Þjóðviljinn - 11.06.1975, Side 1

Þjóðviljinn - 11.06.1975, Side 1
ÞJOÐVHHNN Miðvikudagur 11. júni 1975 — 40. árg. 128. tbl. Alþýðubandalagið á Vesturlandi: Frásögn af aðalfundi kj ördæmisráðsins Sjá opnu Samþykkt baknefndar ASI í gœrkvöld: Tveggja sólarhringa frestun verkfallanna Sáttanefndin lagði fram innanhússtillögu í fyrrinótt sem skapaði forsendur frestunar Sagt eftir baknefndarfund: Guðmundur J. Guðmundsson: T ogaradeilan verði leyst Guðmundur J. Guð- mundsson, varaform. Dagsbrúnar sagði: Verkfallinu er frestað í tvo sólarhringa í trausti þess að tíminn verði nýtt- ur til þess að ræðast við. Það var fyrst i gærkvöld, að fram komu drög að samkomulagsgrundvelli. Fram að þeim tíma hafði ekkert þokast áleiðis í deilunni. Þó aö langt sé frá þvl að framkomnar hugmyndir full- nægi upphaflegum kröfum verkalýöshreyfingarinnar, þá er engu að siöur mikilvægt að nú er hreyfing á málum og um- ræðugrundvöllur fundinn. Við leggjum áherslu á að togaradeilan verði leyst sam- hliða almennu deilunni. Þá leggjum við áherslu á að samið verði til mjög skamms tima þar sem engin visitala virðist fást á kaupið til verðtryggingar. Við leggjum ennfremur þunga áherslu á að landbúnaðarvörur hækki ekki frá þvi sem þær eru núna á samningstlmabilinu. Þó að nú sé veittur timi til ihugunar i tvo sólarhringa eins og oft hefur gerst áður við svipaðar kringumstæður mun- um við ekki veita annan frest. Fáist til að mynda ekki inn i myndina loforð frá rikisstjórn- inni varðandi hækkun land- búnaðarvaranna getur það gjörbreytt öllum aðstæðum. Rætt er um mjög stuttan samning Grétar Þorsteinsson, varaformaöur Trésmiöa- félags Reykjavíkur situr nú í 9-manna nefnd ASI í fjarveru Benedikts Davíðssonar. Eftir bak- nefndarfundinn i gær- kvöld sagöi Grétar: Við setjum okkur ekki á móti frestun. Astæðan er sú að nú er loksins komnar inn á borðið hugmyndir um hugsanlega lausn deilunnar. Verkföll eru ekkert markmið hjá okkur. heldur kjarabót fyrir okbarum- bjóðendur, og þrátt fyrir þessa frestun i tvo sólarhringa höfum við sömu pressu áfram. Við göngum út frá þvi við ákvörðun um frestun að at- vinnurekendur telji innanhúss- tillögu sáttasemjara umræöu- grundvöll. Við leggjum mikla áherslu á að rikisstjórnin tryggi að verð- lag landbúnaðarafurða hækki ekki, en þvi miður eru enn ekki komin svör varðandi þetta atriði. t þessari lotu hefur verið rætt um mjög stuttan samning þar- sem visitalan er ekki með I dæminu. Það stafar af því að okkar mati að sáttanefndin telur að vonlaust sé að ná saman um visitölumálin. Ég tel að þennan tima sem frestur er veittur megi nýta til samkomulagsgerðar ef vilji er fyrir hendi af hálfu rikisstjórnar og atvinnurekenda. Baknefnd AlþýOusambands ts- lands samþykkti I gærkvöld að fresta áður boðuðum vinnu- stöðvunum um tvo sólarhringa. Byggðist frestunin á þvi að i fyrrinótt hafði komið fram „inn- anhússtiliaga” frá sáttanefnd, sem talin var skapa grundvöll til frekari viðræðna. Þjóðviljinn hefur hlerað að sáttatillaga þessi hafi falið I sér 10% kauphækkun strax á ákveðinn taxta en slðan jafna krónutölu yfir Ilnuna, þá 5% kauphækkun siðar á árinu, en að sainningurinn gildi I heiid til ára- móta eða til sjö mánaða. Forustumenn verkalýðshreyfing- arinnar hafa enga afstöðu tekið til prósentutalnanna sem slikra, en þeir hafa lagt áherslu á að komi til stuttra samninga verði land- búnaðarvöruverð ekki hækkað, að sett yrði „rautt strik” á vlsi- töluhækkanir og að ekki verði staðið upp frá samningaborði fyrr en togaradeilan sé leyst. Engin svör hafa borist frá rikis stjórninni varðandi landbúnaðar- vörurnar; verði þau neikvæð getur það gjörbreytt allri stöðu samningamálanna. Samninganefnd atvinnurek- enda samþykkti að llta á innan- hússtillöguna sem samkomulags- grundvöll, eftir verulegt þóf. Innanhússtillaga sáttanefndar- innar sýnir að rlkisstjórnin hefur óttast verkföll nú, minnug verk- smiðjudeilunnar, þó hún tæki ekki við sér fyrr en verkfallssvipan hvein I eyrum ráðherranna. Samningafundur ASI og at- vinnurekenda hófst I gærkvöld þegar aö loknum fundi baknefnd- arinnar og lauk um klukkan 10.30. Snorri Jónsson: Yerkfalli ekki frestað aftur Þjóðviljinn náði tali af Snorra Jónssyniframkvæmdastjóra ASÍ er hann var að koma af bak- nefndarfundi um kvöldmatar- leytið. Hann sagði: Á baknefndarfundinum var kynnt þessi innanhústillaga sáttanefndar og ákveðið á grund- velli hennar og þess sem að hefur fariö milli deiluaðila I dag að fresta vinnustöðvuninni um tvo sólarhringa, og freista þess að ná samningum á þeim tima. Ef það tekst ekki þá skellur á verkfall aðfaranótt föstudags. Ertu bjartsýnn á að það takist að semja á þessum tlma? Ég er nú frekar bjartsýnn á að það takist. Það er yfirlýsing frá báðum aðilum um að þeir telji þessa innanhússtillögu sem sátta- nefndin lagði fram, hæfan við- ræðugrundvöll, aö samningum. En við erum að sjálfsögðu með ýmsar breytingartillögur við þann grundvöll. Það verður fundur að ný kl. 9 I kvöld (þriðju- dag) hjá sáttanefnd. — Heldurðu að það náist að fá aftur vlsitölubætur? Kynnir af- stöðu norð- manna Evensen hafréttarmálaráð- herra norðmanna kom til Islands i gær og átti viðræður við íslenska ráðherra. í dag ræðir Evensen við embættismenn og Landhelgis- málanefnd Alþingis og svarar siðan spurningum á blaöamanna- fundi ásamt Hans G. Andersen sendiherra. Evensen heldur aftur utan slðdegis I dag. Koma hans hingað er einkum til að kynna afstöðu norðmanna til hafréttarmála en þeir hafa sem kunnugt er ákveðið að færa ekki landhelgi slna út 150minur heldur blða og færa siöan beint út i 200. Konungskoman Sjá siður 7 og 12 Nei, ég reikna ekki meö þvl að það náist aö þessu sinni og þess vegna verður samið til stutts tima, það verður frekar stutt samningstimabil. — En hvað gerist ef þessi 48 tiraa frestur nægir ekki? Ef þessi frestur nægir ekki, þá hefst vinnustöðvun á fimmtu- dagskvöld og ég hvet verkafólk til að fylgjast vel með gangi samningamálanna. Þá vil ég geta þess, að eitt af þvl sem við höfum lagt á borð með I lausn þessara deilu okkar er, að togaradeilan verði leyst um leiö. Þetta gerum við bæði vegna togarasjómann- anna sem nú hafa veriö lengi I verkfalli og vegna landverkafólks sem búið er að vera atvinnulaust allan þennan tima. Að lokum vil ég geta þess aö samstaðan hefur verið mjög góð hjá launafólki i þessum samningum og þaö er forsenda þess að við náum ein- hverjum árangri sem viðhlitandi er.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.