Þjóðviljinn - 26.07.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 26.07.1975, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júll 1975. Úr skýrslu Iðnþróunarnefndar Roöfléttivél þessi kemur sér vel I islenskum fiskiönaöi. Viðfangsefni tækniþróunar á íslandi í skýrslu iðnþróunarnefndar um eflingu iðnaðar á íslandi er m.a. vikið að viðfangsefnum tækniþróunar á Islandi, þar er þvi haldið fram að þróun iðnaðar hafi verið nokkrum tilviljunum háð. Tækniframfarir hafa lika verið seiýna á ferðinni hér á landi en i nágrannalöndum okkar. Starfs- svið fyrirtækja og smæð hefur valdið þvi, að ýmsar tækninýj- ungar nútimans hafa ekki notið sin sem skyldi, og tæknilegt þró- unarstig þvi ekki ráðið úrslitum um samkeppnishæfni. Sú tækniþróun sem orðið hefur hér á landi hefur þvi ekki beinst að notkun rafeindatækni, leysi- geisla, sjálfstýringa, sjálfvirkni né tölvutækni við rekstur fyrir- tækja og stjórnun framleiðslu heldur að fullkomnara húsnæði og vélakosti með aukningu afkasta og nýtingu takmarkaðs mannafla i huga. Þá segir einnig i skýrslunni, að ýmsar greinar iðnaðar á tslandi einkennist mjög af handverks- hefðum og þjónustustarfsemi, þó að nú sé farið að verða vart þró- unar i átt til vöruframleiðsluvið- horfa með meiri verkaskiptingu innan fyrirtækja og vaxandi þörf fyrir sérþjálfað verkafólk til að annast afkastamikil atvinnutæki. Þá vaxi lika þörfin fyrir ýmis konar stjórntæki innan fyrirtækj- anna til að ráða við flóknari rekstur og til að halda fram- leiðslukostnaði og gæðum innan marka samkeppnishæfni. Nefndin telur, að þróun i þessa átt verði örari næstu árin og hlut- ar framleiðsluiðnaðarins eigi eft- ir að vaxa að umfangi og mikil- vægi. Samhliða þvi verði tækni- þróun örari og auknar körfur þvi gerðar til þeirra aðila sem þátt eigi i þeirri þróun. Er siðan vikið nokkuð að þeim viðfangsefnum, sem möguleikar eru á að hægt sé að fást við og þau rædd nánar, en það tekið fram að hér sé enganveginn um tæmandi upptalningu að ræða og að skipt- ing viðfangsefnanna gæti jafn- framt verið með öðrum hætti. Nýting jarðefna Helstu viðfangsefnin eru: nýt- ing jarðefna til bygginga og ann- Togvindan er framleidd af Islenskum aöilum. ars framleiðsluiðnaðar og er i þvi sambandi bent á þau efni sem ís- land er auðugt af, s.s. ýmis gos- efni, en þá er átt við perlustein, vikur og gjall svo eitthvað sé nefnt. Þá er þess getið að störf gosefnanefndar iðnaðarráðuneyt- isins hafi leitt i ljós að nokkur verkefnigætuleitttil nýrrar fram- leiðslu innan tiltölulega skamms tima. Lífefnavinnsla Þá er einnig minnst á lifefna- vinnslu, sem sé ört vaxandi fram- leiðslugrein um allan heim og mjög hraðfara þróun sé i notkun ýmissa örvera og lifhvata (enzyma). Segir í skýrslunni að nefnd, sem starfað hafi á vegum iðnaðarráðuneytisins til að kanna forsendúr lyfja- og lifefnavinnslu hafi bent á að ýmis efni, sem til eru á islandi henti vel til lifefna- iðnaðar og eru þar nefnd dæmi eins og fiskúrgangur, affall frá sláturhúsum, hvalvinnsla o.fl. Rafeindatækni Nefndin bendir einnig á, að Is- land hafi á seinni árum eignast marga ágæta hugvitsmenn á sviði rafeindatækni og hafi margvisleg tæki til ýmissa sérnota verið smiðuð hér á landi, s.s. segul- sviðsmælar, fiskteljarar, gjald- mælar i leigubifreiöar, geisla- mælar og ýmis sérsmiðuð raf- eindatæki til visindarannsókna. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með framleiðslu slikra tækja hér á landi, en vegna hárra tolla hérlendis á hlutusn til tækja- gerðar hafi framleiðsla m.a. ekki tekist. En með leiðréttingu á toll- skrá sem gerðar hafi verið nýlega horfi nú vænlegar fyrir rafeinda- iðnaði hér á landi, þó að enn þurfi að bæta nokkuð úr i þeim efnum. Iðnaöur i þágu sjávarútvegs. Þá er einnig minnst á plastiðn- að t.d. við gerð fiskkassa, ýmis Innlend skipasmiði hefur mikiö gildi fyrir iðnað landsmanna. konar léttmálmsiönað i sambandi við ál, ullar og skinnaiönað og ýmislegt I sambandi við bygging- ariðnað. Þá er sérstaklega getið um iðnað i þágu sjávarútvegs og bent á að fiskveiðar og fisk- vinnsla séu án efa þau atvinnu- svið, sem setji sterkastan svip á þjóðlff og efnahagslif islendinga. Er m.a. bent á að mörg islensk fyrirtæki selji fyrirtækjum sjávarútvegsins fjárfestingar- og rekstrarvörur svo og þjónustu. Og með þeirri tækniþekkingu, sem þegar sé fyrir hendi i þeim greinum hér á landi og þeirri góðu aðstöðu sem sé við að reyna tæki til hlitar við hérlendar að- stæður, sé liklegt að hér mætti efla iðnað á þessu sviði. Telur nefndin að full ástæða sé til að ætla að islendingar geti lagt nokkuð af, mörkum til alþjóða- þróunar á þessu sviði og haslað sér völl á erlendum mörkuðum, sem reyndir notendur og fram- leiðendur tækja og búnaðar til sjávarútvegs. Siðan eru nefnd dæmi um nokk- rar vörutegundir og eru þessar helstar: skip og bátar, spil og vindur i skip, handfærarúllur, færibönd, flokkunarvélar fyrir skelfisk, sild o.fl., sjófatnaður, veiðarfæri og efni i þau, flotholt og rekstrarvörur i veiðarfæri, frystivélar og frystiplötur, fisk- kassar, höndlunartæki fyrir skip og fiskvinnslustöðvar, öryggis- búnaður um borð i skipum. Þá eru einnig nefndir ýmsir staðlaðir hlutir, sem notaður eru sem hlut- ar i skip og báta, svo sem kýr- augu og vatnsþéttar hurðir og mætti framleiða slikt i smærri fyrirtækjum fyrir allar skipa- smiðastöðvar i landinu og jafhvel til útflutnings, ef gæði og verð leyfa. Skipasmíðastöðvar vaxtarbroddurinn Nefndin telur vaxtarbrodd þessa iðnaðar vera á vissan hátt hjá skipasmiðastöðvunum i land- inu og hafi nú verið sett af stað tækniþróunarverkefni með þátt- töku þriggja stærstu stöðvanna, Stálvik hf., Þorgeir og Ellert og Slippstöðin hf. Er þetta verkefni unnið af Rannsóknarstofnun iðn- aðarins, Siglingamálastofnuninni og Iðnþróunarstofnuninni með aðstoð dönsku suðutæknistofnun- arinnar Svejsecentralen og kost- að af iðnaðarráðuneytinu að til- hlutan Iðnþróunarnefndar. Þá leggur nefndin einnig til að komið verði af stað starfshópi um þróun iðnaðar, sem tengdur er sjávarútvegi til að byggja upp tækniaðstoð i þágu þess iðnaðar með rekstrarráðgjöf, hönnun , vöruþróun, markaðsþjónustu o.fl. Verði i upphafi gert yfirlit um þær vörutegundir, sem þegar eru framleiddar eða hugsanlega mætti framleiða á þessu sviði og siðan mótaðar tillögur um að- gerðir til að bæta núverandi framleiðslu eða koma nýrri fram- leiðslu af stað. Það mun nú vera i ráði að þessi starfshópur hefji störf i haust.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.