Þjóðviljinn - 25.06.1975, Page 5
Miðvikudagur 25. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af eiiendum vettvangi
Ótryggt
ástand
Kenýa
Austurafrikuríkiö
Kenýa hefur ekki fengið
mikið rúm á siðum blaða
undanfarin misseri. Síð-
ustu daga hefur þó orðið
breyting þar á og valda
því einkum tveir atburð-
ir: í landinu fara fram
viðræður f relsishreyf-
inga Angóla undir leið-
sögn Jomo Kenýatta for-
seta Kenýa og svo dular-
fullt morð á áberandi
stjórnarandstæðingi og
rikismanni/ Josiah Kari-
uki.
Jomo Kenýatta er nú orðinn
háaldraður, jafnvel af stjórn-
málamanni að vera, eða 83 ára.
Hann hefur rikt i landinu i tólf
ár og á þeim tima hefur gifurleg
spilling fengið að blómstra.
Þessi spilling er bæði pólitisk og
efnahagsleg og Kenýatta kemur
við sögu á báðum sviðum. Fjöl-
skylda hans hefur rakað saman
auðæfum, hún á gifurlegar jarð-
eignir og hlutabréf i iðnaði og
verslun. Kona Kenýatta sem er
kornung er virkur aðili að ólög-
legum útflutningi filabeins og i
fyrra komst hún i heimsblöðin
vegna viðskipta hennar við
bandarikjamann einn sem fund-
ið hafði rúbinnámu i landinu og
keypt sér vinnsluréttindi. For-
setafrúin kom þvi til leiðar að
manninum var visað úr landi og
stuttu siðar hafði hún sölsað
undir sig vinnsluréttindin.
Kenýatta styðst við eina lög-
lega stjórnmálaflokk landsins,
Þjóðlega afriska bandalagið,
skammstafað KANU. Þessi
flokkur ræður öllum sætum á
þingi landsins en að undanförnu
hefur gætt vaxandi ágreinings
innan raða hans. Flestir lands-
menn eru af tveimur kynþátt-
um, kikuyu og lúóa, og er sá
fyrrnefndi allsráðandi i landinu.
Kikuyuarnir eru svo aftur klofn-
ir i tvennt pólitiskt og nefnast
armarnir ytri og innri hringur.
Kenýatta tilheyrir innri hringn-
um.
Sannspár
stjórnarandstæðingur
Sá sem mest bar á i andstöð-
unni við Kenýatta og hans fólk
var áðurnefndurJosiah Kariuki.
Hann var þingmaður og vell-
auðugur. Hann hefur sagt að
það eina sem áunnist hafi með
sjálfstæði landsins sé tiu nýir
miljónamæringar sem hagnast
á tiu miljónum betlara. Kariuki
tilheyrði ytrl hring kikuyanna.
Hann á að hafa sagt fyrir
skömmu: — Eftir ár verð ég
annað hvort dauður eða orðinn
forseti.
Hann reyndist sannspár þvi 3.
mars sl. fannst lik hans sundur-
skotið, þvi hafði verið fleygt þar
sem von var á hýenum sem auð-
sjáanlega áttu að sjá til þess að
það hyrfi. Likið var flutt með
leynd til likhúss eins þar sem
það þekktist fyrir algera tilvilj-
un og að þvi er virðist mistök
lögreglunnar.
Morðið vakti mikla reiði og
ekki siður getu- og viljaleysi
lögreglunnar til að upplýsa mál-
ið. 15 þingmenn sendu frá sér
langa skýrslu um málið og kom-
Jomo Kenýatta.
Kenýatta forseti
kominn að
fótum fram og
andstœðingar
hans gerast œ
hávœrari9 en
stundum er
þaggað niður
í þeim
Josiah Kariuki.Andstaðan kost-
aði hann lifið.
ust að þeirri niðurstöðu að hátt-
settur ráðgjafi Kenýatta hafi
lokkað kariuki á fund morðingja
sinna og siðan gert það sem
hann gat til að hindra rannsókn
málsins. Þingið skipaði nefnd til
að kanna málið. Hún komst að
þvi að Kariuki hafði siðast sést
yfirgefa Hiltonhótelið i Nairobi i
fylgd Ben Gethi en hann er yfir-
maður sérstakra hersveita sem
ma. mynda lifvörð Kenýatta.
Lögreglan kvaðst engin ráð
hafa til að finna morðingja hans
en þingnefndin benti þegar i
stað á þrjá þekkta skúrka i
Nairobi sem liklega til að hafa
framið verknaðinn. Nefndin á-
ETHIOPIA
TANZANIA
SOMALI
REPUBLIC
I NDIAN
OCE AN
Kenýa. tbúar landsins eru tfu
miljónir betlara og tiu miljóna-
mæringar.
sakaði einnig lögregluna um
viðtækar yfirhylmingar og að
hafa m.a. beitt pyndingum til að
þagga niður i vitnum. Krafðist
hún brottreksturs lögreglu-
stjóra landsins og yfirmanns
rannsóknarlögreglunnar.
Nefndin gaf einnig i skyn að
morðið hafi verið framið að
undirlagi háttsettra stjórn-
málamanna og ráðgjafa Kený-
atta og voru ýmis nöfn nefnd i
skýrslunni. Viðbrögð forsetans
voru þau að kalla nefndina á
sinn fund. Þar krafðist hann
þess að nöfn tveggja helstu ráð-
gjafa hans yrðu strikuð út af
listanum yfir þá menn sem
nefndin hafði óskað eftir rann-
sókn á. Nefndin gaf það eftir i
þeirri von að forsetinn færi að
öðrum kröfum skýrslunnar.
Ekkert hefur þó enn gerst þar-
aðlútandi og Kenýatta hefur
forðast að gefa bein loforð.
Valdalitið
þing
Morðið á Kariuki varð ekki til
að bæta ástandið innan flokks-
ins og var það þó ekki beysið
fyrir. Þótt aðeins einn flokkur sé
leyfður eru ýmsir möguleikar á
að knýja fram mannaskipti i
kosningum. t siðustu kosningum
var skipt um 40% þingmanna
og meðal nýliðanna voru margir
harðir gagnrýnendur Kenýatta.
Þegar hið nýja þing kom fyrst
saman sendi forsetinn það heim
um stundarsakir vegna þess að
hann var þvi ekki sammála um
val á þingforsetum. Hann varð
þó að beygja sig fyrir góðri
samstöðu þingmanna. Störf
þingsins eru mjög lýðræðisleg
og þar þrifst gagnrýnin um-
ræða. Hins vegar er vald þess
fremur takmarkað, Kenýatta
hefur ýmsar aðferðir til að snið-
ganga vilja þess.
Kvíði
En nú er Kenýatta orðin gam-
all og kominn að fótum fram og
ekki liklegur til að halda völdum
mikið lengur. Andstaða al-
mennings fer vaxandi sem ma.
sést i áðurnefndum úrslitum
þingkosninga og morðið á Kari-
uki lægði ekki öldurnar. Það má
þvi búast við umskiptum þar i
landi i nánustu framtið. Of
snemmt er að spá hver verður
ofan á en ýmsir eru eflaust
kviðnir. Þeirra á meðal eru
ýmsir vestrænir auðvaldshópar
þvi Kenýatta hefur siður en svo
haft horn i siðu þeirra, þeir hafa
fengið að fjárfesta að vild i
landinu og forsetafjölskyldan
hefur með ánægju tekið þátt i
framtaki þeirra. Sögur herma
að kviðinn herji einnig á sjálfa
forsetafjölskylduna og að hún sé
i óða önn að flytja auðæfi sin úr
landi.
Sem dæmi um kviðann má
nefna að danska sendiráðið i
Nairobi hefur látið prenta sér-
staka miða til að lima á aftur-
rúður þeirra bila sem danir eiga
i landinu. A miðanum er mynd
af norrænu svönunum fimm og
áletrun sem gefur til kynna að
billinn sé ieiguskandinava. Mið-
ar þessir hafa enn ekki verið
teknir i notkun en eru hafðir til
reiðu ef þjóðfélagsástandið tæki
skyndilegri breytingu.
ÞH —byggtá lnformation
og Newsweek.
Fékk ekki að
heita Egill
Skallagríms-
son
— Af mér er það helst að
frétta þessa dagana að ég
er að gera leikmynd í Car-
men, sagði Baltasar list-
málari þegar Þjóðviljinn
hafði tal af honum fyrir
fáum dögum. Þar á hann
að sjálfsögðu við óperuna
frægu eftir Bizet, sem
Þjóðleikhúsið tekur til sýn-
ingar í haust. — Þetta er
mikið verk, svo að það
verður í þessu mikill
mannskapur. Ég byrjaði á
þessu einhverntíma í vor,
en á að skila módelunum
nú næstu dagana. Svo verð
égaðfylgjastmeðsmíði og
frágangi öllum, og kannski
reyna að koma einhverju
spænsku inn í söngvarana.
— Á þetta ekki vel við þig, um-
hverfi Carmenar er jú spænskt?
— Jú, blessaður vertu, þetta er
eins og að tala við mömmu sina.
— Eitthvað ertu að gera með-
fram?
— Jú, ég mála dálitið, helst
portrett.
— Hvað hefurðu fyrir hjástund?
— Rið út. Ég er mikið fyrir
hesta. Nú og svo ber ég það við að
drekka brennivin, eða réttara
sagt gerði. En það er orðið svo
dýrt núna að það heyrir undir lúx-
us.
— t simaskránni heitirðu Balt-
asar B. Samper. En nú heitirðu
raunverulega öðru nafni, siðan þú
varðst islenskur rikisborgari?
— Ég heiti Baltasar B. Samper
eða var búinn að heita það i þrjá-
tiu ár, þegar ég varð islenskur
borgari og varð þá að skipta um
nafn. Nú heiti ég opinberlega
Davið Baltasar Guðnason. Konan
min er Guðnadóttir, og niðurstað-
an varð sú að ég fékk lánað föður-
nafn hennar. En ég mæltist til
þess að fá að heita Baltasar Egill
Skallagrimsson, og gat ekki séð
að þeir gætu neitað mér um það
samkvæmt reglunum, Egill
Skallagrimsson er eins og allir
vita rammislenskt nafn og sann-
að mál að menn hafi heitið þvi áð-
ur hér á landi. En hlutaðeigandi
yfirvöld harðneituðu mér um
þetta, héldu vist að ég væri að
gera grin að þeim. Þau höfðu i
hótunum um að taka af mér Balt-
asarsnafnið, ef ég stæði fast á þvi
að fá að heita Egill. Það gat vist
einhver vafi leikið á þvi að Balt-
asar gæti staðist, samkvæmt
þessum nafnareglum.
— Hvernig fannst þér að skipta
um nafn?
— Það var ógeðslegt. Þetta var
næstum eins og að skipta um húð,
eða kannski að setja upp grimu.
Og svo heita flestir embættis-
mennirnir, sem um þetta fjalla,
ættarnöfnum, og sumir ekki ýkja
islenskulegum.
— En nú er komið fordæmi upp
á það að hægt er að veita undan-
þágur frá nafnareglunum.
— Já, en ég var nú vist ekki
nógu frægur til þess að það kæmi
til greina með mig á sinum tima.
En eftir að fordæmi var komið
Blómabúðin MÍRA
Suðurveri, Stigahlið 45-47, simi 82430
Blóm og gjafavörur í úrvali.
Opið alla daga og um helgar.
Rœtt við
Baltasar
listmálara
fyrir þessu, fór ég og talaði við
embættismann i dómsmálaráðu-
neytinu og spurði hvort ég gæti þá
ekki fengið gamla nafnið mitt aft-
ur. Nei, svo einfalt er það nú ekki.
sagði hann, þetta getur ekki
gengið aftur fyrir sig. Til þess að
hafa einhverja von um að fá þetta
leiðrétt yrði ég að segja upp is-
lenska rikisborgararéttinum og
sækja um hann á nýjan leik.
— Burtséð frá þessu, hvernig
likar þér að vera islendingur.
þegar allt kemur til alls?
— Þegar allt kemur til alls, vil
ég heldur eiga heima hér en á
Spáni. (Baltasar er eins og alþjóð
veit fæddur katalóniumaður).-
Hér er að visu mikið af vitleysum.
eins og þetta með nafnaskiptin.
bannið við hundahaldi og bjór. En
islensku vitleysurnar eru yfirleitt
smáar i sniðum. Þær spænsku eru
þvi miður stærri.
— Svo við vikjum aftur að
menningunni, hvenær sýnirðu
næst?
— Mig langar til að koma þvi i
verk á næsta ári. Það er farið að
safnast saman dálitið af nýjum
verkum hjá mér.
— Hvenær sólarhringsins þykir
þér best að vinna?
— A nóttunni. Það er orðinn
vani. Ekki þó vegna þess aö ég
eigi erfitt með að sofa þegar nótt-
in er björt, en á nóttunni er kyrrð
og næði. Hinsvegar sef ég best
fyrrihluta dags, þetta frá 7—8 á
morgnana til 12.
dþ