Þjóðviljinn - 06.07.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 6. júli 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 19
VANTAR TEXTA — MYND NR. 7
Ekki hafa menn glatt okkur
sérstaklega meö innsendum text-
um. Bæöi er, aö viö höfum ekki
fylgt þessu myndatextatiltæki
nógsamlega eftir, og svo er hitt,
aö menn eru kannski feimnir viö
aö ýfa upp kvennaárssærindi, en
mynd nr. 7 býöur einmitt upp á
slikt.
Enda segir HJ.
— Svo kalla þeir þetta veika
kyniö.
Hann segir einnig, og gerist
þjóölegur nokkuð svo:
— Mundu þaö, vesæll maöur.....
S.J. leggur einnig orð i munn
konunnar:
— Ég hefi sannfrétt, að þd
nennir aldrei aö vaska upp heima
hjá þér góöi.
Einn þeirra sem vinna hér á
blaðinu vissi, að myndin er tekin
úr austurþýsku riti sem nefnist
„Hún hjá okkur”. Honum varö aö
oröi 1 ljóörænni angurværö:
— Þaö er vist þetta sem þeir
kalia sigur sósialismans.
Og þá er púörið þrotiö að þessu
sinni.
Svo kemur mynd númer nlu.
Hún er, eins og sjá má, tekin á
Strikinu I Kaupmannahöfn, en
ljósmyndarinn er islenskur og
hefur sjálfsagt eitthvað þjóölegt i
huga. Skrifið eöa hringiö til Þjóö-
viljans, Sunnudagsblaö.
VANTAR TEXTA — MYND NR. 9
Auglýsiö í
sunnudagsblaði
ÞJOÐVILJANS
GLENS
— Heyröu mig, slátrari! Þetta
buff sem ég keypti hjá þér i gær
var svo seigt, að það hefði verið
hægt að sóla skó með þvi.
— Ég held þú ættir þá að gera
þaö!
— Ég reyndi, en naglarnir
bognuðu.
- oOo -
— Bóndi! Bóndi! hrópaði ferða-
maðurinn og hljóp inn i bæinn. —
Hesturinn þinn liggur hér niðri
við veg og syngur „Guö vors
lands”!
— Bölvuö bykkjan! Ég er alltaf
að segja henni að hún á að risa á
fætur þegar hún syngur þjóðsöng-
inn.
-oOo-
Tryggingasalinn kom inn i
fyrirtæki.
— Vantar ykkur tryggingu
hérna?
— Nei takk, svaraði yfirmaður-
inn. — Það eina sem ekki er
tryggt hér er klukkan, og starfs-
fólkið horfir á hana allan daginn!
-oOo-
Hann Jenni var fótboltasjúkl-
ingur, það er að segja var einn af
þeim sem sifellt eru að glápa á
knattspyrnu, hvort heldur er á
leikvelli eða i sjónvarpi. Hann
hafði þó einhvern tima aflögu og
konan hans varð ófrisk.
Og hún eignaðist þribura.
Borgarstjórihn kom og það var
haldinn blaðamannafundur, þar
sem foreldrunum var afhentur
heljarmikill blómvöndur og stór-
eflis silfurbikar.
Jenni varð ógurlega hrifinn og
spurði borgarstjórann spenntur:
— Er hann til eignar, eða verð
ég að vinna hann þrjú ár i röð?
— Ó, elskan, hrópaði móðirin
væntanlega. — Ég finn hvernig sá
litli sparkar!
— Hm, og hann þekkir þig ekki
einu sinni...
- oOo -■
Lisa var að sækja um vinnu
sem húshjálp, og húsmóðirin fór
vandlega i gegnum pappirana
hennar.
— Þú virðist vera fædd utan
hjónabands^
— Já, eiginlega. Sko, pabbi var
giftur en ekki mamma.
oOo -
— Tók tannlæknirinn tönnina úr
þér?
— Nei, við urðum óvinir, svo
hann sló hana úr mér ókeypis.
- oOo -
Englendingur, amerikani og
oliufursti hittust af tilviljun á bar
i Aden.
Englendingurinn: Ég á tiu syni,
og nú vantar mig bara einn til að
fá i fótboltalið.
Amerikaninn: Ég á fjórtán
stráka og ef ég eignast einn enn, á
ég heilt rúgbi-lið.
Oliufurstinn: Tja, ég á sautján
konur, svo að nú vantar mig að-
eins eina til að fá golfvöll...
- oOo -
Það leið jafn og stöðugur
straumur fólks i gegnum gullna
hliðið, en skyndilega kippti sánkti
Pétur Jóa gamla út úr röðinni:
— Þú ferð ekki inn, þú hefur
logið of mikið.
— Drottinn minn dýri, sagði
Jói. — Sýndu nú smáskilning. Þú
varst nú einu sinni fiskimaður
sjálfur!
- oOo -
Svo var það negrinn, sem
heimtaði óhreinindaálag þegar
hann átti að hvitta loftið...
Tilbrigöi viö baðker
Tveir gamlingjar sátu i járn-
brautarlestinni, meðal allra ung-
mennanna, og þeir tóku auðvitað
tal saman.
— Hvað eruð þér eiginlega orð-
inn gamall?
— 93 ára.
— Og til hvers eruð þér að fara
til borgarinnar?
— A árshátið herdeildarinnar
minnar.
— Hvað ertu að segja? Það geta
varla verið margir eftir af henni.
— Nei, siðustu þrjú árin hef ég
verið einn.
- oOo -
Skrifstofustjórinn var alveg
hissa, þegar hann sagði við skrif-
stofustúlkuna:
— Þú ert vön að hanga i siman-
um að minnsta kosti hálftima,
þegar vinir þinir hringja. Af
hverju var siðasta simtal ekki
nema fimm minútur?
— Það var vitlaust númer.
- oOo -
Nýliðarnir höfðu nýlega fengið
útdeilt einkennisbúningunum. Og
það var eins og venjulega: Bux-
urnar of stuttar, ermarnar of
langar og húfan niður fyrir eyru.
Majórinn lét liðið stilla sér upp
og virti fyrir sér þennan hryggi-
lega mannsöfnuð.
Skyndilega stansaði hann fyrir
framan 601:
— Hver f jandinn er þetta eigin-
lega maður! Hér i hernum göng-
um við sko i kakiskyrtum, en þú
vogar þér, fjandinn fjarri mér, að
stilla þér hér upp með hvitan
flibba!!
— Þetta er ekki hvitur flibbi,
herra majór. Þetta er nærbuxna-
strengurinn!
- oOo -
Hann sat og horfði á kvikmynd i
sjónvarpinu ásamt föður sinum.
Myndin var ein af þessum, sem
siðgæðisverðir og trúarpostular
gráta höfgum tárum yfir. Þá
sagði faðirinn:
— Ja, hérna! Þegar ég var
krakki voru myndir kallaðar ó-
siðlegar ef hestarnir höfðu ekki
hnakk...