Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. júli 1975. Hvað er félagsráðgjöf? Eitt af siöustu verkefnum Al- þingis i vor var að samþykkja lög um félagsráögjöf, þar sem starfsheiti félagsráögjafa er lögverndað. Það eru aöeins tæp- ir tveir áratugir siöan fyrsti fé- lagsráðgjafinn tók til starfa á tslandi og ennþá eru aðeins 16 félagsráögjafar í starfi hér á iandi. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, sem var formaö- ur undirbúningsnefndar á ný- lokinni ráöstefnu norrænna fé- lagsráðgjafa I Ileykjavik sagöi i viðtali viö blaöiöinú væru milli 25 og 30 islenskir félagsráð- gjafanemar á Norðurlöndunum, en stefnt er að þvi að koma upp deild i félagsráögjöf viö Háskóla íslands áöur en mörg ár liða. Félagsráðgjöf er upprunnin i HoIIandi, en ruddi sér þó fyrst verulega til rúms I Bandaríkj- unum á öörum tug aldarinnar þegar geðlæknir i New York fór að mennta fólk sérstaklega til þess aö sinna ýmsum vanda- málum geðsjúkra. Þaö er ekki fyrr en laust fyrir 1930 aö fyrsti félagsráðgjafaskólinn er stofn- aður i Bretlandi og skömmu siö- ar i Danmörku. Fyrsti islenski félagsráðgjafinn var Guðrún Jónsdóttir, en núverandi for- maöur Stéttarfélags islenskra félagsráðgjafa er Guörún Krist- insdóttir. Margrét sagöi ennfremur aö starf félagsráðgjafa heföi breyst mjög mikiö á þessum áratugum frá þvi fyrstu félags- ráðgjafarnir tóku til starfa. Nú væri æ meira stefnt að hópmeð- ferö og unnið með fólk i sam- bandi við ýmsa aðra aðila og stofnanir, en áður unnu félags- ráðgjafar meira einangraðir. Starfiö flest fyrst og fremst i að- stoð við einstaklinga sem eiga i einhvers konar erfiðleikum, persónulegum og félagslegum. Stefnt er aö þvi að nýta félags- ráðgjafa i ýmis konar áætlun- argerð og uppbyggingu á hinum ýmsu sviðum þjóðlifsins, þótt litiö hafi verið gert af þvi hér- lendis ennþá. Aðferðir og starfs- svið félagsráðgjafa er mjög mismunandi eftir þeim stofnun- um semhann vinnur við, en þær geta verið margvislegar, t.d. skólar, sjúkrahús, dagvistunar- stofnanir, gcðdeildir og margt fleira. Nú eru um 3000 félags- ráðgjafar við störf i Sviþjóö, 2500 I Finnlandi, 1600 i Dan- mörku og i Noregi einnig um 1600. Námið tekur tæp þrjú og hálft ár og er stöðugt allt árið. „í Breiðholti þarf að vera fyrir hendi öll sú þjónusta, sem kaupstaður úti á landi með hliðstæðan íbúafjölda hefur upp a bjóða, Undanfarin þrjú ár hefur Lissy Rasmussen verið formað- ur i félagsmálaráði i Alberts- lund sem er þrjátiu þúsund manna bær i úthverfi kaup- mannahafnar. Albertslund er fyrsti „skipulagði” bærinn i Danmörku og á þvi ýmislegt sameiginlegt með Breiðholts-- hverfinu i Reykjavik. Lissy var hér á ráðstefnu félagsráðgjafa og var i samstarfshópnum sem vann að Breiðholtskönnuninni. Við byrjuðum þvi á að spyrja Lissy um þessa könnun. „Samkvæmt henni bendir allt til þess að Breiðholtið verði einn af þessum svokölluðu „svefn- bæjum”. Við fengum að skoða hverfið og mér sýnist að þar vanti ennþá mjög mörg þjón- ustufyrirtæki sem kaupstaður með hliðstæðan ibúafjölda hef- ur. Fyrir utan matvöruverslan- ir tel ég þýðingarmest að komið sé upp viðunandi aðstöðu fyrir börn og unglinga. Sömuleiðis er nauðsynlegt að einhver aðstaða sé fyrir alla fjölskylduna, t.d. garðar, sundstaðir og þess hátt- ar. Mér sýnist mikið vanta á að aðstaða fyrir börn sé fullnægj- andi i nýjustu hlutum Breið- holtsins. Ég sá t.d. einn ömur- legasta leikvöll sem ég hef nokkru sinni séð þarna i Breið- holtinu. Rólur og vegasölt á beinhörðu malbikinu og ekki stingandi strá sjáanlegt svo langt sem augað eygði. Þetta er auðvitað til bráðabirgða, en við verðum að muna að börn eru ekki börn „til bráðabirgða” heldur aðeins einu sinni á æf- inni. Það er of seint að reisa leikvelli og dagvistunarstofnan- ir, þegar megnið af börnunum er vaxið úr grasi,” sagði Lissy. „Er grundvallarskipulag Breiðholts likt og Alberts- lunds?” „Það má segja að byggt sé á sömu grundvallarsjónarmiðum, þar sem reynt er að hafa sem flestar þjónustustöðvar i einni miðstöð og nauðsynjaverslanir dreifðar um hverfið. f Alberts- lund hefur tekist að byggja upp vegakerfi, þar sem vegir gang- andi og hjólandi mæta aldrei akvegum. Slikt hefur einnig verið reynt i Breiðholti, en ekki tekist að fylgja hugmyndinni al- gerlega eftir. Liklega þykir það of dýrt.” „Hvers kyns húsnæði byggið þið helst i Albertslund?” „Um helmingur húsnæðisins er leiguhúsnæði. Við reynum að byggja sem minnst af háhýs- um og hefur það komið mér mjög á óvart að þið skulið leggja svona mikið upp úr há- hýsum i Breiðholtinu, þar sem landrýmið er nóg. Byggingin þar er álika þétt að ibúafjölda og i Albertslund, þótt við séum mjög aðþrengd hvað landrými snertir. Meðalaldurinn er svip- aður i Breiðholtinu og hjá okkur og uppbyggingin að ýmsu leyti mjög lik.” „Hafið þið dagvistunarstofn- anir fyrir öll börn i Alberts- lund?” „Já, i dag höfum við það. Við höfum lagt mikla áherslu á að allar konur sem vilja vinna utan heimilis, eigi kost á þvi. Ég tel að það sé mikil hætta á að kon- ur, einangrist sem dveljast heima i mörg ár iheð börnum sinum i hverfum eins og t.d. Breiðholti og eiga engan kost á að komast út að vinna vegna skorts á dagvistunarheimilum. Sáralitil starfsemi fer fram i þessum hverfum og það er mjög fátt sem hægt er að dreifa hug- anum við. En til þess að dag- vistunarstofnanir séu reistar, þarf fyrst að viðurkenna þörf þeirra fyrir börnin og rétt kon- unnar til þess að vinna utan heimilis. Meðan hvorugt er fyrir hendi er varla hægt að ætlast til að miklum fjármunum sé varið i byggingu slikra stofnana. Sömuleiðis er hægt að koma i veg fyrir óteljandi óhöpp og af- brot unglinga, með þvi að skapa þeim aðstöðu til vinnu og félags- starfs. Það er nauðsynlegt að vinna frá upphafi að þvi að gera þessi nýju hverfi manneskjuleg og aðlaðandi, þannig að þau verði ekki bara „stökkpallur” fyrir ibúana i „annað og betra” hverfi. Þess vegna er stórhættu- legt að draga uppbyggingu „Við læsum börnin ekki inni með lyklum, heldur með mannlegum samskiptum” „Markmiðið með starfi okkar er að hjálpa unglingunum inn i þjóðfélagið, en ekki að hjálpa þjóðfélaginu við að halda áfram að kasta þeim út”, segir Britta Hansson, sænskur félagsráð- gjafi, sem hefur sérmenntað sig i barnasálarfræði og undanfarin 13 ár veitt forstöðu meðferðar- heimili fyrir unglinga, sem hef- ur vakið mikla athygli. Við ræddum við Brittu er hún sat ráðstefnu norrænna félagsráð- gjafa og hún sagði okkur frá heimilinu á Nyboda við Stokk- hólm, þar sem tekið er á móti unglingum sem eiga við alvar- lega erfiðleika aö striða, svo sem áfengis og fikniefnanotkun eða taugaveiklun. Sum hafa komist i kast við lögin eða verið visað úr skóla. „í raun og veru hafa þessir unglingar sýnt einkenni alvar- legra vandamála, þótt einkenn- in séu aðeins bending á sjálft vandamálið. Þessi börn tjá sig á þann hátt, sem er eyðileggjandi fyrir þau sjálf og umhverfið. Okkar markmið er ekki fyrst og fremst að reyna að aðlaga ung- lingana umhverfi sinu. Við reynum þess i stað að hjálpa þeim til þess að sjá að þeirra tjáningarform og hegðun gerir þeim sjálfum mest illt. Við vilj- um ekki að börnin hætti endi- lega að mótmæla eða sýna eðli- Jega svörun við umhverfi sinu, en við viljum að þau geri það þannig, að hvorki þau eða aðrir hljóti af þvi skaða. Þannig reyn- um við að hjálpa þeim til þess að finna nýtt tjáningarform. „Að hvaða leyti er Nyboda heimilið ólikt öðrum stofnunum fyrir afbrotaunglinga eða ung- linga með hegðunarerfiðleika?” „Okkar stefna hefur verið að reyna að koma upp heimili fyrir þessa unglinga, en ekki stofnun. Okkur finnst að árangursrikara sé að skipta stofnununum niður i smærri einingar, þannig að unnt sé að einbeita sér meira að ein- staklingnum. Hér á þinginu hef- ur einmitt verið rætt mikið um hvað komið geti i stað stofnana, en Nyboda heimilið virðist vera ein árangursrikasta tilraunin af þessu tagi. Nyboda er i raun venjulegt heimili, þar sem við hjónin og okkar börn tókum unglingana inn á heimilið sem okkar jafningja. Maðurinn minn var áður verkfræðingur, en hef- ur nú helgað sig þessu starfi eingöngu. Hjá okkur eru að jafnaði 6 börn auk okkar barna, og við höfum einnig fleira starfsfólk sem starfar meira eða minna á heimilinu”. „Hvað dveljast börnin lengi hjá ykkur?” „Þau dveljast a.m.k. 3 ár og ganga i almennan skóla frá heimilinu. Þetta er þó meira en venjulegt fósturheimili, þar sem um skipulega og markvissa meðferð er að ræða. Grundvöll- urinn er meðvituð stefna og starfið miðast fyrst og fremst við raunverulegar þarfir barn- anna. Þessar þarfir þarf að finna og meta til þess að unnt sé að takast á við orsakirnar”. „Geturðu sagt okkur i hverju meðferðin er fólgin?” „Við læsum börnin ekki inni með lyklum, heldur reynum við að gera það með mannlegum samskiptum og nánu sambandi. Slíkt tekst oft ekki fyrr en eftir langan tima og þess vegna leggjum við áherslu á að hafa börnin nógu lengi. Slik heimili eru oft gagnrýnd, og svo mun einnig vera hérna hjá ykkur, en sú gagnrýni er oftast byggð á skilningsleysi á raunverulegum þörfum þessara barna og ung- linga. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að gera kröfur til þeirra, en við megum heldur ekki gleyma að gera kröfur til umhverfisins og þá ekki sist skólans og heimilanna. Mikið af börnunum kemur vegna erfið- leika i skóla, en sjaldan heyrir maður minnst á að skólinn geti átt einhverja sök. Barnið er oft- ast talið eina vandamálið, ekki skólinnogsistaf öllu kennarinn. Meðferð okkar má skipta i þrjá meginþætti. Sá fyrsti er meðferð á heimilinu sjálfu. 1 öðru lagi er samband við stofn- anir, skóla og félaga sem unglingarnir hafa samband við utan heimilisins og svo i þriðja lagi viðtöl og hópmeðferð með foreldrum barnanna. Slik með- ferð er mjög þýðingarmikil, þvi heimilið er i langflestum tilfell- um uppspretta erfiðleikanna”. „Hvers kyns vandamál eru þá algengust á heimilunum?” „Við reynum að velja börnin allt frá barnaskólaaldri til tán- inga og með sem ólikastan bak- grunn. Uppspretta vandamál- anna er nær alltaf samband for- eldranna, eða öllu heldur sam- bandsleysi. Það eru ekki stórir og „dramatiskir” atburðir sem valda, heldur langvarandi sam- bandsleysi, skortur á möguleik- um, vilja oggetu til þess að við- urkenna og takast á við erfið- leikana. Þannig magnast þeir stöðugt og lokast inni. Fátækt, drykkjuskapur og slagsmál eru sannarlega ekki það eina sem hefur slæm áhrif á sálarlif segir Lissy Rasmussen, danskur félags ráðgjafi, sem hefur tekið þátt í uppbyggingu dansks bæjar, sem á margt sameiginlegt með Breiðholti þjónustufyrirtækja og dagvist- unarstofnana á langinn. Það getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir framtið hverfis- ins.” sagði Lissy að lokum. þs segir Britta Hansson, sem veitir forstöðu einu athyglisverðasta meðferðarheimili fyrir unglinga á Norðurlöndum barna, heldur ekki siður þeir þúsund hversdagslegu atburðir sem barniö veröur vitni að dag- lega, en eru sprottnir af sam- bandsleysi, tilfinningakulda og skorti á trúnaði og einlægni. Barnið mótmælir þessu ástandi á sinn hátt og viðbrögð foreldr- Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.