Þjóðviljinn - 30.07.1975, Qupperneq 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 30. júlf 1975.
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
HAFIÐ YFIR FLOKKSPÓLITÍSKA ÞRÆTU
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
Það er einkenni á milliflokkum að þeir
vita sjaldan eða aldrei i hvorn fótinn þeir
eiga að stiga; þeir tvistiga frammi fyrir
verkefnunum og taka ekki afstöðu fyrr en
komið er i eindaga. Stefnumörkun er ekki
til á þeirra snærum nema rétt frá degi til
dags. Þegar kemur að ákvarðanatöku
taka þeir flokkar ekki mið af almennum
vilja þjóðarinnar, hún er heldur ekki
spurð álits nema fjórða hvert ár eða svo
og það þykir argvitugasti kommúnismi að
leita álits þjóðarinnar oftar en i almenn-
um kosningum. Ákvarðanir forustumanna
milliflokkanna mótast venjulega af þvi
hvar áróðursþunginn er mestur. Þetta
kom i ljós varðandi Framsóknarflokkinn á
vinstristjórnarárunum; 1971 þorði forusta
hans ekki annað en að verða við eindregn-
um vilja kjósenda um stjórnarsamstarf
við vinstrimenn. Þegar á stjórnartimabil-
ið leið komu i ljós brestirnir i fari Fram-
sóknarflokksins; áróðursþungi Morgun-
blaðsins hvildi á framsókn eins og mara. í
fyrstu reyndu framsóknarmenn að svara
áróðrinum myndarlega — en smátt og
smátt fóru þeir að trúa honum. Fyrirstað-
an var ekki meiri en það, og eftir að efnt
var til kosninga næst lögðust þeir i
stjórnarsæng með ihaldinu. Nákvæmlega
sama ólánið henti Alþýðuflokkinn 1958,
þegar vinstri stjórnin fyrri brast. Þá
skreið hann i hjónasæng með ihaldinu með
mjög kunnum afleiðingum og fylgishruni
þannig að hann hékk rétt á bláþræði i
siðustu alþingiskosningum.
Slikir flokkar eru afar varhugaverðir
þegar kemur að úrlausnum erfiðustu
vandamála vegna þess að þá hefur ihaldið
iðulega yfirburðaaðstöðu i áróðri með
geysilega útbreiðslu blaðakosts sins. Um
þessar mundir er landhelgismálið I stór-
felldri hættu ef forustumenn milliflokk-
anna hallast á sveif með ihaldinu.
Landhelgismálið á að vera hafið yfir
alla flokkspólitik Andstaðan við það að
gera undanþágusamninga hefur aldrei
verið meiri meðal þjóðarinnar en einmitt
nú. 1 þessu sambandi nægir að vitna til
ályktana Alþýðusambands íslands, Far-
manna- og fiskimannasambandsins og
Sjómannasambands íslands. Að þessum
ályktunum standa menn úr öllum flokk-
um, þannig að það er greinilega vilji
þjóðarinnar að landhelgismálið verði
hafið yfir flokkspólitiska þrætu og að
undansláttarmönnum verði ekki liðið að
ráða ferðinni. Þessa algeru þjóðareiningu
má ekki rjúfa, i þetta sinn verða einnig
forustumenn milliflokkanna að taka af-
stöðu með islenskum málstað þó að áróður
ihaldsaflanna fyrir samningum við
útlendinga um veiðar innan fiskveiðiland-
helginnar kunni að verða þungur.
En á þetta er nú minnst hér vegna þess
að i útvarpsþætti um landhelgismálið i
fyrrakvöld komu fram býsna ömurlegar
raddir frá forustumönnum áðurnefndra
milliflokka. Einar Ágústsson opnaði i
þættinum möguleika til samninga um
fiskveiðar innan 50 milnanna, þvert ofan i
afstöðu yfirgnæfandi meirihluta fram-
sóknarmanna og þjóðarinnar allrar. Þessi
yfirlýsing Einars Ágústssonar var ömur-
legur vitnisburður um það hvað hann er
ósjálfstæður og þægur ihaldsöflunum.
Vonandi lætur hann þó undan þrýstingi
flokksmanna sinna þegar til kastanna
kemur. Benedikt Gröndal, form. Alþýðufl.
lýsti þvi yfir i þættinum i fyrrakvöld að i
grundvallaratriðum væri flokkur hans
andvigur undanþágusamningum og að
flokkurinn vilji að islendingar nýti land-
helgina einir. En böggull fylgdi þessu
skammrifi; formaður Alþýðuflokksins
sagðist vera eins og asni: ,,Ég er eins og
asni milli tveggja heysáta,” sagði hann.
Vonandi verður hann ekki eins og asni
þegar fram i sækir og að úrslitum land-
helgismálsins kemur, en þessi tilvitnaða
setning var eins og upp úr ritningu milli-
flokka, sem vita aldrei i hvorn fótinn þeir
eiga að stiga.
En slik afstaða dugir ekki þegar til
átakanna kemur. Nú verða allir islend-
ingar að sýna þá samstöðu sem raunveru-
lega er til i landinu i landhelgismálinu.
Landsmenn verða allir sem einn að snúa
bökum saman gegn hverskonar undan-
slætti. Þess vegna lýkur þessum leiðara
Þjóðviljans með þvi að taka undir þá
áskorun Lúðviks Jósepssonar i áðurnefnd-
um útvarpsþætti, að sjómenn, útgerðar-
menn, landsmenn allir láti nú kröftuglega
i sér heyra; þá verður hægt að reka und-
anhaldsmennina öfuga til föðurhúsa sinna
og þjóðin tryggir sér full yfirráð yfir
islensku fiskveiðilögsögunni. —s
KLIPPT..
Óheillastj arna
Joan Kennedys
/ tilefni
kvennaárs!
í tilefni kvennaárs Sameinuðu
þjóðanna hefur „útbreiddasta
blað landsins” hafið birtingu
greinarflokks úr þýska blaðinu
Welt am Sonntag um eiginkonur
frægra stjórnmálamanna. Til-
gangur blaðsins með birtingu
greinanna mun vera að upp-
fræða „húsmæður” um hlutverk
þeirra i þjóðfélaginu á ofan-
verðri tuttugustu öld. Ekki
byrjar blaðið á lakari endanum.
þvi fyrst i greinarflokknum er
Joan Kennedy, eiginkona Teds
Kennedys. Henni er lýst all-ná-
kvæmilega i greininni, og fróð-
legt er fyrir lesendur að gripa
niður i lýsingu á persónunni:
„En hennar vandamál er sál-
ræns eðlis, Eftir hinar tvær sál-
fræðilegu meðhöndlanir, sem
hún gekkst undir i mai og
september s.l„ hlaut hún nokk-
urn bata. Hún reykir og drekkur
nú minna en áður og leitar
huggunar hjá Motzart og De-
bussy, og henni er uppörvun að
þeirri viðurkenningu, sem hún
hefur hlotið fyrir hljómiistar-
gáfur sinar. Sjónvarpsstöð
greiddi henni nýlega rúmlega
eina miljón króna fyrir stutta
pianóhljómleika.
En þráttfyrir þetta er andlegt
ástand hennar mjög viðkvæmt.
Þau örlögþrungnu áföll, sem
hún hefur orðið að þola, hafa
skilið eftir sig spor. Enn er hún
að visu fögur sem forðum I
vexti, en andlit þessarar konu,
sem eitt sinn var svo laglegt og
Ijómaði af heilbrigði, er nú oft
þrútið og bólgið, og rödd hennar
hefur einnig orðið hrjúfari. Þeg-
ar Joan, sem á næsta ári verður
fertug, litur I spegilinn á morgn-
ana, spyr hún sjálfa sig alltaf
sömu spurningar: Af hverju
einmitt ég? Hvaö hef ég góðum
guðí gert? AHt var til þess gert,
að ég gæti lifaö glöðu og
áhyggjuiausu lifi. Af hverju var
mér fyrirmunað að lifa eðlilegu,
hamingjusömu fjölskyldulifi?”
Ekki verkamannahverfið
Bronx
Þegar fjallað er um æsku og
uppeldi frægs fólks er nauðsyn-
legt að skoða félagslegan bak-
grunn og áhrif umhverfis á upp-
eldið. þetta er gert i greininni.
„Virginia Joan Bennett var I
heiminn borinn 5. september
1936 i Bronxville nálægt New
York. Bronxville mega menn
ekki rugla saman viö verka-
mannahverfið Bronx. Það er
einbýlishúsahverfi, þar sem
ekki er gert ráð fyrir neinum
fótgangendum á vegunum, þvi
að grasfletirnir ná alveg að ak-
brautunum”.
Hún dýrkaði Ted
1 greinaflokki sem þessum er
nauðsynlegt að gera einkalifí
fólks góð skil. Það er lika óspart
gert:
„En i einkalffinu hallaði æ
meir undan fæti. Hún dýrkaði
Ted. En hversu gjarna sem
hann kann að hafa viljað, þá var
hann einfaldlega ekki fær um að
vera henni trúr. Þegar tveim
árum eftir brúðkaupið var hann
tekinn að fara aörar leiðir og
jafnskjótt og hann hafði náð sér
nægilega eftir slysið, fór hann af
stað aftur”.
Og til þess að láta greinina fá
visindalegan blæ kemur tilvitn-
un i sérfræðing:
„Nancy Gager, geðlæknir,
sem hefur skilgreint hegðun
Teds i ritgerð um „Kennedy-
taugaveiklunina”, segir: „AHir
Kennedy-arnir, frá ættarhöfð-
ingjanum Joe til Teddys, hafa
haft kvennakróka I augum. Joe
var árum saman i þingum viö
Gloria Swanson og aðrar kvik-
myndaleikkonur i Hollywood.
Og eins og Norman Mailer segir
i bók sinni, voru John og Robert
Kennedy báðir i vinfengi við
Marilyn Monroe. Daðurgirni er
einfaldlega i ættinni”,”
Hún myndi gera
skyldu sína
I lokin er greinaflokkurinn
þrunginn pólitiskri ábyrgðartil-
finningu og farið að hugleiða
næstu forsetakosningar I
Bandarikjunum. Þvi tengist hin
mikilvæga spurning: Hvernig
bregst Joan við?
„Hin mikla spurning er.hvort
hann hafi endanlega hætt við að
reyna að flytja inn i Hvita húsið.
Hingað til hefur demókrata-
flokkurinn ekki fundið neinn
frambjóðanda fyrir 1976, sem
kemst I námunda við hann að
vinsældum. Ef hinar ýmsu til-
raunir i flokknum til að samein-
ast um einhvern annan vonbiðil
takast ekki, er sá möguleiki
fyrir hendi, að flokkurinn beini
enn einni áskorun til hans, sem
honum yrði erfitt að skjóta sér
undan.
Joan Kennedy hryllir við
þeirri stund, en ef hún rynni
upp, myndi hún barna sinna
vegna gera skyldu sina. Þrátt
fyrir allt, sem skeð hefur, mun
hún fylgja manni sinum”.
Þá vitum við það. Nú biða les-
endur Morgunblaðsins i ofvæni
eftir næsta sunnudagsblaði og fá
þar væntanlega meira að heyra
um frægar eiginkonur!
Enn eitt
kapalmál
Enn eitt kapalmál hefur
skotið upp kollinum, Athyglis-
vert er að sjá hvernig embættis-
• menn svara nú spurningum
blaðamanna um kapal þann er
Þorkell Arnason GK 21 setti
trollið i sl. fimmtudag.
Fulltrúi varnarmáladeildar
„vildi ekkert fullyrða að svo
komnu máli. Hins vegar yrði
málið rannsakað og færi svo, að
kapallinn reyndist bandariskur,
yrðu eigendur bátsins væntan-
lega að gera skaðabótakröfu”.
Blaðafulltrúi hersins sagði, „að
sér væri með öllu ókunnugt um
þetta mál og gæti þvi ekkert
sagt að svo stöddu”.
Þegar kapalmálið kom upp I
júni, þá vissi enginn neitt hjá
varnarmáladeild, né hernum.
Síöar upplýstist málið og utan-
rikisráðuneytið tilkynnti að
kapallinn væri bandariskur og
ráðuneytið hefði fengið skýrslu
um málið. Hvernig væri að
varnarmáladeild skoðaði betur
skýrsluna á ný og sendu hana
sjókortagerðinni, þannig að bát-
ar geti varað sig á þessu
njósnadrasli hersins? —óre.
. OG SKORIÐ