Þjóðviljinn - 31.05.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.05.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 31. maf X975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA lí Sjávarútvegsráðherra segir allt í lagi með U ndirbor ðsgreiðslur til útgerðarinnar því þœr séu ekki svo almennar! Það hef ur lengi verið vit- að, að stórar fjárfúlgur eru greiddar útgerðar- mönnum fram hjá hluta- skiptum. Þessar greiðslur koma fram sem viðbót við auglýst fiskverð, og/eða þær eru greiddar með veiðarfærum. Það var þó ekki fyrr en í vor, að eitt- hvað sást um þetta á prenti.og einvörðungu hér í Þjóðviljanum, og virðist einsýnt að hin dagblöðin öll ætla sér að þegja þetta mál í hel. Upphafið að skrifum Þjóðvilj- ans um þetta mál var, að sjómenn komu að máli við okkur hér á rit- stjórninni og sögðu að undir- borðsgreiðslur væru orðnar það tiðar að ekki væri lengur stætt á þvi að þegja yfir þeim, þvi sjó- menn ættu fullan rétt á að fá afla- hlut af þessum greiðslum, sem af öðru verðmæti, sem hver skips- höfn aflar. Fyrstir til þess að játa þvi, að i undirborðsgreiðslur ættu sér stað voru þeir Marteinn Jónasson, for- stjóri BUR og Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands isl. útvegsmanna. Forstjóri BOR staðfesti það, að hann hafði tekið við tilboði frá út- gerð báts, sem BÚR hefur keypt fisk af undanfarin ár, þess lags, að BÚR greiddi 10% ofan á upp- gefið meðalverð auk nokkurra annarra friðinda, sem útgerðin skyldi njóta. Þessu tilboði hafnaði forstjórinn fyrir hönd BÚR og fór bátur þessarar útgerðar þvi til annars fiskkaupanda, Tómasar Þorvaldssonar I Grindavik, en það hafði einmitt verið önnur fiskverkunarstöð sem boðið hafði útgerð téðs báts þau kjör, sem út- gerðin fór fram á, að BÚR veitti. Formaður LÍÚ, Kristján Ragnarsson, játti þvi að hafa heyrt undirborðsgreiðslusamn- inga akkúrat eins og blaðamaður lagði þá fyrir hann, 10% ofan á fiskverð, eina netaslöngu fyrir hvert tonn af fiski og fl. og fl. Sagði formaðurinn þetta mjög al- gengt, og benti á ákveðinn aðila, sem byði slikar greiðslur til út- gerðar, Tómasar Þorvaldssonar. Næst verður það fyrir að blaða- maður hefur tal af Tómasi Þorvaldssyni, fiskverkanda og útgerðarmanni og formanni stjórnar Sambands Isl. fisk- framleiðenda, SIF. Afneitun og afturhvarf Neitaði Tómas algerlega að hafa tekið þátt i slikum undir- borðsgreiðslum og sagðist fráleitt hafa heyrt af þeim. Stuttu eftir samtal blaðamanns við Tómas, svona 10 til 15 minút- um siðar, hringdi Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIú, i blaðamann. Sagðist hann hafa verið að tala við Tómas Þorvaldsson, og eftir það simtal væri sér ljóst, að hann hefði gjör- samlega misskilið spurningu blaðamanns og sagðist ekkert um undirborðsgreiðslur vita! Það er i sjáifu sér engum greiði gerður með þvi að vera að dylgja um ástæður fyrir hughvarfi Kristjáns Ragnarssonar, og reyndar ástæðulaust. Astæðan hlýtur að liggja i augum uppi: Framkvæmdastj. talaði af sér sjálfsagt vegna þess, að ein- hverja smástund hefur hann gleymt samábyrgðarskyldu islenskra fjármálaspekúlanta. Eftir að hafa fengið staðfest- ingu á slikum yfirborgunum hjá Æskulýðsbúðir við Eystrasalt Eins og á undanförnum árum, mun Félag- ið Island-DDR senda hóp unglinga til dvalar i alþjóðlegum Æskulýðsbúðum i Prerow við Eystrarsalt. Dvölin i æskulýðsbúðunum er á timabilinu 6.-22. júli 1975 og er ætluð börnum á aldr- inum 12—14 ára. Þátttakendur greiða ferðakostnað, en dvöl á staðnum er ókeypis. Börn meðlima i Félaginu Ísland-DDR ganga fyrir. Farar- stjóri er með hópnum. Frekari upplýsingar gefa: Kristin J. Halldórsdóttir simi 86496 og örn Erlendsson simi 36717 FÉLAGIÐ ÍSLAND-DDR HEIDELBERG sem ný digulvél til sölu. Upplýsingar í síma 42002 tveimur mönnum er svo gjörla máttu til þekkja, svo og staðfest- ingu formanns Sjómannafélags Hafnarfirðar, Öskars Vigfússon- ar, sneri blaðið sér til sjávarút- vegsmálaráðherra, Matthiasar Bjarnasonar. Ráðherrann sagðist hafa heyrt svipaðar undirborðsgreiðslusög- ur, en samt kæmi sér slikar upp- lýsingar, sem Þjóðviljinn hafi veriðmeð, á óvart. Sagðihann, að slikar greiðslur væru ekki til þess að skapa traust sjómanna né heldur stjórnvalda á þeim sem i hlut ættu, og það að slikar greiðsl- ur ættu sér stað kæmi mjög á óvart með tilliti til þess hverja fiskverkendur hefðu sagt vera af- komu atvinnugreinar þeirra. Að lokum sagði ráðherra: „Ég hef fullan hug á að komast til botns I þvi hvað er satt og rétt i þessu máli og þetta eru mjög óeðlileg vinnubrögð, sem þarna eiga sér stað.” Með þessari yfirlýsingu ráð- herrans hefði mátt halda, að mál- ið væri komið i heila höfn, og undirborðsgreiðslurnar yrðu rannsakaðar, lögum komið yfir þá, sem þar brutu lög á sjómönn- um og sjómönnum fenginn sinn hlutur af aflaverðmætinu. En orð þessa ráðherra var þvi miður ekki hægt að taka trúanleg. Staðfesting bankakerfisins I haust er leið og fram eftir öll- um vetri hefur verið unnið að þvi i viðskiptabönkum útgerðarinnar, að fara ofan i skuldaliði hennar með það íyrir augum að veita út- gerð langtímalán til greiðslu á óreiðuskuldum. Sá maður, sem helst vann þetta verk fyrir Landsbankann, Helgi Backmann, sagði i viðtali við Þjóðviljann, að I reikningum þeim, sem farið hefði verið yfir i Landsbankanum hefði boriö á undirborðsgreiðslum i friðindum og hærra fiskveröi. Með þessari yfirlýsingu þótti sýnt, að auðvelt væri að sanna undirborðsgreiðsl- urnar ef vilji væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. I sama tölublaði Þjóðviljans og Helgi skýrir frá þvi að undir- borðsgreiðslur séu til skjalfestar i reikningum fyrirtækja ræðir blaðið við tvo menn, Jón Arm. Héðinsson, alþingismann og fisk- verkanda, sem sagði, að slikar greiðslur væru engin nýlunda, og Jón Axel Pétursson, formann stjórnar þeirrar útgerðar, sem fór frá BÚR til Tómasar Þorvaldssonar vegna þess að BÚR vildi ekki greiða fyrir fisk- inn á sama hátt og Tómas. Jón Axel sagði undirborðsgreiðslur tii sinnar útgerðar tóma lygi. Og enn er einn tilkvaddur, for- stjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, Einar Sveinsson. I viðtali við Þjóðviljann sagði hann, að undirborðsgreiðslur ættu sér ekki stað núna, þvi enginn fiskur væri keyptur þessa stundina og siðan að það skipti engu máli hvort slik- ar greiðslur hefðu átt sér stað eða ekki! Alþingismenn vitna Miðvikudaginn 7. mai er málið svo loks komið inn á alþingi. I umræðum um ráðstafanir i sjávarútvegi lýsti einn þing- manna stjórnarinnar, Pétur Sigurðsson, yfir þvi, að undir- borðsgreiðslur væru opinbert leyndarmál og af þeim ættu sjó- menn að fá sinn hlut. I sama streng tóku aðrir þingmenn. Matthias Bjarnason Ráðherra sjávarútvegsmála tók þannig til orða, að sjómönnum bæri ótvirætt að fá sinn hlut af yfirborgunum á fiski og kvað rikisstjórnina hafa fullan hug á að upplýsa hversu háttað væri með umræddar yfirborganir. Samábyrgðarráðherrann. Nú hefði mátt halda, að málið væri að komast á það stig, að það yrði til lykta leitt á allra næstu dögum. Fimmtudaginn 22. mai er ekk- ert farið að gerast i málinu, en játning formanns LIÚ og for- stjóra BÚR hafði birst i Þjóðvilj- anum 1. mai. Föstudaginn 23. mai birtir Þjóðviljinn viðtal við sjá- varútvegsráðherra, Matthias Bjarnason. Þessi stóryrti ráð- herra, sem áður hefði lýst áhuga . á þvi að komast til botns i málinu og lýst þvi yfir, að sjómenn ættu að fá hluta af þessu undirborðs- greiðslufé, vitnar i Þjóðviljanum þennan dag og segir, að ekkert' verði gert i málinu af ráðuneytis- ins hálfu.Reyndar sagði ráðherr- ann einnig: „Ef það er rétt að • greitt hafi verið undir borðið hærra fiskverð en verðlagsráð ákvað, þá hygg ég, að það sé afar sjaldgæft...” Aður i sama viðtali heldur ráðherrann þvi fram að ekkert sé hægt að gera i málinu þvi þar standi fullyrðing gegn fullyrðingu. Þar með hafði ráðherrann gert sér grein fyrir þvi að hann átti að taka þátt i samábyrgð á svina- riinu, og þvi yrði hann að láta málið fram hjá sér fara athuga- semdalaust úr þessu. Hann geng- ur meira að segja svo langt, að yfirlýsa það, að sé svindl nógu fátitt sé það i lagi og ástæðulaust að fetta fingur út i það! Hvaö hefði heiðarlegur ráðherra gert? I téðu viðtali segir ráðherra einnig að hann eða ráðuneytið skorti lagaheimild til þess að gera nokkuð I málinu. Þetta er að sjálfsögðu endileysa. Ráðherra, sem fer með sjávar- útvegsmál, og ætlar sér að stjórna þeim og stýra þannig, að heiðarleiki við rekstur þeirra sé i fyrirrúmi, getur aö sjálfsögðu heimtað öll þau gögn, sem hann telur sig þurfa til þess. Hann hlýt- ur að geta beðið um gögn ákveð- inna útgerðarfyrirtækja og á- kveðinna fiskverkunarfyrirtækja vilji hann sjá þessi gögn. Hann getur einnig fengið þau gögn, sem til þarf að kanna þetta mál tii hlitar hjá Landsbankanum og Útvegsbankanum. En til þess þarf vilja. Til þess þarf einnig heiðarleika. Af leiðingar Undirborðsgreiðslur hafa margháttaðar afleiðingar. Þegar þær eru stundaðar kem- ur ekki fram raunveruleg staða útgerðar og fiskvinnslu sama hvað Þjóðhagsstofnun reiknar oft og mikið. Við þetta skekkist að sjálfsögðu allur útreikningur á stöðu þjóðarbúsins i heild og það á þann veg, að mun verri staða er sýnd á pappirum, en i raun er, sem þýðir, að atvinnuvegirnir geta greitt hærri laun en þeir telja sig geta gert. Þá er og um það að ræða, að fiskverðsákvörðun er gerð út i loftið. Þegar fiskverð er ákveðið eru margir þættir teknir þar inn i til lækkunar á þvi, svo sem kostn- aður fiskvinnslunnar og fl. og fl. Þegar hlutaskiptaprósenta er á- kveðin eru að sjálfsögðu teknir ótal liðir þar inn i, svo sem kostn- aður af útgerð, veiðarfærakostn- aður og fl. og fl. Þennan kostnað fá útgerðarmenn siðan greiddan annars staðar frá. Veiðarfæra- kostnaður getur þvi verið tvi- reiknaður inn i kostnaðarhliö dæmisins ásamt fjölmörgum öðr- um þáttum. Niðurstaða verður svo sú, að fiskverð til sjómanna verður ávallt mun iægra en það þyrfti að vera og hlutaskiptaprósentan einnig. Nú er þegar svo komið, að helmingur af aflaverðmæti er tekinn af óskiptu, áður en farið er að skipta á milli sjómanna og út- gerðar. Það er þvi langur vegur frá þvi að sjómannastéttin megi við þvi að láta stela frá sér leynt og ljóst. Slik eru ekki kjör hennar. En alvarlegastar geta þó af- leiðingarnar orðið vegna við- bragða sjávarútvegsráðherra. Þar með sjá þeir, sem leika sér að þvi að svindla á almenningi að það er allt i lagi. Stjórnvöld koma ekki til með að gera neitt, þar eru þeirra menn fyrir. Og ekki hafa farið sögur af viðbragðsflýti né skörungsskap dómskerfisins, svo einskis þurfa þeir iils að vænta þaðan. Þeir munu þvi halda áfram iðju sinni til óþurftar fyrir islenskt þjóðfélag. Nema við breytum þjóðfélag- inu. Er ekki kominn timi til þess arna? Úlfar Þormóðsson. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju- daginn 3. júni kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. AÐALFUNDUR Kaupfélags Hafnfirðinga verður haldinn mánudaginn 2. júni i Skiphól og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Samkvæmt samþykktum félagsins. STJÓRNIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.