Þjóðviljinn - 06.07.1975, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.07.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 6. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Hvaö á sá skilið sem selur vatns- blandað kaffi? Það er almannarómur að kaffi sé oft á tíðum ekki sem bestá veitingastöðum, en yfirleitt taka yfirvöldin þóekki svo duglega í taum- ana eins og gerðist hér um daginn í smábæ í Banda- ríkjunum. Fógeti keypti bolla af kaffi, sem honum smakk- aðist ekki, af götusala í Nauppauge, New York- fylki, og lét hann hand- járna manninn og færa á skrifstof u sína svo að hann gæti komið kvörtunum á framfæri, að því er götu- salinn hermir. ,,Þetta var afskaplega niðurlægjandi, mér fannst ég vera saka- maður", sagði Thomas Zarcone 35 ára. Zarcone hefur nú kært atvikið til mannréttindanefndar bæj- arins. Heimildir á bæjarskrifstofun- um segja a5 kæra Zarcones styðjist viö opinbert afrit úr gerðabók þar sem William Perry fógeti skipar aðstoðarlögreglu- stjóra bæjarins að losa um hand- járn Zarcones, siðan ásaki fóget- inn götusalann um að hann vatns- blandi kaffið og hótar honum þvi að söluleyfið verði tekið af hon- um. „Ég get alls ekki farið að jagast við götusala á torgum úti”, sagir Perry fógeti, ,,Og ég get ekki séð að ég hafi misbeitt valdi”. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða kæru Zarcones. Zarcone ber að hann hafi selt James Windsor, aðstoðarlög- reglustjóra, einn eða tvo bolla af kaffi. Stundarfjórðungi siðar hafi aðstoðarlögreglustjórinn komið aftur að kaffivagninum og nú með þrjá borgaralega klædda menn með sér. „Hann^ tjáði mér að Perry fógeti kveddi mig á sinn fund út af kaffinu, það hefði verið svo of- boðslegt”, heldur Zarcone áfram i kæruskjali sinu. „Ég svaraði og sagði að hann hlyti að vera að grinast”. „Windsor aðstoðarlögreglu- stjóri lýsti þvi yfir að fógetinn ætlaðist til þess að hann hand- járnaði mig. Ég sagði aðstoðar- lögreglustjóranum að það væri óþarfi þvi að ég mundi ekki sýna neinn mótþróa. Hann sagði að það væri sama, ég skyldi handjárnað- ur”. Zarcone skýrir svo frá að hann hafi verið leiddur inn á skrifstofu Perrys þar sem hann mátti hand- járnaður þola hörðustu ávitur út af kaffinu. Zarcone segir að „Perry fógeti hafi öskrað á sig og fullyrt að ég spillti kaffinu með vatnssulli. Hann hótaði þvi að ég mundi missa götusöluleyfið fyrir sitt til- stilli”. Intern. Her. Tribune Þau mál sem eftir eru Þegar dómur hefur nú gengið fyrir héraðsdómi i tveimur VL- málunum eru 12 málanna eftir. Er gert ráð fyrir að niðurstaða dómanna tveggja sé visbending um það sem verður I hinum mál- unum 12. Má búast við að dómur verði uppkveðinn I þessum mál- um á næsta vetri. Hafa borgar- dómarar skipt máiunum með sér, en þau eru gegn eftirtöldum aðil- um: Helga Sæmundssyni fyrir ræðu er hann flutti á fundi i Háskóla- biói og birt var i dagblöðum. Garðari Viborg fyrir skrif i „Nýtt land”. Sigurði A. Magnússyni fyrir skrif i Þjóðviljann. Einari Braga Sigurðssyni (tvö' mál) fyrir skrif i Þjóðviljann. Hjalta Kristgeirssyni blaða- manni fyrir skrif i Þjóðviljann. Degi Þorleifssyni blaðamanni fyrir skrif i Þjóðviljann. Svavari Gestssyni, ritstjóra (3 mál) fyrir skrif i Þjóðviljann. Gesti Guðmundssyni háskóla- nema fyrir skrif i Stúdentablaðið. Rúnari Armanni Arthúrssyni fyrir skrif i Stúdentablaðiö. Heyrnarhjálp úti á landi Árleg ferð félagsins Heyrnar- hjálpar til aðstoðar heyrnar- daufu fólki er i júli og farið um norður- og austurland að þessu sinni. Byrjaðvar á Hvammstanga 2. júli og endað verður á Höfn i Hornafirði. Aðrir staðir, sem viðkoma verður höfð, eru Blönduós, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Ólafsfjörður, Dalvik, Akureyri, Húsavik, Vopna- fjörður, Egilsstaðir, Seyðis- fjörður, Neskaupstaður, Eski- fjörður, Fáskrúðsfjörður og Djúpivogur. Einar Sindrason læknir við Heyrnarmiðstöðina i Árósum og starfsfólk félagsins annast þessa þjónustu. Leitað hefur verið til héraðs- lækna og hafa þeir flestir tekið að sér að rita niður viðtals- beiðnir. Vetnisbíll Moskva (APN) t Moskvu eru nú gerðar tilraunir með bifreið, sem gengur fyrir vetni. Tilraun- in er liður i áætlun um þróun nýrra brennsluefna, sem menga ekki andrúmsloftið. ÖKUKENNSLA Æfingatimar, ökuskólt og prófgögn. Kenni á Volgu 1 9 7 3. Vilhjálmur Sigurjónsson, simi 40728 Nú eru allar Sunnuferöir dagflug — flogió til nær allra staba, meö stcrstu og glæsilegustu Boeing-þotum tslendinga. Pægindi, stundvisi og þjónusta, sem fólk kann aó meta. Fjögurra hreyfla úthafsþotu, meö 7600 km fiugþol. (Reykjavfk—Kaupmannahöfn 2150 km). Sannkölluö luxus sæti, og setustofa um borö. Góöar veitingar og fjölbreytt tollfrjáls verzlun I háloftunum. Dagflug, brottför frá Keflavik kl. 10 aö morgni. Heimkomutimar frá 4—7.30 siödegis. Mallorka dagflug alla sunnudaga, COSTA DEL SOL dagflug alla laugardaga, KAUPMANNAHÖFN dagflug alla fimmtudaga, ÍTALtA dagflug á föstudögum, PORTtJGAL dagflug á laugardögum. Þjónusta Auk flugsins veitir Sunna Isienzkum farþegum sfnum erlendis þjónustu, sem engar fslenzkar feröaskrif- stofur veita fullkomin skrifstofuþjónusta, á eigin skrifstofu Sunnu, f Kaupmannahöfn, á Mallorka og Costa del Sol. Og aö gefnu tilefni skal þaö tekiö fram, aö starfsfólk og skrifstofur Sunnu á þessum stöö- um, eru aöeins ætluö sem forréttinda þjónusta fyrir alla Sunnufarþega, þó öörum tslendingum á þessum slóðum, sé heimilt aö leita þar hjálpar og skjóls f neyðartilfellum. Hjálpsamir Islenzkir fararstjórar. — öryggi, þægindi og ánægja farþega okkar, er okkar keppikefli, og okkar bezta auglýsing. Þess vegna velja þúsundir ánægöir viöskiptavinir, Sunnuferöir ár eftir ár og einnig öll stærstu launþegasamtök landsins. sunna travel ferðaskrifstofa lækjargötu símar 12070 16400 Skíðasamþand íslands Flugfélag íslands og Loftleióir gangast fyrir hópferð á vetrarolympíuleikana í Innsbruck 4.—15. febrúar 1976. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.