði er hún flutt meö flugvélum frá Reykjavlk og þá er lagður flutn- ingskostnaður sem nemur 10 kr. á hvern litra. Við höfum farið fram á það bændur að fá þessar 10 kr. uppí okkar flutnings- kostnað gegn þvi að sjá Vest- fjörðum fyrir nægri mjólk og ég er viss um það að ef við fengjum þetta i gegn þá myndi mjólkur- framleiðslan stóraukast, en meðan flutningskostnaðurinn er svona mikill hjá okkur og við verðum að taka hann algerlega á okkur er enginn furða þótt menn séu ekki sérlega fúsir til að auka framleiðsluna. — Hitt er svo annað mál að flestar jarðir á Vestfjörðum henta á vissan hátt betur til kjöt- en mjólkurframleiðslu, en mjólkurskorturinn er mikill á Vestfjörðum, þannig aö menn eru að reyna að halda I kúabúin hvað sem verður. — Fer bændum fækkandi á Vestfjörðum? — Já, þeim fækkar. A árum viðreisnar fækkaði þeim mikið eins og raunar mannfólki yfir- leitt á Vestfjöröum, en þegar vinstri stjórnin tók við stöðvaðist fólksflóttinn úr kaup- stöðunum og hann gerði það lika úr sveitunum. Menn urðu bjart- sýnni á tilveruna. Nú munu bændur á Vestfjörðum vera um 250 en á 12 ára timabili fyrir vinstri stjórn fækkaði þeim um 50 til 60. — Það sem er kannski alvar- legast við þetta á Vestfjörðum er það, að mörg byggðarlög voru,og eru raunar, svo fámenn að fari ein eða tvær fjölskyldur úr byggðarlaginu þykir þeim sem eftir eru orðið svo fámennt að þeir fara lika. Þannig hefur oft ekki þurft nema 3 til 4 menn sem flytjast burt til að koma skriðu af stað. — Að lokum, Friðbert, margir draga gildi búnaðarþinga I efa Hvað vilt þú segja um það? vilt þú segja um það? — Ég held þvi fram, að ef búnaðarþing yrðu lögö niður myndi landbúnaðurinn i landinu setja niður. Við komum saman til að ræða okkar vandamál og gera um þau ályktanir og leysa þau,og ménn méga ekk'i gleyma þvi, að vandamál landbúnaðar- ins er ekki bara mál sem snertir bændur, heldur þjóðina I heild. Við viljum og erum að stuðla að þviað landbúnaðurinn sé rekinn á sem hagkvæmastan hátt, og þótt okkur þyki oft ganga grát- lega seint að koma málum frá búnaðarþingi i gegnum alþingi, þá eru alltaf einhver af þeim sem komast i gegn, og við teljum að hvert mál sem kemst þar I gegn horfi I framfaraátt og sé til bóta fyrir landbúnaðinn og fyrir þjóðina alla. —-S.dór Mörg vandamál blasa viö landbúnaöinum Eins og vanalega voru fjölmörg mál reifuð og rædd á búnaðarþingi því sem nú var að Ijúka. Nokkur þessara mála mega teljast með stór- málum hvað varðar bændastéttina og sum þeirra varðar alla þjóð- ina. Við leituðum til Ás- geirs Bjarnasonar for- manns Búnaðarfél. Is- lands og forseta þingsins og báðum hann segja okkur frá helstu málum þingsins. — Það fer nú vart milli mála, að verðhækkunin á áburði var mál málanna á þessu þingi. Þar blasir við bændum og raunar allri þjóðirini óskaplegur vandi, sem leysa verður hið bráðasta, það mál þolir enga bið. í vor er fyrirsjáanleg 130 til 140% hækk- un á tilbúnum áburði sem mun þýða nærri 300 þúsund kr. út- gjaldaaukningu fyrir meðalbú i landinu. Undir þessari hækkun ris enginn bóndi. Og ekki bara það, heldur myndu verðhækk- anir á landbúnaðarafurðum verða slikar, ef áburðarhækk- unin verður látin koma út i verðlag landbúnaðarafurða, að fáir hefðu efni á að kaupa þær. — Okkur sýnist þvi að það sem frekast kemur til greina sé einhverskonar niðurgreiðsla i svipuðu formi og niðurgreiðslan á oliu og að dreifa þessari hækk- un á fleiri ár þannig að bændur fái ekki þennan mikla skell i vor. Alþingi mun fjalla um þetta mál á næstunni og það verður að leysa þennan vanda fyrir vorið. — En hafa nokkrar visinda- legar rannsóknir farið fram á raunverulegri áburðarþörf jarðvegsins og er ekki mögulegt að draga úr notkun tilbúins áburðar? — Það má vera að hægt sé að minnka þessa notkun, um það þori ég þó ekki að fullyrða neitt, en hinu er ekki að leyna að jarð- vegsrannsóknir með áburðar- þörfina fyrir augum eru nauð- synlegar og þar er eitt af þeim stórmálum sem við eigum eftir að leysa. — Nú, um önnur merk mál sem afgreidd hafa verið á þessu búnaðarþingi vil ég nefna sam- þvkkt um stofnun búnaðarhá- skóla. Við viljum gera fram- haldsdeildir bændaskólanna að háskóladeildum og við viljum einnig auka búnaðarfræðsluna méð þvi að koma henni inni fleiri skóla. Til að mynda mætti hugsa sér að einhver búnaðar- fræðsla færi fram i barna- og gagnfræðaskólum. Þá viljum við og að stofnaður verði 3ji bændaskólinn i landinu en til eru lög um þrjá bændaskóla. — Hefur þeim þriðja verið á- kveðinn staður? — Nei, það hefur nú ekki ver- ið gert.en Oddi á Rangárvöllum hefur verið nefndur i þvi sam- bandi. Þá var samþykkt á þing- inu að koma á hagfræðilegum rannsóknum i landbúnaði. Rannsóknir þessar miði að þvi að finna leiðir til að reka land- búnaðinn á sem hagkvæmastan hátt og raunar að gera á honum allsherjar úttekt. Þessi mál yrðu framkvæmd af Stéttar- sambandi bænda, Framleiðslu- ráði landbúnaðarins og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins. Ég tel að hér sé um m jög merki- Asgeir Bjarnason. Rætt viö Ásgeir Bjarnason formann Búnaöar- félags íslands legt mál að ræða og að brýnt sé að hraða þvi sem kostur er. — Enn vil ég nefna eitt mál sem ég tel að sé mikið hags- munamál almennings i landinu ekki siður en bænda sem sam- þykkt var á þinginu, en það er endurskoðun á reglum kjöt- mats. 1 samþykkt þeirri sem gerð var á þinginu er gert ráð fyrir mun strangari reglum við kjötmat I framtiöinni en verið hefur. Þetta er mat á kinda-, nauta- og svinakjöti. Með þessu móti ætti að vera hægt að tryggja neytendum sem allra besta vöru og bændum þá von- andi hærra verð fyrir afurðirnar og ég hygg að þetta myndi kalla á aukna sauðfjár-, svina- og nautgriparæktun I landinu. Og það saman, ræktun og strangari matsreglur myndu tryggja góða útkomu. — Auðvitað gætum við haldið áfram að telja upp ótal fleiri mál sem hafa komið til með- ferðarþingsins, svona sem raf- væðinguna, lánastarfsemi veð- deildar Búnaðarbankans og fleira og fleira, en það sem hér hefur verið nefnt tel ég merk- ustu mál þess þings sem nú er að ljúka. — Að lokum Ásgeir, á að þinu mati árlegt búnaðarþinghald rétt á sér? — Alveg tvimælalaust. Bún- aðarþing léttir mjög á opinber- um aðilum, það veitir visst að- hald, þar koma vandamál bændastéttarinnar og landbún- aðarins fram og eru rædd af þeim sem best hafa þekkingu á málunum. Og ég fullyrði að mikið tillit er og hefur verið tek- ið til búnaðarþings og megin kjarninn af þeim málum sem samþykkt hafa verið á búnaðar- þingi hafa náð fram að ganga á alþingi. Ég tel það engum vafa undirorpið að búnaðarþing hafi fyrir löngu sannað gildi sitt og að það beri að halda þvi áfram að halda búnaðarþing árlega og að það standi i 2 vikur. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.