Þjóðviljinn - 30.07.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1975, Síða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. júll 1975. Viötal viö Helgu Kress, sem fengiö hefur vísindasjóðsstyrk til aö rannsaka stööu kvenna í fornbókmenntum, um hugmyndir sem fram koma i bókum fyrr og nú ,, Það sem ég hef f yrst og fremst áhuga á að kanna, eru þau viðhorf og hug- myndir sem koma fram um konur í fornbókmennt- um. Fornbókmenntirnár eru mjög mismunandi hvað þetta snertir, en þó held ég að engar þeirra gætu verið skrifaðar af konum, nema þá kannski helst Fóstbræðrasaga, en þar segja konur frá höfuð- sjónarmiðum sögunnar og skopast er að hetjum," sagði Helga þegar við ræddum við hana, er hún var nýkomin til landsins. Helga er sendikennari í ís- lensku í Bergen og hún hef- ur nýlega fengið vísinda- sjóðsstyrk til þess að rann- saka stöðu kvenna í íslend- ingasögum. „Kynskiptingin i Islendinga- sögunum er mjög skörp en Njála er kannski dæmigerðust fyrir það karlveldi sem þá kemur fram. Þar kemur ljóslega fram sú hug- myndafræði að konum beri að vera mönnum sinum undirgefnar og þær eru séðar i afstöðu við þá. Það má t.d. bera þær Bergþóru og Hallgerði saman, en það er Hall- gerður sem er óhiýðin manni sin- um og fordæmd, en Bergþóra er hafin upp til skýjanna og látin ganga meðhonum i dauðann, sbr. hin frægu orð, ,,Eg var ung gefin Njáli...: Þannig sjást þessar kon- ur alltaf i afstöðu við eiginmenn- ina. 1 Laxdælu ræður einnig sama sjónarmið. Draumar Guðrúnar ósvifursdóttur, sem eiga að á- kvarða allt lif hennar eru auðvit- að draumarnir um eiginmennina fjóra, stiklurnar f lifi Guðrúnar.” „Hefur þú ekki lika rannsakað stöðu konunnar i nútimabók- menntum?” „Rannsóknir á stöðu kvenna i bókmenntum eru nú orðnar að sérstakri fræðigrein innan bók- mennta i háskólum á Norðurlönd- um, i Bandarikjunum og viðar. Hér á tslandi hefur litið borið á þessu. Slikar rannsóknir fjalla að sjálfsögðu bæði um stöðu kvenna i fornbókmenntum og nútimabókmenntum. Ég hef reynt að kynna mér hvernig staða konunnar er skilgreind i islensk- um nútimabókmenntum og það er ekki hægt að segja að hún sé neitt sérstakl. hagstæð. Það eru vit- anlega til kvenrithöfundar, sem skrifa mjög meðvitað um stöðu konunnar, en ákaflega margir nútimarithöfundar af karlkyninu fjalla um kvenfólk með slikum fordómum, að væri verið að tala um t.d. negra eða einhverja sér- staka þjóðflokka þætti þetta ófyr- irgefanlegt. Indriði G. Þorsteinsson segir t.d. blákalt i einhverju viö- tali: „Konur hafa ekki garfað i mér svoleiöis að ég þurfi að skrifa um þær bækur.” Þetta segir hann rithöfundurinn sjálfur, um helm- ing mannkynsins. Og siðan bætir hann við: ,, En það er hins vegar gott að nota þær i bókum.” „Þá má lika nefna tvö dæmi til viðbótar, en það eru bækurnar sem við islendingar sendum i Norðurlandaráðssamkeppnina i fyrra. Annað er leikritið Dóminó, með sinum óraunverulegu og tengslalausu kvenpersónum og hitt er Gunnar og Kjartan, sem er litið betra, þótt það sé skrifað út frá sósialistiskri hugmyndafræði. Konurnar i Dóminó hafa engin tengsl við samfélagsveruleikann og i Gunnari og Kjartani eru kon- urnar einnig fyrir utan bæði spill- inguna og umbæturnar.” „Finnst þér þá ekki siður aö fjallað sé um konur með hefð- bundna kynjaskiptingu i huga i sósialistiskum bókmenntum?” „Mér finnst hægt að gera meiri kröfur til þeirra en annarra og ef menn eru sósialistar i raun og veru verða þeir að láta hann ná til kvenna. Annars finnst mér þá rit- höfunda sem þannig lýsa konum, yfirleitt skorta eitthvað fleira sem rithöfunda. Ég á auðvitað ekki við að menn eigi endilega að skrifa um kvenfrelsismál, heldur aðeins að þeir reyni að lýsa kon- um á raunsæjan hátt i tengslum við samfélagsveruleikann. Það á aö reyna að lýsa þeim sem mann- eskjum, en ekki sem einangruð- um fyrirbrigðum Við getum tekið Laxness sem dæmi um rithöfund, sem alltaf fjallar um konur með meðvitund um stöðu þeirra, eins og allar aðrar persónur, jafnvel þótt konurnar komi oft fram sem kynverur fyrst og fremst. A hinn bóginn er svo hægt að vitna i Davið Stefánsson, sem litur á mannkynið sem karlmenn eina, erhann t.d. segir: „Hver dáð sem maðurinn drýgir, er draumur um konuást.” „Þú talaðir áðan um leikrit. Finnst þér islenskir leikritahöf- undar almennt fjalla um konur á ihaldssaman og ómeðvitaðan hátt?” ,,Af þvi sem ég hef séð af nýjum islenskum verkum virðast mér karlmenn langoftast vera i meiri hluta, aðalpersónan er karlmaður og kvenfólkið eru þessar hefð- bundu kynferðisverur. Það virð- ist oft ekki gert ráð fyrir konum sem leikhúsgestum, að þær vilji geta samsamað sig persónunum og lært eitthvað um sitt eigið lif af þeim. Hvernig eiga nútimakonur að lifa sig inn i þessar..skýjahór- ur” sem sifellt eru a6’ birtast i leikritum islenskra höfunda? Oft er eins og það sé ekki ætlast til þess að konur komi i leikhús, nema þá sem fylgikonur karl- manna á frumsýningum og þá til þess að horfa á vandamál þeirra færð upp á svið. Það er nákvæm- lega sama og að flestar bækur eru skrifaðar fyrir karlmenn ein- göngu.” „Finnst þér munur á bók- menntum sem konur skrifa hvað þetta varðar?” „A.m.k. nútimarithöfunda. Má þar nefna Svövu Jakobsdóttur og Jakobinu Sigurðardóttur, sem beinlinis taka fyrir stöðu kvenna i verkum sinum. Einnig var Asta Sigurðardóttir athyglisverður rit- höfundur, sem ekki hefur verið metin að verðleikum, en hún seg- ir oftast frá út frá sjónarhorni kvenna og minnir þannig oft á að- ferð Svövu. Svo eru margir kven- rithöfundar, sem skrifa reyfara og ganga hvað lengst i að stað- festa hefðbundna kynjaskiptingu og fordóma.” „Nú varst þú á ráðstefnu i vor um rannsóknir á stöðu kvenna i hugvisindum. Geturðu sagt okkur eitthvað frá ráðstefnunni?” „Það var einkum fjallað um stöðu kvenna i sagnfræði, félags- fræði og bókm. Þarna voru 100 þátttakendur, flestir frá Norð- urlöndum, þar af 99 konur. Ráð- stefnan var haldin núna i júni i Hollandi og var aöallega rætt um aðferðarfræði við slikar rann- sóknir. Rætt var um hvort stuðla Helga Kress rp ■ ■ VAR UNG GEFIN NJÁLI...” ætti að sérstakri fræðigr. við há- skóla, „feminologi”, en horfið frá þvi, þar sem hætta var talin á að þá myndi þessi grein einangrast og öllu sem varðaði konur visað þangað. Það myndi draga úr slik- um rannsóknum innan annarra visindagreina. Var samþykkt að vinna að eflingu á rannsóknum á þessu sviði innan hverrar grein- ar. I Noregi hefur t.d. verið á- kveðið að i mannkynssögu sem nú er i undirbúningi verði jafn mikið sagt frá konum og körlum, þótt hlutfallslega sé miklu minni heimildir til um konur frá fyrri timum og hlutföllin yrðu að þvi leyti röng. Sömuleiðis hefur verið lagt til i Bergen, að þegar kona og karlmaður sækja um stöðu og ekki reynist unnt að gera upp á milli þeirra hvað hæfni snertir, þá skuli konan fá stöðuna. Þetta kann að virðast óréttlátt, en ein- hvers staðar verður að byrja. Það er ekki hægt aÖ biða endalaust eftir þróuninni, það verður að ýta henni af stað.” „En er ekki mjög mismunandi hversu mikla áherslu menn vilja leggja á stöðu konunnar sem sér- stakt fyrirbrigði? Nú er mikið um það rætt, að stéttarskiptingin sé grundvöllur þess misréttis sem konur eru beittar — hvað finnst þér um það?” „Þetta virðist vera mjög um- deilt i hinum nýju kvenfrelsis- hreyfingum. Mér finnst að þetta tvennt verði ekki aðskilið og bar- áttan fyrir afnámi stéttarskipt- ingar hljóti að verða samhliða baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Ég held að þetta verði ekki að- greint, en kvenfrelsismál eru ekki bara hagfræðilegs eðlis heldur ekki siður hugmyndafræðilegs* þótt konur hafi iögleg réttindi á við karla er ekki þar með sagt að þær standi jafnfætis þeim. Konur fylgja jafnan stétt mannsins. Þær skortir þvi oftast stéttarvitund, og standa ekki saman sem stétt. Það sem vantar er vitundar- vakning og hún hlýtur að koma fyrst hjá konunum sjálfum. Við getum tekiö óteljandi dæmi um á- standið eins og það er i dag. 1 blaði las ég nýlega þennan texta undir mynd af stúlkum á bikini: Eftirlætisviðfangsefni ljósmynd- aranna. Þessi texti gefur til kynna að aðeins karlmenn séu ljósmyndarar og einnig að les- endur séu eingöngu karlmenn. Sömuleiðis hjálpar tungumálið til þess að viðhalda ástandinu. T.d. orð eins og alþingismaður og sýslumaður, eða hjúkrunarkona og þvottakona. Svo er eitthvað sem heitir húsbóndaherbergi og vinnuherbergi húsmóður. Þetta sér maður i opinberum plöggum, en auðvitað er þessum aöilum ætlað sæti á ákveðnum stöðum á heimilinu með ákveðin verk fyrir augum. „Telur þú þá að bókmenntir og rannsóknir á þeim geti haft veru- leg áhrif?” „Rannsóknir á fornbókmennt- um eru fyrst og fremst áhuga- verðar útfrá sögulegu sjónarmiði, — hvernig litið var á konur og hlutverk þeirra áður. Og auðvitaö geta þær sagt mikið um þann grundvöll sem hugmyndir sarh- timans hvila á. Við lestur nútima- bókmennta tel ég mjög mikilvægt að lesendur, og þá einkum konur, geri sér grein fyrir að lýsingar á þeim i bókum, sem jafnvel eru taldar raunsæjar og hljóta mikla viðurkenningu, þurfa ekki alltaf að koma heim við veruleikann. Og þó að þær finni ekki sjálfa sig i bókum er ekki þar með sagt að þær séu algerlega misheppnaö- ar,” sagði Helga að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.