Þjóðviljinn - 19.06.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.JINN Fimmtudagur 19.júní 1975.
Forsetinn kaupir
af féndunum
Gizur skrifar — og er reyndar
nokkuð hvassyrtur, og við tókum
okkur bessaleyfi að stytta bréf
hans nokkuð:
„Hvernig stendur á þvi, að á
meðan fyrirtækið Ræsir fær ekki
gjaldeyrisyfirfærslu vegna Saka-
dómsrannsóknar og leigubilstjór-
ar biða hópum saman eftir að fá
atvinnutæki sin úr tolli, þá er for-
seti ísl. tekinn fram fyrir og hann
fær sinn bil þrátt fyrir bann?
Ég hef lika heyrt að iðnaðarráð-
herra ætli að fá sér sams konar
bil sem kostar vist um fimm mil-
jónir. Og ég man ekki betur en
framleiðendur þessara bila, vest-
ur-þjóðverjar, haldi okkur i við-
skiptabanni, neiti að virða land-
helgina — eru sem sagt okkar
erkióvinur.
Og gagnvart leigubilstjórunum
dettur manni bara sú fræga setn-
ing Orwells i hug: Sumir eru
meira jafnir en aðrir”.
Markús skrifar
saksóknara
rikisins
Af gefnu tilefni langar mig að
snúa mer til embættis yðar
vegna þeirra þungu ásakana á
mig persónulega frá stjórnendum
Eimskipafélags Islands hf.i dag-
blöðunum hinn 29,mai 1975 i Al-
þýðublaðinu og bjóðviljanum og
sendi ég yður viðkomandi blöð."
Eimskip óskar sjóprófs.Tilefni
sjóprófs sem haldið var hinn 28.
mai hjá Sjó- og verslunardómi ís-
lands og það er sérstaklega tekið
fram að Magnús Thoroddsen
borgardómari sé beðinn að taka
þetta mál fyrir af hálfu Eim-
skipafélags Islands hf.Þvi spyr ég
yður saksóknari. Ber ekki skip-
stjóra viðkomandi skips lögum
samkvæmt að biðja um sjórétt ef
viðkomandi skip hans verður fyr-
ir óhappi hverju sinni, og gera
þar grein hvers eðlis óhappið
var , og af hvaða orsökum, hvort
hafi verið um farmskemmdir og
tjón þar að lútandi, ennfremur
skýrslu yfir farmtjón og annað
sem hlýst við slikt óhapp? 1 þessu
tilfelli er þessi sjóréttur haldinn
að ósk Eimskipafélagsins ekki
skipstjóra. Fór þessi sjóréttur
fram samkvæmt sjólögum? Ég
spyr, saksóknari, þér svarið.
Ég var aldrei boðaður
til sjóréttar sem aðili,
frétti af tilviljun að sjóréttur ætti
að fara fram, þar sem mér var
ekki gefinn kostur á að verja mál-
stað minn og mannorð mitt árás á
persónufrelsi mitt i fjölmiðlum og
hinar þungu ásakanir á mig af
hálfu Eimskipafélags Islands hf
Er möguleiki að fá mál þetta tek-
ið upp að nýju þar sem mér verð-
ur gefinn kostur á að verja að-
dróttanir á mig bornar af for-
ráðamönnum Eimskipafélagsins
hvort heldur á sjó eða landi, þeim
verði gefinn kostur á að sanna
sakleysi sitt fyrir rétti i þeim
ádeilum og þungu sökum er ég á
að fara með sem dylgjur þar að
lútandi. Ég tek fram að ég hef
enga aðila sakfellt eða dæmt.Ég
hef aðeins bent á og leitt fram i
dagsljósið atriði úr sjómannslífi
minu sem starfandi háseti á
Mánafoss hinn 8. janúar 1975 og
Magnús Sigurðsson skipstjóri gaf
tilefni til ásamt öörum stýri-
manni er voru á stjórnpalli er
óhappið varð.Og einnig sætti ég
mig ekki við það að forráðamenn
Eimskipafélagsins sem voru bún-
ir að loka þetta mál og afgreiða
með eigin ákvörðun niður i einni
af skrifborðsskúffum forstjórans
Óttars Möllers. Ég hélt að for-
stjórinn færi ekki með dómsvald-
ið i landinu i höndum sér, ég hélt
það væri i höndum annarra. Ég
sætti mig ekki við það að Óttar
Möller geti sagt við dómarann
Magnús Thoroddsen eða gefið
honum fyrirmæli samkvæmt
þessum lagakafla sjólaga hvernig
á að taka málið fyrir eða aðra at-
burði sem hafa skeð á sjó hjá
Eimskipafélagi Islands hverju
sinni, að hann ráði hvaða vitni séu
fyrir tekin i það og það skiptið.
Aðrir aðilar á Mánafossi sé þetta
mál óviðkomandi. Sem dæmi
Guðni Sigurþórsson l.stýrimaður
er látinn mæta sem vitni sem var
mjög eðlilegt en ekki 2. stýri-
maður sem var á stjórnpalli er
óhappið varð sem er að sama
skapi mjög óeðlilegt að minum
dómi.Hann er aðeins talinn rétt-
bær i máli er varðar er upp komst
um smygl er upp kom um borð i
skipinu i nefndri ferð, ekki talinn
réttbær i öðrum atburðum á skip-
inu er þá ferð varðar. 2 hásetar
réttbærir um borð i Mánafossi er
varðar smyglmálið ekki taldir
réttbærir um aðra hluti er varða
ferð þessa.Hvernig má slikt ske á
sama skipi i sömu ferð? Hvert
stefnir islenskt réttarfar i dag?
Einnig sætti ég mig ekki við að
nefndur dómari virðist fara með
þetta mál i þágu Eimskipafélags
islands og gefa yfirlýsingar til
fjölmiðla bera með sér, og svo
best get ég hnekkt fullyrðingum
og yfirlýsingu dómarans um
þetta mál að ég sé talinn réttbær.
Háttvirtur saksóknari.Þar sem
ég mun innan tiðar hefja mál á
hendur Eimskipafélagi Islands hf.
fer ég fram á tugmiljóna upphæð-
ir i miskabætur i sambandi við
mannorðshnekki sem ég tel mig
hafa orðið fyrir hjá nefndu skipa-
félagi i fjölmiðlum er atvinnu
mina varðar i sambandi við að fá
störf á öðrum kaupskipum.Ég átti
lengstan starfsdag um borð i
Mánafossi frá 22.nóv.l974—ð.april
1975 en þá var mér sagt upp starfi
sem var svo staðfest lO.april 1975
með afskráningu úr starfi. Það
skal framtekið að ég fékk hjarta-
áfall um borð i b/v Júni 2.febr.
1974,réðist til Eimskipafélags ís-
lands hftl.mai 1974 A þeim skipum
sem ég starfaði fór ég allar ferðir
skipanna milli landa og ég held að
ég hafi verið eini hásetinn sem
gerði það.
Ég vil svo að lokum fá tækifæri
til þess að leggja fram i sjórétti
sakavottorð útgefið af embætti
yðar 15. april 1975 er varðar
hegðun mina sé i fullu gildi ennþá
og i þeirri trú lýk ég bréfi minu.
Með vinsemd,
Hafnarfirði 4,júni 1975.
Markús B. Þorgeirsson,
skipstjóri
AÐALFUNDUR
Sölusambands islenskra fiskframleiðenda
verður haldinn i Tjarnarbúð föstudaginn
20. júni nk. og hefst kl. 10 f.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Stjórn Sölusambands islenskra fiskfram-
leiðenda.
Frá
byggingarnefnd
1 fundargerðum byggingar-
nefndar borgarinnar frá þvi i
mai má meðal annars lesa eftir-
farandi:
Flugleiðir byggja
Flugleiðirhf.hafa fengið leyfi
til að reisa viðbyggingu við
skrifstofuhús sitt við Flug-
vallarbraut.Verður viðbygging-
in 3 hæðirHver hæð verður 708,9
fermetrar, 6853 rúmmetrar
Gjald fyrir þetta leyfi var á-
kveðið 8QJ8000 krónur.
Réttindi og leyfi
Trausta Leóssyni, bygginga-
fræðingi hafa verið veitt réttindi
til þess að mega gera uppdrætti
til byggingarnefndar.
Þorbergi R. Guðmundssyni
hefur verið veitt leyfi til þess aö
standa fyrir byggingum innan
lögsagnarumdæmis Reyk'javfk-
ur sem múrari.
Gunnari Þ. Lárussyni, Frl-
manni S. Arnasyni og Kristjáni
Friðrikssyni haífa verið veitt
leyfi til þess að standa fyrir
byggingum á lögsagnarum-
dæmi Reykjavikur sem húsa-
smiðir.
Bráðabirðgaverkstæði
Eimskip hefur fengið leyfi til
þess að byggja bráðabirgða-
verkstæði úr stáli á lóð félagsins
við Borgartún 30. Stærð verk-
stæðisins er 127,3 fermetrar.
Breytingar við
Langholtsskóla
Borgarsjóður hefur fengið
leyfi til þess að stækka og
byggja úr steinsteypu við Lang-
holtsskóla leikfimishús 740,5
fermetrar, leiksvið 249,5 fer-
metrar, anddyri 32,4 fermetrar
og skólastofur með milli-
byggingu þar sem kjallari yrði
490,6 fermetrar og l.hæð 578,4
fermetrar.
Verslunarráð íslands hefur
sótt um leyfi til þess að byggja
13 hæða skrifstofubyggingu i
miðbænum i Kringlumýri.Kjall-
ari hússins á að vera hvorki
fleiri né færri en 5177,9 fermetr-
ar. Fyrsta hæðin verður rúml.
1400 fermetrar, 2—8. hæð hver
um sig 521,8 fermetrar, 9. hæð
423fermetrar, lO.hæö verður 300
fermetrar og 11^-13. hæð 174,9
fermetrar hver. Húsið verður
39800 rúmmetrar. Beiðni Versl-
unarráðs er til umsagnar hjá
heilbrigðismálaráði og bruna-
málastofnun. —úþ
„Það verður ekki
gefið upp”
Vl-maðurinn sem við setjum i
Vl-hornið i dag er Björn Stefáns-
son.Hann er einn úr hópi Vl-14 og
kom fyrir bæjarþing þann 25.
april sl. I máli VI gegn íJifari Þor-
móðssyni blaðamanni. Við birt-
um hér stuttan kafla úr yfir-
heyrslu, að sjálfsögðu orðréttan,
en þvf miður höfum við ekki nægi-
legt rými til að birta þessa yfir-
heyrslu alla.
Pómari. Fullt nafn þitt er?
Mættur: Björn Stefánsson.
P: Og staða, Björn?
M: Skrifstofustjóri.
P: Hvenær fæddur?
M: 21.2. ’34.
P: Og hvar heima?
M: Grænuhlið 13.
O: Ilann er áminntur um sann-
sögli.
l.spurningin eða l.atriðið sem
lögmaður stefnda vill fá fram,
það er að hver ykkar stefn-
enda.... lýsi þátttöku sinni i sj álfri
undirskriftasöfnuninni, undir-
búningi hennar, skipulagi starfs-
ins, meðferð fjármála, meðferð
gagna og ráðningu starfsfólks og
ákvörðunartöku í sambandi við
tilfallandi vandamál.Ef þú vildir
lýsa þvi, þinum þætti i þessu?
M: Hvað segið þér?
D: Þinum þætti i þessu?
M :Nú, ég hugsa að minn þáttur
sé eins og annarra i þessu máli,
að þarna komu nokkrir menn
saman með þetta hugðarefni sitt
og á endanum urðu þeir 14.Þeir
unnu sem má segja ein grúppa og
unnu mikið að þessu máli.Að visu
var mönnum svolitið skipt niður i
aðeins málaflokka, þegar við vor-
um að ganga frá hlutum.Nú,ég
held að það sé ekki annað sem ég
þarf að taka fram meira i þessu
sambandi.
P: Engin ákveðin fram-
kvæmdastjórn kjörin fyrir þenn-
an hóp?
M: Það var engin ákveðin
framkvæmdastjórn kjörin. Að
visu var náttúrlega einn svona
sem hafði helst orð fyrir hópnum
og þar á ég við Þorstein Sæ-
mundsson.
D: I hverju voru þin störf fólg-
in?
M: Þau voru almennt fólgin i
þessu að á skrifstofunni þarna að
kontrolera, við kontroleruðum
mjög stift út að listar færu ekki á
neinn vergang.Við höfðum mjög
gott kontrol á þvi að listar lentu
ekki i einhverju reiðarii og svo
að passa þetta og kalla þá inn aft-
ur.Það var mikið starf að kalla
listana inn, þvi við vildum ekki
hafa útistandandi lista og láta
núa okkur um nasir þetta og
annað um það. Þannig að við
gengum mjög stift eftir þvi að fá
listana, þvi að undirskrifta-
starfinu var lokið og þetta var
mikið og erfitt starf.
D: Hver hannaði kjörorð undir-
skriftasöfnunarinnar „Varið
land”?
M: Þessu treysti ég mér ekki til
að svara, þetta kom eftir umræð-
ur i okkar hópi og þetta var valið
sem kjörorð hópsins.
D: Hver leyfði fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik
að nota þetta kjörorð i kosninga-
baráttu sinni 1974 og gera úr þvi
merki og senda til meðlima sinna
og þeirra sem skrifuðu undir list-
ana?
Vl-horniö
M: Það var ekki leyft af okkar
hálfu.
D: ...Ef þetta var ekki leyft, af
hverju létu forvigismenn undir-
skriftasöfnunarinnar það óátalið
að Sjálfstæðisflokkurinn gerði
kjörorð hennar að flokkskjörorði,
kosningakjörorði og kosninga-
merki?
M : Við sáum enga ástæðu til að
banna það.
D: ....Telur mætti að hópnum
hafi verið heimilt að gera tölvu-
skrá eftir undirskriftagögnum?
D: Já.
D: Tókst. þú þátt i þvi, gerð
skrárinnar eða vinnu við hana?
M: Ég tók þátt i henni, ég gerði
það já.
D: I hverju var þin vinna fólgin
i þvi sambandi?
M: Nú, það er nú kannske
erfitt að lýsa þvi. Eins
og allir vita, þá unnum
við þarna þessir 14 og plús
heild og ég held að þennan daginn
var maður að vinna við þetta og
hinn daginn við þetta og hinn dag-
inn við þetta. Auðvitað var ég aö
vinna við það náttúrulega, að
bera saman úr kjörskrá og frá
listum og öðru sliku.
D: Þú segir kjörskrá.Var þetta
venjuleg kjörskrá, sem þið báruð
saman við skrána sem tölvan
gerði?
M: Nei, það mun ekki hafa ver-
ið kjörskrá, það mun hafa veriö
þjóðskrá.Við reyndum að komast
fyrir þaðvitanlega að menn yngri
en tvitugir skrifuðu sig á og að
öðru leyti að það yrðu ekki fölsk
nöfn á þessu og þar fram eftir
götunum.Við gerðum þetta eftir
bestu samvisku að hafa þessa
lista sem réttasta,..
D: Voru engar merkingar
gerðar i hana (skrána) þegar þið
unnuð að samanburði?
M: Jú vitaskuld, þegar við unn-
um að samanburði, þá voru
merkingar.
D: Hvað var gert við þessar
merkingar?
M: Við höfum haldið þessum
gögnum okkar hjá okkur til sins
tima.
D: Veistu hvar þær eru varð-
veittar?
M: Það verður ekki gefið upp,
þær eru hjá hópnum.
D: Að ósk lögmanns stefnda þá
er að þvi spurt, hver sé tilgangur-
inn með varðveislu þessara
gagna?
M: Við töldum rétt að geyma
hluta af þessum gögnum, þar til
málið yrði endanlega útrætt og
væri búið og gert.
D: Þú telur málið ekki búið og
gert i dag?
M: Nei, nú ég er hérna af þvi
málið er ekki búið og gert.
D:Mundir þú þá telja, að þessi
gögn yrðu eyðilögð eða sett i ein-
hverja aðra varðveislu þegar
þessum málaferlum er lokið hér?
M:Það tökum við sjálfsagt um
ákvörðun sameiginlega, þegar
því er lokið.
Leturbreytingar eru Þjóð-
viljans, en orðalag allt er VI-
mannsins.
—GG
Skrifstofa rikisspitalanna
Breyttur
skrifstofutími
Yfir sumarmánuðina, eða til 1. okt. n.k. er
skrifstofutimi frá kl. 8.00 til kl. 16.05
mánudaga til föstudaga. Engin breyting
verður á opnunartima afgreiðslu né út-
borgunartima reikninga frá þvi sem verið
hefur.
Reykjavik 18. júni 1975,
Skrifstofa rikisspitalanna.