Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júli 1975. Tillaga til blaðsins r I stað YL komi 3 fyrstu stafirnir! Tilefni þessara skrifa minna er það, að ég er óánægður með nafn- gift þá, er blaðið hefur valið þeim ármönnum frelsis og lýðræðis, sem þið nefnið ýmist Vl-menn eða Vl-menn og haldnir virðast nokkru ofnæmi á ærunni. Þar sem mér þykir ekki ólik- legt, að unnendur hersetunnar eigi eftir að höfða enn eitt málið á hendur blaðinu fyrir þær duldu aðdróttanir, sem i þessum tvi- buratáknum felast, virðist mér ráðlegt að farið sé fram með allri varúð, jafnt málfræðilega sem tölfræðilega. Skal ég nú færa nokkur rök fyrir þessari skoðun minni. Þegar farið er i lúsaleit um merkinu orða, eins og þráfaldlega gerist i meiðyrðamálum, kemur mörg skýringin til greina. Það hlýtur óneitanlega að teljast móðgandi — að maður ekki segi ærumeiðandi — að setja sömu einkennisstafi á vildarmenn hers- ins og tryllitæki hans, þó að ef til vill megi segja að hér eigi hlut að máli varnarlið varnarliðsins. Reyndar kastar þó fyrst tólfun- um þegar nánari skilgreiningar á táknunum er leitað, þvi hvað er VI? Það er sex í rómverskri tölu. En með þvi að hinir ærumeiddu eru ekki sex heldur ýmist 12 eða 14 þá gæti búið hér annað undir, er orkað gæti ertandi á næmar ærur. Þarf ekki ýkja mikið hug- myndaflug til þess að finna út, að hér sé verið aö dylgja með það að hinir æruskertu samborgar okkar — að sjálfsögðu sárasaklausir — séu einhverjir ,,sex”-menn, sem jafnt eftir nútima skilningi, sem og á hinu ylhýra máli varnarliðs- ins gæti þýtt að mennirnir væru eitthvað afbrigðilegir á kynferð- inu. En þó nú að þeir sjái þess fulla þörf að þjóðin hafi mök við herinn þá eru þau mök á allt öðru sviði. Nú leyfi ég mér, sem gamall og nýr velunnari Þjóðviljans, að mælast til þess, að hér verði upp teknir nýir og siðsamari hættir gagnvart hinni dyggðumprýddu baráttusveit, og að þeim verði valin heiti af meiri nærfærni. Legg ég þvi til, að i stað VI verði notaðir þrir fyrstu bókstafirnir i hugsjónaheitinu „Varið land” og mennirnir framvegir nefndir „VAR-menni”. Ætlast ég til að enginn blandi þessu saman við orðið varmenni, sem i orðabók Sigfúsar Blöndal er útlagt á dönsku með orðunum-, Kæltring, Skurk, samvittighedslöst Men- neske. Vona ég að blaðið taki þessari ábending minni með skilningi. Þar sem ég nú á annað borð er farinn að skrifa blaðinu get ég al- veg eins skýrt frá þvi, að ég fylg- ist náið með ,,sex”-horninu (VI- horninu). Undrar það mig mest hvað málsóknarmenn leggja allir mikið upp úr þvi, sem Þjóðviljinn hefur um þá sagt og telja, að þvi er virðist, margfalt liklegra, að á- litshnekkir þeirra eða ærurýrnun stafi af áhrifum blaðsins fremur en að þeir hafi lækkað i áliti fyrir gerðir sinar og störf að bænar- skrármálunum. Vænti ég, að höfðingjar þessir meti það ekki til ærumeiðingar af minni hálfu þó að ég geti mér þess til að þeir séu allir Sjálfstæðis- menn eða i hliðstæðum samtök- um. En að slikir taki Þjóðviljann svona hátiðlega er mér fullkomið undrunarefni. Hér áður fyrr, er ég tók meiri þátt i stjórnmálabaráttunni þótti okkur samherjunum sist að lasta þó að við fengjum illmælgi i i- haldsblöðunum, og brixl jafnvel ajlt upp i landráð, þvi þau skeyti töldum við útsend af hinum eina sanna myrkrahöfðingja. En ein- sætt er, aö þessir menn meta and- stæðing sinn á annan veg en við gerðum. Leggja þeir greinilega meira upp úr áhrifamætti blaðs- ins en jafnvel við, gamlir fylgj- endur sósialismans. óska ég blaðinu til hamingju með þennan álitsauka, meðan álit annarra fara þverrandi, svo að ekki dugir minna en fjárhagslegar stór- „blóðgjafir” til þess að firra al- varlegri manngildisrýrnun. En meðal annarra oröa, hvar eru allir okkar reviuhöfundar? Sig. Guttormsson. HORN í SÍÐU Biðleikur metorðagirndar Fyrir nokkrum misserum átti sér stað hatrömm deila um rit- stjóraembættiðá dagblaðinu Visi. Sótti þar hart fram Hörður Ein- arsson, hrl. og Vl-maður gegn ennverandi ritstjóra, Jónasi Kristjánssyni. Mótmæli ritstjórn- ar blaðsins gegn hugsanlegri þangaðkomu Harðar urðu til þess, að stjórn útgáfufélagsins fékkstekki til þess að samþykkja Hörö sem meðritstjóra að blaðinu og málið virtist úr sögunni. En svo var þó ekki. Hörður og fylgismenn hans inn- an útgáfufélagsins, Reykja- prents h/f, héldu baráttunni áfram. Var helst sótt til vopna i búr ennverandi ritstjóra, og þá I rit- stjórnargreinar hans. Stjórnar- menn Reykjaprents, þeir sem ólmir vildu koma Herði að, vitn- uðu I sffellu i leiðara Jónasar, og töldu aö þeir færu ekki saman við skoðanir þær, sem blaðinu væri ætlaö að kynna, i þeim bryddaði á sjálfstæöum skoðunum og sjálf- stæðar skoðanir, sem ganga i ber- högg við þær, sem mönnum er ætlað að hafa, eru ekki þær skoð- anir, sem ætlunin var né heldur er að breiða út með útgáfu Visis. Þvi var það seint i mai eða i byrjun júni, að meirihlutafylgi fékkst fyrir þvi innan stjórnar Reykjaprents, að segja Jónasi Kristjánssyni upp ritstjórastarfi. Hefur hann þó fjögurra mánaða uppsagnarfrest, en óvist er nema hann fari fyrr en sá timi er úti, einkum vegna þess, að á sama fundi var ákveðið að setja mann upp við hliðina á honum til leið- araskrifa. Þó ekki Hörö að svo komnu máli. Sá sem til var kvaddur að ryðja brautina fyrir Hörð er Þorsteinn Pálsson, blaöamaður á Morgun- blaðinu, Staksteinahöfundur og þrautæfður I þeim vinnubrögðum, sem staksteinahöfundar hafa jafnan tileinkað sér og talin nauð- synleg viö ritstjórn flokksblaða Sjálfstæðisflokksins. Sú ráðstöfun, að setja Þorstein við hlið Jónasar er þó ekki allur leikurinn, þvi innan tiðar, ef að líkum lætur á haustmánuðum, verður Herði Einarssyni skotið inn á Visi sem ritstjóra. Ekki er undirrituöum kunnugt um hvort þá eigi hlutverki Þorsteins að vera lokið eða hvort hann fær framvegis að vera meðritstjóri Harðar eftir að hann hefur tekið alla stjórn blaðsins i sinar hend- ur. —úþ Karpov Karpov teflir og teflir Hér átti svartur að leika d6 ásamt Bd7. Þegar Karpov var krýndur heimsmeistari I skák sagði hann að heimsmeistarinn yrði skil- yrðislaust að tefla mikið. Hann ætti ekki að hegða sér eins og Fischer sem dró sig i hlé er hann varð heimsmeistari. Karpov er nú þegar búinn að tefla I einu sterku skákmóti þar sem hann sigraði örugglega eins og menn muna. t næsta mánuði hefst svo sveitakeppni Sovét- rikjanna og þar verður Karpov á 1. borði I skáksveit Leningrad. Með honum I sveitinni verða m.a. Kortsnoj, Furman og Tai- manov. Þessir skákmenn myndu örugglega ná langt á Olympiumótinu ef þeir mynd- uðu eina 4 manna sveit. En þeim er alls ekki sigur vis i Sovétrikj- unum. Skáksveit Moskvu er m.a. skipuð þeim Petrosjan, Smyslov, Bronstein, Balashow, og Vasjukov. t skáksveit Rúss- lands cru m.a. Spassky, Poluga- jevsky, Suetin og Geller. Þessar 3 skáksveitir eru einna sigur- stranglegastar. Hver sveit er skipuð 7 karlmönnum og 2 kon- um. Karpov hefur þvi i nógu að snúast þessa dagana. Ég þykist þess fullviss að allir skákáhuga- menn fagna þvi hversu hann er iðinn við að tefla. Það er ekki örgrannt um að manni detti i hug að einvigi hans og Fischers, UMSJÓN: JÓN BRIEM 8. d4 g4 9. Rxe5 Rxe5 10. dxe5 nxe5 11. Dxg4 nxc3 12. Hbl Hg8 13. Dh5 ng7 14. g3 c6 15. Bd3 d6 Staða svarts er nú orðin mjög erfið vegna þess hve hann er langt á eftir i liðsskipan og kóngurinn illa staddur á mið- borðinu. 16. Rc4 Bg4 17. nh4 Rc8 18. e5 dxe 19. Bh6 Bd8 20. Bxg7 Bxh4 21. Bxe5 f5 Meginhótunin var 22. Bxh7. 22. Ra5 gefið. Jón G. Briem. sem liklega verður aldrei, gæti orðið all-jafnt og spennandi. Karpov er stöðugt að bæta við sig Elo-stigum og ég held að hann sé nú orðinn stigahærri en Spassky varð nokkru sinni. A minningarmóti Vidmars, sem lauk fyrir skömmu, á ital- inn Mariotti að hafa sagt fyrir skák sina við Karpov, að hann þættist góður ef hann þraukaði i 23 leiki. Slikar yfirlýsingar sýna nú ekki mikið baráttuþrek enda tapaði hann skákinni i 22 leikj- um. Hér kemur skákin: Hvitt: Karpov Svart: Mariotti 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 4. 0-0 Hf6 Leiknum 4... Rd4 myndi hvit- ur svara með 5. b4 Bb6 6. Rxd4 Bxd4 7. c3 Bb6 8. d4 c6 9. Ba4 d6 10. b5 og stendur betur. PALME A KÍJBU Kúbanir geta beðið í mörg ár9 segir Castro um afnám viðskiptabanns Bandarikjanna Havana 30/6 reuter —• Forsætis- ráöherra Svíþjóðar, Olof Palme, er nú á Kúbu í opinberri heim- sókn. Kúba er þriðja rikið i rómönsku Amerlku sem Palme heimsækir, áður var hann i Mexi- kó og Venesúela. Palme er fyrsti þjóðarleiðtogi vestræns iðnrikis, sem sækir kúbani heim, eftir að þeir gerðu byltingu i landi sinu. Hann átti i gær viðræður við Fidel Castro forsætisráöherra Kúbu og snerust þær einkum um sambúð Kúbu og Bandarikjanna. 1 Viðræðunum sagði Castro að viöskiptabannið á Kúbu hafi verið pólitisk mistök hjá bandarlkjamönnum, þar sem það hafi fremur orðið til þess að fjarlægja Bandarikin Suður- Ameriku en Kúbu. Hann kvað kúbani vel geta beðið i nokkur ár til viðbótar eftir þvi að viðskipta banninu yrði aflétt og eðlileg tengsl kæmust á milli Kúbu og Bandarikjanna. t gærkvöld fóru þeir Palme og Castro til Santiago de Cuba sem er austast á eynni. Þar hélt Palme ræöu og mælti með þvi að nýrri efnahagsskipan yrði komið á I heiminum. Kvaöst hann hafa orðið var viö háværar kröfur um þaö á ferð sinni um Suður-Ame- Palme riku. Hann fjallaöi einnig um á- stand mála I Chile og fordæmdi herforingjastjórnina sem hann kvað dæmda til að hverfa fyrr eða siðar. — Það sem gerðist á Kúbu i gær, það sem er að gerast i Viet- nam og Portúgal I dag gerist i Chile á morgun, sagöi Palme. Castro þakkaði Palme fyrir stefnu stjórnar hans I málefnum Chile og aðstoö svia við þjóðfrels- ishreyfingar Afríku, svo og við Kúbu sl. fjögur ár. Kvað hann svia hafa staðið i fararbroddi vestrænna ríkja sem fordæmdu efnahagslegar árásir Bandarikj- anna á Kúbu. Palme snýr heim frá Kúbu á morgun þriöjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.