Þjóðviljinn - 03.04.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — Þ.IÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. aprll 1975. PJÓÐVIUINN JVIÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Viiborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SE SVERÐ ÞITT OF STUTT... Morgunblaðið segir i forustugrein i gær að bráðabirgðasamkomulag það sem samninganefndir Alþýðusambands og at- vinnurekenda hafa fallist á sé mikill sigur fyrir rikisstjórnina og einkanlega Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, einn um- svifamesta atvinnurekanda og fjárafla- mann landsins. Þeir sem telja sig hafa unnið sigur eru jafnframt að fagna ósigri annarra, og þar á Morgunblaðið að sjálf- sögðu við verklýðssamtökin og lágtekju- fólkið i landinu. Enda fara forustumenn verklýðshreyfingarinnar ekkert dult með það að þeir hafa ekki gengið til samninga um svokallað vopnahlé til lsta júni af neinni ánægju. Eðvarð Sigurðsson segir i viðtali við Þjóðviljann i gær: ,,Þvi fer á- kaflega fjarri, að þetta samkomulag bæti nema lítinn hluta af þeirri kjaraskerðingu sem orðin er. Sé litið á timabilið frá 1. febrúar sl. til 1. mai nk., þá gerir þessi kauphækkun sennilega alls ekki meira en samsvara þeim verðhækkunum, sem orð- ið hafa eða fyrirsjáanlegar eru, — aðeins á þessu þriggja mánaða timabili.” Miðað við framfærsluvisitölu jafngildir þessi kauphækkun og hinar fyrri bætur ekki helmingi þeirrar kjaraskerðingar sem framkvæmd hefur verið með valdboði rikisstjórnar og atvinnurekenda. Morgunblaðið leggur áherslu á það að rikisstjórnin hafi lagt sig fram um að rétta sérstaklega hlut þeirra sem lægstar tekjur hafa i þjóðfélaginu. Þetta er mikið öfug- mæli. ö'llu heldur hefur rikisstjórnin lagt sérstakt kapp á það að skerða hlut lág- tekjufólks meira en allra annarra. Sé litið á verðhækkanir þær sem orðið hafa und- anfarna mánuði kemur i ljós að verðlag hefur hækkað langmest á óhjákvæmileg- ustu lifsnauðsynjum, hversdagslegustu matvælum, rafmagni og hitunarkostnaði. Þeir sem ekkert geta leyft sér umfram brýnustu nauðþurftir, láglaunafólk, barn- margar fjölskyldur, aldrað fólk og öryrkj- ar, hafa verið látnir bera langþyngstu byrðarnar. Þeir útreikningar sem miðaðir eru við visitölu framfærslukostnaðar gefa alranga mynd af þessari þróun, þvi að þessir þjóðfélagshópar hafa mun lægra tekjustig en visitölufjölskyldan og öðru- visi neyslu. I þessu sambandi er sérstaklega athygl- isvert hvernig niðst hefur verið sérstak- lega á öldruðu fólki og öryrkjum. Þegar svokallaðar jafnlaunabætur voru ákveðn- ar i fyrrahaust var svo látið heita að allir ættu að fá 3.500 kr. i lágmarksbætur, en i framkvæmd fékk aldrað fólk og öryrkjar með tekjutryggingu aðeins tæpar 1.900 kr. i tekjuhækkun á mánuði. Nú hefur verið samið um lágmarksbætur sem nema 4.900 kr. á mánuði, og þvi er bætt við i yfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar að aldrað fólk og öryrkjar eigi að fá „hlutfallslega” sömu hækkun og tekjulægstu hópar verkafólks. Verði framkvæmdin sú sama og i fyrra- haust fær aldrað fólk og öryrkjar aðeins um það bil helming þessarar upphæðar. Slik mismunun væri að sjálfsögðu hróp- legt félagslegt ranglæti; aldrað fólk og ör- yrkjar með tekjutryggingu á heimtingu á að fá hinar naumu tekjur sinar hækkaðar um 4.900 kr. á mánuði eins og allir aðrir þjóðfélagsþegnar undir vissu tekjumarki. Verður þvi veitt sérstök athygli hvernig rikisstjórnin stendur að þessu félagslega og siðferðilega réttlætismáli. Það samkomulag sem gert var fyrir páska stendur aðeins til lsta júni, verði það samþykkt i verklýðsfélögunum. Þá tvo mánuði sem framundan eru verða verklýðsfélögin að hagnýta af alefli til mun harðari sóknar að stærri markmið- um en nú var talið unnt að ná. Það er i engu samræmi við fjárhagsgetu þjóðfé- lagsins að skammta verkafólki rúmar 10.000 kr. á viku fyrir fulla dagvinnu, enda eru islenskir verkamenn nú ekki hálf- drættingar i tekjum á við starfsbræður sina annarstaðar á Norðurlöndum þar sem þjóðartekjur á mann eru þó svipaðar og hér. Hafi sverð verklýðshreyfingarinn- ar reynst of stutt nú, þurfa menn að búa sig undir að ganga feti framar i orustunni næst. — m. Stúdentafélag Háskólans lagt niður Ekki vinnufriður fyrir ,öfgasamtökumv til hœgri og vinstri Nýtt Alþýðubandalagsblað: Röðull í Borgarnesi Stjórn Stúdentaféiags lláskóla Islands hefur ákveöiö aö leggja félagið niður og eru ástæðurnar til þess sagðar vera, að ,,öfga- samtök” til hægri og vinstri, svo sem Vaka og Verðandi, hafi ekki gefið stjórninni vinnufriö. IVIegin- verkefniSFHí á undanförnum ár- um hefur verið aö halda Vctrar- fagnað og Rússagildi, auk þess, sem i lögum félagsins er kveðið svo á að það skuli standa vörð um sjálfstæði Háskólans, menningar- lega hagsmuni stúdenta og þjóð- lega reisn. t fréttatilkynningu frá stjórn SFHÍ segir svo: „Stjórn Stúdentafélags Háskóla tslands hefur á fundi sinum hinn 24. mars, 1975, tekið þá ákvörðun að fela embætti rektors Háskóla Islands frá og með 24. mars nafn og eigur félagsins. Mun stjórn fé- lagsins 1974—75 ganga frá félag- inu i umslagi, sem verður afhent rektorsembættinu hinn 1. april 1975. Verður það jafnframt’ sið- asta embættisverk þeirrar stjórn- ar. Stjórn SFHl 1974—75 er harm- ur i huga við þessi timamót i sögu þessa merkilega félags, sem verður 60 ára á þvi herrans ári sem nú er nýhafið. En þvi miður verður svo að vera meðan ekki er vinnufriður til að halda merki Stúdentafélags Háskóla Islands háu og hnarreistu sem þvi ber. Vér getum aðeins vonað að bráð- um komi betri tið með blóm i haga og þá verði aftur aðrir til að taka við þessu aldna félagi, sem vilja hafa og þrótt til að gera þvi svo hátt undir höfði sem þvi ber. Sjóður félagsins nemur nú krónum 30.885.50. Ekki þykir á- stæða til að fé þetta liggi ónotað á þessum viðsjártimum i þjóðfé- laginu. Þvi ánafar stjórn SFHl fé þessu til Stúdentafélags Reykja- vikur og skal þvi varið til stuðn- ings byggingu gosbrunns sem umlykja skal styttu þá af sr. Sæ- mundi presti i Odda á lóð Háskóla fslands.” Mœðiveiki útrýmt Næsta haust verða liðin tiu ár frá þvi siðast varð vart mæðiveiki I islensku fé. Fáar kindur munu nú vera lifandi af þeim sem settar voru á fyrir áratug og þvi má fara að slá þvi föstu að mæðiveikinni hafi verið útrýmt hér á landi hvað úr hverju. Enn er þó haldið við 2/3 þeirra mæðiveikigirðinga sem upphaf- lega voru reistar til að hefta út- breiöslu veikinnar en viðhald þeirra verður allt tekið til endur skoðunar áður en langt um liður —ÞH Alþýðubandalagiö I Borgarnesi hefur hafið útgáfu blaðs, sem ætl- unin er að komi út reglulega, ef viðtökur verða góðar. Blaöið nefnist Röðull og er smekklega fjölritaður tólfblöðungur i litlu broti. Abyrgðarmaður er Eyjólf- ur Magnússon og i ritnefnd sitja Grétar Sigurðsson, Einar Ellerts- son, Þorieifur Gunnarsson og Guðbrandur Geirsson. Af efni fyrsta tölublaðs má m.a. nefna samtöl við borgnesinga, viðtal við Halldór Brynjólfsson, Félagsstarf Alþýðubandalags- ins i Borgarfirði hefur verið mjög öflugt að undanförnu og er blaða- útgáfan eitt merkið um það. fulltrúa Alþbl. i hreppsnefnd og vangaveltur um félagsstarf. Arni Ingólfsson hefur myndskreytt og sett upp blaðið og er margt góðra teikninga i blaðinu. Þar er meðal annars þessi mynd af Halldóri E. Sigurðssyni, landbúnaðarráð- herra, þar sem ýjað er að þvi, að fylgispekt framsóknarmanna við Halldór sé e-ð minnkandi. SeNDlBÍLASWÐIN HF ÚTBOÐ Tilboð óskast I eftirfarandi verk fyrir Hitaveitu Reykja- vlkur: 1. Lögn Reykjaæðar II, 4. áfanga (endurnýjun á hita- veitulögn yfir Elliðaár). Opnunardagur tilboða: 18. april nk., kl. 11.00 f.h. 2. Lögn dreifikerfis hitaveitu I Kópavogi 11. áfanga (norð- an Borgarholtsbrautar milli Hafnarfjarðarvegar og Urðarbrautar). Opnunardagur tilboöa: 22. april nk., kl. 14.00 e.h. Ctboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3. gegn 10.000,- króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsingasíminn er 17500 m/hMim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.