Þjóðviljinn - 13.06.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINP) Föstudagur 13. júni 1975 Föstudagur 13. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 „MJOG ANÆGÐUR MEÐ FERÐINA” sagði konungur í samtali við Þjóðviljann um ferð sína til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Jökulsárlóns, Skaftafells og á Svínafellsjökul Hans Hátign Karl Gústaf sviakonungur komst þrátt fyrir erfið flugskilyrði til Vestmannaeyja og austur á Hornaf jörð í fyrradag eins og kunnugt er af fréttum. Sagði konungur í stuttu samtali við blaðamann Þjóðviljans að hann væri mjög ánægður með þessa ferð, sér hafi fundist mikiðtil um að sjá aðstæður og ástand í Vestmannaeyjum og fegurð öræfanna væri stórkostleg. Svfakonungur lét í Ijós áhuga á að koma tjl Islands aftur síðar og þá i óopinbera heimsókn. Konungur er annálaður náttúruunnandi og sagði hann að er af næstu íslandsför sinni yrði mundi hann kappkosta að kynnast náttúru íslands betur. Sagðist hann langa sérstaklega mikiðtil að komast i laxveiðar hér á landi. Myndirnar hér i opnunni eru f rá þessari ferð kon- ungs. Efsttil hægri er konungur við Jökulsárlón og er eins og sjá má óvenju mikið af jökum í lóninu. Mikið var þarna einnig af landselum á sundi i kringum jakana. Myndin af konungi lengst til hægri er tekin á sama stað en þar við hliðina sést Sigurður Þórarinsson sýna Karli Gústafi nýja hraunið i Vestmannaeyjum. Hiti í hrauninu er enn mikill og sést það best á myndinni efst á siðunni til vinstri,en þar má sjá konung á miðri mynd umkringdan fréttamönnum og fylgdarliði. Til vinstri eru síðan myndir frá komu konungs til Hornaf jarðar, sú efri er tekin á flugvellinum,en fyrir neðan er mynd frá hótelinu þar sem konungur og fylgdarlið snæddu hádegisverð. Starfsfólk í frystihúsi staðarins fjöl- mennti að fagna konungi. i gær var konungur á ferð um höfuðborgina. Tók hann daginn snemma og brá sér í sundlaugina i Laugardal ásamt Sigurði Þórarinssyni. Voru hon- um síðan sýnd íþróttamannvirki í Laugardalnum. Þá brá konungur sér um borð í rannsóknarskipið Bjarna Sæmundsson, snæddi hádegisverð á Kjar- valsstöðum í boði borgarstjórnar og skoðaði síðan Norræna húsið, Þjóðminjasafnið og Listasafnið. I gærkvöldi hélt konungur veislu á Naustinu. i dag lýkur heimsókn Karls Gustafs til islands. Þingvallahringurinn verður ekinn fyrir hádegi, komið verður við á Gulifossi og Geysi, Hveragerði og viðar. Konungur flýgur síðan frá Reykjavíkur- flugvelli klukkan 17.00 í dag. Myndir — texti: Gunnar Steinn Kveöjur til Vesturheims Forráðamenn blaðsins Lög- bergs-Heimskringlu hafa ákveðið að gefa islendingum kost á þvi að senda kveðjur til ættingja og vina i vesturheimi i tilefni afmælisins i sumar. Lögberg-Heimskringla er sent til 5 þúsund áskrifenda i Kanada og viðar og kemur þvi fyrir augu þorra manna af is- lensku þjóðerni fyrir vestan. Þeir sem vilja færa sér i nyt þennan möguleika og senda vilja kveðjur til vestur-islendinga geta komið kveðjunum á framfæri i sima 28065 i Rvik frá kl. 13 til 20 dag hvern fram til 20. Sigurður Sigurðsson, iistmálari, var aö hengja upp mynd eftir kollega sinn Benedikt Gunnarsson, þegar Ari kom I húsakynni Arkitektafélags lslands i gær og tók þessa mynd. Norræna húsið: List til lækninga lýkur annað kvöld Góð aðsókn hefur verið að sýningunni List til lækninga i kjallara Norræna hússins. í kvöld verða þar sérstakir kynn- inga-fyrirlestrar. Thomas Berg- man ljósmyndari frá Sviþjóð tal- ar um börn á sjúkrahúsum og að- stöðu fjölfatlaðra barna, og kynn- ir sýningar sinar, — og Rafael Wardi frá Finnlandi talar um list til lækninga á geðsjúkrahúsum, og sýnir myndir. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20.30,og er öllum heim- ill aðgangur. Siðasti fyrirlesturinn um List til lækninga verður siðan á morgun, laugardag kl. 14.00. Þá talar Lise Giödesen iðjuþjálfi frá Danmörku um „Börn á sjúkrahúsum”. Hún sýnir einnig kvikmynd um þetta efni, sem vakið hefur athygli og fengið góða dóma. Fyrirlesturinn og kvikmyndasýningin verða i samkomusal Norræna hússins og er öllum heimill aðgangur. Sýningin i kjallara Norræna hússins verður opin frá kl. 14—22 i dag, og frá kl. 14—19 á morgun. Björgvin Sigurgeir Haraldsson og Sigurður Sigurðsson standa hér við mynd eftir Mattheu Jónsdóttur, en þau þrjú eiga verk á FÍM-«ýning- unni ásamt fimm listamönnum öðrum. FÍM heldur sýningu Fær inni hjá arkitektum tdag, föstudag, kl. 17 opnar Fé- lag islenskra myndlistarmanna sýningu á verkum nokkurra fé- lagsmanna I húsakynnum Arkitektafélags tslands Grensás- vegi 11, þ.e. I húsi sem kennt er viö Málarann. FIM hefur verið á hrakhólum með húsnæði og aðstööu fyrir fundarhöld og undirbúning sýn- inga allar götur siðan Lista- mannaskálinn var rifinn. Nú hef- ur ræst úr vandræðum félagsins i bili þar sem tekin hefur veriö upp samvinna við At. Hafa arkitektar vejtt myndlistarmönnum inn- hláup i húsnæði sitt þar sem þeir fá aðstöðu til fundarhalda, undir- búnings fyrir sýningar og til aö halda smærri sýningar. FtM hef- ur hvergi haft fastan samastað um nokkurra ára skeið en fengið stöku sinnum aöstööu i Norræna húsinu og Listasafni ASl. Fram til þessa hefur verið litið um smærri sýningar á verkum fé- lagsmanna, en með þessu nýja húsnæði skapast aðstaða fyrir slikar sýningar, aðstaða sem FIM hefur ekki haft áöur. Má þvi vænta fleiri slikra sýninga i fram- tiðinni ef þessi gefur góða raun. A sýningunni sem opnuð verður i dag sýna átta félagsmenn verk sin. Þeir eru Benedikt Gunnars- son, Björgvin Sigurgeir Haralds- son, Elias B. Halldórsson, Gylfi Gislason, Hjörleifur Sigurðsson, Kjartan Guðjónsson, Matthea Jónsdóttir og Sigurður Sigurðs- son. Sýningin verður opin i hálfan mánuð kl. 10—18 virka daga en 14—22 laugardaga og sunnudaga. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.