Þjóðviljinn - 25.06.1975, Síða 3
Miðvikudagur 25. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hvort hefur forgang hjá varnarmáladeild?
Hagsmunir hersins eða
allra suðumesjamanna?
Frá fundi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum með
deildarstj. varnarmáladeildar um hœttu á vatnsbólamengun
t fyrradag efndi varnarmála-
deild utanrikisráöuneytisins til
fundar með s veitarstjórnar-
mönnum á Suðurnesjum og var
þar rætt um áhyggjur þeirra af
hugsanlegri mengun vatnsbóla
vegna vanhirðu um meðferð oliu
á Keflavikurflugvelli fyrr og nú.
Þetta hefur verið áhyggjuefni
Suðurnesjamanna i mörg ár, en
þrátt fyrir miklar bréfaskriftir og
þrýsting á ráðamenn hefur litiö
gengið að fá gerðar nauðsynlegar
rannsóknir á þvi hve mengun
grunnvatnskerfisins er á háu
stigi, þannig að sveitarstjórnar-
menn geti tekið ákvarðanir um
nauðsynlegar ákvarðanir til úr-
bóta.
A fundinum i utanrikisráðu-
neytinu i fyrradag voru til staðar
sveitarstjórnarmenn frá Höfnum,
Miðneshreppi, Garði, Keflavik og
N jarðvikum .Páll Asgeir
Tryggvason skýrði sjónarmið
varnarmáladeildar og Vilhjálm-
ur Jónsson, forstjóri, var á
fundinum sem fulltrúi Oliufélags-
ins hf., sem hefur umsjón með
oliubirgðum Bandarikjahers á
Keflavikurflugvelli.
Hagsmunir hersins
túlkaðir
Oddbergur Eiriksson, sveitar-
stjórnarmaður i Njarðvikum,
tjáði blaðinu að á fundinum hefði
Páll Asgeir Tryggvason lesið upp
langa skýrslu frá bandarískum
sérfræðingum, þar sem það álit
hefði komið fram, að allt væri i
stakasta lagi I sambandi við tæki
og oliumeðferð á vellinum og lítil
hætta á oliumengun jarðvegs. f
umræðunum hefði brátt komið i
ljós að fundurinn skiptist i tvö
horn: Annarsvegar hefðu sveitar-
stjórnarmennirnir verið á einu
máli um að bandarisku upp-
lýsingunum væri ekki treystandi
og þörf væri umfangsmikilla
rannsókna og aðgerða i sambandi
við vatnsból Suðurnesja, og hins-
vegar hefði Páll Asgeir komið
fram sem eindreginn málsvari
hersins og hagsmuna hans. Vil-
hjálmur Jónsson hefði einnig
reynt að draga úr áhyggjum
Suðurnesjamannanna, en þó
viðurkennt að hann hefði ekki til
að bera nægilega þekkingu til
þess að geta metið ástandið.
Sveitastjórnarmennirnir á
fundinum lögðu mjög mikla
áherslu á það að þeir yrðu ekki
lengur dregnir á raunhæfum að-
gerðum, en fengu litil svör. Það
sem þeir telja að gera þurfi, er
m.a. þettá:
Nauðsynlegt framhald þegar
unninna rannsókna er að gera sér
grein fyrir grunnvatnsforða
Rosmhvalaness'svæðis, þar sem
flestar borholurnar eru, og siðan
að rannsaka hve langt jarðvegs-
mengunin er komin. Til þess sé
nauðsynlegt að;a. Velja borholur
til vatnshæðarmælinga. b. fram-
kvæma vatnshæðarmælingar, q.
samræma hæðarkerfi á Rosm-
hvalanesi. d. Taka borkjarna til
efnarannsókna. e. Gera isótópa-
mælingar á vatnsrennsli.
Herinn
bótaskyldur
Þegar gengið var á Pál Asgeir á
fundinum um það hvort varnar-
máladeild vildi hlutast til um að
þessar rannsóknir yrðu gerðar
færðist hann undan að svara, en
sagði að tillögurnar væru handa-
hófskenndar og vildu menn verða
fullkomlega öruggir, væri einsýn-
ast að leita að nýju grunnvatns-
svæði og nýjum vatnsbólum. Um
þetta voru menn i sjálfu sér sam-
mála, en suðurnesjamenn bentu á
að fyrst yrði að gera rannsóknir á
þvi hvernig málin stæöu, til þess
að hægt væri að ganga úr
skugga um hve gerð nýrra vatns-
bóla væri brýn.
Jafnframt þyrfti að fá óyggj-
andi niðurstöðu um mengunina
vegna þess að mengunarvaldarn-
ir hlytu að bera alla fjárhagslega
ábyrgð á þvi tjóni, sem hugsan-
lega yrði eða hefði orðið á vatns-
bólunum.
Sveitarstjórnarmennirnir á
fundinum lögðu þunga áherslu á
það að þeir væru langþreyttir á
þvi að fá engin skýr svör frá yfir-
völdum i þessu máli og að þeir
ógjarnan fara erindisleysu af
fundi Páls Asgeirs. Þegar litið
varð um svör af hálfu deildar-
stjórans i varnarmáladeild las
Oddbergur Eiriksson upp eftir-
farandi pistil, sem án efa er gott
dæmi um þann hug sem suður-
nesjamenn bera til yfirvalda
vegna áhugaleysis þeirra i vatns-
bólsmálunum, sem eru ibúum
þéttbýlisstaða á Suðurnesjum af-
ar mikilvæg.
Frumkvæði varnarmála-
deildar ekkert
,,Um árabil hafa einstaklingar
og sveitastjórnir i nágrenni
Keflavikurflugvallar haft
áhyggjur af mögulegri mengun
vatnsbóla sinna. Hefir þetta ekki
farið leynt þvi fyrir utan umræð-
ur manna á milli þá hefir málið
verið á dagskrá sveitastjórnanna
einnig á stærri þingum þar sem
mengunarmál hafa verið til um-
ræðu. Mál þetta hefireinnig verið
rætt á Alþingi islendinga. Uppi
hafa v.erið bréfaskriftir milli
sveitastjórnanna og Heilbrigðis-
og tryggingarráðuneytisins,
einnig og sér i lagi hafa farið
fram lifleg bréfaskifti milli
sveitastjórnanna og Varnarmála-
nefndar Utanrikisráðuneytisins.
Eitt er eftirtektarvert i þessu
sambandi sem sé það að Varnar-
málanefnd hefir aldrei haft neitt
frumkvæði i þessu máli. Helst er
að hún hafi tekið viðbragð þegar á
málið hefir verið minnst i fjöl-
miðlum.
Nú hefir svo borið til, sem alloft
áður að grein hefir birst i dag-
blaði, Varnarmálanefnd kippist
við og boðar til fundar. Með tilliti
Oddbergur Eiriksson.
til fenginnar reynslu er ekki
mikils að vænta af viðbragði
þessu, ef nokkuð væri>þá helst það
að varnarmálanefndarmenn nytu
betri svefns að þessum degi liðn-
um.
Þýöingarlaust
að ræða við deildina
Megi suðurnesjamenn einhvers
árangurs vænta i þessu máli þá
ættu þeir framvegis að snúa sér
milliliðalaust til Utanrikisráðu-
neytisins með vonum um að það
vilji verja okkur fyrir skakkaföll-
um af völdum varnarliðsins og
sjái einnig tii þess að okkur verði
bætt það tjón, sem það þegar hef-
ir valdið.
Suðurnesjamenn stóðu i þeirri
trú að Varnarmálanefnd væri
slikur aðili en reynslan hefir
sannað hið gagnstæða. Þvi mætti
þessi fundur verða til þess að slita
þessum umræðum i eitt skifti fyr-
ir öll með engum þökkum frá
sveitastjórnanna hálfu.”
Niðurstaðan af fundi sveitar-
stjórnarmanna og varnarmála-
deildar var sú að Páll Ásgeir
Tryggvason hét þvi að senda
erindi þeirra áfram til utanrikis-
ráðherra, heilbrigðisráðherra og
heilbrigðiseftirlitsins og að
suðurnesjamenn skyldu fá að
fylgjast með gangi málsins. Þá
var þvi ennig heitið að fundargerð
með úrdrætti af umræðum, sem
fram fóru á fundinum, yrði send
fundarmönnum.
Ofremdarástand
í rafmagnsmálum
á Stöðvarfirði
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra fékk óvenjulega send-
ingu austan frá Stöðvarfirði I
gærdag. Heimamaður þar sendi
ráðherra orkumála brot úr raf-
magnsstaur og bað hann lána
undirmönnum sfnum staur-
brotið, þótt fúið væri, þvi betra
væri að berja hausnum við
staurinn en steininn. Astæða
þess að stöðfirðingar minna nú
á tilveru sina og rafmagnsmál
sin, er sú, að þeir búa við mjög
vonda rafmagnslinu, rafmagnið
fer tiöum af, og kostnaður
vegna oliunotkunar er gifurleg-
ur.
Hér fer á eftir frétt frá Hrafni
Baldurssyni á Stöðvarfirði og
svo bréf Hrafns til iðnaðarráð-
herra:
Stöðvarfirði 19. júll 1975.
Rafmagnstruflanir hafa verið
all tiðar hér það sem af er árinu
og má rekja þær til lélegs flutn-
ingskerfis. Veikasti hlekkur
þess er línan milli Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðsfjarðar,- hún
hefur bilað alls fimm sinnum
þegar þetta er ritað, þar af þris-
var I. sumar.
Lina þessi er búin að vera
vafasöm siöan hún var byggð og
léleg I mörg ár. Orðrómur um
lagfæringar á linu þessari hefur
gengið hér á hverju ári I mörg
ár og umtali um bregTóngar á 11
kílóvolta linum milfi staða hér
hefur ekki lint nema á haustin,
en ekkert meir.
Nú litur út fyrir að ekkert
verði gert I linumálinu á þessu
ári. Hinsvegar eru uppi áform
um að leggja 6b kv linu frá
Grimsárvirkjun til Reyðar-
fjarðar á næsta ári og 66 kv sæ-
strengur var lagður yfir Beru-
fjörð i sumar leið, og á Alþingi
var I vor flutt tillaga, á siðustu
dögum þess, þar sem gert var
ráð fyrir að leggja flutningslinu
til Hornafjarðar, en semsagt
ekki orð um Stuðlaheiðarlinu.
Það má geta sér þess til, að á-
stæðurnar séu annarsvegar
vanþekking en á hinn bóginn
mannahald. Það vill þannig til
að enginn þingskörungur er not-
andi sunnan Stuðlaheiðar og
sárafáir rafmagnsveitustarfs-
menn.
En eins og dæmið stendur I
dag, er þetta fjárhagsleg spurn-
ing fyrir rafmagnsveiturnar.
Hvað kostar að gera við Stuðla-
heiðarlinu að meðtöldum þeim
kostnaði, sem skapast við disil-
keyrslu meðan gert er við? Og
hvað kostar lina um Skriðdal og
hversu lengi væri hægt að slá á
frest áformum um 66 kv linu
milli Reyðarfjarðar og Grimsár
ef Skriðdalslina væri lögð?
Til ráðherra
iðnaðar og orkumála,
Gunnars Thoroddsen.
Hæstvirtur ráðherra.
Ég leyfi mér með bréfi þessu,
dagsettu 17. júni 1975, að fara
þess á leit við embætti þitt að
gerð verði athugun á eftirrituð-
um atriðum I orkumálum á
Austurlandi.
Þannig er mál með vexti, að
aðal-flutningslina milli Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðsfjarðar,
Stuðlaheiðarlina er sem næst ó-
nýt, viðgerðir á henni eru erfið-
ar vegna legu hennar, en lina
þessi er ein hæst liggjandi
fjallalina á landinu.
Nú er það tillaga min, að þeg-
ar I stað verði athugað með linu-
lögn frá Grimsárvirkjun eftir
Skriðdal til Breiðdals óg stefnt
að þvi að ljúka lögn þessarar
linu I haust.
Með þessu vinnst tvennt, ann-
ars vegar sparast olia vegna
keyrslu disilvéla meðan Stuðla-
Þetta brot úr þversiá úr Stuðla-
heiðarlinu eystra er nú I iðnað-
arráðuneytinu. „...getur hæst-
virtur iðnaðarráðherra lánað
hann undirmönnum sinum,
steins i stað...”
heiðarlina væri endurnýjuð og
hinsvegar er unnt aö fresta
fyrirhugaðri lagningu linu frá
Grimsá til Reyðarfjarðar þar
sem álag minnkaði verulega á
Eskifjarðarlinu frá þvi sem nú
er.
Að þessu töldu, sem útaf fyrir
sig virðist fjárhagslega hag-
kvæmt, kemur það, að á Suður-
fjörðum yrði minna um raf-
magnstruflanir og jafnari
spenna, en þeir agnúar valda
bæði einstaklingum og fyrir-
tækjum stórfelldu tjóni.
Ég tel svo óþarft að fjölyrða
frekar þessa hluti, en sting upp
á að þetta verði rannsakað með
fullu samráði við rafmagns-
veitumenn eystra, ekki sist
sunnan Stuðlaheiðar.
Orkumálaráð-
herra fœr brot
úr rafmagns-
staur á skrif-
borð sitt
Ég vil svo geta ástæðna þess
að bréf þetta er ritaö af undir-
rituðum, en hann er einn fárra
notenda þess rafmagns, sem um
Stuðlaheiðarlínu fer, þegar hún
er I lagi, sem sameinar það að
verða ekki rekin frá rafmagns-
veitunum, vita af eigin raun og
sjón um ástand umræddrar linu,
vita nokkurn veginn um oliu-
kostnað á svæðinu þegar linan
er biluð (tvö til þrjúhundruð
þús. á sólarhr.) og vera allvel
kunnugur afleiðingum mis-
jafnrar spennu og tiðra bilana.
Eigi veldur sá er varir og hefur
það hér með verið gert að mlnu
viti. En ástæða þess, hæstvirtur
iðnaðarráðherra, að þér er sent
þetta bréf, er sú, að undirritað-
ur, vitandi um gististað bréfa
sem þessara á öllum stigum
embættiskerfisins, óskar I hé-
gómaskap sinum eftir að það
hafni frekar i körfu ráðuneytis i
henni Reykjavik, en á haug á
Egilsstöðum. Ennfremur freist-
ast höfundur þess til að koma
þvi til dagblaða, svo afrit af þvi
megi gista samslags hirslur við-
ar.
Með bréfi þessu sendi ég til
sannindamerkis bút af þverslá
úr Stuðlaheiðarlinu og getur
hæstvirtur ráðherra lánað hann
undirmönnum sinum svo þeir
megi berja höfði sinu við hann,
steins I stað, hvað varðar þessi
mál.
Stöðvarfirði 17. júni 1975,
með vinsemd og virðingu,
Hrafn Baldursson.