Þjóðviljinn - 19.07.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. júll. 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Angólskur
harmleikur
Þaö á ekki af angólu-
mönnum að ganga. í
meira en áratug háðu
sjálfstæðishreyf ingar
þeirra styrjöld gegn
portúgalska nýlenduveld-
inu, og kostaði sú barátta
meiri blóðfórnir og annað
tjón en nokkrar áreiðan-
legar heimildir eru til
um. Og nú er ekki annað
sýnna en að borgara-
styrjöld taki við af frels-
isstríðinu.
Portúgalar eiga nokkra sök á
þvi, að ekki horfir betur. Angóla
er frá náttúrunnar hendi auðug-
ust af hinum fyrrverandi þrem-
ur Afrikunýlendum Portúgals
og voru portúgalar tregastir til
að sleppa af henni hendinni fyrir
fullt og allt. Þessarar tegðu
gætti verulega meðan Spinóla
var við völd i Portúgal. Stjórn
hans létAngóiu mæta afgangi,
þegar samið var við sjálfstæðis
hreyfingar nýlendnanna
þriggja. Vestrænir auðhringar
og rikisstjórnir, sem voru með i
ráðum þegar stjórnarbyltingin
var gerð með Spinola á oddin-
um, hafa sjálfsagt stuðlað að
þeim seinagangi, enda hafa
auðhringarnir þegar fjárfest
mikið i Angólu og vilja gera
meira af svo góðu. Þegar
Spinola-stjórnin kom sér loksins
að þvi að semja við angólu-
menn, samdi Mario Soares, þá-
verandi utanrikisráðherra
Portúgals, ekki við hinar þrjár
sjáifstæðishreyfingar Angólu
saman, heldur hverja i sinu
lagi, alveg i anda þeirrar gömlu
meginreglu að deila og drottna.
Hvað þetta snerti varð ekki
breyting á stefnu portúgölsku
stjórnarinnar fyrr en Spinola
hafði verið steypt af stóli haust-
ið 1974.
Þrjár
sjálfstæðishreyfingar
Þær þrjár sjálfstæðishreyf-
ingar, sem allar gera kröfu til
að teljast hin eina rétta frelsis-
hreyfing angólumanna eru Al-
þýðuhreyfingin til frelsunar
Angólu (MPLA), Þjóðfylkingin
til frelsunar Angólu (FNLA) og
Þjóðarsambandið til algers
sjálfstæðis Angólu (UNITA).
MPLA er vinstrisinnuð hreyfing
og virðist hafa miklu meiri og
viðtækari stuðning i landinu
sjálfu en hinar tvær, enda mun
hún hafa borið hita og þunga
frelsisbaráttunnar gegn portú-
gölum þeim mun meir sem
lengur leið á það strið. MPLA
nýtur stuðnings Sovétrikjanna
og fær að sögn vopn þaðan og
frá fleiri Austur-Evrópurikjum.
Skáldið Agostinho Neto, leiðtogi
MPLA, hefur jafnframt þessu
lagt áherslu á að.stefna hreyf-
ingarinnar væri þjóðlegur,
angólskur sósialismi, sem ekki
standi nær einu sósialiska stór-
veldinu fremur en öðru. (Ein af
siðustu fregnunum frá Angólu
var á þá leið að Neto hefði verið
vikið frá völdum i hreyfingunni
og að við hefði tekið yfirmaður
hersveita MPLA.)
Stuðningsaðilar
FNLA
FNLA er hægrisinnuð hreyf-
ing og fylgi hennar að mestu
takmarkað við Bakongó-þjóð-
flokkinn, sem er fjölmennur i
Angólu norðanverðri, vestast i
Zaire og i suðurhluta alþýðulýð-
veldisins Kongó. Þröngsýnnar
ættbálks- og jafnvel kynþátta-
hyggju þykir gæta i stefnu
FNLA. Hve fylgi hennar i sjálfri
Angólu er takmarkað má
marka af þvi, að hún hefur aðal-
bækistöðvar sinar i Zaire, og er
Holden Roberto, leiðtogi hreyf-
ingarinnar, mágur Mobutus
valdsmanns þar i landi. Fer
ekki leynt að Mobutu styður
mág sinn með ráðum og dáð eft-
ir þvi sem hann getur og þorir.
FNLA er talin hafa meira lið
undir vopnum en MPLA, en lið
MPLA er hinsvegar talið standa
framar hvað snertir þjálfun og
vighæfni. *
FNLA á sér fleiri hauka i
horni erlendis en Mobutu einan.
Sigurglaðir angólskir skæruliðar — nú berjast þeir hver viðannan.
Vitað er að Bandarikin og vest-
ræna auðvaldið yfirleitt hafa
veitt hreyfingunni mikinn
stuðning, I von um að koma með
þvi i veg fyrir að vinstrimenn-
irnir i MPLA komist til valda i
Angólu. Einnig hefur þvi verið
fleygt að Kina væri hlynnt
FNLA, liklega þá vegna þess að
kinverjar gruni framámenn
MPLA um að hallast að
Sovétrikjunum.
UNITA
Þriðja hreyfingin, UNITA, er
enginn bógur á móts við hinar
og hefur að mestu staðið utan
við átökin milli þeirra. Fylgi
hennar er að mestu takmarkað
við svæði syðst i landinu. Heldur
mun hún vera hægrisinnuð og
herma sumar blaðafregnir að
vestræna auðvaldið renni til
hennar stöðugt hýraraauga og
styrki hana með vopnum og
fjárframlögum. Mikil þykkja er
nú milli Bandarikjanna og Zaire
sökum þess að siðarnefnda rikið
telur að bandariska leyniþjón-
ustan, CIA, hafi staðið að sam-
særi gegn Mobutu, og dregurvist
enginn sennileika þeirrar ásök-
unar i efa eftir að bandarískir
framámenn hafa nú sjálfir stað-
fest fjölmargar þær sakir, sem
aðrir höfðu borið á CIA svo ár-
um eða jafnvel áratugum skipti.
Vera kann að þessi deila hafi
valdið þvi að einhver snurða
hafi hlaupið á þráðinn milli
Vesturlandaauðvaldsins og
FNLA i bili, og hafi auðvaldið
þvi i bráðina tekið það ráð að
efla itök sin i Angólu gegnum
UNITA.
Allir girnast
Cabinda
Af Afrikurikjum er vitað að
Kongó, sem lýsti sig alþýðulýð-
veldi fyrir nokkrum árum, styð-
ur MPLA, en það er máttlitið
smáriki svo varla munar mikið
um stuðning þess. Samkomulag
Kongó við stóra nágrannann
Zaire er hið versta, svo að hvað
eftir annað hefur legið við striði
milli rikjanna. Bæði þessi riki
hafa ágirnd á landskikanum
Cabinda, sem heyrir til Angólu
en er skilinn frá angólsku landi
af norðurbakka Kongófljóts,
sem heyrir undir Zaire. Þar er
mikil olia i jörðu, og mun ekki
ofmælt að Cabinda sé nú sá skiki
i Afriku sem athygli jafnt af-
rikumanna sem annarra beinist
hvað mest að. Þótt Kongó og
Zaire styðji hvort sina sjálf-
stæðishreyfinguna i Angólu, þá
hafa þau bæði i Cabinda á sinum
snærum hreyfingar, sem vinna
að skilnaði skikans frá Angólu.
Angólumenn sjálfir taka það
auðvitað ekki i mál að sleppa
hendinni af þessum oliuauðuga
bletti, hvar i flokki sem þeir
standa.
Varla þarf að taka fram að
vestræna oliuauðvaldið iðar i
skinninu eftir að klófesta Ca-
binda-oliuna með einhverju
móti og stefna Vesturlanda
gagnvart Angólu og grannrikj-
um hennar i norðri mun vænt-
anlega á næstunni fyrst og
fremst miðast við það.
Sýndarsætt
i Nakuru
Ekki eru nema þrjár vikur
siðan leiðtogar sjálfstæðis-
hreyfinganna þriggja i Angólu
kysstust og föðmuðust i Nakuru
i Keniu, þar sem þeir i orði
kveðnu höfðu gert út um deilu-
mál sin undir leiðsögn Jomos
Kenyatta. Það hefur nú komið á
daginn, sem marga grunaði, að
sú sætt var fyrst og fremst á yf-
irborðinu. Kannski ekki hvað
sist vegna þess, að i Angólu eru
að verki öfl, sem leiðtogarnir
ráða aðeins að takmörkuðu leyti
eða alls ekki við. Þar á meðal
má nefna rótgróna tortryggni
milli hreyfinganna, tortryggni
sem á rætur sinar i valdabar-
áttu, ættbálkahyggju og mis-
munandi pólitiskum viðhorfum.
Engu minni friðarspillar eru
sennilega auðhringarnir og
stórveldin, sem vilja að visu frið
i Angólu, en aðeins með eigin
skilyrðum.
Hversu sem fer i Angólu er
ljóst að hin blóðugu átök þar
hafa þegar valdið miklu og
margvislegu tjóni. Fólk af
portúgöslskum ættum, sem bjó
þar svo hundruðum þúsunda
skipti, flýr nú i látlausum
straumi til Portúgals. Þar á
meðal er fjöldi fólks með
menntun og tækniþekkingu,
sem vanþróað land eins og
Angóla hefur sára þörf fyrir.
dþ.
Hvar sem smáfiskur
finnst þarf að
friða það svæði
sagði Ingvar Hallgrímsson fiskifrœðingur
í viðtali við Þjóðviljann
Símagjöld
hækka ekki
Ritstjóri Þjóðviljans.
I grein um talsambandið við út-
lönd, sem birtist i blaði yðar i
gær/sunnudaginn 13. júli 1975, er
haft eftir mér, að bygging jarð-
stöðvar á Islandi fyrir fjarskifti
um gervihnetti muni óhjákvæmi-
lega leiða til lækkaðra sima-
gjalda til útlanda. Hér hefur ein-
hver misskilningur orðið milli
blaðamannsins og min, þvi að at-
huganir þær, sem gerðar hafa
verið á stofn- og reksturskostnaði
slikrar stöðvar, benda alls ekki til
þess, að bygging hennar hafi i för
með sér hækkuð gjöld.
Hins vegar spurði blaðamaður-
inn, hvort uppbygging simakerf-
isins innanlands og þá einkum
langlinukerfisins gengi að minum
dómi nógu hratt fyrir sig. Svaraði
ég þvi neitandi en til þess að svo
gæti orðið þyrfti meira fram-
kvæmdarfé. Þar eð Póstur og
simi fjármagnar allar fram-
kvæmdir sinar sjálfur, fæst slikt
fé ekki nema með hækkun sima-
gjalda.
Þar eð meint ummæli min i
greininni gætu hæglega valdið
neikvæðri afstöðu lesenda.yðar og
ráðamanna gagnvart byggingu
jarðstöðvar hér á landi, en stöðin
er þjóðinni hið mesta þarfaþing
bið ég yður vinsamlegast að birta
þessa leiðréttingu.
Virðingarfyolst,
Gústav Arnar.
— Auðvitað fagna ég útfærslu
landhelginnar i 200 mllur eins og
allir islendingar, en alveg eins og
þcgar við færðum út I 50 milurnar
á sinum tima hef ég áhyggjur af
þvi hvað tekur við þegar þessi
svæði komast undir stjórn okkar
sjálfra og þessi ótti minn hefur
ekki minnkað og ég sé ástæðu til
að endurtaka þetta nú, en þessari
skoðun minni lýsti ég yfir sem
forstjóri Hafrannsóknarstofnun-
arinnar 1972, sagði Ingvar Hall-
grlmsson fiskifræðingur er við
spurðum hann álits á útfærslunni
i 200 milur, og væntanlegum
samningum við aðrar þjóðir um
veiðiheimildir.
— Hvað er það þá sem þú ótt-
ast?
— Ég óttast mikið að við veið-
um óskynsamlega, að við göngum
of mikið á fiskistofnana og sér-
staklega óttast ég það að aðal
nytjafiskur okkar, þorskurinn,
fari illa, nema sérstakar ráðstaf-
anir verði gerðar.
— Finnst þér að það sem þú
óttaðist við útfærsluna I 50 milur
hafi komið i ljós?
— Að vissu marki. En það hef-
ur ýmislegt áunnist við út-
færsluna i 50 milur,eins og til að
mynda það að bresk skip veiða
minna hér en áður. Þeir voru
miklir smáfiskadráparar bretar
og það hefur minnkað, en hins-
vegar hafa smáfiskveiðar islend-
inga aukist stórum og þegar mað-
ur athugar þróun mála, þá hlaut
þetta að gerast eftir að allir þeir
stóru bátar sem áður veiddu sild
voru settir á togveiðar i kringum
landið.
— Eitt er það sem gleður mig
mjög en það er að tekið hefur ver-
ið aukið tillit til þeirra tillagna
sem við fiskifræðingarnir lögðum
til við útfærsluna i 50 milur. Sem
dæmi má nefna að við lögðum til
að 12milna friðunarsvæði yrði við
Kolbeinsey, það er komið á, en
það hefði þurft að breyta friðaða
svæðinu á Selvogsbankanum. Það
svæði snýr ekki rétt, það gengur
norður og suður en þyrfti að snúa
i austur og vestur. Eins og það er
nú liggur það að hluta til fyrir ut-
an það dýpi sem hægt er að toga
á, en ef það lægi i austur og vest-
ur, lægi það eftir kantinum.
— Hvað vilt þú leggja til I sam-
bandi við undanþágusamninga
sem virðast vcra fyrirhugaðir um
veiðiheimild innan 200 milnanna?
— Það liggur i augum uppi að
núverandi veiðiheimild þarf að
breyta ef þessi útfærsla á að færa
okkur einhvern hagnað. Það
skiptir ekki máii fyrir til að
mynda belgiumenn og breta, sem
þegar hafa hér veiðiheimildir,
hvort við látum landhelgina ná 50
Framhald á bls. 10