Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júli. 1975.
Opið bréf Pachmans
til skákáhugamanna um heim allan
I þrjátiu ár hef ég teflt skák á
alþjóðavettvangi, ég öðlaðist titil
alþjóðlegs stórmeistara, sjö sinn-
um varð ég skákmeistari Tékkó-
slóvakiu og ég var f jórtán sinnum
i fyrsta sæti á alþjóðaskákmót-
um. f tiu ár var ég starfandi i Al-
þjóðaskálsambandinu sem aðal-
ritstjóri timarits sambandsins. I
„kalda striðinu”, sem svo var
nefnt, var ég sannfærður
kommúnisti og yfirmaður i
verkalýðssambandi Tékkó-
slóvakiu. Þetta var vitað i hinum
vestræna heimi. Þrátt fyrir þetta
var vingjarnlega tekið á móti mér
á öllum vesturlöndum og engum
datt i huga að útiloka mig vegna
„Aðeins þið, kæru skák-
vinir, getið þvingað mig
til þess að draga mig i
hlé með þögninni, með
því að gera ekki neitt."
mikilla stjórnmálaafskipta
minna. Ég dró mig siðar i hlé frá
stjórnmálum og var aðeins starf-
andi sem stórmeistari i skák og i-
þróttablaðamaður. Ég vona að ég
skýri rétt frá þegar ég segi að ég
eigi vini i öllum löndum, i
Sovétrikjunum sem Bandarikjun-
um, Júgóslaviu sem i fsrael, á
Kúbu sem i Puerto Rico. 21. ágúst
1968 fannst mér nauðsynlegt að
snúa aftur á svið alþjóðastjórn-
mála við hlið þeirra sem þá höfðu
nýlega verið sigraðir. Þrátt fyrir
allar afleiðingarnar var það lán-
samasta ákvörðun lifs mins.
Seinna i fangelsi, veikur til sálar
og likama, með brotna höfuðkúpu
og hrygg, svífandi milli lifs og
dauða eftir sex vikna hungur-
verkfall, varð mér ljóst að fjöldi
fólks bjargaði lif i minu og hjálp-
aði mér að fá frelsi mitt aftur með
mótmælum sinum. Meðal þessa
fólks voru andans menn sem Gra-
ham Greene, J.P. Sartre, Hein-
rich Böll, meðal þessa fólks voru
þúsundir meðlima „Amnesty
International”, meðal þessa fólks
voru nemendur „Anne Frank”
skólans i Utrecht. Meðal þessa
fólks voru ekki alþjóðlega þekktir
stórmeistarar eða meistarar,
vinir minir. Ekki Alþjóðaskák-
sambandið né sambönd innan
þess. Ég bar ekki kala til minna
gömlu vina vegna þess. Skák-
menn vilja dýrka sitt undursam-
lega tafl, og hafa rétt til þeirrar
óskar, að umrót þessa heims sé
'þeim ekki til truflunar.
Fyrir jól 1972 skrifaði ég bréf
frá Solingen, til forseta þýska
skáksambandsins hr. L. Scneid-
er, þar sem ég skýrði frá þvi að ég
væri ákveðinn i þvi að halda skák
og stjórnmálum alveg aðskildum,
að leita aðeins vina með skák og i
anda einkunnarorða Alþjóða-
skáksambandsins „Gens una
sumus” og mæta öllum skák-
mönnum heimsins i anda vináttu.
Fljótlega komst ég samt að þvi
að aðrir eru ekki reiðubúnir til
þess að skilja skák frá stjórnmál-
um. Mér var ekki lengur boðið til
meiriháttar móta, mér var ekki
einu sinni boðið til keppni i Dort-
mund 60 km frá heimili minu.
Ottast var um að ef ég kæmi, þá
myndu hinir sovésku stórmeist-
arar, þeir bestu i heiminum næst
Bobby Fischer, fara heim.
Hinir sovésku stórmeistarar,
Spassky og Polugayevsky komu á
alþjóðamót skákfélags mins i
Solingen 6. júli. Þeir lýstu þvi yfir
að samband þeirra hefði fyrir-
skipað þeim að snúa strax heim-
leiðis ef ég tæki þátt i mótinu.
Fulltrúi hinna austur-þýsku stór-
meistara, W. Uhlmann, stóð með
þeim, og skákfélag mitt hindraði
þátttöku mina. Ég álít þessa með-
ferð á mér jafn ódrengilega og
hún er óheiðarleg. Þess vegna lit
ég svo á að ég neyðist til þess að
fara úr skákfélaginu, frá bænum
og setjast að annars staðar. í
upphafi þegar ég sá þetta i skiru
ljósi ætlaði ég algjörlega að hætta
að tefla og reyna að fá mér eitt-
hvert annað starf. Mér hefur snú-
ist hugur með það. Það er ekki
auðvelt að þurrka út þrjátiu ár af
lifi sinu og ég er sannfærður um
að ég er enn fær um að tefla skák.
Jafnframt, ef ég hætti, myndi það
„Núna á aö hindra mig
frá skák og leggja at-
vinnu mína í rúst, vegna
þess að ég vil ekki sam-
þykkja með þögn her-
nám Sovétrikjanna á
landi mínu."
„Það gætu komið skip-
anir þess eðlis að allir
alþjóölegir viðurkenndir.
stórmeistarar ættu að
viðurkenna aðeins eina
hugmyndafræði."
aðeins sanna þaðaðjafnvel i skák
yrði það útilokun og nauðung,
hrokafull harðstjórn og ómannúð-
legt vald stjórnmála, sem myndi
standa uppi sem sigurvegarinn.
Ég mun þvi ekki gera þetta sjálf-
viljugur. Aðeins þið, kæru skák-
vinir, getið þvingað mig til þess
að draga mig i hlé með þögninni,
með þvi að gera ekki neitt innan
Aiþjóðaskáksambandsins, með
þvi að halda áfram að tefla skák
án þess að hirða um hvort einhver
er hindraður i þvi að tefla, fyrir
þann hinn sama, sem hefur skák
að lifsáhugamáli.
Ég vona sterklega að þið munið
hirða um það. Núna er enginn að
biðja ykkur um að frelsa mig úr
fangelsi. Það er aðeins um að
ræða að fá að tefla skák i friði og
ró. Verið svo vinsamleg að ihuga
það mjög vandlega að það er allt-
af hættulegt að neita öðrum um
þau réttindi, sem maður veit
sjálfan sig hafa. Núna á að hindra
mig frá skák og leggja atvinnu
mina i rúst, vegna þess að ég vil
ekki samþykkja með þögn her-
nám Sovétríkjanna á landi minu.
Einhver annar gæti verið hindr-
aður á morgun vegna þess að
hann heldur fram sinum sjónar-
miðum i einhverju öðru máli, og
daginn þar á eftir gætu komið
skipanir þess eðlis að allir alþjóð-
lega viðurkenndir stórmeistarar
ættu að viðurkenna aðeins eina
hugmyndafræði eða játa aðeins
eina trú. Frelsi og réttlæti er
venjulega tortimt skref fyrir
skref, gleypt i litlum skömmt-
uum, ef svo má að orði komast.
Þetta getur átt við skák, þar sem
er forysta eins lands og eins
valdahóps. Af þessari ástæðu sný
ég mér til ykkar með þeirri bón,
að koma i veg fyrir atburði eins
og þann sem kom fyrir i Solingen,
i framtiðinni, og gefa mér tæki-
færi, til þess að tapa við skák-
borðið i sað þess að vera útilok-
aður frá þátttöku. Það er knýj-
andi atriði að skáksambönd, sem
eru i Alþjóðaskáksambandinu
leggi fram mál þetta á næsta
þingi sambandsins, til umræðu og
lagalegs úrskurðar.
LUDEK PACHMAN
Solingen 13. júli 1974.
Þetta bréf þarfnast ekki frekari
skýringa. Þetta er nayðaróp til
alls skákfólks. Mér er kunnugt
um svör frá ýmsum i opinberum
málgögnum erlendis. Þetta hlýt-
ur að hafa verið rætt hjá Alþjóða-
Svavar G. Svavarsson
hefur beðið Þjóðviljann
að birta meðfylgjandi
opið bréf tékkneska
stórmeistarans Ludeks
Pachmans/ sem hann
ritaði í fyrra þáverandi
heimsmeistara í skák,
Robert Fischer, Ai-
þjóðaskáksambandinu
og aðildarsamböndum
þess, v-þýska skáksam-
bandinu og aðildarfé-
lögum þess og skák-
tímaritum og skák-
áhugafólki um allan
heim.
„Margt fólk hjálpaði
mér að fá frelsi mitt
aftur, ...en meðai þessa
fólks voru ekki alþjóð-
lega þekktir stórmeist-
arar eða meistarar, vin-
ir mínir."
skáksambandinu. Hver var
lausnin? Hefur Skáksamband
tslands séð ástæðu til þess að
gera eitthvað i málinu?
Skrifað á ársafmæli bréfs
Ludek Pachmans 13. júli 1975.
Svavar Guðni Svavarsson.
E.s. Þess ber að geta, að ýmislegt
var gert af islenskum skákmönn-
um vegna Ludek Pachmans m.a.
var farið i tékkneska sendiráðið á
sinum tima og fleira gert meðan á
fangavist hans stóð. Hin brenn-
andi spurning er bara: Hvað hef-
- ur verið gert nú? Sv. G. Sv.
296
nemendur
í Tónlistarskólanum á
Akureyri s.l. vetur
Tónlistarskólanum á Akureyri
var slitiö I 30. skipti i vor og voru
samtals 296 nemendur við skól-
ann s.l. starfstimabil. Á vetrinum
urðu alls 8 nemendatónleikar.
Segir m.a. i fréttatilkynningu frá
skólanum að skólinn, Tónlistar-
félag Akureyrar og Passiukórinn
hafi starfað saman að skipulagn-
ingu „Tónlistardaga i April”, en
þá voru haldnir tvennir tónieikar
i Akureyrarkirkju dagana 6. og 7
april.
Áhugi er fyrir hendi að halda
siiku samstarfi áfram og að veita
bæjarbúum á þann þátt tækifæri
til þess að hlýða á kór og hljóm-
sveitarverk árlega. Hlutur bæjar
og rikis var góður i þessari
framkvæmd, en nauðsynleg
fyrirgreiðsla og fjárstuðningur
var veittur tii tónleikahaldsins.
Þá segir ennfremur að Passiu-
kórinn hafi unnið mjög athyglis-
vert og árangursrikt starf með
flutningi á meiriháttar tónverk-
um fyrir kór og hljomsveit. Hafa
nemendur skólans i vaxandi mæli
tekið þátt i þessari starfsemi.
Kennarar við skólann voru 13
og eru 8 af þeim fastráðnir i fullt
starf, 3 fastráðnir i hálft starf og 2
stundakennarar. Skólinn gekkst
fyrir kennara og nemendanám-
skeiði i pianóleik i desember s.l.,
en leiðbeinandi var Philip
Jenkins. Húsnæði skólans er
þegar fullnýtt segir ennfremur i
fréttatilkynningunni og má segja
að svo sé allan veturinn. Verður
nú farið að undirbúa og skipu-
leggja viðbyggingu við skólann
eða huga að nýju húsnæði, þar
sem ella má búast við húsnæðis-
vandræðum.
þs
Meirihluti
bandaríkjamanna
andvígur aöstoð
Chicago. Birt hefur verið skoð-
anakönnun bandarisku stofnun-
arinnar Harris — Institute, sem
sýnir að mikill meirihluti
bandarisku þióðarinnar er and-
vigur þvi að senda bandariskt
herlið til aðstoðar vinveittum
rikjum, sem ráðist hefur verið
á. Skoðanakönnun þessi var
gerð i desember s.l. á vegum
Foreign Relations Council, sem
nýlega lét opinbera niðurstöð-
urnar. Könnunin sýnir að ein-
ungis 23 prósent þeirra 1500
manna sem hún náði til, eru þvi
almennt fylgjandi að bandarik-
in sendi herlið og veiti hernaðar-
eða efnahagsaðstoð vinveittum
rikjum sem ráðist hefur verið á.
Könnunin náði einnig til 330
framámanna i bandarisku þjóð-
lifi, og mætlu 34% þeirra með
ef til hernaðar-
árásar kæmi á
vinveitt ríki
þvi að senda skyldi herlið.
Nánar var spurt um ýnsa
möguleika á hættuástandi, og
hvort senda bæri herlið á vett-
vang Svörin voru þessi i pró-
sentutölum:
Ef innrás væri gerð i Vestur-
Evrópu: 41 prósent á móti þvi
að senda herlið, 39 prósent
fylgjandi,- aðrir óákveðnir.
Ef Sovétrikin hernæmu Vest-
ur-Berlin: 43 prósent á móti þvi
að senda ÍKrlið, 34 prósent
fylgjandi.
Ef Israel byði ósigur fyrir
Aröbum: 50 prósent á móti þvf
að senda herlið, 27 fylgjandi.
- Stórsókn Norður-Vietnam
gegn Saigon: 72 prósent gegn
þvi að senda herlið, 11 prósent
fylgjandi.
Aðeins i einu tilfelli væri
meirihlutinn fylgjandi þvi að
senda bandariskt herlið á vett-
vang: Ef hernaðarárás væri
gerð á Kanada, væru 77 prósent
fylgjandi hernaðaraðstoð, og 12
prósent andvigir.
1 hópi áðurnefndra framá-
manna voru 77 prósent fylgjandi
þvi að senda herlið til Vestur-
Evrópu, en 55 prósent vildu
senda herlið til Vestur-Berlinar
ef gegn henni yrði ráðist.