Þjóðviljinn - 25.06.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 25.06.1975, Side 7
Mi&vikudagur 25. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hlálegast er þó að heyra Passíusálmena í rödd Sverris um- vafða músl- imskum áróðri. ar fjölmiðlunar Fyrst við búsetu utan Reykjavíkur- hraðbrautanna, verða Ijós megin- einkenni íslensk Landshlutaútvarp hefur verið stundað hérlendis bæði við kosningar og jarðarfarir FIRÐSAMBÖND NÝR HEIMUR OSKAST ískristallar á fjallveginum tepptu samgöngur viö Noröfjörð með öðrum ökutækjum en snjó- bilum um ársf jórðungsskeiö i vet- ur. Siðustu vikur þessarar ein- angrunar kynntist ég af eigin raun þvi ófremdarástandi, sem rikir i viðtökumálum útvarps á Austfjörðum. Minningin kvikn- ar: Það er á vorjafndægrum 1975. Ég sit i stofnuninni að Mýrargötu 13 i Neskaupstað og hlusta með erfiðismunum á sinfóniugrúpp- una okkar spila „Frá nýja heim- inum” eftir Dvorák, og er i raun- inni milli tveggja veralda, þvi einsog venjulega smeygir óska- lagaþáttur marokkanska hljóð- varpsins sér inni reykviska dag- skrá, sem berst austfirðingum og útilegusjómönnum. Vatnsenda- geislinn marir einatt i hálfu kafi firðhnerra og blisturs, hlálegast er þó að heyra Passiusálmana i rödd Sverris Kristjánssonar um- vafða muslimskum áróðri. Þessi afrikustöð er ágengur fylgifiskur Andrésar Björnssonar þegar kvöldar. Um miðjan dag hverfur boðskapur Skúlagötunnar stund- um gersamlega. Ótrúlegt að eftir 40 ára ljósvakabjástur islendinga skuli þeim ekki hafa tekist að hljóðvæða landið skammlaust. Eitt vetrarkvöld mitt i Neskaup- stað brá þó svo við, að sendingin hljómaði skirt og beint, likt og á venjulegu reykvisku heimili, þá kynnti Jón Múli samnorrænan harksöng. Við það tækifæri orti ég litið gleði- og þakkarljóð, með til- visan til samtimaatburða i ibúð- inni: A Nordjass hcf ég núna hlýtt I Neskaupstaö, hnerraö bæöi og hneppt mér aö, hnetu brutt og andvarpað. Má þaö kallast mesta fur&a aö Múla-Jón sendi inni okkur hjón austur hingaö góöan tón. Vist er það heldur ömurlegt, að verðmætaskapandi alþýöu þessa lands skuli synjaö um viðunandi útvarp, til viðbótar öðru óhagræði og einangrun, sem i dreifbýlisvist og sjósókn felst. Rikisfjölmiölarnir eru, einkum á löngum vetrarkvöldum, helsta athvarf þeirra islendinga, sem ekki býðst stöðugur aðgangur að listsýningum, tómleikum, bióum, söfnum og hraðbrautarspottum til að flengriða einsog reykviking- ar. Rafmiðlungar hafa drjúgan hluta af tilveru fólksins i hendi sér, þar eða þeir stýra oft veiga- mestu eyrna- og augnaáhrifum, sem almenningur verður fyrir i þekkingaröflun og afþreyingu. En hljóðvarp og sjónvarp hrækja úr sér þvilikum brestum og þyril- móðu, að til mengunar hlýtur að horfa i helstu skynfærum við- tækjaþola. Sjálfstæðisbarátta islendinga er sannarlega ekki i alvöru, fyrr en erindrekar þjóðarinnar á alþjóða fjarskiptaþingum hafa tryggt landhelgi okkar i loftbylgjunum. Þvi þótt hálfgert landráöafólk sé manni gjarnt að kalla ábyrgðar- aðila þessa hriktandi dreifikerfis Rikisútvarpsins, er þannig i pott- inn búið, að útvarpsbylgjusviö jarðkúlunnar hefur laskast mjög vegna fjölda sendistöðvanna og siaukins sendistyrks. Vaða geisl- ar hver i annan og erfitt reynist að finna smugu fyrir ótruflaðar smástöðvar. Svo ef máttur hljóð- varpsins okkar ykist verulega er hætta á þvi að erlendar stöðvar, sem senda á svipaðri tiðni, neyddust til að magna styrkinn að sama skapi, annars kvarta neyt- endur þeirra undan truflunum af okkar hálfu og svo koll af kolii. Annars grillir i vonarglætu, þvi aðspurt svaraði fjarskiptayfir- vald okkar i hljóðvarpinu i vetur, að reyntyrði með öllum ráðum að rétta hlut islendinga við fyrirhug- aða endurskoðun og nýja úthlutun senditiðni á alþjóðaþingi á þessu ári. En hvaða mannasiðir eru það hérna á þéttbýlissvæðinu suð- vestanlands, að sifra um litsjón- varp og stereóhljóðvarp, meðan hlustunarskilyrði viða á landinu eru ekki hætishót skárri en fyrir heimstyrjöldina siðari? Alloft hefur veriö bent á, hve Rikisútvarp i báðum myndum notfæri sér erlent efni i rikum mæli, og sömuleiðis, hve mikill hluti innlenda efnisins er bein framleiðsla starfsmanna stofnun- arinnar. Erlendis hefur fremur sótt i það horf, að útvarpsfólkið væri tæknilegur milliliður sjálf- stæðra höfunda og neytenda, likt og gerist i bókaútgáfunni. En þó er það kannski fyrst við búsetu utan Reykjavikurhraðbrautanna, að ljóst verður megineinkenni is- lenskrar fjölmiðlunar, semsé ein- ræða höfuðborgarinnar. Ef undan eru skildir fréttaritararnir, en hráefni þeirra birtist þó ævinlega i formi lagmetis úr fréttastofunni, heyrist örsjaldan i dreifbýlingum i hljóðvarpinu, nema undir hand- leiösluogstjórnfastráöinna starfs- manna þeirrar stofnunar. „Um daginn og veginn” er undan- tekning, en ég furðaöi mig ögn, þegar þáttur með þessu nafni, hljóðritaður á Fáskrúðsfiröi, var fluttur á miðdegissögutimanum. Mánudagskvöldin virðast þó ann- ars arfhelgur vettvangur slikra prédikana, og hér var alls ekki um endurflutning að ræða. Oljóst greindi ég ádrepu þessa austur á Norðfjörð, en hún fjallaði einmitt um slæm móttökuskilyrði útvarps á austfjörðum. Þó heyröi ég full- vel, að eins og til háðungar höf- undinum höfðu starfsmenn hljóð- varpsins ekki klippt lokaorð þátt- arins burt, þvi hvert mark geta hlustendur tekið á spekingi, sem lýkur máli sinu klukkan 3 um miðjan dag með kveðjunni: „Góða nótt”? ÓLAFUR H. TORFASON SKRIFAR Meðan sá ágæti útvarpsmaður Stefán Jónsson fékk miðlað þjóð- inni af sérstökum hæfileikum til að vefa með viðmælendum sinum ylhýrustu voð hljóðvarps, samræðuna, hið talaða orö, færði hann okkur sannkallaða dýrgripi. Veit ég ekki til þess að i annan tima hafi hljóðvarpið gerst betri tengiliður aðskilinna byggða landsins. Páll Heiðar Jónsson, sem gerir sér einnig far um að heimta nokka tiund utan Reykja- vikur, býr á svipaðan hátt yfir þeim eðliskostum, sem laða fram frjálsa og flæðandi tjáningu. En sama máli gegnir um afrek þess- ara manna og heimsóknarliðs sjónvarpsins af ýmsu tagi, þaö er ekki fólkið sjálft sem heilsar okk- ur i sendingunum, heldur snurfusaðir sýningargripir á veg- um upplýsingabraskara rikisins. Sjálfstætt framtak dreifbýlinga i rafmiölaframleiðslu er ef til vill ekki langt undan. Hljóðvarpið sýnist kjörinn vettvangurÞaöhef- ur hvarflað að mér, hvort eitt- hvert hinna 40 eða 50 áhugaleikfé- laga landsbyggðarinnar muni ekki um siðir fá að heyrast á fimmtudagskvöldi á vegum leik- listardeildarinnar. Sæmilega lag- tækum mönnum er hægöarleikur að nema á segulbönd hvort held- ur er sviösleikrit þau, sem leikfé- lögin flytja eða hreinar hljóð- myndir einsog útvarpsleikritin i Skúlagötuleikhúsinu. Þjóðinni allri væri akkur i frumsömdum hljóðmyndum úr sveit og sjávar- þorpum, kostnaður og vinna i sambandi við slikt er smáræði i samanburði við sviðsflutning. 1 sumar hyggst einkaaðili reyna það úti um byggðir lands- ins, sem að réttu lagi ætti að vera hlutverk Rikisútvarpsins: hann ferðast með hljóðvinnslustofu sina i sendiferðabil og safnar hljómsveitum, söngvurum og öðru góðgæti, sem fólk óskar að varöveita. Við skulum vona, að i framtiðinni verði Rikisútvarpið svo stöndugt, að það geti haft á hreyfingu um landið bæði hljóð- vinnslutæki og myndsegulbönd handa dreifbýlingum að leika listir sinar á. En það er mesti ó- þarfi að sitja með hendur i skauti sökum imyndaðs aðstöðu- og tækjaskorts. Islenska hljóðvarpið er til dæmis ekki vandfýsnara en svo, að ýmsir þeir fréttaaukarnir, sem Egill Egilsson hefur sent frá Kaupmannahöfn, til Reykja- vikur, hljóðrituðust á snældutæki (kasettutæki) á eina pottþétta upptökustað ibúðar hans við dyn- þunga umferðargötu, baðher- berginu. Landshljóðvarp hefur verið stundað hérlendis bæði við kosn- ingar og jarðarfarir. Endur- varpsstöðvar útvarps eru nefni- lega sjálfstæöar útvarpsstöðvar, þegar viljinn er fyrir hendi. Og senditækni hljóðvarps er hvorki flókin, dýr né fyrirferðarmikil, einsog marka má af skæruliöa- starfsemi ungra áhugamanna um dægurlög i Reykjavik og útvarps rekstri menntaskólanna úti á landi. Með komu hins nýja sjón- varpsbils, sem gerir kleift að senda beint frá öðrum stöðum en upptökusalnum við Laugaveg, vantar ekki mikið upp á, að um endurvarpsstöövar sjónvarps megi senda staöbundið efni þegar verkast vill. Við beint sjónvarp frá Þjóðhátið á Þingvöllum fyrir ári siðan var til þess arna notast viö leigða tengla frá Noregi. Ef einhvern tima rýmkast um fjár- hag islenskra firðsambanda, eða annar háttur verður upp tekinn i notkun auranna, svo dreifikerfið lagfærist, mundu slikir gripir vera ofarlega á óskalista þeirra, sem vilja veg.. dreifbýlisins til jafns við höfuðborgarsvæðið. Og það er nú skoðun min, að róttæk fjölmiðlunarstefna á Is- landi hljóti að leggja sérstaka á- herslu á eflingu þessarar stað- bundnu dreifingaraðstöðu. Losa semsé dreifbýlinga úr viðtöku- kreppunni með þvi að búa i hag- inn fyrir sjálfstætt starf þeirra á fjölmiðlunarsviði. Þjóðfrelsis- barátta þessi er i minum augum þriþætt: 1) Efling aðstöðu i hér- uðum landsins, svo að sem viðast búi tækni og þekking á vinnslu út- varpsefnis. 2) Hagnýting endur- varpsstöðvanna til þess að senda reglulega sjálfstætt efni innan sýslu eða héraðs. Þá yrði afmark- aður sérstakur timi, til dæmis um helgar, sem tJtvarp Reykjavik sendi aðeins til höfuðborgar- svæðisins, en nokkrar landshluta- stöðvar sæju um að flytja öðrum landsmönnum heimabakað efni. 3) Áhersla á lögtryggingu þess, að umsjón og rekstur landshluta- fjölmiðlunar og annars sjálfstæðs útvarpsrekstrar verði byggð á fé- lagslegum grunni. Vegna fyrsta atriðisins er rétt að taka fram, að þótt i framtið- inni sé hugsanlegt, að samvinna um kaup og notkun nauðsynlegra tækja yrði á sýslunnar vegum, sveitarfélagsins eða hreppsins (og þá vonandi i sambandi við fjölmiðlunarkennslu skólanna), liggja þokkaleg framleiðslutæki þegar um allt land. Annaðhvert fermingarbarn á snældusegul- band og auk 16 mm tækja frétta- manna sjónvarps eiga fjölmörg heimili 8 mm ræmuvélar. Að visu hefur islenska sjónvarpið ekki að- stöðu til þess að sýna 8 mm ræmur ennþá, en það er einungis spurning um vilja ráöamanna til þess að kaupa eitt einfalt sýning- artæki. Væri Rikisútvarpið opnað fyrir aðsendu efni, eins og dag- blöðin, mundi við blasa nýr heim- ur mannlegra samskipta i raf- miölum, ég tala nú ekki um ef stofnunin hvetti og styrkti dreif- býlinga i þessu réttlætismáli. Ekki er ég i vafa um, að þótt upphafsskeið slikrar starfsemi litist eflaust af aðferðum og hugs- unarhætti hefðbundins stofnunar- útvarps, vaxa úr starfi almenn- ings fjórangar nýrra leiða. Stund- um hefur borið á vonbrigðum heimafólks vegna fréttaflutnings og heimildarþátta utan af landi. Stafar það ekki ósjaldan af þvi, að reykviskir klipparar og frétta- menn, ókunnugir staðháttum, spilla aðsendum fréttaræmum eða bregða villandi blæ á efnið með röngum samskeytingum. Hvað er sjálfsagðara en að hinir viðameiri heimildarþættir um byggðarlögin séu sniönir og frá- gengnir i umsjón heimamanna? Þótt ég hafi nokkuð fjölyrt um þetta sérstaka hugðarefni mitt, landshlutaútvarp I ýmsu formi, getur það varla talist brýnasta og eðlilegasta úrlausnarefnið strax. Geigvænlegasti gallinn á út- varpsmálum þjóðarinnar er móttökuskilyrðin á útkjálkunum. Það er móögun við augu og eyru islenskrar alþýðu að ala þau á skjálfandi gráma, urgi og öðrum rafmögnuðum bragleysum. Erindrekar þjóð- arinnar á alþjóða fjarskiptaþingum verða að tryggja landhelgi okkar í loftbylgjum Geigvænlegasti gallinn í útvarpsmálum þjóðarinnar eru móttökuskilyrðin á útkjálkunum Mætti ekki nýta áhugaleikfélög við landshlutaútvarp og koma upp upp- tökuaðstöðu úti á landsbyggðinni?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.