Þjóðviljinn - 25.06.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. júni 1975.
Má stela með
augunum! ?
Ég sá það i Visi fyrir helgina,
að maður nokkur skýrði frá þvi,
að hann hafi séð smáþjófa að
verki við bila, sem lagt hafði ver-
ið við Laugardalsvöllinn og kom
sá lögreglunni á sporið.
En hvað skyldi maðurinn hafa
verið að gera, sá sem sá þjófana?
Jú, hann var að stelast til þess að
horfa á knattspyrnuleik á
Laugardalsvellinum, endur-
gjaldslaust. Notaði hann til þess
kiki, en horföi á leikinn úr húsi
nálægt vellinum.
Nú er mér sú spurn efst i huga,
hvort þessi áhorfandi að leiknum,
sem ekki borgaði sig inn, er ekki
þjófur likt og þeir, sem hann sá i
kikinum? Er sá þjófnaður, að
stela með augum eitthvað lægra
skrifaður sem afbrot, en sá að
stela með höndunum? Báðir aðil-
ar voru að fremja nokkuð sem
þeir máttu ekki, það má ekki
horfa á knattleik nema að greiða
fyrir það, og að sjálfsögðu má
ekki heldur stela úr bilum manna.
betta er i það minnsta það sem
ég held að sé rétt.
En nú langar mig samt sem áð-
ur að vera alveg viss, og vil þvi
biðja bæjarpóst að koma eftirfar-
andi spurningu á framfæri við
stjórnendur Laugardalsvallar og j
eða framkvæmdastjórna knatt-
ipyrnufélaganna: Má virkilega
horfa á knattspyrnuleiki endur-
gjaldslaust i gegn um sjóngler?
Með þökk fyrir birtinguna,
sjóntækjasaii, sem vill kynna sér
markaðshorfur fyrir sjóngler og
tæki i húsum sem liggja að Laug-
ardalsvellinum, og er tilbúinn að
senda sölumenn sina i þau hús, að
kynna sér horfurnar, brjóti notk-
un þeirra ekki i bága við lög og
siðgæði.
Göngubrautir í
Breiðholti
Halldór i Asparfelli bað bæjar-
póst að koma eftirfarandi á fram-
færi:
Að baki Norðurfells, Asparfells
og Vesturbergs eru gangbrautir.
A þessum gangbrautum leika sér
daglega hundruð barna. Þessar
gangbrautir hafa i rikara mæli
verið undirlagðar af vélhjóla-
mönnum. Skapast af þessu gifur-
leg slysahætta. Eru það tilmæli
Halldórs, að borgaryfirvöld og
lögregla blandi sér i málið og úti-
loki algjörlega vélhjólaakstur á
gangbrautunum áður en fleiri
slys hljótast af, en þegar er orðið.
bá minnti Halldór á, að gegn
Fellaskóla við Norðurfell, handan
götunnar, er strætisvagnastoppi-
stöð. Mikii umferð er um Norður-
fell, bæði gangandi fólks og bila.
Yfir Norðurfell hefur verið merkt
sebrabraut fyrir gangandi veg-
farendur að komast eftir yfir göt-
una, en ekkert annað er þar til
þess að auðvelda yfirferð. Þegar
skólar byrja i haust eykst umferð
þvert yfir Norðurfell til muna, og
hvetur Halldór til þess, að þegar i
stað verði bætt hér úr og sett
gönguljós til þess að veita hinum
gangandi öryggi fyrir akandi um-
ferð. Segist hann hafa horft á 3
siys á gangandi fólki á þessum
stað, en slysahættan eykst að
sjálfsögðu þegar skólar byrja og
dagsbirta dvin.
Sjúkraliðaskóli
á vegum heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins tekur til starfa 1. október
næstkomandi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi i ráðu--
neytinu. Umsóknarfrestur er til 31. júli.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
23. júni 1975.
HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR
BARONSSTIG 47
Hjúkrunarkonur
óskast að Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
Einnig vantar sjúkraliða i afleysingar i
heimahjúkrun i ágúst.
Upplýsingar veitir forstöðukona i sima
22400.
® ÚTBOÐ
Tilboð óskast frá innlendum framleiðendum i smíði götu-
Ijósastólpa úr stálplpum.
(Jtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
gegn 2.000.- króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15. júll nk.
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Sautjándi júní
sjötíu og fimm
— Ég veit ekki hvers vegna
mig langar allt í einu
að kristófera og matthímasa
— kannske vegna kvæðalesturs
í útvarpi — eða vegna
birki-ilmsins úr hrauninu
— eða dagsins í dag —
Þið vitið ef til vill ekki hvað er
að kristófera og matthímasa?
I sveitinni í gamla daga
sá hann steinn litli
kristófer tilla sér á tá,
syngja og hlæja hátt,
og þótt steini ætti ekki
mórauð föt og birkilurk,
var hann alltaf að kristófera
og gekk vel — því hann var
ómengaður íslendingur líka.
En að matthímasa
Það getum við ansi mörg
— Það er líka að tilla sér á tá
halda hátíð og hafa hátt —
samt öðruvísi-auðveldara,
maður yrkir eitthvað
á yf irborðsíslensku — í útlöndum
útlistar síðan fyrir alþjóð
i öllum fjölmiðlum
hverslags óskabarn maður er
En
Ef allir hætta að kristófera
og allir fara að matthímasa
yrði þá ekki, ,,dagur ei meir"
á íslandi til eilífðar
— eða ef allir hætta að matthímasa
og allir fara að kristófera
getum við þá orðið þjóða þjóð
um þúsund ár — í alvöru?
e.
Eftirmáli:
Hvaða auli sem er
getur útatað
saklausar síður
snjóhvítra blaða
með innihaldslausum
útjöskuðum orðum.
Barið sér á brjóst
básúnað út yfir
land og lýð:
Sjáið skáldið
sko, hér er ég
og tala íslensku
ennþá — og þó
— Fjallaskáld
f yrirgef ið
flóninu. —
Ný málpípa
afturhaldsins
í laimamálum
Gunnar Tómasson, hagfr. og
starfsm. Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, auglýsir dæmalausa fáfræði
sina I Morgunblaðsgrein á þjóð-
hátíðardegi. Ljóst er, að ritstjór-
unum finnst bragð að þessum
nýja liðsmanni, þvi að allt les-
málið er prentað feitu letri. Látið
er að þvi liggja að G.T. túlki við-
horf yfirmanna sinna vestra. 1
inngangi segir, að greinin þurfi
,,ekki nauðsynlega að flytja
skoðanir Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins”, m.ö.o. að hún geti gert það
og geti ekki. Þetta er litill greiði
við sérfræðinga sjóðsins, sem
tæplega myndu fást til að skrifa
undir firrur höfundar.
G.T. byrjar á þvi að átelja
kjarabætur vinstri stjórnarinnar i
upphafi starfstima hennar til
handa verkamönnum, eldra fólki
og öryrkjum. Að hans dómi voru
þessar kjarabætur frumorsök
efnahagsvandans f dag. Hann
gleymir því, að verðbólga óx með
si-auknum þunga á seinni árum
viöreisnarstjórnarinnar. Verð-
bólgunni hafði verið haldið niðri
um langt skeið með gervi-ráðstöf-
unum, lögboðinni frystingu
kaupgjalds og verðlags, sem má
likja við að stöðva árstraum með
stíflu. Verðbólgan hlóðst upp og
var að sprengja efnahaginn, þeg-
ar vinstri stjórnin tók við. Ein-
mitt þessir erfiðleikar bæði laun-
þega og atvinnuveganna ollu
ósigri viðreisnarstjórnarinnar i
kosningunum 1971. Það var
siðferðileg skylda hins nýja
meirihluta á Alþingi að rétta við
hag hinna verst settu. Annað var
óverjandi
Það er að sjálfsögðu alrangt hjá
G.T., að engar gagnráðstafanir
hafi verið gerðar. Annars vegar
voru hækkaðir skattar á launþeg-
um, einkum hærri tekjuflokkun-
um. Hins vegar voru lögfest
ákvæði um fyrningu og flýtifyrn-
ingu, sem léttu byrðar atvinnu-
veganna. Nær sanni væri að
segja, að of langt hafi verið
gengið I þessa átt af þáverandi
fjármálaráðherra. Siðan hafa
fyrirtæki landsins verið nálega
skattfrjáls, og er algengast að
gróði þeirra færist nú að 9/10
hlutum sem alls konar afskriftir,
en að 1/10 hluta sem skattskyldar
tekjur.
En G.T. gleymir fleiru. Hann
man bókstaflega ekkert, sem
máli skipti frá þessu timabili.
Hann man ekki einu sinni Vest-
mannaeyjagosið. Hvernig var
það gifurlega tjón greitt? Dr. J.
Nordal hefir upplýst, að það hafi
veriðgert með útgáfu nýrra seðla
i umferð, er nam 5-6 miljörðum
króna. Sú fúlga gerði mögulega
útlána-aukningu bankakerfisins
allt að 10 sinnum hærri. Telur
G.T. hagfræðingur, að ekkert
samband sé milli peningavelt-
unnar i landinu og verðlagsins?
E.t.v. er þarna að finna skýring-
una á óðaverðbólgunni 1973-74.
Málið krefst könnunar af hendi
hæfra manna, ekki þeirra, sem
sjáandi sjá ekki. Rétt er að taka
fram, að enginn ágreiningur var
milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu um ráðstafanir vegna Vest-
mannaeyjagoss.
Engan skyldi undra eftir það,
sem að ofan segir, þó að G.T. hæli
vinstri stjórninni fyrir einu mis-
tökin, sem henni urðu á, þ.e.
gengislækkunina, sem hann
kveður hafa „sýnt skilning á
erfiöri fjárhagsstöðu útvegsins”.
Með þessu vill hann sjálfsagt
undirstrika, að hann sé alger rétt-
linumaður á mælikvarða Morg-
unblaðsins: Hann stendur ekki
aðeins með atvinnurekendum
gegn launþegum, heldur einnig
með skuldakóngum gegn spari-
fjáreigendum. Sannleikurinn er
sá, að gengislækkun i tið vinstri
stjórnar leysti engan vanda frem-
ur en fyrr. Hins vegar verður hún
að skrifast á reikning Hannibals
Valdemarssonar, sem beitti sér
fyrir henni með stuðningi Björns
Jónssonar, forseta ASI. Þetta var
siöasta glappaskot Hannibals,
þess hvirfilvinds islenskra stjórn-
mála, hans pólitisku elliglöp.
Ötal fleiri atriði i grein G.T.
þarfnast leiðréttingar, en greinin
hreinlega verðskuldar ekki itar-
legri meðferð. Höf. hvorki þekkir
til islenskra stjórnmála eða efna-
hagsmála né skilur þau. Slikir
herrar gera þjóðsinni meira gagn
með þögninni en blaðrinu. b.B.
32 sólarhringa í geimnum:
Geimferðamet sovétmanna
Moskvu 23/6 reuter — Sovésku
geimfararnir tveir um borð I
geimstöðinni Saljut, Pjotr Kiimuk
og Vitaly Sevastianof, höfðu I
morgun dvaliö lengur úti I geimn-
um en nokkrir aðrir sovcskir
geimfarar til þessa, tæpa þrjátiu
sólarhringa.
Þar með slógu þeir met tveggja
landa sinna sem dvöldu i geim-
stöðinni 29 og hálfan sólarhring i
janúar og febrúar á þessu ári.
Nú eru aðeins þrjár vikur þar
til ætlunin er að tengja saman
sovéskt og bandariskt geimfar úti
i geimnum. Fréttamenn og sér-
fræðingar brjóta nú heilann um
hvort mennirnir um borð i Saljut
verði látnir lenda áður en af þvi
verður eða hvort sovétmenn
^ygSjsst slá met bandarikja-
manna i lengd dvalar úti i geimn-
um en það er 84 dagar.
Sovésk dagblöð minntust ekki
aukateknu orði á metið og Tass-
fréttastofan ekki heldur i daglegri
frásögn sinni af geimferðinni.