Þjóðviljinn - 03.04.1975, Side 1

Þjóðviljinn - 03.04.1975, Side 1
DJOomnNN Fimmtudagur 3. april 1975 — 40. árg. — 74. tbl. Sókn samþykkti í gær Fundur var haldinn i Starfs- stúlknafélaginu Sókn i gær- kvöldi og var þar fjallað um kjarasamninga þá er 9-manna- nefndin undirritaði með fyrir- vara um samþykki verkalýðsfé- laganna. Úrslit fundarins i Sókn i gærkvöldi urðu þau að sam- komulag niu mannanefndar ASl og atvinnurekenda var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Mótatkvæði voru eng- in.Fundireru haldnir i verka- lýðsfélögunum þessa dagana og undir helgina. Dagsbrún mun fjalla um samningana á fundi i Lindarbæ kl. 21 i kvöld, fimmtu- dag, Trésmiðafélagið annað kvöld kl. 20.30 að Hótel Loftleið- um og Járnsmiðafélagiö á laug- ardaginn kl. 13.30 i Domus Medica við Egilsgötu. — GG Sjómannaverkfall í aðsigi Langflest sjómannafé- lögin á landinu hafa nú boðað verkfall. Flest hafa félögin miðað verkfalls- boðun sína við 9. april nk., en nokkur miða þó við 7. apríl. Innan Sjómannasam- bandsins eru nær 30 sjó- mannafélög, en samninga- nefnd sambandsins semur hinsvegar ekki fyrir öll fé- lögin. Á Vestfjörðum og Austfjörðum semja sjó- menn ásamt öðrum aðild- arfélögum alþýðusam- banda. Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins tjáði Þjóðviljanum í gær, aðfunduryrði haldinn með Yerkalýðsfélag Vestmannaeyja: Felldi samninga Viðræður hafnar í Eyjum Verkalýðsf élag Vest- mannaeyja felldi samn- inga ASl við atvinnurek- endur á almennum fundi 1. apríl með öllum atkvæðum gegn tveimur. Um f jörutíu manns voru á fundinum. Viðræður eru þegar haf nar milli félagsins og atvinnu- rekenda í Vestmannaeyj- um. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félags- fundinum í fyrradag: „Fundurinn ályktar: 1. Að visa algjöriega á bug samkomulagi þvi sem niu manna nefnd ASl og atvinnurekendur gerðu með sér og sem gilda átti til fyrsta júni nk. 2. Fundurinn harmar þá af- stöðu niu manna nefndarinnar sem felst I samkomulagi þessu, þar sem óbeint er verið að leggja blessun sina yfir kjaraskeröingu stjórnvalda og um leið þá stað- reynd að gjaldþrot blasir nú við fjölda alþýðuheimila á landinu. 3. Fundurinn átelur harðlega þann seinagang og þá undanslátt- arstefnu sem verkalýðsforystan hefur fylgt i kjaramálunum laun- þega, þar sem rikisvaldi og at- vinnurekendum. var liðið að móta þá stefnu, sem fylgt hefur verið i samningaviðræðunum og látið viðgangast, hve lengi viðræður drógust á langinn. 4. Fundurinn skorar þvi á mið- stjórn ASl að taka nú upp einarð- ari stefnu i samningamálunum og lýsir yfir samstöðu með þeim stéttarfélögum, sem ákveðið hafa að hafna samkomulagi niu manna nefndarinnar við atvinnu- rekendur. Eínar í Moskvu 2.4. APN. Milli Islands og Sovétrikjanna eru hin ágæt- ustu samskipti — sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra Is- lands við fréttamenn við komuna til Moskvu. Islenski utanrikisráðherrann kom til Moskvu 1. april sl. i opin- bera heimsókn i boði rikisstjórn- Verkföll Moskvu ar Sovétrikjanna. Sheremetof flugvöllurinn i Moskvu var skreyttur þjóðfánum rikjanna og þar tóku á móti gestinum þeir Andrei Gromiko, utanrikisráð- herra SSR, Igor Zemskof, varaut- anrikisráðherra, Júri Tsjernjakof ráðuneytisstjóri i utanrikisráðu- neytinu o.fl. opinberir aðilar. Einar Ágústsson mun dveljast i '’ovétrikjunum til 9. april og eimsækja Tashkent, höfuðborg ovétlýðveldisins Uzbekistan, og orgirnar Samarkand og Lenin- rad. Utanrikisráðherra Islands mun eiga viðræður við sovéska starfs- bróður sinn, Andrei Gromiko, Nikolai Patolitsjef, utanrikis- verslunarráðherra og Aleksander Isjkof, sjávarútvegsmálaráð- herra. A þessum fundum munu aðilar skiptast á skoðunum um fjölmörg mál, sem þeir hafa sam- eiginlega áhuga á. Viðræðurnar hófust 2. april. Heimsókn Einars Ágústssonar er fyrsta heimsókn islensks utan- rikisráðherra til Sovétrikjanna. — Ég hef lengi hlakkað til að heimsækja SSSR, — sagði Einar Agústsson, — og vonast til að já- kvæður árangur verði af þessari heimsókn. samninganef nd Sjó- mannasambandsins, full- frúum útgerðarmanna og sáttasemjara í dag klukk- an 14. Síðasti fundur þess- ara aðila var í fyrradag, og gerðist þá fátt markvert. „Við skiptumst aðeins á skoðunum/' sagði Jón Sig- urðsson. eigi einhver sjómannafé- lög eftir að boða verkfall, en nú þegar hafa 15 félög boðað verkföll, þar á með- al sjómannaf élögin í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, fjögur félög á Snæfellsnesi, þrjú á Suður- nesjum, Þorlákshöfn og í Eyjafirði, Vestmannaeyj- um og víðar á landinu. Líkur eru taldar á að enn — GG Khalid konungur — valdalitill Fahd krónprins — sterki mað- þjóðhöfðingi. urinn i Saúdi-Arabiu. Óvissa um þróunina í Saudi- Arabíu — Sjá síðu 5. St j órnmálaástandið á Spáni — Sjá síðu 6. Síðustu forvöð að hugsa skýrt — sjá bls. 6 Heimamenn vilja sitja að Kröflu „Engin hœtta á að hlutur þeirra verði fyrir borð borinn” segir Jón Sólnes, formaður Kröflunefndar boðuð hjá verslunar- mönnum Deila verslunarmanna og Kjararáðs verslunarinnar, sem nú er i fyrsta sinn samn- ingsaöili fyrir Kaupmanna- samtökin, Félag stórkaup- rnanna og Vcrslunarráðið hef- ur nú snúist upp i ágreining um formsatriði. Aðeins er ó- samiö við um 20% verslunar- manna. Vcrslunarmenn viðurkenna ekki Kjararáð verslunarinnar sem samningsaðila og Kjara- ráðið telur aö verslunarmenn hafi ekki komið neinum kröf- um á framfæri við það. Þá tel- ur Kjararáðið að verkföll, sem nokkur verslunarmannafélög hafa þegar boðað 7. eða 10 april, séu ólögleg. Astæðan fyrir þvi að Kjararáð verslun- arinnar fer sinar eigin götur i samningamálunum er sú, að kaupmenn vilja knýja á um efndir af hálfu rikisstjórnar- innar varðandi breytingar á verðlagslöggjöf. Verslunarmannafélag Rvik- ur hefur boöaö verkfall hjá þeim aöilum, sem enn er ósamiö við, þann 10. aprii. 1 Suður-Þingeyjarsýslu hafa menn nú af þvi áhyggjur að fram- kvæmdir við Kröfluvirkjunina verði faidar öðrum en heima- mönnum. Þar sem flýta á verkinu eftir föngum verður það ekki boð- iö út (talið er aðútboö myndi tefja það um sex mánuði) og hefur Kröflunefnd falið Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að kanna, hvaða verktakar gætu tekiö hina ýmsu þætti framkvæmdanna að sér. „Það er engin ástæða til þess að ætla að heimamenn fari verr út úr slikri könnun en alþjóðlegu út- boði,” sagði Jón Sólnes, formaður Kröflunefndar i gær. „Þvert á móti má gera ráð fyrir að verk- takar á staðnum fái stærri hlut I verkinu en ella. Allavega er það sameiginlegur vilji okkar i Kröflunefnd að hlutur heima- manna verði ekki fyrir borð bor- inn. Ég vil svo taka fram að engin ákvörðun hefur verið tekin um hver eða hverjir fái verkið, en það verður þó að gera hið fyrsta.” 1 Kröflunefnd eru auk Jóns Sól- ness þingmennirnir Ragnar Arn- alds og Ingvar Gislason. Þrettán verktakafyrirtæki I Suður-Þingeyjasýslu stofnuðu i lok sl. mánaðar Samstarfsnefnd þingeyskra verktaka. A fundi, sem haldinn var 21. mars kröfð- ust verktakarnir að verktöku á byggingarframkvæmdum viö Kröflu yrði beint til aðila innan sýslunnar. Fundurinn taldi það ekki samrýmast stefnu stjórn- valda i byggðamálum þegar fyrirsjánlegur væri samdráttur i öllum greinum atvinnulifsins að framkvæmd á borð við mann- virkjagerð vegna Kröfluvirkjun- ar yrði fengin i hendur aðilum utan sýslunnar. A fundi i Verka- lýðsfélagi Húsavikur 24. mars var lýst fullum stuðningi við þessa ályktun verktakanna og sam- þykkt einróma að skora á Kröflu- nefnd að sjá svo um að verktakar i Suður-Þingeyjarsýslu heföu for- gangsrétt við fyrirhugaða mann- virkjagerð við Kröfluvirkjun. Astæðan til þessara samþykkta mun helst vera sú að sögusagnir komust á kreik um það að Kröflu- nefnd hefði þegar falið verktaka- fyrirtækinu Miðfelli i Rvik hönn- un og framkvæmd verksins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.