Þjóðviljinn - 21.08.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. ágúst 1975
BRASILÍA:
Utrýming indíána
heldur enn áfram
Vegalagning gegnum Amasón-skóg, stefnir jafnvægi þessara
héraða i hættu.
Þegar portúgalar komu til
Suður-Ameriku árið 1500bjuggu
þrjár miljónir indiána á þvi
landsvæði, sem nú er Brasilia.
Samkvæmt rannsóknum hins
kunna brasiliska mannfræðings"
Parcy Ribciro, eru nú aðeins
milli 68.000 og 99.000 indiánar
eftir.
Miljónir þessara manna voru
drepnir á fyrstu öldum
portúgalska landnámsins,
þegar þeir voru að verja sig
gegn þrælaveiðurum og berjast
fyrir þvi'að halda landi sinu.
Miljónir létu einnig lifið þegar
þeir tóku við „menningu” hvita
mannsins. Sumir indiónarnir
voru fórnarlömb grimmdar
portúgalanna, sem svifust
einskis þegar þeir lögðu hald á
þessi lönd, og harðneskju land-
nemanna sem reyndu að út-
breiða „menninguna”. En aðrir
létu hins vegar lifið við trúboðs-
starfsemi kirkjunnar: þannig
kunna sagnfræðingar frá þvi að
segja að hinn miklu trúboði
Anchieta hafi smitað þúsundir
indiána af berklunum, sem
hann gekk með.
En þó skiptir ekki minna máli
aðlandnám hvitra manna hefur
haft i för með sér endalok
náttúrulegs jafnvægis i byggð-
um indiána og eyðileggingu
þeirra skilyrða sem tryggðu lif
þeirra. Claudio Villas Boas,
einn af þekktustu sérfræðingum
Brasiliu i málefnum indiána
hefur sagt: „Indiánar eru ekki
villimenn sem reika marklaust
um skógana vopnaðir borduna
og drepa allt og eyðileggja. 1
byggðum þeirra er stöðugt jafn-
vægi og þeir lifa i friði við sjálfa
sig og náttúruna. Hins vegar
koma hvitir menn til að eyði-
leggja og drepa, ryðja frum-
skóginn, breyta farvegi fljóta,
útrýma jurtúm og dýrum, næst-
um þvi alltaf fyrir hagnað,
persónulegan gróða fyrir fáa
menn.”
Hvitir menn brjóta einnig
niður menningu indiánanna,
goðsagnir og trú, en það er i
rauninni sálarlegt jafnvægi
þeirra. Trú indiánanna er á eng-
an hátt klunnaleg hjátrú án
allrar rökhyggju, sagði indiána-
sérfræðingurinn, heldur eru ná-
in tengsl milli umhverfisins,
lifnaðarhátta og trúarbragða.
Hins vcgar hafa trúboðar spillt
sálarjafnvægi þessara manna
með boðskap sinum um helviti
og annað slikt.
En i viðbót við þessi atriði,
sem eyðilagt hafa menningu
indiána og útrýmt mörgum
þjóðum þeirra, hefur nú bæst
fjórða atriðið, sem virðist ætla
að reka smiðshöggið á út-
rýminguna. Það eru fram-
kvæmdirnar á Amasónheruðun-
um, þar sem þeir fáu indiánar
búa, sem hafa lifað af meira en
fjórar og hálfa öld
portúgalskrar „menningar.”
í nýlegri rannsókn teiur
mannfræðingurinn Darcy
Ribeiro upp þessar nýju hættur
sem steðja að indiánum i
siðustu griðlöndum þeirra.
Annars vegar er það lagning
hraðbrauta, sem nú skera
Amason-svæðið i allar áttir.
„Transamasón”, „Belem-
Brasilia” . „Porto Velho-
Cuiaba” og fleiri vegir skera
veiðilönd ættbálka og jafnvel
þjóðgarða eins og Xingu,
Tucumaque og Aripuana, sem
fyrri stjórnir landsins höfðu
friðað, og valda mjög mikilli
röskun.
Hins vegar er mjög óskipuleg
en viðtæk málmvinnsla er-
lendra auðhringa i Amason-
landi. Fjölmargir auðhringar
hafa fengið fullt leyfi einræðis-
stjórnarinnar i Brasiliu til að
róta upp auðlindum skógarins,
járni i Sierre de los Carajas,
mangani i Sierra del Navio,
báxiti i Trombetas-á og tini i
Rondoniu, án þess að þurfa að
taka tillit til eins eða neins.
Meðal þessara auðhringa eru
t.d. United State Steel, Bet-
hlehem Steel, Alcoa, Kaiser
Aluminium, Nippon Stell,
Pechiney, Alussuisse, Royal
Cutch Shell, Rockefeller og
margir fleiri. Aðrir erlendir
auðhringar fást við jarðyrkju,
meðal þeirra eru Bulk Carriers
og Volkswagen, og loks fást
ýmsir við skógarhögg. Áður en
auðhringjum eru fengin land-
svæði i hendur eru svæðin oft
„hreinsuð”, þ.e.a.s. þeir
indiánar sem þar búa eru
drepnir með eitri, sprengjum
eða skothrið úr þyrlum, þvi að
þannig eru þau verðmætari.
Auðhringarnir stunda siðan
hreina rányrkju á þessum slóð-
um og hafa vistfræðingar viða
um heim miklar áhyggjur af
þvi, þar sem jafnvægi náttúr-
unnar i regnskógasvæðum er
mjög viðkvæmt. Hinar ofsa-
fengnu rigningar skola nefni-
lega burtu jarðveginum, ef trjá-
gróður verndar hann ekki, og
þvióttast margir að skógarhögg
og jafnvel of þéttar vega-
lagningar kunni um siðir að
breyta þessu risavaxna skóga-
flæmi, sem nefnt hefur verið
„lunga heimsins” i algera eyði-
mörk.
Þannig virðist allt benda til
þess að þessi „villti kapital-
ismi” sem nú herjar i Brasiliu
ætli að ljúka við útrýmingu
indiána, sem landnemar
portúgala hófu fyrir rúmum
fjórum öldum. Þó verður sjálf-
sagt reynt að halda lifinu i
nokkrum „eintökum” þeirra —
til að hagnast á ferðamönnum.
Ef til vill fylgja brasiliumenn
siðan fordæmi Úrúgvai-búa,
sem fluttu siðustu fjölskyldu
einnar indiánaþjóðar út til
Parisar til að sýna hana þar i
sirkus!
(endursagt eftir Prensa Latina)
Landskeppni
Framhald af bls 8.
Pétur Pétursson, Isl. 13.58
(vindur 0.0)
(Stig eftir 18. grein: tsland 87 —
Skotland 107).
Sleggjukast: m
T. Campell, Skotland 55.78
Erl. Valdimarsson, Isl. 55.10
Þórður B. Sigurðss. ísl. 44.00
W. Gentleman, Skotland 43.86
(Stig eftir 19. grein: ísland 92 —
Skotland 113).
4x400 m hlaup: min.
Sveit Skotlands 3:20.0
Sveit Islands 3:23.4
(Lokastigatala: Island 94 stig —
Skotland 118 stig).
Bardagar
Framhald a'f 12 siðu
herra fsraels, Yigal Allons, i
Jerúsalem i dag. Aður höfðu um
þúsund menn, þ.ám. þingmenn
stjórnarandstöðunnar, farið i
SENDlBÍLAsrÖÐlN Hf
kröfugöngu að heimili Yitsak
Rabins, forsætisráðherra, og
hrópað „Ijienry go home”, og
„Rabin, afsögn”. Þeir sem mót-
mæltu komu Kissingers voru yfir-
leitt fylgismenn hægri flokka
Israels, sem berjast harðlega
gegn öllum tilslökunum við
araba.
1 Kairó sagði talsmaður
Anwars Sadat að bráðabirgða-
samkomulag milli israelsmanna
og araba yrði skref i átt til fullrar
frelsunar hernumdu svæðanna og
leiddi til þess að palestinumenn
fengju að njóta réttar. Meðal
araba hefur þó verið nokkur
andúð á tilraunum Kissingers til
að miðla málum, og hafa nokkur
blöð beint spjótum sinum gegn
egyptum fyrir að ljá máls á þvi.
Farauk Kaddoumi, yfirmaður
utanrikisnefndar frelsishreyf-
ingar Palestinu, PLO, sagði á
blaðamannafundi i Ankara að
Kissinger væri að gera enn eitt
samsæri gegn palestinumönnum.
fsraelsmenn hafa þegar fallist
á það I grundvallaratriðum að
draga herlið sitt til baka á
Snai-skaga aftur fyrir Giddi og
Mitla skörðin, en um þau liggja
helstu leiðir á þessum slóðum. A
móti munu egyptar gera tilslak-
anir og bandarikjamenn hafa
boðið israelum aðstoð. Hins vegar
á eftir að semja um það i smáatr-
iðum hvernig herir israela og
egypta verða staðsettir, og hvort
bandarikjamenn setja upp varð-
stöðvar milli herjanna. Talsmenn
sunnudagur —
smáauglýsingar:
25.000 lesendur
egypta i Kairó sögðu að einnig
ætti eftir að leysa annað vanda-
mál, enn erfiðara, þ.e.a.s. hve
langan tima þetta samkomulag
ætti að vara.
Kartöflur
Framhald af 12 siðu
— Hvaða tegundir ertu með i
garðinum hjá þér núna?
— Fyrir sjálfan mig rækta ég
Olafsrauð, rauðar islenskar, en
það tek ég ekki upp fyrr en eftir
nokkurn tima. Undir plastinu er
ég með afbrigði, sem kallað er
Helga og einhver hefur logið i mig
að sé blöndun á Ólafsrauð og
Gullauga.
— Af hverju heitir uppáhaldið
þitt Ólafsrauður?
— Ja, mér hefur verið sagt að
hún heiti eftir Ólafi Jónssyni,
ræktunarráðunaut á Akureyri,
sern stofnræktaði þær fyrstur
manna. Annars skipta nöfnin ekki
máli, bara, ef maður hefur
ánægju af ræktuninni, sagði Jón
að lokum.
Vinnipeg
Framhald af bls. 7.
inga byggirnú, t.d. Selkirk, Hecla
Island og Gimli.
'A vegum Þjóðræknisfélaganna
á Ákureyri og i Reykjavik, er nú
senn lokið hinum fjölmennu vest-
urferðum. Siðustu hóparnir koma
heim i þessari viku. Ferðirnar
virðast hafa tekizt mjög vel og
dásama menn mjög allar móttök-
ur og vináttu Vestur-lslendinga.
I október mun formaður Þjóð-
ræknisfélagsins, séra Bragi Frið-
riksson, afhenda siðari hluta vin-
argjafar Þjóðræknisfélaganna til
útgáfustjórnar Lögbergs-Heims-
kpnglu, en fyrri hiutann, 6000
dali, áfhenti Arni Bjarnason, for-
maður Þjóðræknisfélagsins á
Ákuréyri, ,í ágúst-byrjun. í októ-
ber, verða- haldnar hátiðasam-
komui* á vógum þóðræknisfélag-
anna i Réykjavik og Akureyri, og
munu þar koma fram ýmsir þeir
aðilar, sem fóru vestur um haf i
sumar og síðar, og ennfremur er
von á gestum að vestan.
í naust mun dr. theol.,
Valdimar J. Eylands, flytja fyrir-
lestra við guðfræðideild Háskóla
tslands um kirkjusögu Vestur-Is-
lendinga. Þjóðræknisfélögin gera
sér vonir um, að þessi fjölþættu
samskipti muni hafa örvandi á-
hrif á nánari samskipti við landa
okkar vestan hafs og munu vinna
að þvi af alefli.
St j órnarskipti
Framhald af 1
fund i gær, sem-Costa Gomes for-
seti landsins hélt ásamt Saraiva
de Carvalho, yfirmanni öryggis-
lögreglunnar og hinum niu hæg-
fara herforingjum, sem vöktu at-
hygli fyrir nokkru, þegar þeir
gáfu út yfirlýsingu þar sem
stjórnin var hvött til að draga úr
ferðinni i byltingarþróun landsins
og halda náinni samvinnu við
EBE-löndin. Ekki var skýrt frá
umræðuefnum fundarins, en fjar-
vera Goncalves var enn talin
benda til þess að fylgi hans væri
að minnka.
Alþýðubandalagið:
Álþýðubandalagið Yestfjörðum
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins i
Vestfjarðakjördæmi verður
haldinn i félagsheimilinu Suður-
eyri Súgandafirði dagana 6. og 7.
september n.k.
Fundurinn hefst laugardaginn
6. september kl. 2 eftir hádegi.
Ragnar Arnalds, formaður
Alþýðubandalagsins, og Kjartan
Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans,
koma á fundinn. Dagskrá nánar
auglýst siðar.
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðu-
Ragnar Kjartan bandalagsins á Vestjörðum.
Tvö helstu dagblöð i Lissabon i
morgun nefndu varla bréf
Spinola, fyrri forseta landsins,
þar sem allir portúgalar voru
hvattir til að sameinast gegn
kommúnismanum. Það var Costa
Gomes, forseti, sem afhenti
blöðunum afrit af bréfinu i gær.
Panta vélar
Framhald af bls. 1.
smiðju til framleiðsiu á blöð-
um, til útgáfustarfsemi og til
annars skylds atvinnu-
reksturs.”
Þórir Jónsson
framkvæmdastjóri, sem nú er
helsti talsmaður Reykja-
prents h.f. og Visis, hefur
skýrt stjórn Blaðaprents frá
þvi, að verði Nýi Visir tekinn
til prentunar á undan þeim
gamla i Blaðaprenti muni
Visir hætta viðskiptum við
Blaðaprent og láta prenta
blaðið annarsstaðar. Striðið
stendur semsagt um for-
gangsaðstöðuna i Blaðaprenti,
en báðir aðilar Visisdeilunnar
hafa gert ráðstafanir, ef þeir
biða lægri hlut.