Þjóðviljinn - 19.06.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.06.1975, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 19.júni 1975. DJOÐVUHNN MÁLGAGN SÓSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Hitstjórar: Kjartan Olafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjóii með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaðaprent h.f. FISKVEIÐILANDHELGI EFNAHAGSBANDALAGSINS? Þegar er alþingi hafði verið rekið heim brugðu ráðherrar fyrir sig betri fótunum, og fimm þeirra geistust af landi brott i skemmtiferðir. Allir hlupust þeir frá brýnum verkefnum en enginn þó i rikara mæli en sá sem lengst dvaldist erlendis, Matthias Bjarnason. Þegar hann fór höfðu stóru togararnir verið bundnir hátt á ann- an mánuð, gjaldeyristap þjóðarinnar var komið á annan miljarð króna og mörg hundruð manna höfðu misst atvinnu. Oft kann að vera ætlast til of mikils af ráð- herrum ef upp koma vandamál i þjóð- félaginu, en um hitt verður ekki deilt að Matthias Bjarnason hafði málefni stóru togaranna i hendi sér. Þeir eru keyptir fyrir almannafé, flestir þeirra eru reknir af sveitarfélögum sem stjórnarflokkarnir ráða yfir, þannig að hér var um að ræða vandamál sem sjávarútvegsráðherra hafði allar forsendur til að leysa án tafar. Lausnin átti að vera þeim mun auðveldari sem kröfur togarasjómanna voru þær ein- ar að þeir fengju hliðstæða hækkun á fastakaupi og um hafði verið samið við landverkafólk. En Matthias Bjarnason sinnti þvi engu þótt mikilvirkustu fram- leiðslutækin i sjávarútvegi væru bundin við landfestar, heldur undi i góðu yfirlæti suður i Evrópu. Þótt togarasjómenn hafi ekki veitt þvi athygli virðist Matthias Bjarnason vera kominn heim úr utanlandsför sinni, þvi i fyrradag birti Morgunblaðið við hann langt viðtal um sjávarútvegsmál. í þessu langa viðtali er þó ekki vikið einu orði að stöðvun stóru togaranna; ráðherranum verður ekki einusinni hugsað til þeirra þótt stöðvunin hafi staðið allmikið á þriðja mánuð. Honum er allt annað i huga. Meginboðskapur hans i viðtalinu er sá að búa i haginn fyrir frekari undanþágur handa útlendingum til veiða innan is- lenskrar landhelgi. ,,Það er skylda okk- ar”, segir ráðherrann orðrétt, „þegar þær þjóðir, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta hér við land, kunna að leita eftir samningum við okkur, að taka upp við- ræður við þær og ræða i fyllstu hreinskilni og gera mjög takmarkaða samninga, hvað snertir aflamagn, veiðisvæði og samningstíma.” Matthias Bjamason þótt- ist á sinum tima vera mjög andvigur undanþágusamningum þeim sem Ólafúr Jóhannesson gerði við breta. Þeir samningar höfðu þann meginkost að renna að fullu úr gildi i haust, en nú er það orðið hlutskipti Matthiasar Bjarnasonar að berjast fyrir þvi að þeir verði endur- nýjaðir. Og ráðherrann ætlar sér miklu meira; hann segir orðrétt um refsiaðgerð- ir Efnahagsbandalagsins og samningsrof: „Þvi tel ég, að ef samið verði við þjóðir um veiðiréttindi innan 200 milna, þá komi ekki til greina annað að semja við allar þessar þjóðir Efnahagsbandalagsins eða enga.” Það á semsé ekki aðeins að hleypa vestur-þjóðverjum inn i landhelgina i kjölfar b.reta, heldur veiðiskipum frá öll- um þjóðum bandalagsins, einnig þeim sem ekki geta einusinni talað um svo- kallaðan sögulegan rétt. Ekki er ljóst hvernig Matthias Bjarnason ætlar þá að komast hjá þvi að semja þannig við öll riki heims, nema Sjálfstæðisflokkurinn sé aft- ur farinn að hallast að þeirri 15 ára gömlu stefnu sinni að islendingar gangi i Efna- hagsbandalag Evrópu. Um þetta hefur Matthias Bjarnason verið að hugsa þann tima sem hann hefur ekki mátt vera að þvi að sinna málefnum stóru togaranna. 1 sama tölublaði Morg- unblaðsins birtast ummæli fjölmargra manna sem tengdir eru sjávarútvegi þess efnis að mikilvægustu fiskistofnar á ís- landsmiðum séu nú ýmist fullnýttir eða ofnýttir. Vandséð er hvernig sú alvarlega staðreynd samrýmist þeirri stefnu sjávarútvegsráðherrans að bjóða öllum rikjum Efnahagsbandalags Evrópu fisk- veiðilandhelgi okkar fala. En ef til vill er ætlun ráðherrans sú að islendingar dragi úr sinum eigin veiðum, eins og gerst hefur með stöðvun stóru togaranna hátt á þriðja mánuð, svo að hann hafi upp á einhvern afla að bjóða i samningum sinum við breta, vestur-þjóðverja og aðra þá út- lendinga „sem telja sig hafa hagsmuna að gæta hér við land”, svo að fiskveiðiland- helgi íslands verði i raun fiskveiðiland- helgi Efnahagsbandalagsins. —m Matthlas ráöherra. Að skipta þvi, sem ekki er til Boöskapur forsætisráöherra á þjóöhátiöardaginn var meöal annars sá, aö ekki sé hægt að skipta þvi, sem ekki er aflað. Sama dag segir Morgunblaðið i forystugrein að mestu máli skipti i sambandi viö útfærsluna i 200 milur aö tryggt verði aö verulegur samdráttur eigi sér stað i veiðum erlendra þjóða á fiskimiðunum umhverfis landið. ,,Á þeim grundvelli eigum við að vera reiðubúnir til samn- inga”, segir leiðarahöfundur. í viðtali við Matthias Bjarna- son 17. júní kemur fram það sjónarmið að nauðsynlegt sé að semja við þjóðir Efnahags- bandalagsins um stuttan aðlög- unartima veiöisv. og aflamagn, til þess að þær hætti að beita okkur efnahagsþvingunum. I Morgunblaðinu 17. júní kemur á hinn bóginn skýrt fram að fiski- fræðingar telja óhjákvæmilegt að draga verulega úr heildar- sókn Islenskra og erlendra veiðiskipa á fiskimiðin við land- ið. Það verður að hvila miðin að vissu marki til þess að við sjálf- ir getum vænst þess að veiðarn- ar aukist i samræmi við þarfir okkar siðar meir. Jafnframt kemur sú skoðun skýrt i ljós að islendingar séu fullfærir með þeim skipakosti sem þeir ráða til þess að nýta eins mikið af fiskistofnum við landið og skyn- samlegt má teljast. Þrátt fyrir þetta ætlar Matthias Bjarnason aö skipta þvl, sem ekki er til, með Islend- ingum og erlendum stórþjóðum. Enn sem fyrr ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að beygja sig fyrir þvingunum stórþjóðanna. Væri ekki stórmannlegra að hefja nú þegar áróðursherferö erlendis fyrir þeim sjónarmið- um að hið éina skynsamlega frá sjónarmiði alþjóðlegrar verka- skiptingar og verndunar fiski- stofna sé að islendingar sjái ein- ir um veiðar i fiskveiöilögsögu sinni. Og standa svo og falla með þessari skoðun, sem við is- lendingar erum væntanlega all- ir sammála um. Skáldið úthverfa og stjórnmála- söngurinn Það vantaði ekki að dagskrá útvarpsins að kvöldi þjóðhátiö- ardagsins væri nógu þjóðleg, en sjónvarpió klykkti út meó bandariskri gamanmynd af lé- legra taginu. Orðulausi Matthfas. í útvarpinu hlýddum við fyrst á orðulausan þjóðhátiðarfor- mann og ritstjóra Morgunblaðs- ins, þá á umræður ljóðagagn- rýnenda Morgunblaðsins og dagskrárstjóra útvarpsins um hið úthverfa skáld, sem ort hef- ur um þjóðhátlðaráriö i fyrra og loks á Guðmund Gislason Haga- lin, rithöfund og bókmennta- gagnrýnenda Morgunblaðsins. Það eina sem skorti á herleg- heitin var ef til vill aö fá ekki að heyra i framkvæmdastjóra þjóðhátiðarnefndar 1974. Vinstri menn hafa oft látið hið ágæta skáld á Morgunblaðinu gjalda ritstjóratitils sins og eins og fram kom hjá þvi I sjón- varpsviðtali um stjörnuspár á hann I mestu erfiðleikum með að koma hugverkum slnum á framfæri. Það stóð I striði að fá umræður um ljóðabók hans I sjónvarpinu og sjónvarpið hefur dregið úr hömlu aö taka leikrit eftir hann til sýningar. Það er tilhlölikunarefni að hið nýja útvarpsráð skuli sýna Matthiasi meiri skilning og af- ieiðingin hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að við eigum von á fleiri dagskrám með sönnum fulltrúum islenskrar menningar á næstunni. Menn hafa ef til vill ekki tekið eftir þvi að Morgunblaðsritstjór- inn benti I meöferð sinni á ljóð- um úr „Dagur ei meir” i út- varpinu á nýja og óllkt skemmtilegri leið til útvarps- lesturs úr forystugreinum dag blaðanna, en áður hefur tiðkast. 1 stað þess að láta útvarpsþuli þylja upp úr þeim á morgnana ætti skilyrðislaust að hverfa að ráði Matthlasar skálds. Við leggjum til að stofnuð verði hljómsveit á hverju blaði og rit- stjórarnir syngi eða lesi sjálfir upp úr forystugreinum á morgnana. Hugsið ykkur mun- inn að vakna við slfkan stjórn- málasöng. Hér á Þjóðviljanum eru að vísu dálftil vanhöld I spilakunn- áttu, en ritstj. eru raddmenn. Og i sunnudagsblaðinu fer fram gitarkennsla. Okkur er þvi ekk- ert að vanbúnaði ef útvarpsráð vill taka upp hina nýju linu Matthíasar. Frá Selfossi til Bifrastar í nýútkomnum Hlyn, blað: samvinnustarfsmanna, er birl forystugrein með þessari yfir skrift eftir formann Landssam bands samvinnustarfsmanna Reyni Ingibjartsson. Þar koma fram ýmis athyglisverö sjónar- mið, sem rétt er að vekja at- hygli á. Reynir ræðir fyrst um Selfossdeiluna og þær ályktanir sem af henni megi draga en seg- ir svo: „Það leiðir svo aftur hugann að þvi, hvers eðlis aðalfundir eins og Sambandsins eru nú á timum. Hvaða tilgangur er reyndar orðinn I þvi að stefna saman á annað hundrað for- vstumönnum i samvinnuhreyf- ingunni til að birta þeim nið- urstöðutölur, sem eru að verða hálfs árs gamlar og flytja skýrslur, sem einfaldast er fyrir menn að lesa og hefðu reyndar átt að hafa gert áöur, en til aðal- fundar kemur.” „Fundir eins og Búnaðarþing standa svo vikum skiptir, en þegar á I hlut hreyfing, sem veltir tugum milljarða, telur á fimmta tug þúsunda félags- manna og veitir a.m.k. fimm þúsund manns atvinnu, þá eiga tveir dagar að nægja. Að sjálf- sögðu vinnst enginn timi til að ræða stefnu og markmið sam- vinnuhreyfingarinnar og menn hafa nánast samviskubit af þvi að koma I pontu að eyða hinum dýrmæta tima, þótt stærstu mál séu á dagskrá og önnur komist ekki að. Það er ekki furða þótt einhvers staðar sjóði upp úr þegar tækifærin til að ræða innri mál samvinnuhreyfingarinnar eru helst I sölum Alþingis. Hér þarf mikil breyting að verða á. Allar skýrslur og reikn- ingar eiga að hafa borist fund- armönnum tímanlega fyrir aðalfund, svo tækifæri gefist til athugunar og athugasemda. Halda á þeirri reglu að taka eitthvert ákveðið mál fyrir á hverjum aðalfundi, en fjalla áð- ur um það i umræðuhópum og á aðalfundum i samvinnufélögun- um. A aðalfundi Sambandsins á svo að leggja megináherslu á umræður og starf i smærri hóp- um og gera slika fundi mun meir stefnumarkandi en nú er, svo þeir rlsi undir nafni sem æðsti ákvörðunarvettvangur Sambandsins og samvinnufé- laganna. Ef áfram heldur sem horfir, þá verður lýðræði i samvinnuhreyfingunni ekkert nema formið eitt.” EKH.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.