Þjóðviljinn - 19.06.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19.júnl 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Sandlóuhreiður
á Framvellinum
Um daginn þegar einn starfs-
manna Þjóðviljans brá sér á
knattspyrnuæfingu á gamla
Framvellinum, tók hann og fé-
lagar hans eftir þvi að litill fugl
var að þvælast fyrir fótum
þeirra og vildi auðsjánlega ekki
yfirgefa völlinn. Þegar betur
var aö gáð, reyndit þetta vera
sandlóa, sem hafði gert sér
hreiöur á miðjum vellinum. Sið-
ar brugðum við okkur til að ljós-
mynda fuglinn og hreiður hans.
Sandlóan reyndi að sjálfsögðu
að afvegaleiða okkur og draga
athygli okkar frá hreiðrinu með
þvi að fljúga stutt frá þvi og
blaka vængjunum. Þegar við
gengum frá hreiðrinu kom hún
strax aftur, lagðist á eggin og
reyndist hin spakasta, er hún sá
að við höfðum ekkert illt i huga.
Við vonumst svo til að þetta
heppnist sem best hjá sandló-
unni og hún fái að vera i sæmi-
legum friði þó að hreiðrið sé ó-
neitanlega á slæmum stað.
Eins og sést á myndinni hefur
völlurinn ekki verið sléttaður
lengi vel, en það stendur vist til,
og biðjum við vallarstjóra að
gleyma ekki litlu sandlóunni, ef
hafist verður handa að slétta
völlinn.
1 fuglabók AB segir um sand-
lóuna, að þetta sé þybbinn, fjör-
legur, litill fjörufugl, sem er
frár á fæti og hleypur með mjög
tiðum fótaburði, milli þess sem
hann staðnæmist andartak til að
tina smáskordýr. Flýgur hratt
með reglubundnum vængjatök-
um. Kjörlendi: Sendnar
sjávarstrendur og leirur, um
fartimann einnig við vötn og ár.
Verpir i fjörusandi, á sjávar-
grundum eða á melum við sjó,
sums staðar á söndum og mel-
um langt frá sjó og til fjalla.
Sandlóan er að nokkru farfugl
og hefur stundum vetrardvöl i
Suöur-Frakklandi.
Á stóru myndinni til vinstri
sést hreiðrið i skjóli steinhnull-
ungs á efri myndinni.aö ofan
sést sandlóan liggjandi á hreiðri
sinu og á neðri myndinni sést
hún blaka vængjunum til aö
draga athyglina frá hreiðrinu.
—sj.
Velta Landsbanka síðastliðið ár
1544 miljarðar
Innlánaaukning 30%, en útlánaaukning var 65%
Landsbanki tslands er sem
kunnugt er langstærsti viðskipta-
bankinn, og i ársskýrlu bankans
kemur fram aö beildarveltan sl.
ár nam 1544 miljörðum króna og
hafði aukist um 58% frá fyrra ári.
Þjóðviljanum barst ársskýrsla
bankans i gær. Lausafjárstaða
bankans versnaði á sl.ári vegna
þess að útlán jukust miklu meira
en innlánin.
Innlán jukust um 3,2 miljarða
króna á árinu eða um 30%.Spari-
innlán hækkuðu um 2 miljarða
eða um 28% , en árið áður var
aukning þeirra 33%.
Útlán bankans námu i árslok
20,4 miljörðum króna, var aukn-
ingin frá fyrra ári 8 miljarðar eða
65%.Arið áður var aukningin 45%.
Útlánaaukningin til sjávarút-
vegsins nam 3,1 miljarði króna,
en til verslunarinnar 1,65
miljörðum, einkum til oliu-
verslunarinnar, segir i ársskýrsl-
unni.Til landbúnaðar jukust út-
lánin um 463 milj.kr.og til bæjar-
Framhald á bls. 10.
Dregið
Engu minna deilt um vöruverð og vísitölu en kaupið:
„Aðgerðir okkar
eru viðnám
fer I þessar brýnu lifsnauðsynjar.
Þú telur þetta kaupsfgildi?
Já, svo sannarlega og ég er viss
um að þeir, sem daglega standa i
þvi að láta enda ná saman og láta
kaupið duga fyrir lifsnauðsynjum
t.d. i innkaupum til heimilanna,
þeir meta þetta sem kaupsfgildi.
Að minum dómi þyrfti verkalýðs-
hreyfingin framvegis i samning-
um að knýja fram að verði á
brýnustu neysluvörum sé haldið i
skefjum. Þegar samningstíminn
er stuttur ætti að vera hægt að
tryggja fólk gegn slikum hækkun-
um.
Dregið hefur verið i f jórða sinn
I happdrættisláni rikissjóðs 1972,
Skuldabréf A, vegna vega- og
brúargerða á Skeiðarársandi er
opni hringveg um landið. Tveir
einnar miljón krónu vinningar
voru dregnir út og komu þeir á
númer 47649 og á númer 58792.
Vinningur að upphæð 500 þúsund
kr.kom á númer 4039. Vinninga-
skráin i heild verður birt i dagbók
á morgun.Vinningar eru greiddir
i afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Hafnarstræti 10, Reykjavik, gegn
framvisun skuldabréfanna.
gegn verðbólgu
•>r>
segir Guðmundur J. Guðmundsson
varaform. Dagsbrúnar
kaupmáttaráhrif en fyrir verka-
fólk á lægstu töxtum má áætla að
þetta sé um 3% kaupmáttarauki,
þvi stærri hluti launa þessa fólks
En hvað með visitöluna, nú
náðist ekki verðtrygging á laun?
Það var ósigur að ná ekki visi-
tölunni, en þó náðist ákvæði úm
rautt strik, sem þó kemur ekki i
stað visitölu. Ef visitalan hækkar
umfram 477 stig þá verður aö
greiða verðlagsbætur á allt sem
umfram þessa spá þjóðhagsstofn-
unar fer. Það var mikið tekist á
um þetta atriði og I þessu efni
Framhald á bls. 10.
17. júní
Þjóöhátiðarhaldið tókst vel
allsstaðar á landinu og fór við-
ast hvar fram i sæmilegu
vcðri meö góöri þátttöku. 1
Reykjavik var svolitill rign-
ingarúði um morguninn en
heiðursgcstirnir á Austurvelli
voru velútbúnir eins og sést á
þessari mynd ARA.
„Að minum dómi þyrfti verkalýðshreyfingin að
knýja fram að verði á brýnustu neysluvörum sé
haldið i skefjum. Aðgerðir okkar til að hindrahækk-
un á landbúnaðarvörum og koma á verðlagsbótum
á visitöluhækkun umfram 477 stig, þær stefna að
sama marki — þetta er viðnám gegn verðbólgu”,
sagði Guðmundur J. Guðmundsson i eftirfarandi
viðtali.
t samningunum I siðustu viku
var ekki aðeins tekist á um kaup-
ið.heldur knúði verkalýðshreyf-
ingin fram ákvæði I verðlagsmál-
um. Blaðið snéri sér til Guðmund-
ar J. Guðmundssonar varaform.
Dagsbrúnar og ræddi við hann
um þessa þætti samninganna.
Hann sagði m.a.:
Það er rétt að ekki stóð aðeins
styrr um kaupið, engu minna var
deilt um aðra tvo þætti, þ.e. land-
búriaðarvöruverðið og visitöluna.
Þann 1. júni átti verð á land-
búnaöarvörum að hækka, t.d.
mjólk um 20%, kjöt um 15% en
rikisstjórnin taldi hyggilegra að
bíða með þær meðan samninga-
viðræður stóðu yfir. Krafa okkar
var að þessar hækkanir kæmu
ekki til framkvæmda á samnings-
timabilinu. Reynsla okkar er sú
aö svona hækkunum er skellt yfir
vikuna eftir undirskrift samn-
inga. Þetta vildum við hindra
Kannski var ekki tekist hvað
minnst á um þetta. Málalok urðu
þau, að rikisstjórnin varð að lýsa
yfir að verðhækkanir á mjólk.
smjöri og kindakjöti kæmu ekki
til framkvæmda á samningstima-
bilinu. Þetta gildir hins vegar
ekki um kartöflur og osta. Reikn-
að er með að þetta hafi tæp 2%