Þjóðviljinn - 03.04.1975, Síða 7
Fimmtudagur 3. aprll 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
U ÁRI1 MADRID
Franco, Juan Carlos rlkisarfi og Navarro forsætisráöherra. Og ekki er
liinn betri...
margir flokkar og tryggir mann-
rétti þegnum sinum.
Stern: Þetta er boðskapur
„vorsins i Prag”. Telur spænski
flokkurinn sig arftaka Dubceks
og hans manna i Tékkóslóvakiu?
Carillo: Við settum mikið
traust á þá reynslu sem fékkst hið
svokallaða vor i Prag. Við trúum
á sósialisma i frelsi, sósialisma
Marx. Þótt engin söguleg fyrir-
mynd sé til fyrir slikan sósial-
isma, þá höldum við samt ekki að
slikur sósialismi sé fjarstæða,
staðleysa.
Stern: Þér hafið ekki komið til
Spánar i meira en þrjátiu ár.
Hvenær farið þér með löglegum
hætti til Madrid?
Carillo: Ég ætla ekki að gera þá
skyssu að nefna daginn, en ég hefi
pakkað niður i mina tösku, þvi ég
er viss um, að það getur orðið
hvenær sem er, eftir viku, eða
mánuð eða hálft ár.
Stern: Allavega á þessu ári?
Carillo Það vona ég.
(áb þýddi)
sem Kommúnistaflokkur Spánar
hefur myndað með ýmsum
sósialistum og frjálslyndum hóp-
um, hefur ákveðið að skipuleggja
„þjóðlega lýðræðislega herferð”
þegar kreppa stjórnarinnar hefur
enn magnast. Með henni er gert
ráð fyrir þvi, að lama landið allt,
ekki aðeins fyrir tilverknað
verkamanna heldur og með þátt-
töku stúdenta, embættismanna
kirkjunnar og ýmissa atvinnu-
rekenda. Það er eina leiðin til að
koma á lýðræði án valdbeitingar.
Við höldum að hluti hersins muni
þá gefa til kynna, að hann sé á
okkar bandi án þess þó hann bein-
linis geri uppreisn. Þetta eru okk-
ar áform. Að sjálfsögðu er aldrei
hægt að reikna út fyrirfram með
hvaða hætti endalok slikrar
stjórnar ber að. En við erum við
öllu búnir.
Herforingjarnir?
Stern: Gætuð þið ekki búist við
valdatöku af hálfu hægrisinnaðra
herforingja?
Carillo: Ég efast sterklega um
að hægriöfgasinnar i hernum hafi
nægan stuðning til að geta fram-
kvæmt valdarán.
Stern: En hvað um valdatöku
vinstrisinna i hernum, eins og i
Portúgal?
Carillo: Ég held að það komi
heldur ekki til mála nú. En ef að
það ástand, sem nú er, dregst á
langinn enn um svo sem tvö ár, þá
gæti svo farið að sameiginleg
hreyfing alþýðu og hluta hersins
yrði eina lausnin.
Stern: Margir lýðræðissinnar
óttast að portúgalski kommún-
istaflokkurinn í bandalagi við
herinn noti hið ótrygga ástand til
að efla sína eigin valdastöðu.
Carillo: Spánn er ekki
Portúgal. Spánn er miklu þróaðra
land. Hjá okkur eru fyrir hendi
forsendur i efnahagslifi og samfé-
lagi sem hægt er að reisa á lýð-
ræðislegt kerfi eftir að Franco-
stjórnin er úr sögunni, margra
flokka kerfi á grundvelli almenns
kosningaréttar.
Stern: Þetta sögðu þeir lika
liðsforingjarnir i Portúgal. En þá
var komið i veg fyrir þróun
margra flokka kerfis og kosning-
um skotið á frest.
Carillo: Herforingjar munu
ekki gegna neinu sliku hlutverki á
Spáni. í stefnuskrá Lýðræðis-
bandalagsins höfum við skuld-
bundið okkur til að láta fara fram
kosningar innan árs eftir að frelsi
hefur aftur komist á. En Komm-
únistaflokkurinn er reiðubúinn til
að ganga til kosninga þegar eftir
mánuð. Það skiptir okkur ekki
máli hvort við fáum 20 eða 30 pró-
sent af atkvæðunum. Það sem
sker úr er hvort frelsi verður á
komið eða ekki.
Arftakar Francos
Stern: óttist þér ekki að við
hrun stjórnarfarsins komi til
harðra átaka milli fasista og nú-
verandi stjórnarandstöðu?
Carillo: Það er mjög óliklegt.
Það eru að visu til margir sem
lifa vel af þessu stjórnarfari sem
nú er, en það er ekki lengur unnt
að finna neinn sem er reiðubúinn
til að láta lifið fyrir þetta stjórn-
arfar.
Stern: Hvaða aðila innan kerf-
isins teljiö þér mesta hindrun i
vegi lýðræðisþróunar á Spáni?
Carillo: Að slepptum öfgasinn-
um eru það þeir Navarro for-
sætisráðherra og Juan Carlos
prins.
Stern: Af hverju Navarro.
Hann er þó sveigjanlegri en fyrir-
rennarar hans.
Carillo: Það er einmitt það sem
gerir hann hættulegan, þvi að
leikur hans að þvi að opna kerfið
eins og það heitir, hefur skapað
honum breiðari grundvöll að
nokkru en fyrirrennara hans. En
ef menn lita á staðreyndir þá hef-
ur i raun ekki verið um neina
„opnun” að ræða.
Stern: Og Juan Carlos, sem
Franco hefur útnefnt verðandi
konung?
Carillo: Juan Carlos er studdur
af sömu öflum og styðja Franco.
Við teljum að ef Juan Carlos tek-
ur við völdum þá sé um að ræða
beint áframhald af þvi stjórnar-
fari sem nú er við lýði. Ef að
spænska þjóðin samþykkir kon-
ungdæmi i frjálsum kosningum,
þá föllumst við á það. En við föll-
umst ekki á það, að Franco þvingi
Juan Carlos upp á okkur úr gröf
sinni.
Spænsk lögregla dreifir mótmælendum: þessir tlmar eru senn liðnir.
Stern: Haldið þér að Juan
Carlos muni vinna gegn lýðræði?
Carillo: Það hefur hann svarið i
eiði þeim sem hann sór sem rikis-
arfi, svarið að viðhalda þvi kerfi
sem nú er. En hann er minni bóg-
ur en Franco, og það væri auð-
veldara að losna við hann.
Okkar sósíalismi
Stern: Er hinn sögulegi fjand-
skapur milli spænskra kaþólikka
og spænskra kommúnista úr sög-
unni?
Carillo: Fullkomlega. Hér er
um að ræða einhverjar helstu
pólitisku framfarir siðustu ára.
Það eru nú mjög náin og innileg
samskipti milli viðtækra hópa
innan kirkjunnar og okkar. Ég tel
að menn geti i senn verið trú-
ræknir kaþólikkar og kommúnist-
ar.
Stcrn:Sagt er að Kommúnista-
flokkur Spánar sé hinn „vestræn-
asti” slikra flokka i Evrópu.
Austurevrópskir kommúnistar
hafa oft kallað yður „andsovésk-
an”. Hver er staða flokks yðar
um þessar mundir innan komm-
úniskrar hreyfingar?
Carillo: Flokkur okkar starfar
á Spáni, það þýðir að við mótum
stefnu okkar i þágu spænskrar
verklýðsstéttar og spænsku
þjóðarinnar. Við getum ekki fórn-
að þessum hagsmunum fyrir neitt
annað. Að sjálfsögðu tökum við
samstöðu með alþjóðlegri verk-
lýðshreyfingu og þjóðfrelsis-
hreyfingum, en við höldum fram
rétti okkar til eigin skoðana og
eigin sérkenna.
Stern: Hvernig er hin spænska
leið til sósialismans?
Carillo: Okkur er sósialismi á
Spáni ekki annað en útfærsla á
lýðræði, djúptækara lýðræði.
Þetta þýðir að viö viljum færa
lýðræðið inn i atvinnulifið. Helstu
framleiðslutæki verða að vera
eign samfélagsins, og þá samfé-
lags þar sem marxismi leninismi
er ekki opinber rikisheimspeki,
heldur samfélags þar sem til eru