Þjóðviljinn - 30.07.1975, Síða 12
Miðvikudagur 30. júll 1975.
Bandarísk
kjarnavopn
í S-Kóreu?
HONG KONG 29/7 — Norður-
kóreumenn ásökuðu bandarikja-
menn i dag um að hafa flutt
kjarnavopn til Suður-Kóreu til að
undirbúa kjarnorkustyrjöld.
Fréttastofa Norður-Kóreu
sagði að það hefði verið Kim
Poong Sup hershöfðingi, fulltrúi
Norður-Kóreu i vopnahlésnefnd-
inni, sem bar fram þessa ákæru.
Kim hershöfðingi sagði að
Norður-kóreumenn litu mjög
alvarlegum augum á ástandið og
krefðust þess að bandaríkjamenn
flyttu allt sitt herlið og öll kjarna-
vopn burt úr Suður-Kóreu.
Helsinki-
ráðstefnan
hafin
ÞriggQ daga fundur 35 þjóðar-
leiðtoga hefst i Helsinki á
morgun. Þetta er stærsta ráð-
stefna þjóðarleiðtoga, sem haldin
hefur verið i Evrópu og taka
þjóðarleiðtogar allra Evrópu-
rikja, að Albaniu undanskilinni,
þátt i þessari ráðstefnu. Þar að
auki sitja fulltrúar Kanada og
Bandarikjanna þessa ráðstefnu.
Þessi þriggja daga fundur eru
lokin og hápunkturinn á öryggis-
málaráðstefnu Evrópu og hefst
fundurinn á morgun með þvi að
leiðtogarnir munu undirrita hina
svokölluðu 20 þúsund orða yfir-
lýsingu.
Heiðríkjan
skammvinn
Það var sagt hér áður fyrr að
skyndileg heiðrikja eins og við
fengum i gær, boðaði sjaldnast
gott. Þvi miður sagði Páll Berg-
þórsson, veðurfræðingur að i
þetta skipti væri útlit fyrir að heið-
rikjan yrði skammvinn syðra og i
dag er búist við suðvestanátt og
skýjuðu á Vesturlandi, en hins
vegargetur orðið bjart fyrir aust-
an og norðan. Ekki virðist hafa
verið eins kalt hér syðra og marg-
ir héldu, þvi allt útlit er fyrir að
júlimánuður verði ekki nema rétt
fyrir neðan meðallag hvað hita-
stig snertir. Hins vegar hefur
verið sólarminna en i meðalári.
Búið er að taka saman tölur yfir
hitastig i Stykkishólmi i júli og er
hitastigið að meðaltali 10 stig, en
10,4 i meðalári.
þs
Gowon steypt
skóla og var m.a. i her Sam-
einuðu þjóðanna i Kasmir 1966.
Hann var gerður að ofursta i her
Nigeriu i fyrra.
Rétt eftir að Jakubu Gowon,
hershöfðingi, sem sat á fundi
Einingarsambands Afrikurikja
i Kampala, fékk þessar fréttir,
yfirgaf hann fundinn og hélt til
hótels sins, þar sem hann ræddi
við Idi Amin, hinn nýkjörna for-
mann Einingarsambandsins, og
Mobutu Sese Seko, forseta
Zaire. Eftir það kom hann ekki
á fundinn, og sagði útvarpsstöð i
Luanda að hann væri lagður af
stað til óþekkts ákvörðunar-
staðar, en fréttamenn töldu þó
að hann myndi enn vera i Kam-
pala. Idi Amin. sagði frétta-
mönnum að hann vissi nákvæm-
lega hvað Gowon ætlaði að gera,
en vildi ekki segja frá þvi. Svc
sagði hann að hann gæti ekkert
um þetta mál rætt, þar sem það
væri innanrlkismál systurrikis.
Sagðist hann nú biða eftir skila-
boðum frá Lagos, höfuðborg
Nigeriu.
Nigería-Uganda 29/7.—Jakubo
Gowon hershöfðingja, forseta
Nigeriu, var steypt af stóli i nótt
i herforingjabyltingu. Stjórn
landsins hefur siðan 1967 verið i
höndum herforingjaráðs, en i
þvi eiga sæti æðstu herforingjar
frá hinum 12 sambandsrikjum
Nigeriu. í útvarpsyfirlýsingu
frá Lagos, höfuðborg Nigeriu,
sagði Joseph Namvan Garba
ofursti að herinn i iandinu hefði
ákveðið að gera þessar
breytingar á æðstu stjórninni
vegna þeirrar þróunar, sem hafi
átt sér stað i landinu undan-
farna mánuði. Gowon hershöfð-
ingi er ekki lengur æðsti maður
herforingjastjórnarinnar né
hersins, sagði ofurstinn. Þá var
það undirstrikað að byltingin
hefði verið gerð án átaka og
ibúarnir beðnir að vera rólegir,
þvi að hver sá sem væri staðinn
af þvl að skapa óróa yrði hand-
tekinn. Þá hefur verið lýst yfir
útgöngubanni á næturnar og
öllum flugvöllum i landinu og
landamærastöðvum hefur verið
lokað.
Gowon hershöfðingi kom til
valda i Nigeriu eftir hina
blóðugu byltingu hersins þar
árið 1966 og var æðsti maður
rikishersins i borgarastriðinu,
sem fylgdi i kjölfarið, en það
stóð yfir i tvö og hálft ár. Gowon
er nú i Kampala, höfuðborg
Uganda, þar sem hann tekur
þátt i fundi æðstu manna
einingarsamtaka Afrikurikja.
Samkvæmt heimildum frá
Kampala er talið að maðurinn á
bak við herforingjabyltinguna i
Nigeriu sé Josep Mamvan
Garba ofursti. Hann er náinn
vinur Gowons hershöfðingja og
hefur m.a. verið foringi lif-
varðarsveitar Gowons. Hann er
menntaður úr breskum her-
Fyrsta
loðnan á
land
gœr
Fyrsti loðnuaflinn á þessari
vertið barst á land á Siglufirði i
gær. Það var Eldborg GK sem
kom með aflann, alls um 500
lestir. Það var haft eftir skip-
stjóranum Gunnari Hermanns-
syni að loðnan hefði verið a 10-20
faðma dýpi, en of blönduð smáu.
1 gær nutu menn sólarinnar I sundlauginni I Kópavogi eins og annars
staðar sunnanlands, en allt útlit var fyrir að ánægjan yrði skammvinn.
Bráðabirgðalög
um fjáröflun vegna landhelgisgœslu
Þingað í
Kampala
Forseti tslands hefur i gær,
samkvæmt tillögu fjármálaráð-
herra, staðfest svofelld bráða-
birgðalög:
„Fjármálaráðherra hefur tjáð
mér, að vegna fyrirhugaðrar út-
færslu islensku fiskveiðilandhelg-
innar i 200 milur þann 15. október
n.k., beri brýna nauðsyn til að
efla Landhelgisgæsluna að tækja-
kosti, svo tryggja megi viðunandi
eftirlit með veiðiskipum innan
hinnar nýju fiskveiðilandhelgi.
Jafnframt hefur fjármálaráð-
herra tjáð mér, að rikisstjórnin
hafi samþykkt að stofna til kaupa
á nýrri flugvél i Hollandi til
eflingar Landhelgisgæslunni, svo
og að láta framkvæma endur-
bætur á varðskipinu óðni, og að
taka þurfi lán til þessara fram-
kvæmda, að hluta til erlendis.
Fyrir þvi eru hér með sett
bráðabirðgalög samkvæmt 28. gr.
stjórnarskrárinnar, á þessa leið:
l.gr.
Rikisstjórninni heimilast að
taka lán allt að 450 miljónir króna
vegna kaupa á gæsluflugvél fyrir
Landhelgisgæsluna, og allt að 140
miljónir króna vegna endurbóta á
varðskipinu Óðni og verða lánin
að hluta til tekin erlendis.
2-gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.”
KAMPALA 29/7 —Þjóðarleiðtog-
ar Einingarsambands Afriku-
rikja hófu I dag umræður um þau
vandamál, sem fyrir fundinum
liggja, en það eru deilumálin fyrir
botniMiðjarðarhafs, staða traels i
Sameinuðu þjóðunum, bardag-
arnir i Angóla og kynþáttadeilur i
suðurhluta Afriku.
Fyrsta verk þeirra fulltrúa,
sem sitja fundinn, var að kjósa
Idi Amin forseta Einingarsam-
bands Afríkurikjanna fyrir næsta
ár. Það var Anwar Sadat Egypta-
landsforseti, sem stakk upp á
honum, og var sú uppástunga
samþykkt með lófataki. Idi Amin
lofaði að vera trúr og dyggur for-
maður Einingarsambandsins og
koma þvi ekki i nein vandræði.
Idi Amin lýsti þvi einnig yfir að
honum væri ekkert i nöp við
Július Nyerere, forseta Tansaniu,
sem hefur neitað að taka þátt i
fundinum af andstöðu við Idi
Amin. Nyerere hefur sagt að
Amin sé „morðingi, kúgari,
svartur fasisti og yfirlýstur aðdá-
andi fasisma”. En Amin sagði að
hann teldi Július Nyerere og þjóð
Tansaniu vera bræður si'na og
sytur. Forseti Sómaliu hvatti til
þess að Einingarsamband
Afrikurikja skipaði nefnd til að
koma á sáttum milli úganda-
manna og tansaniumanna.
Portúgal:
Astand ótryggt
Lissabon 29/7 Portúgalska
herforingjastjórnin kom á
ritskoðun aftur í dag og í
fyrsta sinn síðan herinn
tók vöidin af Cetanostjórn-
inni í fyrra. Ritskoðunin
nær þó aðeins til pólitískra
frétta frá Angola, en þar
berjast tvær stærstu
f relsisf ylkingarnar og
getur það komið í veg fyrir
að portúgalir yfirgefi
landið í nóvember eins og
áætlað var.
Francisco da Costa
Gomes, forseti Portúgals,
hefur frestað för sinni á
örygg isráðstef nuna í
Helsinki fram á fimmtu-
dag, vegna ótryggs
ástands heima fyrir.
Sósíalistaflokkurinn hefur
krafist þess að herfor-
ingjastjórnin komi ein-
hvers konar hjálpræðis-
stjórn þjóðarinnar á fót, til
þess að koma á röð og
reglu í landinu, þannig að
hætta verði ekki á algjöru
stjórnleysi.
Blaðberar
Þjóðviljinn óskar
eftir blaðberum i eft-
irtalin hverfi:
Asgarð
Langagerði
Einnig til afleys-
inga i ágústmánuði i
eftirtalin hverfi:
Framnesveg
Vesturgö tu
Sólvallagötu
Asvallagötu
Hringbraut
Tó masarh aga
Þjóðviljinn
Simi 17500
DIQÐVIUINN