Þjóðviljinn - 25.06.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.06.1975, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 25. júni 1975. Munið Alþýðubandalagsferðina sunnudaginn 6. júlí Opið til kl. 9 í kvöld, sími 28655. Tekið á móti pöntunum og miðar afhentir. AMIN: Hvikar hvergi London 24/6 reuter — Forseti Uganda, Idi Amin hershöfðingi, sendi Elisabetu bretadrottningu orðsendingu i dag þar sem hann segir að skapsmunir sendiboða hennar hafi orðið til þess að för hans til Uganda bar engan árang- ur. Sendimaðurinn, sir Chandos Blair herforingi, fór á fund Amins, sem er gamall vopna- bróðir hans i þeim tilgangi að fá þennan duttlungafulla einræðis- herra til að ógilda dauðadóm yfir breska rithöfundinum Denis Hills. Hafði hann ekki annað upp úr krafsinu en að aftökunni yrði frestað til 4. júli nk. en þá verður hún framkvæmd nema James Callaghan utanrikisráðherra breta komi sjálfur til Uganda til að ræða við Amin. Eftir fundinn með Blair i gær ásakaði Amin hann um að hafa verið drukkinn. Blair neitaði þvi og fréttamenn taka i sama streng; hann hafi hins vegar verið hvitur i framan af bræði er hann fór af fundi Amins. Ley ndarskj al Republica talið falsað Paris 24/6 Reuter — Formaður franska sósialistaflokksins, Francois Mitterrand, lét i dag i ljós efa um sannleiksgildi skjals sem Parisarútgáfa portúgalska blaðsins Republica birti i gær. Skjal þetta á að vera komið frá Kreml og var merkt sem hemaðarleyndarmál. t þvl voru ráöleggingar frá Kremlarbænd- um til vestur-evrópskra kommúnistaflokka um að ráðast á blöð sem væru andvig kommúnistum, læða sinum mönnum inn i stjórnarstofnanir og „útrýma” herforingjum. Skjalið birtist i franska blaðinu le Qoutidien de Paris en ritstjórn þess bauðst til að birta efni frá ritstjóm Republica meðan hún er útilokuð frá skrifstofum blaðs sins. Mitterrand sagði við frétta- menn að hann tryði þvi ekki að sovésk leyndarskjöl fæm á slikt flakk. — Ég hneigist til að trúa. þvi að þetta skjal eigi sér enga stoð i veruleikanum, sagði hann, hlutirnir gerast ekki svona bætti hann við. Málgagn franskra kommúnista, I’Humanité, réðst i dagá portúgalska sósialista fyrir að reyna að hafa áhrif á skoðana- myndun frakka. — Að þessu sinni skutu þeir yfir markið, sagði blaðið. — Þeir hafa verið staðnir að verki við að dreifa fölsuðum skjölum. Kvennaráðstefna SÞ: Langar og þreytandi áróðursrœður Mexico City 24/6 ntb — Sovéski geimfarinn Valentína Tséreskova bar fram þá tillögu á kvenna- ráðstefnu SÞ í dag að ráðstefnan ályktaði um stöðvun vopnakapp- hlaupsins ogaðallar þjóð- ir drægju úr útgjöldum sínum til hermála. Slík álykfun væri mikilvægt framlag til lausnar vandamálum kvenna um allan heim. Aðrir ráðstefnufulltrúar voru ekki sammála um svo einfalda lausn. Fulltrúi Júgóslaviu kvað stjórn sina vera andviga svo- nefndri „feministahreyfingu” þar sem hún legði málin ekki rétt upp. — Konur verða að sameinast hinni vinnandi stétt i baráttu fyrir félagslegum fram- förum, sagði fulltrúi Júgó- slaviu, Vida Tomuic. Annars eru fulltrúar margir hverjir orðnir langþreyttir á löngum áróðursræðum sem oft snerta jafnréttismálin harla litið. Það vakti þvi kátinu er fulltrúi kinverja sagði að henni fyndist hún hvergi njóta jafn- réttis nema i sinu heimalandi. — 1 öllum öðrum löndum sem ég hef heimsótt hefur fólk miklu meiri áhuga fyrir manninum minum en mér, sagði hún. Fulltrúar kvennahreyfingar Puerto Rico ásökuðu á blaða- mannafundi i dag Bandarikin um að nota púertórikanskar konur sem tilraunadýr við framþróun aðferða við getn- aðarvarnir. Héldu þeir þvi fram að á undanförnum árum hefðu 340 þúsund púertóriskar konur verið gerðar ófrjóar i herferð sem kostuð væri af Bandarikj- unum og öðrum rikjum. Þessi mynd er tekin i Kaupmannahöfn siðastliðinn iaugardag en þá fóru kynvillingar af báðum kynjum í kröfugöngu til að leggja áherslu á kröfur sinar um jafnrétti á við réttkynjaða og einnig til að minnast merks áfanga sem félagar þeirra i Bandarikjunum unnu fyrir sex ár- um er þeir hrundu af höndum sér árásum lögreglu á klúbba sem þeir sóttu. Göngunni lauk i Fælledparken þar sem haldnar voru ræður og sungnir baráttusöngvar. COMECON: Ræðir 5 ára áætlun Búdapest 24/6 Reuter. í dag hófu fulltrúar Comecon-rikjanna viðraiður i Búdapest en þær snú- ast um cfnahagssamvinnu land- anna innan ramma næstu fimm ára áætlunar en hún spannar árin 1976-80. Innan Comecon eru nú niu riki: Sovétrikin, Pólland, Þýska alþýðulýðveldið, Tekkóslóvakia, Ungver jala nd , Búlgaria, Rúmenia, Mongólia og Kúba. 011 rikin sendu valdamikla ráðherra á fundinn nema Kúba sem sendi aöstoðarráðherra. Búist er við að umræður um orku og hráefni verði efst á baugi á fundinum. Sovétmenn hækkuðu verð á oliu sem þeir seldu til ann- arra Comeconrikja um 130% i janúar sl. Við þessa hækkun versnuðu viðskiptakjör margra aðildarlandanna mjög, þvi verðhækkun á fullunnum iðnaðarvörum og landbúnaðar- vörum sem sovétmenn kaupa af hinum rikjunum var óveruleg miðað við oliuhækkunina. Einnig má gera ráð fyrir að rúmenar viðri þá kröfu sina að hinum snauðari rikjum bandalagsins verði leyft að hraða iðnþróun sinni i sama mæli og t.d. Tékkóslóvakia og Þýska alþýðu- lýðveldið gera. PORTÚGAL: Allt með kyrrum kjörum Lissabon 24/6 Reuter. — Allt var i ró og spekt i Portúgal i dag eftir að mikil spenna hafði rikt i stjórnmáium landsins I rúma viku. Ástæðan var fyrst og fremst sú að svo til allir leiðtogar hersins og flokkanna voru i Mósambik vegna iýðveldisstofnunar þar i landi. Fréttabréf Herjahreyfingar- innar, MFA, sem gefið er út hálfsmánaðarlega fagnaði i dag upplausn portúgalska heimsveld- isins og sagði að hún ásamt frábærum sigrum i Vietnam, Kambodju og Laos væru hluti af öflugri byltingarhreyfingu i heiminum. Framsókn hreyfing- arinnar ,,er trygging fyrir þvi að endanleg úrslit heimsátakanna verða fullkominn sigur sóslalism- ans”. Fulltrúi Portúgalsstjórnar i Angóla, Antonio Silva Cardoso hershöfðingja, sagði i dag að bar- dagar hefðu brotist út að nýju i Luanda, höfuðborg Angóla, milli frelsishreyfinganna. Sakaði hann hreyfingarnar um að brjóta gegn þvi samkomulagi sem leiðtogar þeirra hafa náð i Kenýa. Útvarpið I Luanda greindi hins vegar ekki frá neinum vopnaviðskiptum i daglegri útsendingu þess til Lissabon og engin opinber yfir- lýsing hefur verið gefin út um slik átök. erlend Árangursrikur vasaþjófnaður London 24/6 reuter — íranskur ferðamaður i London varð i dag fornarlamb vasaþjófa sem höfðu af honum meira fé en vitað er til að slikir náungar hafði haft upp úr einum þjófnaði til þessa. Iraninn stóð á brautarpalli neðanjarðarstöðvarinnar á Piccadilly Circus er tveir náung- ar komu aðvifandi. Annar ýtti við honum meðan hinn fiskaði jafn- virði sjö þúsund sterlingspunda (tæplega 2.5 miljónir isl. kr.) upp úr vösum hans. traninn slóst við þjófana og fékk liðsstyrk tveggja vina sinna en þjofarnir komust á brott með fenginn. Talsmaður lögreglunnar sagði er hann frétti af þessu: — Þrjótarnir hafa eflaust orðið steinhissa þvi venjulega hafa þeir ekki nema um 20 pund af hverjum manni. Samningur um bann við veðurhernaði Washington 24/6 ntb — Bandarik- in og Sovétrikin hafa komist að samkomulagi um að raska ekki hlutleysi veðurguðanna ef til átaka kæmi milli rikjanna. Rikin hafa komið sér saman um höfuðatriðin i samningi um að beita ekki veðurfarsbreytingum sem vopni i hugsanlegum átök- um. Er talið að leiðtogar rikj- anna, F'ord og Brésjnef, muni undirrita samninginn á fundi sem halda á i Washington i haust. Embættismennirnir sem þátt tóku i umræðum um samninginn segja að ekki hafi verið erfitt að komast að samkomulagi um þetta atriði þar sem báðum aðil- um séu ljósar þær ógnvænlegu af- leiðingar sem veðurhernaður gæti haft i för með sér. Aftur barist í Líbanon Beirut 24/5 reuter — Skotbardag- ar hófust aftur i úthverfum Beirut i Libanon i dag eftir að vopnahléð milli falangista og palestinu- araba hafði verið virt i þrjár vik- ur. Ekki er vitað hvernig átökin hófust en liklegt þykir að þau hafi byrjað með smáskærum, jafnvel slagsmálum út af kvenmanni. Andrúmsloftið i borginni er svo hlaðið spennu að þar má ekkert út af bera. Eingöngu falangistar áttu hlut að máli i átökunum en þau kostuðu 2 menn lifið og 16 særðust. Rashid Karami sem Suleiman forseti fól að mynda rikisstjórn fyrir fjórum vikum reynir enn að koma saman starfshæfri stjórn en miðarlitið. Eftir að átökin hófust i dag mættu leiðtogar hinna ýmsu hagsmuna- og trúarhópa á fund Karamis til þess að finna leiðir til að stöðva þau. Meðan Karami reynir, annast átta manna ráðunéyti undir stjorn 83 ára her- foringja á eftirlaunum dagleg stjdrnarstörf. Spánn: Aðgerðir gegn kommúnistum hertar? Madrid 24/6 reuter ntb — Spænska stjórnin skýrði frá þvi i dag að hún myndi herða enn að- gerðir sinar og eftirlit með starf- semi kommúnista i landinu. Þetta kom fram i ræðu sem Carlos Arias Navarro forsætis- ráðherra hélt i þingi Spánar i dag. Þar sagði hann ma. að hann áliti landflótta kommúnista stærstu hindrunina i vegi þróunar stjórnarhátta i landinu frá ein- veldi til konungdóms. Hann réðst ennfremur á aðrar andófs- hreyfingar þeirra á meðal ETA, frelsishreyfingu baska. Fréttamenn lita svo á að með þessum ummælum hafi Arias verið að róa æstustu hægri-öfl landsins en þeim finnst nú mjög að sér þrengt eftir velgengni kommúnista i nágrannalöndun- um Portúgal og Italiu. Létu margir fréttamenn i ljós ugg um að ræðan boðaði auknar lögreglu- aðgerðir gegn kommúnistum, verkalýðshreyfingunni sem er bönnuð og samtökunum Junta Democratico sem eru breiðfylk- ing fjölmargra andfasiskra hreyfinga og flokka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.