Þjóðviljinn - 31.05.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.05.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 31. mai 1975 r £7 £ D Fj< 5rði 0[°) 0:C ) lei r CJ D iku °Xítf)@5fl[P f rinn KR og Valur komin með 2 stig hvort án þess að hafa skorað mark Eftir 5 leiki i 1. deildar- keppni íslandsmótsins í knattspyrnu blasir sú hreikalega staöreynd við aö aöeins eitt mark hefur verið skorað, f jórum leikj- um hefur lokið með markalausu jafntefli. Sá fjórði í röðinni var leikur KR og Vals i fyrrakvöld. Það fer ekki lengur á milli mála, aðensku þjálfararn- ir leggja enga, alls enga, áherslu á sóknarleikinn og sem dæmi um þetta má nefna að ekki eitt einasta skot var á mörk KR og Vals í síðari hálfleik leiks þessara liða í fyrrakvöld. Hvorki Magnús né Sigurð- ur Dagsson þurftu að verja eitt einasta skot. i fyrri hálfleik fóru nokkur skot gróft framhjá, og voru þau nær öll af löngu færi. Hins- vegar áttu bæði liðin sæmi- leg færi inní markteig, en að menn sjái prðið glæsileg skot að marki, það er ekki til í dæminu. Og það er ekki sterkt til orða tekið að kalla þetta alvarlega þró- un. >*■ ♦ Fyrri hálfleikur þessa leiks var i daufara lagi. Ef eitthvað var, áttu KR-ingar heldur meira i hon- um en marktækifæri þeirra voru ekki mjög hættuleg, en þeir sóttu meira. í siðari hálfleik snérist þetta við, þá voru það Valsmenn sem sóttu mun meira og áttu nokkur stórhættuleg marktæki- færi en sóknarleikur þeirra eins og raunar flestra liða er fálm- kenndur, nær algerlega skipu- lagslaus og greinilegt að öll áhersla er lögð á vörnina. - ' Hér skall hurð nærri hælum við Valsmarkið, Jóhann Torfason rak hnéið I boltann og hann rétt sleikti stöngina utanveröa. Siguröur Dags- son gerir góða tilraun til varnar. Ofan á þetta allt bætist svo að flest liðin leika 5-3-2 leikaðferð, þannig að oftast eru bara tveir sóknarmenn að kljást við 5 varnarmenn. Þetta getur ekki endað á annan veg en þann að vörnin hafi betur. Að þessu sinni, eins og raunar i öðrum leikjum 1. deildarinnar i vor, bar mest á miðvörðunum. Þeir Dýri Guðmundsson og Magnús Bergs áttu báðir góðan leik i Vals-liðinu, svo og Atli Eð- valdsson sem hefur tekið miklum framförum i vor. Kristinn Björnsson sem gæti verið einn okkar besti sóknarmaður, eyði- leggur bæði fyrir sér og félögum sinum með sifeldum einleik svo að engu tali tekur. Hjá KR voru það þeir Otto Guð- mundsson, Ólafur Ólafsson og hinn bráðefnilegi bakvörður Stefán Sigurðsson sem báru af. Baldvin Eliasson átti einnig þokkalegan leik. Dómari var Rafn Hjaltalin og sá hann ekki frekar en Valur Ben. á dögunum við atvinnumanna- brotunum sem Tony Knapp hefur kennt sinum mönnum, að halda mönnum, hrinda þeim rétt áður en þeir taka við boltanum og fleira af sliku tagi sem ekki ber mikið á en er ólöglegt. — S. dór Heil umferö í 2. deild um helgina Heil umferð fer fram nú um helgina i 2. deild. t gærkveidi léku Breiðablik. og Ilaukar,og fór leik- urinn fram i Hafnarfirði. 1 dag leika Vikingur ól. og Ar- mann I Ólafsvik, og á Húsavik mætast Völsungar og Selfoss. Á morgun leika svo Reynir Á. og Þróttur og fer sá leikur fram fyrir norðan. Keppnin i 2. deild virðistætla aö verða jöfn og skemmtileg og þar eru skoruð mörk, ems og einu sinni var gert i 1. deild,en virðist nú vera liðin tið. Sigurstranglegustu liðin i deild- inni virðast vera Þróttur, Haukar og Breiðablok og verður eflaust mikill slagur hjá þessum liðum um 2 efstu sætin i deildinni, en liðið sem verður i 2. sæti fær úr- slitaleik gegn liðinu sem verður i neðsta sæti i 1. deild um hvort þeirra leikur i 1. deild næsta ár. Islandsmótiö 1. deild um helgina: Víkingar fara uppá Akranes en FH til Vestmannaeyja Fram leikur svo gegn ÍBK í Keflavík á mánudag Tveir leikir fara fram í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu i dag. Víkingar sem áttu að leika á Laugardals- velli gegn IA fara þess í stað uppá Akranes og leika þar gegn ÍA, þar sem Laugardalsvöllurinn er lokaður. Og FH fer til Eyja og leikur þar gegn heima- mönnum, en það var sam- kvæmt leikjaskrá. Á mánudaginn kemur átti IBK að leika gegn Fram í Laugardal, en þeim leik hefur einnig verið breytt, þannig að Fram fer til Keflavíkur og leikur.þar gegn IBK. Það má vist ganga útfrá þvi sem visu að ekki verði skoruð mörg mörk I þessum leikjum ef tekið er mið af þeim 5 leikjum sem þegar hafa farið fram i mót- inu. Þar sem leikur tA og Vikings fer fram á grasvellinum á Akra- nesi verður að telja skagamenn sigurstranglegri, nema Vikingur taki sama ráð upp og KR á dögun- um og leiki með 10 menn i vörn gegn 2-3 sóknarmönnum 1A, þá sjá allir hver úrslitin hljóta að verða. FH er með breskan þjálfara, þannig að gera má fastlega ráð fyrir þvi að FH leiki algeran varnarleik i Eyjum. Hvort tBV tekst að skora skal þvf ósagt iátið en heimamenn eru sigurstrang- legri ef leikurinn fer eðliiega fram. A mánudaginn leika svo ÍBK og Fram, og það verður að segjast eins og er, að menn hafa almennt ekki mikla trú á Frarmliðinu eftir þann mikla missi sem það hefur orðið fyrir i vor og ættu þvi heimamenn að vinna þar auð- veldan sigur. —S.dór Mót þeirra yngstu Næstkomandi þriðjudag og miðvikudag fer fram á Melaveliinum sveina,meyja, drengja og telpnamót Reykjavíkur og frjáisiþróttum. Þaö er frjálslþróttadeild Ármanns sem sér um mótiö.og þurfa þeir sem ætla að vera með aö tilkynna það til Stefáns Jóhannssonar I sima 19171 fyrir mánudagskvöld. Þarna verður samankominn mikill fjöldi af hinu unga og efnilega frjálslþróttafólki sem nú æfir, en mjög vaxandi áhugi virðist vera fyrir frjálslþróttum hjá yngri kynslóöinni. IGolf-Golf-Golf Opið kvenna- mót hjá Keili A morgun, sunnudag, fer fram opið kvennamót I golfi hjá Golfkiúbbnum Keili i Hafnarfirði,og verður þar um að ræða 18 holu keppni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.