Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júlt. 1975. Alþýðubandalagið Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minnt- ir á árlegt framlag sitt til flokksins. Giróseðlar hafa verið sendir út. Nýir styrktarmenn sendi framlag sitt til skrif- stofu flokksins Grettisgötu 3 eða á hlaupa- reikning nr. 4790 i Alþýðubankanum. Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Alþýðu- bandalagsins Grettisgötu 3 aðeins opin frá kl. 14 til 18 alla virka daga frá 7. júli til 15. ágúst. Meinatæknar Meinatæknir óskast frá 1. september nk. Upplýsingar gefur priorinnan i sima 93- 8128. St. Fransiskusspitalinn, Stykkishólmi. Tilkynning um ísetningu ökumæla Með tilvisun til ákvæða i reglugerð nr. 282/1975 hefur fjármálaráðuneytið ákveð- ið eftirfarandi fresti til isetningar öku- mæla i þau ökutæki sem búin skulu öku- mæli til þungaskattsákvörðunar. I. Tengi og festivagnar sem eru 6 tonn eða meira að leyfðri heildarþyngd skulu frá og með 15. ágúst nk. búnir ökumælum. II. Disilknúnar vöru- og fólksflutninga- bifreiðar sem eru 4 tonn eða meira að leyfðri heildarþyngd skulu frá og með 1. september nk. búnar ökumælum. III. Disilknúnar leigubifeiðar fyrir allt að 8 farþega skulu frá og með 25. septem- ber nk. búnar ökumælum. Gjaldskylda þungaskatts skv. ökumæli hefst frá og með 15. ágúst, 1. september eða 25. september eftir þvi hvaða ökutæki eiga i hlut. Frá sama tima er óheimilt að nota framangreind ökutæki hafi þau ekki verið búin ökumæli af viðurkenndri gerð. VDO verkstæðið Suðurlandsbraut 16, Reykjavik, simi: 35200,veitir frekari upp- lýsingar um isetningu mælanna. Fjármálaráðuneytið, 18. júlí 1975. Sérfræðingur Staða sérfræðings við Slysadeild Borgarspltalans er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa sérmenntun í bæklunarsjúkdómum forthopedi) eða almennum skurðlækningum. Reynsla i slysalækningum æskileg. Staðan veitist frá 1. okt. eða eftir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavlk- ur og Reykjavlkurborgar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar fyrir 25. ágústn.k. Nánari upplysingar um stöðuna veitir yfirlækn- ir deildarinnar. Reykjavík, 19. júlí 1975. Stjórn Sjúkrastofnana Reykjavfkurborgar. Yiðtalið Framhald af bls. 5. eða 200 milur út ef veiðiheimild þeirra verður ekki breytt, þeir hafa þessar heimildir eftir sem áður. — Menn tala um að stækka friðuðu svæðin og er ekkert nema gott um það að segja, en það sem við þurfum að gera öðru fremur er að finna svæðin sem smáfisk- urinn heldur sig á á hverjum tima, fylgja honum eftir og friða hann þar sem hann er hverju sinni. Ef við friðum svæði þar sem mikill smáfiskur er i dag og höldum þvi friðuðu i segjum tvo mánuði, þá getur verið að smá- fiskurinn sé genginn útaf svæði löngu áður en timinn er útrunn- inn. Menn mega ekki lita á smá- fisk eins og ljón i búri i dýragarði. Þú getur gengiö að ljóninu visu á sinum stað I dýragarðinum, en það getur enginn gert svo smá- fiskinn i hafinu. Ég held þvi að fátt sé verðugra verkefni fyrir is- lenskar hafrannsóknir heldur en að fylgjast með smáfiskinum þar sem hann er á hverjum tima og þaö svæði þarf að friða hverju sinni. — Þess vegna er ég hrifinn af þeim ummælum ráðamanna und- anfarið að það verði gerð gang- skör að þvi að vernda smáfiskinn meira en gert hefur verið. Slik ummæli gleðja mig mjög sagði Ingvar Hallgrimsson að lokum. —S.dór Tölva Framhald af bls. 9. mörgum erum við búnir að greiða margfalt verðgildi talvanna og þar að auki fastir I neti vegna inn- lendrar vinnu við kerfið. Þetta er samsvarandi þvi að fyrirtæki eða einstaklingur væri i leiguhúsnæði og greiddi i ársleigu fjórung af verðmæti húsnæðisins, þannig að eftir fjögur ár væri greitt i leigu sama verð og eignin kostaði. Aftur á móti veitir það visst öryggi I fyrirtækjum, sem versla við IBM hringinn, hversu stór. hann er og litil hætta á að hann leggi niður starfsemi sina, en þetta öryggi greiðir auðvitað neitandinn og það með gifurlegu verði. IBM er risafyrirtæki, það hentar vel stórþjóðum. Island er fámennt land, fyrirtæki þess og stofnanir þess eru litlar, og I dag bjóðast margar gerðir af marg- 'alt ódýrari og þagilegri tölvum, sem henta betur okkar fjárhags- getu, tölvur með stækkunar- möguleika eftir þörfum hvers fyrirtækis þannig að hlaup á milli stofnana vegna tölvuvinnslu eru óþörf. Ég vik aftur að upphafsorðum minum: Svo mikið má auglýsa að það fari að virka öfugt. Varla opnar maður svo útvarp, og sjón- varp eða litur I dagblöðin aö ekki sé IBM þar annaðhvort með aug- lýsingar eða stórfréttir af afrek- um sölumanna sinna, sem enn hafi bætt við áður unnin söluafrek og leigt okkur islendingum eina tölvuna enn, fyrir þetta og þetta margar tugmiljónir á ári. Forráðamenn stofnana, fyrir- tækja og skattgreiðendur, er þetta ekkert farið að vekja spurn- ingar ykkur um hvort IBM sé virkilega eina tölvufyrirtækið i heiminum? örn Jónsson. Meiri niðurskurð Verslunarráð Islands sendi frá sér ályktun I gær þar sem það lýsir yfir, að það telji rikisstjórn- ina hafa verið á réttri leið til lausnar fjárhagsvanda rikissjóðs, þegar niðurskuröurinn var á- kveðinn. Siðan segir: Verslunarráðið telur að rikisstjórnin hefði ekki átt að hvika frá þeirri stefnu að skera niður 3.500 miljónir af fyr- irhuguðum rikisútgjöldum og að rangt hafi verið að setja á 12% vörugjald.” I lok ályktunarinnar fer ráðið fram á að rikisstjórnin hafi sam- ráð við samtök viðskiptalifsins við undirbúning laga um nýjar tekjuöflunarleiðir. ÞURRKAR í Hinir gifurlegu burrkar. sem staðið hafa yfir i Sómaliu undan- farin fjögur ár, eru nú loksins á enda, en þær miklu eyðilegging- ar, sem þeir hafa haft i för með sér, mun taka mörg ár að bæta. Samkvæmt opinberum tölum er áætlað að yfir 20 þúsund manns hafi látist og um fjórðungur hús- dýra landsmanna hafi fallið. Þurrkarnir höfðu áhrif á um 2/3 landsins, sem er stærra en Frakkland, Sviss og Hoiland til samans, og telur Sómaliustjórn að þetta hafi kostað landið um 227,7 milj. sterlingspunda. Árið 1966 var talið að húsdýra- eign sómaliumanna væri um 22 miljónir. Talið er að um 5 milj. sauðfjár og geita, 1 miljón naut- gripa og 300 þús. úlfaldar hafi dá- ið á þessum fjórum árum, sem ekki hefur rignt. Aðalfram- leiðsluvaran i landbúnaði, banan- arnir, fóru mjög illa og er fram- leiðsla þeirra talin vera 10% minni en árið 1972. Korn fyrir um 8,5 miljónir sterlingspunda er tal- ið ónýtt. Núna, þegar regnið hefur loks- ins komið, ætlar sómaliustjórn að hefja félagslegar tilraunir, sem taldar eru einstakar i sinni röð, en það er að fá hriðingja til að gerast bændur og fiskimenn. Tilraun þessi á að ná til 200 þús. manns, en forfeður þeirra hafa veriö hirðingjar eins langt aftur og vitað er, og á að flytja þá frá búðum þar sem þeir hafa verið yfir þurrkatimann til frjósamra akuryrkjusvæða og niður til Landsliðið Framhald af bls 8. Óskar Jakobsson spjótkast og kúluvarp Konur: Ingunn Einarsdóttir 400 m hlaup Þórdis Gisladóttir hástökk Lilja Guðmundsdóttir 1500 og 800 m hlaup María Guðjohnsen 100 m hlaup. Svanbjörg Pálsdóttir spjótkast Asta Gunnlaugsdóttir 200 m hlaup Erna Guðmundsdóttir 100, 200 m hlaup, langstökk, 100 m grindahl. Ingunn L. Bjarnadóttir 3000 m hlaup Lára Sveinsdóttir langstökk, há- stökk og 100 m grindahlaup Sigrún Sveinsdóttir 800 og 400 m hlaup Arndis Björnsdóttir spjótkast. Ragnhildur Pálsdóttir 1500 m og 3000 m hlaup Guðrún Ingólfsdóttir.Kúluvarp og kringlukast, AÐALFARARSTJÓRI verður Sigurður Ilelgason. Fundur verður með landsliðsfólk- inu I íþróttamiðstöðinni á mánu- dag kl. 8. Áriðandi að allir mæti. Frjálsiþróttasamband tslands. Ráðstefna Framhald af bls. 9. ráðstefnunni s.s. um „Kvenna- árið”. stöðu kvenna i atvinnu- lifinu, skóla- og uppeldismál og baráttuna fyrir friði. Nefndarkonur fengu tækifæri til að kynnast stofnunum og starf- semi I D.D.R. og vináttufundur var haldinn með konum frá Vestur-Þýskalandi. a) Það er álit okkar islensku kvennanna, að undraverðum árangri þafi verið náð i Þýska Alþýðulýðveldinu, á þeim 30 árum sem liðin eru siðan friður komst á i Evrópu, á sviði félagsmála og við uppbyggingu atvinnulifsins. b) Nefndinni virtist augljóst, að konur eru virkar á öllum sviðum atvinnulifsins, og að þærhafa sömu laun fyrir sömu vinnu. c) Nefndin álitur, að konur i Þýska Alþýðulýðveldinu hafi i framkvæmd, möguleika til menntunar og til stjórnmála- starfa. d) Islenska kvennanefndin á Eystrasaltsvikunni 1975 telur það megin-markmið Eystra- saltsvikunnar, að tryggja frið. við Eystrasalt. Þetta stórmál hljóta allar konur við Esytra- salt og á Norðurlöndum, að vera sammála um, og að Kvennaráðstefnan I Rostock sé mikilvægur liður i samstarfi friðelskandi þjóða. Nefndin. SÓMALÍU strandarinnar. Tilraun þessi verður bæði erfið og kostnaðar- söm og hefur forseti Sómaliu, Siad Barre, farið fram á aðstoð viðsvegar að úr heiminum, og hefur m.a. verið farið fram á tæki, hús, skóla, sjúkrahús o.fl. Fyrsta rikið til að svara hjálpar- beiðninni voru sovétmenn og hafa þeir þegar sent 12 risaþotur af Antonov-gerð og um 165 flutn- ingabila til að flytja hirðingjana tilsinna nýju heimkynna. Þá hafa sovétmenn sent báta, viðgerðar- verkstæði fyrir báta, æfingabúðir og timbur til húsbygginga. Aðalvandamálið við þessa áæflun er það, að taiið er að um 65% þeirra, sem verða fluttir, eru konur og börn, þar sem karl- mennirnir hafa haldið sig frá búð- unum. Kirkjukór í tónleikaför Laugardaginn 19. júli kom hingað til lands kór frá Lurup- er Kantorei i Hamborg. 1 ferð- inni eru um 40 kórfélagar og byrja þeir söngför sina með þvi að syngja við samkomu á Skálholtshátið sunnudaginn 20. júli. Næsta dag verður ekið að Gullfossi, Geysi og Þing- völlum og siðan á Akranes, en þar syngur kórinn i Akra- neskirkju þriðjudaginn 22. júli kl. 21. A Akranesi munu kór- félagar skoða m.a. Byggða- safnið i Görðum og Sements- verksmiðjuna. Þá verða tónleikar i Akur- eyrarkirkju firnmtudaginn 24. júli kl. 21, og siðan föstudaginn 25. júli i Skjólbrekku i Mývatnssveit, en þar verður meira veraldleg efnisskrá. Á kirkjutónleikunum kemur einnig fram organleikarinn Jiirgen Henschen, einnig sópransöngkonan Angelika Borns og altsöngkonan Meta Richter. Stjórnandi er Ekke- hard Richter. Að loknum söng i Skjól- brekku heldur kórinn suður Sprengisand og syngur að þeirri ferð lokinni i Reykja- vik, eða föstudaginn 1. ágúst i Háteigskirkju. Stjórnandi kórsins var nemandi hins blinda orgel- snillings M.G. Förstemann prófessors, er heimsótti Island fjórum sinnum. Ekkehard Richter var um likt leyti við nám og fjórir islendingar er stunduðu orgelnám hjá Förstemann i Hamborg, en þeir eru Guðmundur Gilsson, Haukur Guðlaugsson, Máni Sigurjónsson og Jón G. Þórarinsson. Hafa þeir að miklu leyti séð um skipu- lagningu ferðarinnar hér heima. • Heimilt að veiða 1100 hreindýr Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðu- neytinu verður heimilað að veiða 1100 hreindýr á Austur- landi I ár. Ekki er þó hverjum sem er heimiit að stunda þess- ar veiðar, heldur fá vissir hreppar hlutdeild I veiðinni sem svo ákveða hverjir fá veiðileyfi. 1 fyrra var heildarfjöldi hreindýra um 3700 og heimilað var að drepa 850 dýr Talning hefur ekki farið fram I ár. Talið er nauðsynlegt að j stofninn sé 2-3000 dýr svo ekki1 sé hætta á útffýmingu. En hins vegar má hann ekki verða svo stór að hreindýrin valdi verulegum ágangi á heimalönd. Undanfarin ár hefur borið á þvi að sums staðar hafa hrein- dýr veslast upp. Reynt verður að koma I veg fyrir það með þvi að hafa. fóður tiltækt á þeim stöðum. Veiðitimi hreindýra 1975 er frá 1. ágúst til 15. september.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.