Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júli 1975. Það var annaðhvort að gera þetta núna eða — sagði Ólafur H. Jónsson landsliðsfyrirliði í handknattleik um þá ákvörðun sína að fara til V-Þýskalands í haust aldrei — Það var annaðhvort fyrir mig að gera þetta núna eða aldrei, ég er orðinn 25 ára og maður á ekki svo mörg ár eftir i þessu að maður geti leyft sér að biða og sjá hvort betra tilboð berst og kannski fær maður aldrei svona tilboð aftur, sagði Ólafur H. Jónsson, hinn frábæri handknattleiksmaður úr Val, fyrirliði islenska landsliðsins i handknattleik er við ræddum við hann i gær um þá ákvörðun hans að fara til V-Þýskalands og leika þar með 1. deildarliðinu Pankersen, sama liði og Axel Axelsson leikur með. — Mér leist mjög vel á mig þarna og allar aðstæður eru eins og bcst verður á kosið. Einhver óánægja kom upp i liðinu i fyrra sem lauk með þvi að þjálfari liðsins.var rekinn. Sá sem nú tekur við er gamall leikinaður frá Hankersen, og þykir hann mjög efnilcgur þjálfari en er sagður afar harður. — Veistu hvernig þú verður notaður i sókninni? — Ég verð að öllum Ifkindum notaður sem línumaður. Þá vantar linumann og fyrst ég get leikið þá stöðu tel ég vist að þeir noti mig þar. Annars nota þeir linumenn öðru visi en við, þeirra linumenn eru ekki með þessar hliðarhrcy fingar eins og við, heldur krossa þeir miklu meira. — Nú gerðir þú 3ja ára samn- ing, er hann algerlega bindandi fyrir báða? — Nei, ef ósamkomulag verður geta aðilar sagt honum upp með 2ja rnánaða fyrirvara, annað væri útilokað. — En hvernig verður með námið, nú átt þú aðeins eitt ár eftir i viðskiptafræði? — Já, ég reikna með að stunda háskólanám að ein- hverju marki þarna, cn reikna hinsvegar með að koma heim til að taka prófin, það er betra fyrir mig. — En hvernig verður með þátttöku þina i iandsleikjum fyrir island? — Ég reikna með að geta leikið með því. Landsliðspró- gramið liggur fyrir og þeirra prógram lika. Ég tel fullvist að ég fái að leika með islenska landsliðinu eins og ég vil sé þess óskað héðan að heiman. Eins og mcnn muna þá voru það engin vandræði fyrir Axel að fá að leika með landsliðinu. — En hvernig vcrður búið að ykkur persónulega? — Ég vil helst ekkert tala um það, mér leist vel á þetta eins og ég sagði áðan og það vel að ég sló til. — Og hvenær ferðu? — Ég fer utan 10. ágúst og byrja þá að æfa strax með liðinu en deildarkeppnin hcfst 20. sept- cmbcr. Ég ætla að nota sumarið vclog æfa á fullu, enda fer ég til Júgóslaviu með landsliðinu áður en ég held til Þýskalands. —S.dór Ólafur H. Jónsson. Ali vann á stigum Konungur allra tima i hnefa- leikum, Muhamed Ali átti ekki i nokkrum minnstu crfiðleikum með að verja heimsmeistaratitil sinn i þungavigt i fyrrinótt þegar hann sigraði hinn unga og glæsi- lega hnefaleikara frá Englandi, Joe Bugner, á stigum i 15 lotu keppni. Keppnin fór fram i Kuala Lumpur. Ali hafði mikla yfirburði og sigraði á stjgum i 9 lotum, Bugner i 4,en tvisvar voru þeir dæmdir jafnir. Ali, sem er orðinn 34ra ára gamall dansaði i kringum keppi- naut sinn allan timann.og snerpa og hraði er enn hans sterkasta hlið, þrátt fyrir aldurinn. Með þessum sigri hefur Ali sýnt svo ekki verður um villst að það var engin tilviljun þegar hann sigraði Foreman i fyrra og hann er mesti hnefaleikari sem nokkru sinni hefur verið uppi. Ali hafði orð á að þetta yrði sinn siðasti leikur, en eftir sigurinn skipti hann um skoðun og ætlar að berjast við Frazer eftir 10 vikur. Selfyssingar jöfn- uðu á síðustu mín. — en voru þó öllu sterkari Selfyssíngar tóku á móti ár- menningum i fyrrakvöld og voru ansi hætt komnir i þeirri viður- eign þótt þeir hafi I heildina verið sterkari aðilinn. A siðustu minútu tókst heimamönnum að jafna eftir þunga pressu en þá voru trú- lega flestir selfyssinga búnir að afskrifa stig i þessum mikilvæga leik. Selfyssingar léku undan vindi i fyrri hálfleik ef hægt er að tala um vind á annað markið. Þeir sóttu töluvert meira fram að leik- hléi, voru þó ekki afgerandi og bæði liðin sköpuðu sér tækifæri sem ekki nýttust. Sumarliði brausteinu sinni i gegn, lék átvo eða þrjá varnarmenn en ög- Svíar höfðu yfirburði — og sigruðu norðmenn 3:1 Sviar sigruðu norömenn 3:1 i landsleik i knattspyrnu sem fram fór I Stokkhólmi í gær- kveldi. Leikurinn var liöur i Evrópukeppni landsliða en þessi lið eru i 3. riðli keppninn- ar. Þetta var síðasti leikur norðmanna fyrir leikinn viö islendinga sem fram fer hér á landi nk. mánudag og var hann allt annað en uppörvandi fyrir þá, þeir áttu aldrei neina minnstu möguleika og þó voru svfar án sins besta manns Ralf Edström. Það voru þeir Thomas Nor- dahl og Ove Grahn sem skor- uðu mörk svianna, Nordahl skoraði 2 mörk, á 33. min og á 5(1. mín. Ove skoraöi sitt mark úr vitaspyrnu á 65. min. Fyrir norðmenn skoraði Erik-Just Olsson á 55. min, og var mark hans jöfnunarmark. Staöan i 3. riðli er þá þessi: Júgóslavia N-trland Sviþjóð Noregur 4-3-0-l-8:4 -6 3-2-0-1-4:2 -4 3- l-0-2-4:5 -2 4- 1-0-3-5:10-2 mundur Ármannsmarkvörður bjargaði laglega eins og svo oft i leiknum en hann var einn albesti maður vallarins og reyndi mikið á hann I þessum leik. 1 siðari hálfleik tóku selfyssing- ar öll völd i byrjun. Sumarliði skrúfaði sig i gegnum vörnina aftur, átti bara eftir að renna framhjá markverðinum er Krist- inn Petersen ýtti i bakið á honum. Sumarliði barðist við að halda jafnvægi en missti boltann. Er ekki ótrúlegt að hann hefði fengið vitaspyrnuna ef hann hefði „látið sig” detta. Ármenningar náðu sér smám saman á strik er á leið og urðu fyrri til að skora. Löng sending kom fram völlinn, sóknarmenn Ármanns og varnarmenn selfyss- inga háðu kapphlaup og linuvörð- urinn hentist upp völlinn á eftir þeim og veifaði rangstöðu i grið og erg. Dómari var ekki á sama máli og linuvörðurinn og sagði eftir leikinn að rangstæði maður- inn hefði engin áhrif haft á sókn- ina. En hvað um það, markið varð staðreynd og var það Eiður Guðjohnsen sem rak endahnutinn á þessa umdeildu sókn. Selfyssingar duttu nokkuð niður við þetta mark og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að þeir tóku öll völd á ný. Gylfi Þ. Gisla- son átti hörkuskot skömmu fyrir leikslok sem ögmundur bjargaði i horn mjög laglega en greinilegt var að jöfnunarmark lá i loftinu. Það kom si"ðan eins og áður segir á siðustu sekúndunum og var það Guðjón Arngrimsson sem skoraði það framhjá miklum fjölda sam- herja og mótherja. Úrslit. urðu sem sagt 1-1, 2. deildin er galopin á ný og spennan i hámarki. Selfyssingar eiga erfiðan leik framundan, þeir mæta Breiðabliki á nýja grasvelli kópavogsbúa nk. sunnudag kl. 20.00. -gsp ÍÞRÓTTIR \_______ VIKUNNI Knattspyrna Þriftjudagur 1. júll l.deild Laugardalsvöllur: Valur—Fram kl. 20.00 4. n. A Víkingsvöllur: Vik—IBK — 20.00 4. n. A Kópavogur: UBK—Þróttur — 20.00 4. n. B Hvaleyrarholt: FH—Afturelding — 20.00 4. H. B Stjörnuvöllur: Stjarnan—Haukar — 20.00 4. fl. B GróUuvöllur: Grótta—Grindavlk — 20.00 4. fl. C Arbejarvöllur: Fylkir—IR — 20.00 4. n. C Þorlákshöfn: Þór Þ—Leiknir — 20.00 4. n. C Sandgeröi: Reynir—Vlöir — 20.00 4. fl. C Njarövík: Njarövlk—Selfoss — 20.00 5. fl. A Keflavik: IBK—FH — 20.00 5. fl. A KR-völlur: KR—UBK — 20.00 5. fl. B Armannsvöllur: Armann—Vföir — 20.00 5. fl. B Stjörnuvöllur: Stjarnan—Fram — 19.00 5. fl. B Hvaleyrarholt: Haukar—Þróttur — 19.00 5. fl. B Selfoss: Selfoss—Leiknir — 20.00 5. fl. C Grindavfk: Grindavik—Afturelding — 20.00 5. fl. C Gróttuvöllur: Grótta—Njarövfk — 19.00 5. n. C Arbœjarvöllur: Fylkir—IR — 19.00 Miövikudagur 2. jiill 1. deild Laugardalsvöllur: KR—IBV kl. 20.00 1. deild Keflavikurvöllur ÍBK—1A — 20.00 3. dcild C Þingcyri: HVI—Bolungarvfk — 20.00 2. fl A Framvöllur: Fram—Valur — 20.30 2. n. A Þróttarvöllur: Þróttur—Vik — 20.30 3. fl. A Kópavogsvöllur: UBK—IBK — 20.00 3. fl. A Hvaleyrarholtsv.: FH—Haukar — 20.00 3. fl. A Þróttarvöllur: Þróttur—KR — 19.00 3. fl. Selfoss: Selfoss—Reynir — 20.00 3. n. B Gróttuvöllur: Grótta— Fylkir — 20.00 3. fl. B Breiöholtsvöllur: Leiknir—IR — 20.00 4. n. A Valsvöllur: Valur—KR — 20.00 5. n. A Akranes: 1A—Valur — 20.00 Fimmtudagur 3. jiill 2. fl. A Kópavogsvöllur: UBK—ÍA — 20.00 2. fl. B Stjörnuvöllur: Stjarnan—1R — 20.00 2. fl. B Gróttuvöllur: Grótta—Fylkir — 20.00 2. íl. B Kaplakrikavöllur: FH—Haukar — 20.00 3. fl. B Varmárvöllur: Afturelding—Grindav. — 20.00 3. fl. B Armannsvöllur: Armann—Stjarnan — 20.00 3. fl. A Framvöllur: Fram—1A — 20.00 Föstudagur 4. jiill 1. deild I.augardalsvöllur: Vlk—FH kl. 20.00 3. deild A Arbœjarvöllur: Fylkir—Leiknir — 20.00 3. deild A Njarövlkurvöllur: Njarövik—Reynir — 20.00 3. deild B Garösvöllur: Viöir—1R — 20.00 3. deild B Varmárvöllur: Afturelding—Grótta — 20.00 Laugardagur 5. júll 2. deild Ólafsvfkurvöllur: Vfk ó—Þróttur — 16.00 2. deild Húsavikurvöllur: Völsungur—Reynir A — 14.00 2. deild Armannsvöllur: Armann—Haukar — 14.00 3. deiid A Þorlákshöfn: Þór Þ—Grindavik — 16.00 3. deild B Vlk I Mýrdal: USVS—Stjarnan — 16.00 3. deild C Stykkishólmur: Snæfell—Bolungarvfk — 16.00 3. deild D ólafsfjaröarv.: Leiftur—KS — 16.00 3.deild D Akureyri: KA—Efling — 16.00 3. deild F Neskaupstaöur: Þróttur N—KSH — 16.00 3. deild F Fáskrúösfjöröur: Leiknir—Huginn — 16.00 3. fl. A Vestmannaeyjavöllur: tBV—Vlkingur — 15.00 3. fl. D Sauöárkrókur: Tindastóll—l.eiftur — 16.10 4. fl. E Sauöárkrókur: Tindastóll—Leiftur — 15.00 5. fl. E Sauöárkrókur: Tindastóll—Leiftur — 14.00 3. ÍI. D Akureyrl: Þór—Völsungur — 16.10 4. fl. E Akurcyri: Þór—Völsungur — 15,00 5. fl. E Akureyri: Þór—Völsungur — 14.00 3. n. D Siglufjöröur: KS—KA — 16.10 4. H. E Siglufjöröur: KS—KA — 15.00 5. n. E Siglufjöröur: KS-KA — 14.00 4. n. A Vestmannaeyjavöllur: ÍBV—Fram — 14.00 4. fl. D Þingcyri: HVl—Bolungarvik — 16.00 Sunnudagur 6. júli 2. deild Kópavogsvöllur: UBK—Selfoss kl. 20.00 3. deild B Vlk I Mýrdal: USVS—Viöir — 16.00 2. fl. A Vestmannaeyjavöllur: ÍBV—KR — 15.00 3. R. E Fáskrúösfjöröur: Leiknir—Huginn — 16.10 4. n. F Fáskrúösfjöröur: Leiknir—Huginn — 15.00 5. H. F Fáskrúösfjöröur: Leiknir—Huginn — 14.00 3. fl. E Héraösvöllur: Höttur—Þróttur N — 15.00 5. n. F lléraösvöilur: Höttur—Þróttur N — 14.00 4. fl. F Eskif jöröur: Austri—Valur — 15.00 5. n. F Eskif jöröur: Austri—Valur — 14.00 Konur A Grindavfk: Grindavfk—Haukar — 14.00 — A Kcflavfk: IBK—FH —14.00 — B Armannsvöllur: Armann—Þróttur — 14.00 — B Stjörnuvöllur: Stjarnan—Fram — 14.00 5. n. A Vestmannaeyjavöllur: ÍBV—Vlk — 14.00 Mánudagur 7. júll Landsleikur — Island — Noregur/Finnland 3. deild F Seyöisfjöröur: Huginn—Þróttur • N kl. 20.00 Frjálsar iþróttir Miövikud. 2. Júll: Reykjavlkurleikar, Laugardals- völlur kl. 20.00, fyrri dagur. Fimmtud. 3. júll: Reykjavlkurleikar, Laugardals- völlur kl. 20.00, siöari dagur. Laugard. 5. júll: Meistaramót pilta, telpna, stráka og stelpna, Kaplakrikavöllur, Hafnarfiröl, kl. 14.00 fyrri dagur Sunnud. 6. júll: Meistaramót þeirra yngstu, Kapla- krikavöllur, kl. 14.00, slöari dagur Golf 3.JÚ1I: G.S.O.S.K. lljóna ogparakeppni 18holur 5. Júll: Leynlr. S.R. mót. 18 holur m/forgjöf. 6. júll: Lcynir. S. R. mót 36 holur án forgjafar. liá- marksforgjöf 13. 7. -3. júll: Mcistaramót allra klúbba. S.R keppnin hjá Leyni . og 6. juli Hin árlega S.R. keppni fer fram dagana 5—6. júli. Þann 5. verður keppt með og án forgj. i 2. og 3. fl. 18 holur og þann 6. i 1. og mcist- araflokki og gefur sú keppni sent cr 36 holur stig til landsliðs. Fyrri 18 h. eru með forgjöf. 1 tiicfni af 10 ára afmæii klúbbs- ins mun klúbburinn veita John Letters putter i verðlaun þeim er fara hoiu i höggi, og fyrirtækið Skagaprjón mun veita golfpeysu i verðlaun fyrir að vera næstur stöng á 8.br. og Fyrirtækið Akra- prjón mun veita i verðlaun kven- prjónaflik að eigin vali fyrir samskonar afrek á 5. braut. líáða dagana verða keppendur ræstir út frá ki. 9 til 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.