Þjóðviljinn - 25.06.1975, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJOÐVILJINNMiðvikudagur 25. júnl 1975.
DJÚÐVIUINN
MALGAGN só'síalisma
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
AROÐURINN AFHJUPAÐUR
Að undanförnu hafa verið að birtast árs-
skýrslur ýmissa aðila i þjóðfélaginu sem
sýna afkomu þeirra siðastliðið ár. Eins og
menn muna sungu ihaldsblöðin þá sam-
felldan eymdarsöng um að allt væri að
fara á hausinn og afkoma atvinnuveganna
og þjóðarbúsins i heild stefndi á svartasta
gjaldþrot. Þessi söngur um „þjóðargjald-
þrot” varð svo hávær að istöðulitlir stuðn-
ingsmenn þáverandi rikisstjórnar,
vinstristjórnarinnar, tóku að trúa áróðr-
inum. Með þessum áróðri tókst að fella
vinstristjórnina, ekki i kosningunum 30.
júni i fyrra, eins og að var stefnt, heldur
með þvi að telja framsóknarmönnum trú
um að allt væri i kalda koli.
En þær upplýsingar sem fram hafa
komið að undanförnu um afkomu fyrir-
tækja sl. ár sýna og sanna að allur var á-
róður þessi moldviðrið eitt til þess að
blekkja kjósendur.
Meðal þeirra aðila sem birt hafa árs-
reikninga sina eru Eimskipafélag Islands
og Samband isl. samvinnufélaga.
Reikningar Eimskipafélagsins sýndu
gróða sem nam rétt um 400 milj. kr. Meg-
inhluta gróðans var varið til fyrningar,
enda keypti félagið sex ný vöruflutninga-
skip á sl. ári. Ennfremur hélt það áfram
stórframkvæmdum i landi.
Reikningar Sambands isl. samvinnufé-
laga sýndu að samtökin höfðu 300—400
milj. kr. i hagnað og hefur hagnaðurinn
ekki verið meiri i annan tima. Nettógróð-
inn nam að visu „aðeins” liðlega 100 milj.
kr., en siðan komu liðir eins og afskriftir
fasteigna.
Samkvæmt reikningum kaupfélaganna
græddu 25 félög á árinu auk afskrifta, en
18 töpuðu, þegar afskriftir höfðu verið
bókfærðar.
Hagur margra kaupfélaga stórbatnaði á
sl. ári. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á
Hornafirði færir I reikninga sina að fisk-
verkun félagsins hafi skilað 23,4 milj. kr. i
gróða, og þó að allt sé afskrifað eins og
leyfilegt er þá nam gróðinn rúmlega 17
milj. kr.
Þannig koma út reikningar þeirra fyrir-
tækja sem eiga að hafa opið bókhald, sem
allir eiga að geta haft aðgang að. Fullvist
er því að þessi rekstrarafkoma, sem dæmi
hafa verið nefnd um hér á undan, á einnig
við fjölmörg önnur fyrirtæki i landinu.
Það er þvi ljóst að barlómssöngurinn á sl.
Ein af áróðursbrellum hægriílökkanna
á sl. ári var sú að sýna fram á, að miðað
við ástandið á miðju ári vantaði
mikið i fjárfestingarlánasjóðina i landinu.
Var látið i það skina i ihaldsblöðunum að
mjög myndi leysast úr fjárskorti þessara
sjóða svo að segja sjálfkrafa ef vinstri-
stjórnin færi frá. Nú hefur hægristjórnin
— hallærisstjórnin—fengið að sýna hvað i
henni býr með nokkurra mánaða stjórnar-
setu. Þá kemur i fyrsta lagi i ljós við at-
hugun að hagur heimilanna i landinu er
bágborinn vegna kjaraskerðingarstefnu
stjórnarvalda og i annan stað stefnir á
fleiri þúsund miljóna halla á rikissjóði
sjálfum á þessu ári. En um fjárfestingar
lánasjóðina er það að segja að þar æpa all-
ir á fjármagn: Fiskveiðisjóður hefði þurft
a.m.k. 4000 milj. kr. til útlána en hefur um
ári var endileysan einber, en tilgangur
hans var að sjálfsögðu sá að gera vinstri-
stjórninni erfitt fyrir, en siðan að gera
hægristjórninni auðveldara fyrir með að
telja fólki trú um að það yrði að taka á sig
umtalsverða kjaraskerðingu.
Jafnsnemma og áróður hægriaflanna
hefur með einföldum reikningsuppgjörum
verið afhjúpaður hefur verkalýðshreyf-
ingin eftir þriggja ársfjórðunga baráttu
við núverandi rikisstjórn náð þeim ár-
angri að hafa skapað sér viðspyrnu i
næstu lotu. Kjaraskerðingarherferð
stjórnarvalda gegn launamönnum á að
vera lokið i bili vegna þeirra takmarkana
sem verkalýðshreyfingin neyddi stjórnina
til þess að setja á verðbólgustefnu hennar.
3650 milj. kr. Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins hefði þurft 1800 milj. kr., en fær aðeins
1300 milj. kr., Iðnlánasjóður þyrfti a.m.k.
800—1000 milj. kr. en láta mun nærri að
sjóðurinn hafi aðeins um 510 milj. kr. til
útlána. Og þrátt fyrir háværar yfirlýsing-
ar um eflingu byggðasjóðs verða útlánin i
ár svipuð að raungildi og var á sl. ári á
sama tima og framkvæmdir rikisins á að
skera niður um verulegt magn úti á landi,
og á sama tima og miljarðaframkvæmdir
eru áformaðar á Keflavikurflugvelli.
Þannig sannar reynslan að hvert atriðið
á fætur öðru I áróðri ihaldsins um siðustu
alþingiskosningar var falsspáin einber,
öllum til vansa sem að þeim stóðu, en
þeim til ævarandi hneisu sem létu falsan-
irnar leiða sig af götu yfir i þjónustubrögð
við afturhaldsstefnuna. — s.
— s.
STOFNLÁNASJÖÐIR OG HALLÆRISSPÁR
KLIPPT...
Úr sýningu á Inúk-maðurinn
Haraldur
lœrði
Arngrimur Jónsson, lærði,
skrifaði á sinni tið nokkur rit til
andsvara við „óhróðri, sem út-
lendingar höfðu borið á islend-
inga”. Annað svarrit sira Arn-
grims af þessu tagi var Ana-
tome Blefkeniana. ,,Var það svo
til komið, að árið 1607 i Leyden
kom út óhróðursrit um Island
eftir mann sem nefnir sig
Dithmar Blefken... Svar sira
Arngrims er prentað að Hólum
1612, en ári siðar i Hamborg.
Hrekur hann þar lið fyrir lið sið-
leysi það, er Blefken hafði borið
á islendinga og aðrar villurý
Allt fram á þessa öld var vitn-
að i óhróðursrit Blefkens þessa
um tsland svo að við ramman
reip var að draga og er enn.
(Sit. Seytjánda öld — Höfuð-
þættir, eftir Pál Eggert Ola-
son, bls. 267—278).
En nú vikur sögunni til Is-
lands nútimans. Þar situr enn
lærður maður, Haraldur
Blöndal. Hann skrifar i Morgun-
blaðið og telur sig eiga i höggi
við einskonar andlega afkom-
endur Dithmars skepnunnar
Blefkens.
Inúkarnir
Þessirnútima Blefkenar Har-
alds Blöndals eru nokkrir is-
lenskir leikarar sem að undan-
förnu hafa farið sigurför um
mestalla Vestur-Evrópu með
leikverkið Inúk. I þessu verki er
menning eskimóa hafin til vegs,
en jafnframt sýnt fram á það
með næsta átakanlegum hætti
hvernig skandinavisk bjóra- og
dósamenning rifur niður dýr-
ustu menningarverðmæti og
gerir að engu. I öndverðu var
Inúk-maðurinn ætlaður til sýn-
ingar á litlu sviði Þjóðleikhús-
kjallarans og jafnvel að fara
með það á nokkur skólasvið i
landinu, vegna þess meðal
annars að verkið er einfalt i
meðförum, þvi þar er furðu-
snjöllu hugviti beitt við alla
leikgerð. En áður langt leið kom
á daginn að leikverkið sem i
upphafi var kynnt árla laugar-
dags i kjallara Þjóðleikhússins
lagði lönd undir fót. Fyrst
Norðurlöndin, siðan Frakkland,
Sviss, Vestur-Þýskaland.
Undirtektir voru hvarvetna frá-
bærar bæði af hálfu þeirra sem
gerst kunna skil á tækni leik-
hússins og þeirra, sem gerst
þekkja sögu nágranna okkar á
Grænlandi. Sprenglærður próf-
essor i Paris sem sá verkið
kvaddi leikarana á fund ög
spurði þá spjörunum úr um leið
og hann lét i ljós aðdáun sina.
Þegar leikhópurinn kom heim
til Islands var hann kallaður
Dithmar Blefken i stærsta blaði
landsmanna. 1 útvarpinu sagði
maður, sem viðurkenndi að
hafa ekki séð Inúk, að þessi
nafngift væri einstaklega hnittin
af hálfu Haralds Blöndals.
Sárindi
Haraldur Blöndal segir i
lærðri Velvakandagrein á laug-
ardaginn:
„Þrátt fyrir þessi skrif Arn-
grims og þrátt fyrir mun vin-
samlegri skrif annarra útlend-
inga en Blefkens er það furðu
útbreitt enn að islendingar séu
eskimóar. Er illt að una þvi.
enda uppruni islendinga allur
annar. Þó held ég að upp á sið-
kastið hafi þeir verið ansi fáir
sem enn héldu að eskimóar
byggðu tsland. En sannleikur-
inn fékk ekki lengi að vera i
friði. I vetur er leið finna nokkr-
ir islendingar upp á þvi að velta
sér upp úr vandamálum eski-
móa i stað þess að leysa sin eig-
in. Samið er leikrit eða citthvað
slikt, sem sýna á eskimóa og
rokið með þetta út i lönd.... Og
þar með er nærri fjögur hundr-
uð ára barátta runnin út i sand-
inn vegna þessara islensku
Blefkena.”
Haraldi Blöndal þykir illt að
una þvi að menn úti um heim
halda að hann sé eskimói; i
skrifum hans leynir sér ekki
fyrirlitningin á næstu nágrönn-
um okkar. En undirritaður hlýt-
ur að draga þá ályktun að Har-
aldur Blöndal hafi alls ekki séð
Inúk-manninn; ella skrifaði
jafnágætur maður ekki svona
endileysu.
En kannski að Inúk-maðurinn
hafi komið illa við kaunin á sál-
um margra islendinga, einkum
þeirra sem vita upp á sig þá
skömm að hafa ætlað íslenskri
menningu sama háskann og nú
virðist búinn þeirri grænlensku.
Sannast þá enn gildi þeirrar
ævagömlu kennsluaðferðar að
nota dæmisögur fremur en is-
köldustu veruleikalýsingu.
Hafi Haraldur Blöndal hins-
vegar séð leikverkið Inúk stafa
viðhorf hans aðeins af mannleg-
um sérréttindum; hann hefur
skiliö dæmisöguna réttum skiln-
ingi. Og þá er mikið unnið, jafn-
vel þó hann sé sá einasti eini.
Ekki við VR
að sakast
Klippt og skorið birti fyrir
nokkru auglýsingu um lokunar-
tima sölubúða i Reykjavik frá
Kaupmannasamtökunum og
Verslunarmannafélaginu. Af
einhverjum ástæðum, liklega
vegna fjárskorts, var blaðinu
neitað um að birta þessa þjón-
ustuauglýsingu, og þvi var
hjálpað upp á sakirnar með þvi
að Ijirta hana ókeypis i þessum
þætti. Rétt er að fram komi að
Kaupmannasamtökin séu i ár
um að dreifa þessari auglýsingu
en ekki VR, og kemur þvi neit-
unin eingöngu frá kaupmönnun-
um. VR hefur hinsvegar ávallt
birt öll fundarboð sin og aðrar
almennar auglýsingar frá fé-
laginu i Þjóðviljanum. — s.
... OG SKORIÐ