Þjóðviljinn - 19.06.1975, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19.júní 1975.
Hver er undirstaða góðs
fiskiðnaðar og hvernig
verður úr ágöllum bætt?
Um nauðsyn þess að forðast
mistök, sem —*-
" '----, vori
geta komið með góðan fisk úr
veiðiferð, að menn viti þetta og
tileinki sér það.Menn hafa komið
með skemmdan isfisk að landi
vegna ofkælingar á fiskilest. Það
sem skeður undir slikum kring-
umstæðum er þetta: Þegar isinn
hættir að bráðna vegna ofkæling-
ar á lestinni og isvatnsrennslið
sem leika þarf um fiskinn
slöðvast, þá verður kæling fisks-
ins ófullnægjandi og hann byrjar
fljótlega að súrna,sem er fyrsta
stig ýldu.Sá fiskur sem hlotið hef-
ur slika meðferð er algerlega ó-
hæfur til frystingar. Það er eins
með fiskkassana, þegar fiskur er
geymdur isvarinn i þeim, þá þarf
að ganga frá honum af kunnáttu
Allur fiskur sem geymdur er is-
varinn þarf að leggjast þannig að
kviðskurður fisksins visi niður,
þannig að öruggt sé að vatn geti
ekki safnast fyrir og fúlnað i kvið-
arholi fisksins.Þetta á jafnt við,
hvort sem isað er i kassa eða sti-
Islenskur fiskiðnaður og
vandi líðandi stundar
Undirstaða góðs fiskiðnaðar og
allrar vinnslu er: t fyrsta lagi,
gott, ósvikið og óskemmt hráefni
sem unnið er úr.l öðru lagi full-
komin þekking á hráefni og
vinnslu.l þriðja lagi góð vinnslu-
og vinnuaðstaða. t fjórða lagi
skipulags- og stjórnunarhæfileik-
ar þeirra manna, sem bera eiga
ábyrgð á hinum ýmsu þáttum
framleiðslunnar, allt frá veiðum,
veiðiaðferðum og allrar meðferð-
ar frá byrjun, þar til varan er
komin á markaðinn. Hér er um
talsvert flókið framleiðslukerfi að
ræða, svo flókið og margþætt, að
ef einn maður á að hafa alla þætt-
ina á valdi sinu fullkomlega, þá
útheimtir það langt nám, bæði
bóklegt og verklegt.En þó islenskt
nútimaþjóðfélag byggi að mest-
um hluta tilveru sina á fiskveið-
um og fiskiðnaði, þá hefur allt
fram á siðustu ár litið verið um
þessi mál hugsað af alþingi og
þeim rikisstjórnum sem setið
hafa hverju sinni.Allt þar til Fisk-
vinnsluskólinn var stofnaður, var
enginn skóli er kenndi fisk-
vinnsluaðferðir og meðferð á fiski
Fram að þeim tima bjargaðist
fiskframleiðsla okkar af, með þvi
að haldin voru námskeið sem
stóðu frá 2-3 vikum upp i þrjá
mánuði.Þegar á þessi námskeið
völdust menn með langa starfs-
reynslu og sjálfsnám að baki, þá
komu þau að miklu gagni, en fyrir
aðra voru þau að sjálfsögðu al-
gjörlega ófullnægjandi.Nú þegar
sú kynslóð er óðum að hverfa af
sjónarsviðinu sem um áratuga
skeið bar uppi okkar fiskiðnað,
þar sem maður kenndi manni og
vinnan var verknámsskóli, þá
verður okkur talsverður vandi á
höndum fram yfir það sem áður
var.Sökum aukinnar vélvæðingar
og siaukins hraða við veiðar og
vinnslu, þá er ekki sú verknáms-
aðstaða fyrir hendi sem áður var,
á meðan maður kenndi manni við
sjálfa vinnuna og þrautreyndir
kunnáttumenn þjálfuðu óvaninga
til starfa.Nú þurfa menn að koma
til starfa við fiskveiðar og fisk-
vinnslu með ákveðna lágmarks-
þekkingu strax i upphafi.Sé þessi
nauðsynlega lágmarksþekking
hins vegar ekki fyrir hendi, þá er
hætt við mistökum sem erfitt get-
ur orðið að lagfæra. Eldri skipstj.
okkar, bæði á vélbátum og tog-
urum, höfðu flestir gengið i gegn-
um strangan verknámsskóla um
alla meðferð á fiski og voru þvi
margir- miklir kunnáttumenn
orðnir á þvi sviði gegnum vinn-
una áður en þeir urðu yfirmenn á
skipum.Þessa staðreynd er nauð-
synlegt að hafa i hugaJVfikið getur
á þvi oltið hjá okkur sem fisk-
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^,
veiðiþjóð, að okkur takist að hag-
nýtatilfullnustu áunna reynslu og
samlaga hana nútimatækni.Þetta
hafa ýmsar aðrar þjóðir gert með
góðum árangri og þvi skyldum
við ekki geta gert það lika.
I þessu sambandi er það að minu
mati orðið mjög aðkallandi að
aukin verði fræðsla i Stýrimanna-
skólanum um alla meðferð á fiski
um borð i skipunumÞar álít ég að
leggja eigi grundvöllinn að þeirri
lágmarksþekkingu um meðferð
afla, sem hver einasti stýrimað-
ur og skipstjóri á fiskiskipi þarf
að hafa tileinkað sér áður en þeir
verða yfirmenn á skipum. Við
verðum að gera okkur það ljóst,
að vegna breyttra aðstæðna þarf
að kenna á skólabekk nú talsverð-
an hluta þess náms, sem menn
tileinkuðu sér áður i gegn um
störf á sjónum undir leiðsögn
kunnáttumanna.Þvi fyrr sem is-
lensk stjórnvöld átta sig á þessari
staðreynd þvi betra.Það er ekki
nóg að endurnýja fiskiskipaflot-
ann með glæsilegum farkostum,
sem hafa bestu skilyrði til þess að
koma með fyrsta flokks hráefni
að landi, nema jafnhliða sé séð
fyrir uppfræðslu yfirmanna skip-
anna um meðferð á fiskinum um
borð.
Kældar fiskilestar eru mikil
tæknileg framför við geymslu á
isvörðum fiski. Sérstaklega gerir
niðurkæling fiskilestar mikið
gagn að sumri til, þegar heitt er i
veðri og bráðnun issins getur orð-
ið of hröð.En menn mega ekki
gleyma þvi, að það er isinn en
ekki loftkæling lestarinnar sem
hefur það hlutverk að kæla fisk-
inn og halda honum köldum yfir
veiðiferðina.Kælingunni i lestinni
er hinsvegar ætlað það hlutverk
að halda jöfnu hitastigi á lofthita
lestarinnar, þannig að isinn
bráðni örugglega og hæfilega
hrattÞað er bráðnun issins og is-
vatnið sem þá leikur um fiskinn,
sem kælir best og öruggast.Það er
algert grundvallaratriði til að
ur.Þegar Isað er i kassa þá verður
að varast, að fiskur sé nokkurn
tima upp fyrir efri brún kassans,
þannig að næsti kassi, sem kemur
ofan á geti valdið þrýstingi á fisk-
inn.Sé þessa ekki gætt veldur það
samskonar súrnun og skemmd-
um á fiski og þegar fisklag er of
þykkt i stium.Menn ættu aldrei að
setja meira en 58 kg.af fiski i 90
litra fiskikassa miðað við viku
útivist JRúmmál kassans, sem þar
er framyfir, verður að fyllast af is
á eftirfarandi hátt: I botn kassans
setjist40% af isnum, 30% i miðjan
kassa og 30% ofan á fiskinum i
kassanum.
Höfuðgildi við notkun fiski-
kassa er, að á þann hátt er auð-
velt að verja fiskinn fyrir höggum
og hnjaski, frá þvi hann er veidd-
ur þar til hann er unninn.Hinsveg-
ar vil ég benda þeim á sem nota
fiskikassa og vilja ná fullkomnum
árangri i fiskgæðum, að gæta
mjög vel , við notkun kassanna,
allra þeirra atriða, sem ég hef
sérstaklega bent á hér að framan
Gallaður íslenskur
fiskur á Bandaríkja-
markaði og vandi
sem því fylgir
Þegar mistök eru gerð innan
okkar fiskframleiðslukerfis hvort
sem það er á sjó eða landi og
hvort sem þau mistök verða rakin
til vanrækslu eða vankunnáttu i
Framhald á bls. io.
Veggurinn ósýnilegi
Um siðustu helgi var i
hljóðvarpinu þáttur um frétta-
menn og fjölmiðla, þar sem
nokkrir fréttamenn hljóðvarps-
ins ræddu við nokkra frétla-
menn útvarpsins um störf
þeirra og hugmyndir um það
hvernig islenskir fréttameim
ættu aðstarfa.Þessi þáttur vai
sjálfu sér ósköp saklaus og ,
honum kom ekkert nýtt fram.
en þar kom enn einu sinni fram
spurningin um það hvers vegna
islenskir fréttamenn færu ekki
ofan i saumana á vafasömum
málum sem aðeins er ymprað á
i fjölmiðlum.
Þessi spurning er ekki ný hér
á landi, og það er i sjálfu sér
ekki nema eðlilegt að hún komi
fram öðru hvoru, vegna þess, að
oft er vakið máls á einhverju
misjöfnu i fjölmiðlum en svo er
alltaf eins og detti botninn úr
öllu saman, sérstaklega ef
málið litur út fyrir að vera stór-
hneyksli eða stórsvindl ein-
hverra sem aðstöðu hafa til
slikra hluta.Og þá er ailtaf spurt
hvers vegna hætta blöðin alltaf i
miðjum kliðum?
Svarið hjá mörgum, sem
slegið hafa utan um sig ein-
hverri hlutleysisskikkju er að
blöð á Islandi séu ekki óháð, til-
heyri ekki hinni svokölluðu
frjálsu pressu og þvi séu það
alltaf einhverjir sem taki i
taumana og stöðvi blaðamenn i
að kafa til botns i vondum mál-
um.
Ekki veit ég hvernig það er á
öðrum blöðum, en eftir nokk-
urra ára reynslu mina sem
fréttamaður á Þjóðviljanum,
hef ég aldrei fengið skipun um
að hætta við eitt eða neitt, hafi
ég lent i þvi að grafa upp eitt-
hvert stórmál i þá veru sem á
undan er talað um,og það hefur
nokkrum sinnum komið fyrir að
ég hef farið af stað með slikt.
En það er annað sem gerist
þegar maður er kominn af stað
með eittnvert mál, sem virðist
ætla að benda á stórsvindl eða
svik.Það er veggurinn ósýnilegi
sem maöur rekst á hjá hinu
opinbera i hvert einasta skipti.
Bak við þennan vegg leynist
margt sem ekki þolir að sjá
dagsins ljós.
Þessi veggur hefur risið gegn
manni mjög oft, svo oft að ég
hygg að flestir sem starfað hafa
um árabil i fréttamennsku
fyllist vonleysi ef þeir fá i
hendur eitthvert mál úr þeim
málaflokki sem á undan er lýst.
Skal ég i þessu sambandi nefna
nokkur dæmi máli minu til
sönnunar, dæmi sem ég hef
sjálfur lent i.
Fyrir tæpu ári kom til lands-
ins islenskur maður sem verið
hafði leiðsögumaður suður á
Spáni.t blaðaviðtali lýsir hann
þvi yfir að margir islendingar
eigi ibúðir og aðrar fasteignir
þar syðra .Og um likt leyti finnur
skattalögreglan plagg sem
sannar að islenskur maður á
ibúð á Spáni.
Þrátt fyrir samtöl við ráðu-
neytisstjóra allra þeirra ráðu-
neyta sem málið kemur við
fengust engin svör, þau vissu
ekki neitt. Þar næst er gerð
málamynda-rannsókn með þvi
að skrifa spönskum yfirvöldum
og spurst fyrir um málið.Svar
kom á þá leið að ef islensk yfir-
völd gætu bent á ákveðið dæmi
gætu spönsk aðstoðað. Þjóðvilj-
inn hafði nafnalista yfir menn
sem sagt var að ættu íbúðir á
Spáni.Það vissu islensk yfirvöld
Enginn bað urc þennan lista til
að láta kanna sannleiksgildi
hans og nákvæmlega ekkert
meira var gert i málinu.Það var
alveg sama hver var spurður,
enginn vissi neitt og enginn vildi
vita neitt hjá islenskum yfir-
völdum. Málíð lognaðist útaf,
þrátt fyrir það að þarna var
sennilega um að ræða einhver
mestu gjaldeyrissvik sem um
getur i Islandssögunni. Menn
vildu ekki koma upp um þá stór-
laxa sem þarna áttu hlut að
máli, veggurinn ósýnilegi var
þarna óyfirstiganlegur hjá is-
lensku fréttamönnunum.
Annað ljóst dæmi er að sjó-
menn fullyrtu margir hverjir að
loðnumjöl hefði verið selt á mun
hærra verði úr landi en gefið var
upp.íslensk yfirvöld voru spurð,
þau könnuðust ekkert við málið
Ætluðu þau að láta kanna það?
Nei, það er enginn ástæða til
þess. Hvaðan fengu þau upp-
lýsingar um loðnumjölsverðið?
Frá loðnumjölsseljendum á ts-
-landi var svarið. Sem sagt frá
mönnum sem grunaðir voru um
að selja mjölið hærra en þeir
gáfu upp.Og þar við sat.
Eitt mál enn má nefna, sem
Olfar Þormóðsson blm. á
Þjóðviljanum kom með, undir-
borðsgreiðslur fiskkaupenda til
útgerðarmanna. Enginn annar
fjölmiðill tók þetta mál upp,
enda þótt sannanir væru til i
þessu máli.Enginn opinber aðili
tók málið upp, þrátt fyrir það
að stjórnarþingmaður talaði um
það niður i þingi að þetta væri
rétt og satt hjá Þjóðviljanum
Málið var svæft með aðgerðar-
leysi yfirvalda. Ósýnilegi
veggurinn varð enn á vegi
manna.
Mörg fleiri dæmi væri hægt
að taka sem sanna að þessi
veggur er settur fyrir framan
hvern þann sem ætlar að kafa
niður i mál sem snerta peninga-
mafinuna á íslandi.Upplýsinga-
skylda stjórnvalda er engin hér
á landi og i skjóli áhugaleysis,
málþófs og vörpunar málum frá
einum aðilanum til annars eru
slik mál svæfð á Islandi ef ein-
hver stórlaxinn á i hlut.
Ef hinsvegar smáþjófur
stelur þúsundkalli er hann
handtekinn, settur i gæsluvarð
hald og siðar dæmdur. Blöðum
er gefin upp nákvæm lýsing á
þvi hvernig hann fór að þvi að
stela þúsundkallinum.Siðan eru
skrifaðar greinar og haldnir
sérstakir útvarpsþættir um
hættuna sem þjóðfélaginu staf-
ar af þeim sem stelur þúsund-
kallinum og kannski tekur einn
af þeim sem stelur miljónum
á mánuði þátt i hneykslisum-
ræðunum eða skrifunum um
hættuna sem þjóðfélaginu
stafar af þúsundkallaþjófnum..
Og meðan þetta er svona þarf
menn með betri starfsaðstöðu
en islenskir fréttamenn hafa til
að upplýsa stórhneyksli á ts-
landi. Sdór