Þjóðviljinn - 26.07.1975, Síða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1975, Síða 5
Laugardagur 26. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Karamanlis enn öruggur i sessi Ar er nú liðið siðan Konstantin Karamanlis, leiðtogi ihaids- flokks grikkja, sneri sigrihrós- andi heim frá útlegð i París og tók við stjórn landsins af ihalds- herforingjunum, sem komnir voru i algert þrot út af eigin spillingu og heimsku. Skömmu siðar jók Karamanlis enn veg sinn að miklum mun með þrumusigri i þingkosningum og ennþá er ekki að sjá að neitt lát sé á virðingu hans meðai þjóð- arinnar, nema síður sé. Hér hjálpast margt að. Þótt margt megi að stjórn Karaman- lisar finna, geta flestir orðið sammála um að hann sé hóti skárri en herforingjarnir, sem á undan honum riktu, en hjá þeim fór saman hrikaleg spilling, harðstjórn og óstjórn auk furðu- legrar ævintýramennsku i utan- rikismálum, sem best sýndi sig þegar þeir studdu bófann Nikos Sampson til þess að ræna völd- unum af Markariosi erkibiskupi á Kýpur. Undir stjórn Kara- manlisar var öllum stjórnmála- flokkum léyft að starfa á nýjan leik og ritskoðun á blöðum af opinberri hálfu afnumin. Kon- ungdæmið, sem aldrei varð annað en miður þokkasæll að- skotahlutur i grisku stjórnmála- og þjóðlifi, var afnumið með þjóðaratkvæðagreiðslu. Landið hefur fengið nýja (að visu mjög umdeilda) stjórnarskrá, og yf- irleitt má segja að stjórnmála- lifið i Grikklandi gangi nú fyrir sig eftir þingræðisreglum eins og þær þekkjast i Vestur- Evrópu, sem er allavega veru- leg framför frá þvi sem áður Persónudýrkun t efnahagsmálunum hefur stjórn Karamanlisar einnig staðið sig þolanlega. Siðasta ár herforingjastjórnarinnar var verðbólgan i landinu 32% af hundraði, en hefur nú minnkað um helming. I utanrikismálum hefur Karamanlis ekki siöur haft heppnina með sér að minnsta kosti samanborið við fyrirrennarana. Það, sem end- anlega varð banabiti herfor- ingjastjórnarinnar var þegar hún — ef til vill sem ginningar- fifl CIA — stóð að valdaráni Sampsons á Kýpur með þeim afleiðingum að tyrkir hertóku auðugasta hluta eyjarinnar. Karmanlis getur nú hreykt sér af þvi að hafa komið þvi til leið- ar að fáir gerast nú til þess að mæla atferli tyrkjans á Kýpur bót, auk þess sem sambúð Grikklands við Vestur-Evrópu, Arabalönd og sósialisku grann- rikin á Balkan er sæmileg orðin og fer batnandi. Sjálfur hefur Karamanlis eft- ir bestu getu hagnýtt sér það, sem hægt hefur verið að færa honum til gildis, til þess að skapa kringum sig liklega mestu persónudýrkun, sem nú mun þekkjast i Evrópu. Til þess beitir hann ekki hvað sist fjöl- miðlunum, sérstaklega útvarpi og sjónvarpi, sem rikið hefur i sinum höndum. Þvi er hvislað að Karamanlis, sem um árabil dvaldist i Frakklandi, hafi de Gaulle sem fyrirmynd þegar hann vinnur að þvi að tryggja aðstöðu sina sem „sterks manns” og tilbeðins þjóðarleið- toga. Sömu menn og áöur í lögregiu og her Þrátt fyrir allt þetta eru margfr grikkir miður ánægðir með stjórnarfarið, þar á meðal margir sem telja Karamanlis Karamaniis nýtur mikilla vinsælda —kannski ekki sfst vegna þess að þjóðin á varla kost á neinu skárra. — Hann sést hér vinna emb- ættiseiðinn, er hann tók við embætti. skásta valkostinn eins og sakir standa. Eitt af þvi, sem vekur . gremju margra, er að stjórnin hefur næsta litið gert að þvi að refsa þeim, sem frömdu glæpi á tlmum herforingjastjórnarinn- ar. Það er ekki nema eðli- legt að þeir, sem eiga um sárt að binda vegna morða, pynd- inga og annarra illvirkja, sem handlangarar ihaldsherforingj- anna gerðu sig seka um, reiðist er þeir horfa upp á að lítið er gert til þess af hálfu yfirvald- anna að láta þessi úrþvætti sæta réttlátri refsingu og ofan á það gegna margir þessara böðla ennþá sömu stöðum i her og lög- reglu og á timum herforingja- stjórnarinnar. Helstu leiðtogar einræðisstjórnarinnar eru að visu i fangelsi og réttarhöld yfir þeim fara i hönd, og hópur her- foringja, sem kváðu hafa fyrir- hugað að ræna völdunum af Karamanlis, er þegar fyrir rétti. En margir lita á þessar til- tektir sem kattarþvott og benda á að þau afturhaldsöfl, sem her- foringjastjórnin byggðist á, séu svo að segja jafnsterk og áður i lögreglu og her. Samdi Karamanlis við herforingjana? Þetta hefur ýtt undir grun- semdirmanna um að Karaman- lis hafi gert leynisamning við herforingjana um þær mundir er hann tók við völdum af þeim. Vist er um það að það voru her- foringjarnir, sem kölluðu Kara- manlis heim og fengu honum völdin i hendur þegar allt var að fara i vaskinn hjá þeim, og sýndu þar með svart á hvitu að hann var þeim geðþekkastur af öllum leiðtogum stjórnmála- flokkanna. Full ástæða er til að ætla að herforingjarnir hafi af- hent honum völdin til að hindra að aðrir miður ihaldssamir næðu þeim. Hafi svo verið, er vart gerandi ráð fyrir öðru en að þeir hafi um leið reynt að bjarga þvi, sem bjargandi yar af eigin skinni, meðal annars með þvi að tryggja sér að Karamanlis hreyfði ekki við veldi þeirra i lögreglu og her. Þingræðið valt á fótum Stjórnarandstaðan bendir ó- spart á þetta og heldur þvi fram að þessvegna standi þingræðið völtum fótum meðan Karaman- lis sé við völd. Þvi verður ekki heldur neitað að hugmynda- fræðilega séð er enginn megin- munur á hans flokki og herfor- ingjunum: hvorttveggja er i- hald. En hins má lika spyrja hvort herforingjarnir myndu ekki fremja nýtt valdarán og taka af þjóðinni þann lýðræðis- vott, sem hún nú býr við, ef ein- hverjir aðrir kæmust til valda en ihaldsflokkur Karamanlisar. Fyrir kosningarnar i fyrra var það raunar almannamál i Grikklandi, að herforingjarnir myndu ekki sætta sig við að neinn annar flokkur kæmist til valda, og mun sú trú hafa átt mikinn þátt i yfirburðasigri Karamanlisar. //Löglegt" ofbeldi gegn verkamönnum Veruleg óánægja er einnig með stefnu stjórnarinnar i verkalýðsmálum. Þótt dregið hafi úr verðbólgunni, er hún enn snöggtum meiri en nemur þeim kjarabótum, sem verkalýð i borgum hefur tekist að kria sér út. Afleiðingin hefur orðið verk- föll, sem stundum fylgja allal- varlegar óspektir, og færast þau i vöxt. t Grikklandi er það lög- legt að stöðva verkföll með þvi að lýsa þvi yfir að verkfalls- menn séu undir heraga, og ó- hlýðnist verkfallsmenn sliku kalli þrisvar i röð, má stefna þeim fyrir liðhlaup. Þetta hefur þegar skeð nokkrum sinnum i stjórnartið Karamanlisar og sýnir það ásamt með öðru hve takmarkað griska „lýðræðið” Hvað árangur Karamanlisar i utanrikismálum snertir geta andstæðingar hans bent á að samt sem áður eru engar horfur á þvi að tyrkir sleppi þeim hluta Kýpur, sem þeir hertóku. Grikkir geta litlu þar um breytt, þvi að hernaðarlega séð eru þeir engir jafnokar tyrkja, og ekki þýðir fyrir Karamanlis að gera sér vonir um liðveislu frá Bandarikjunum og Nató á þeim vettvangi. Til þess eru Banda- rikin of háð tyrkjum vegna samstarfs i hermálum. dþ. Magnús Tómasson á vinnustofu sinni með hluta af skúlptúrnum fyrir Esso fyrir framan sig „Það er ætlunin að þessi skúlptúr komist upp í september, en til þessa hef ur reynst erf iðast að fá nógu stóran ósprunginn stein í hæsta stólpann, sem er 2.20 m á hæð" sagði AAagnús Tómasson, mynd- höggvari, þegar við heim- sóttum hann á vinnustof- una en verkið sem AAagnús ræðir um er skúlptúr, sem hann er að vinna að fyrir Olíufélagið (Esso) og á að standa í vatni við hús fé- lagsins við Suðurlands- braut. Sömuleiðis gerir AAagnús veggskreytingu á húsið. ,,Ég gerði skreytingu fyrir skóla fyrir nokkrum árum, en annars hef ég ekki mikið unnið við svona verkefni. En við lærð- um talsvert um þetta á akademi- unni i Höfn og þetta skúlptúr fyrir Oliufélagið er unnið upp úr eldri hugmynd, sem ég vann að á skólanum. Nú hef ég breytt þessu Rœtt við Magnús Tómasson, myndhöggvara nokkuð i samræmi við þær kröfur sem umhverfið og byggingin gera.” sagði Magnús ennfremur. Er þetta ekki nokkuð ólikt þeim verkum sem þú ert að vinna að?” ,,Jú, ég er mikið að vinna úr ýmsum skissum sem ég kalla „Visuel poetri” eða „sýniljóð”. Annars er verkefnið fyrir Oliufé- lagið svo stórt að ég kemst ekki i margt annað á meðan. Auk þess hef ég svo verið að koma þessari vinnustofu i lag og flytja inn og það er býsna timafrekt.” Magnús á kynstur af gömlum og fallegum hlutum og meira að segja fjólubláan ford i bilskúrn- um af árgerðinni 1931. „Hann er i ágætu standi og vel ökufær” segir Magnús. „Ertu að hugsa um áð sýna á næstunni?” „Það er ákaflega mikið fyrir- tæki fyrir myndhöggvara að halda sýningu, miklu meira en fyrir málara. Verkin eru mjög timafrek og efnið sem unnið er úr bæði dýrt og vandfundið. Ég sýni einhvern tima þegar ég er undir það búinn.” „Og þú hefur unnið sem leik- myndateiknari?” „Já, fyrst var ég hjá sjónvarp- inu i hinu og þessu. Ég gerði myndir fyrir handalausan harrnonikuleikara frá Tibet og einfættan ballettdansara frá Mongóliu og svoleiðis. Svo gerði ég leikmynd fyrir Þjóðleikhúsið i vetur við leikrit Guðmundar Steinssonar. „Lúkas” og það var mjög ánægjulegt, Þetta fer auð- vitað mest eftir verkunum, „Lúkas” fór strax vel i mig, en annars lit ég nú á leikmyndagerð- ina sem hliðarspor. „Og þú valdir litina á Bern- höftstorfuna á sinum tima. Hvað Framhald á bls. 10 Bernhöftstorfu„aksj hefur róað menn í stað þess að hvetja

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.