Þjóðviljinn - 13.03.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.03.1975, Qupperneq 9
Fimmtudagur 13. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Laxárdeilan enn í sölum alþingis Óráð að hrófla við gerðu samkomulagi Laxárdeilan sæla kom enn til umræðu í sölum alþingis í fyrradag. Tilefnið var fyrirspurn til iðnaðarráðherra frá Oddi ólafssyni um hvort ekki væri grundvöllur til að endurskoða samkomulagið sem gert var á sínum tíma við bændur í Laxárdal og við Mývatn og fá þá til að fallast á stíflubyggingu í Laxá. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra taldi ekki likur á neinu samkomulagi um að brjóta upp fyrri samning. Tvö umdæmi læknislaus t svari Matthiasar Bjarna- sonar, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, i fyrirspurnartlhia alþingis i fyrradag komu m.a. fram þær upplýsingar, er hér greinir. Ráðherrann var að svara fyrirspurn frá Sigurlaugu Bjarnadóttur. Landsiminn er reiðubúinn til að setja upp símabúnað til neyðar- þjónustu i þeim byggðarlögum úti um land, þar sem sliks er óskað. Landsiminn ber kostnað af upp- Prentsmiðja Þjóðviljans annast allskonar setningu og prentun Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Skólavörðustíg 19. Sími 17505 setningu en ekki af rekstri. „Oddvitum er i sjálfsvald sett að semja við stöðvarstjóra um gegningu”, eins og ráðherrann orðaði það. Til að fullnægja lágmarksf jölda lækna við heilsugæslustöðvar utan Reykjavikur og Akureyrar samkvæmt hinum nýju lögum, sem tóku gildi fyrir rúmu ári þarf 60 lækna. 58 læknar eru nú starfandi við heilsugæslustöðv- arnar, eða tveimur færri en lág- markinu nemur. Tvö umdæmi eru algerlega læknislaus og eru það Flateyri i öndundarfirði og Kópasker i Norður-Þingeyjar- sýslu. Allmörg umdæmi, sem samkvæmt lögunum eiga að hafa a.m.k. 2 lækna hafa aðeins einn. Þannig er ástatt i Stykkishólmi, Hvammstanga, Dalvik, Þórshöfn og á Höfn i Hornafirði. 26 hjúkrunarkonur og 10 ljósmæður eru starfandi við heilsugæslustöðvar utan Reykja- vikur og Akureyrar. Heimild er fyrir 35 hjúkrunarkonum en ekki fleiri en 10 ljósmæðrum. Matthias Bjarnason sagði, að gifurleg breyting hefði átt sér stað til bóta á siðustu árum, hvað lækna- þjónustu úti um landið snerti, en þó þyrfti enn margt að komast i betra horf. Stefán Jónsson vitnaði i ummæli Odds Ólafssonar um að stiflugerð i Laxá myndi kosta minna en árseyðsla af dieseloliu á svæði Laxárvirkjunar og kvaðst vilja minna Odd og aðra þingm. á þá staðreynd, að ef fara ætti á svig við það samkomulag, sem gert var við bændur i tið vinstri stjórnarinnar, þá kostaði slikt annaðhvort lagabreytingu eða lögbrot, og reyndar miklu meira, þingsjá þvi að af myndu hljótast slik illindi, að ógerlegt væri að meta skaða þeirra til fjár. Bændur munu ekki veita heimild til neinnar stiflugerðar, sagði Stefán, en hins vegar hefur< stjórn Laxárvirkjunar haldið uppi tilraunum til að knýja alþingi og rikisstjórn til að rjúfa samning á bændum. Stefán kvaðst vilja spyrja Odd, hvort honum væri ljóst, að landsmenn ættu vélar, sem notaðar væru til að framleiða raforku i stórum stil fyrir erlendan aðila, álverk- smiðjuna i Straumsvik, sam- kvæmt samningi. Ef einhvern samning á að rjúfa tilað tryggja landsmönnum orku, þá væri það þessi samningur, en ekki samkomulagið við þing- eyska bændur. Slikt væri þá lika ólikt stórmannlegra, þvi að vissu- lega væri ekki við kotkarla að eiga, þar sem Alusuisse auð- hringurinn er. Ingvar Gfslason kvaðst hissa á fyrirspurn Odds ólafssonar og taldi að hún hlyti að stafa af ókunnugleika fyrirspyrjanda. Hann kvað það ekki þarft mál, að hefja nú enn umræður um stiflu- gerð i Laxá. Ingvar kvaðst mótmæla þvi, að Laxárdeilan KOLOKFILM KALKIPAPPÍR FYRIR ALLA VÉLRITUN Smitar ekki — hreinar hendur — hrein afrit ^ Hagstætt verð — endist lengi — bestu gæði. Einnig Kolok leturborðar i allar rit- og reikni- vélar. KOLOKFILM KF10 HEILDVERZLUN AGNAR K. HREINSSON Bankastræti 10 — sími 16382 — pósthólf 654 Áskrifendur Þjóðviljans sem fá blaðið sent beint i pósti út um landið, eru vinsamlegast hvattir til að senda áskriftargjöldin, vegna mikils kostnaðar við að senda póstkröfur. Einnig erum við þakklátir þeim, sem sjá sér fært að greiða fyrirfram árið, eða skemmri tima, en áskriftargjaldið er nú kr. 600.- á mánuði. Velja má um 4 aðferðir til að senda gjaldið; 1. bréflega — 2. 1 póstávisun. — 3. Með giróseðli, beint eða á hlr. 276 i Vegamótaútibúi Landsbankans i Rvk. og 4. með millifærslu frá næsta útibúi Landsbankans á áðurnefndan bankareikning, en það kostar ekkert. Kröfur verða sendar öllum áskrifendum fyrir fyrsta ársfjórðung um næstu mánaðamót, öðrum en þeim, sem þá hafa gert skil. Þess er vænst að sem flestir greiði án kröfu og haldi þeirri reglu framvegis. Geymið auglýsinguna. DJOÐVIUINN hafi veriö deila milli Akureyringa og þingeyskra bænda við Laxá og Mývatn. Skoðanir Akureyringa hafi verið mjög skiptar og hann kvaðst telja, að meirihluti Akureyringa væri þvi andvigur að vekja nú upp þetta viðkvæma deilumál. Oddur ólafssonkvaðst telja það furðulegt, ef ekki væri hægt að leita nýs samkomulags og skyn- samlegra, þótt „eitthvað hafi hlaupið i skapið” á bændum. Heimir Hannesson kvaðst teija fyrirspurn Odds Ólafssonar mjög eðlilega. Leyfum fleiörunum að gróa Stefán Jónsson talaði aftur og sagði Odd mæla af miklum Framhald á 11. siðu. 115 kenn- arar á fjór- um árum Vilhjálmur Hjálm- arsson, menntamála- ráðherra svaraði á alþingi í fyrradag fyrirspurn frá Jóni Hannibalssyni, en Magnús Torfi Ölafsson mælti fyrir fyrirspurninni, þar sem Jón situr ekki lengur á þingi. Spurt var um kennaraþörf á skyldu- námsstigi á næstu árum og f leira. I svari ráðherrans kom m.a. fram eftirfarandi: Þörfin á brautskráðum kennurum frá Kennaraháskóla Islands er nú talin 50-70 á ári vegna skyldu- námsins. Reiknað er með að á árunum 1974-1977 að báðum meðtöldum, muni útskrifast frá Kennaraháskólanum alls 115 kennarar, „en sú tala heimilar engar ályktanir lengra fram i timann”, sagði ráðherrann. Á árunum 1974-1983 er áætlað að alls muni útskrifast 575 kennarar á 10 árum. Skólavörðustig 19 Rvk. Atvinna ■ Atvinna H j úkr un ar konur óskast nú þegar að Sjúkrahúsinu á Selfossi — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona i sima 99-1300. Sjúkrahússtjórn. Starf ljósmóður i Eyrarsveit Snæfellsnesi er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. mai 1975. Umsóknir sendist sýsluskrifstofunni i Stykkishólmi fyrir 1. april n.k. Sýslumaðurinn i Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu Afgreiðslumaður Viljum ráða vanan afgreiðslumann i byggingavöruverslun. Upplýsingar á skrifstofu vorri. Kaupfélag Hafnfirðinga, Strandgötu 28, simi 50200. Hagfræðingar — V iðskiptaf ræðingur Seðlabankinn óskar eftir að ráða á næst- unni hagfræðing eða viðskiptafræðing til þess að vinna að athugunum á fjármálum fyrirtækja, einkum i sjávarútvegi og iðnaði, svo og að almennum athugunum á fjármálum þessara atvinnugreina. Starfs- reynsla á þessu sviði er æskileg. Hafið samband við starfsmannastjóra bankans i Landsbankahúsinu, Austur- stræti 11, III. hæð. Skriflegar umsóknir stilist til bankastjórnarinnar. Seðlabanki íslands

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.