Þjóðviljinn - 04.09.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.09.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. september 1975 DJOÐVIUINN MALGAGN SOSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: útgáfufélag Þjóbviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar KarlHaraldsson úmsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 Ilnur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÞÁ TVÖFALDAÐIST KAUPMÁTTUR ELLILÍFEYRIS - NÚ ÆÐIR VERÐLAGIÐ LANGT Á UNDAN Svo óliklegt sem það virðist, þá skeður það nú stökum sinnum, að talsmenn Sjálf- stæðisflokksins taki að gorta af þvi i blöð- um eða á mannfundum, hversu vel hafi verið búið að öldruðu fólki og öryrkjum i tið núverandi rikisstjórnar, með Matthias Bjarnason sem tryggingaráðherra. Þannig birti t.d. Morgunblaðið á föstu- daginn var mynd af ráðherranum og tölur um hækkun lifeyris aldraðs fólks og öryrkja. Allt var þetta þó við það miðað, að fólk skoðaði dæmin lauslega, þvi að þegar ver- ið er að telja fram hækkun lifeyrisins til lofs núverandi rikisstjórn, þá er seilst eina átta mánuði aftur á valdatima vinstri stjórnarinnar og reiknaðar Matthiasi til tekna hækkanir á ellilifeyri, sem þá áttu sér stað!! Litum á þróun þessara mála fyrr og nú. Við lok viðreisnartimabilsins um mitt ár 1971 fengu elli- og örorkulifeyrisþegar greiddar kr. 4.900,- á mánuði hver einstak- lingur og ekkert fram yfir það. Eftir stjórn Alþýðuflokksins á tryggingamálum á ann- an áratug voru kjör þessara verst settu þegna þjóðféiagsins ljótasti smánarblett- urinn á islensku þjóðfélagi. í tið vinstri stjórnarinnar frá júli 1971 — april 1974 hækkaði bótaréttur þeirra elli- og örorkulifeyrisþega, sem tekjutrygg- ingar njóta úr kr. 4.900.- á mánuði i kr. 18.886.-. Þessi hækkun nemur 285% á sama tima og verðlag i landinu hækkaði samkvæmt framfærsluvisitölu úr 155 stigum i 242 stig, eða aðeins um 56% á tæpum þremur ár- um. Þetta þýðir að kaupmáttur þeirra þegna þjóðfélagsins, sem hér um ræðir, raun- gildi tekna þeirra, hækkaði um yfir 100% á árum vinstri stjórnarinnar, gerði meira en tvöfaldast. En hvað hefur gerst á þessu rúma ári siðan hægri stjórnin tók við? Kaupmáttur lifeyrisins hefur farið rýmandi á nýjan leik. Almennt verðlag i landinu hefur samkvæmt framfærsluvisitölu hækkað um tæp 55% frá 1. ágúst i fyrra til 1. ágúst i ár. En á sama tima og verðlagið hefur nú stigið um 55% á þessu eina ári, þá hafa út- borgaðar lifeyrisgreiðslur til hjóna, sem njóta tekjutryggingar aðeins hækkað úr kr. 33.994.- á mánuði i kr. 46.057.-, eða aðeins um 36%, og kaupmáttur lifeýris- teknanna þvi rýrnað sem þvi nemur. Nú hefur að visu verið lofað smá hækk- un frá 1. júli, sem þó er ekki enn farið að borga út, en jafnvel þótt hún væri tekin með inn i dæmið vantar allmikið á, að hækkun lifeyrisbótanna fylgi hækkun verðlagsins. Hér verður einnig á það að lita, að þegar sú hækkun loks kemur til útborgunar, verður verðlagið enn orðið mun hærra en visitalan mældi það þann 1. ágúst, saman- ber stórkostlegar verðhækkanir á algengustu neysluvörum nú siðustu daga og þær, sem á næsta leiti eru. Niðurstaðan er þvi sú, að raungildi bóta almannatrygginganna til þeirra, sem litl- ar eða engar aðrar tekjur hafa, gerði betur en tvöfladast á valdaskeiði vinstri stjórnarinnar, enda um algerar smánar- bætur að ræða, þegar Alþýðuflokkurinn skildi við. Nú hefur hins vegar kaupmáttur eða raungildi þessara lifeyrisgreiðslna rýrnað verulega á ný, þar sem verðlagið hefur hækkað mun meira en nemur hækkun lifeyrisins i krónutölu. Verkafólk á Islandi og aðrar launastétt ir hafa samtök til að berjast fyrir rétti sin- um, hvort sem er fyrir kjarabótum eða öðrum réttindamálum. Það fólk á Islandi, sem ekki á þess lengur kost að starfa úti á almennum vinnumarkaði, en á allt sitt undir hinu opinbera tryggingakerfi hefur engin samtök, sem það getur beitt til að ná rétti sinum gagnvart ófyrirleitnum valdhöfum, sem skerða lifsbjörg þess. öryrkjarnir og gamla fólkið geta ekki stöðvað hjól athafnalifsins með þvi að fara i verkfall. En það er skylda verkalýðshreyfingar innar að verja og sækja rétt þessa fólks á hverjum tima svo sem sinn eiginn, — og allur almenningur i landinu þarf að gera stjórnmálamönnum af hvaða tagi sem er ljóst, að leiðin til fylgisaukningar liggi þveröfugt við þá árásarstefnu gagnvart lifskjörum viðskiptamanna almanna- trygginganna, sem núverandi rikisstjórn hefur staðið fyrir. __k KLIPPT... Um hvaö ræddu Geir og Barzel?- Verður landhelginni fórnað fyrir EBE og NATÓ? Þaö er ekki siöur góöra spila- manna aö flika þvi sem þeir hafa á hendi. Þaö er hugsanlega vegna þess sem rikisstjórnin gengur til samninga viö „vina- þjóöir” okkar, breta og vestur- þjóöverja, án þess að láta nokk- uö uppi um hvaö hún ætlar að ganga langt til þess aö ná sam- komulagi. Framsóknarflokkurinn geng- ur til samninga meö þá afstöðu aö hugsanlegt sé að semja um undanþágur og umþóttunar- tima á svæöinu milli 50 og 200 milna. Flokkurinn ætlar ekki að bjóða upp á undanþágur til veiða nær landi að fyrra bragði, en taka afstööu til þess hvort þær skuli leyfðar, þegar bretar og v-þjóðverjar hafa lagt fram sinar kröfur. Sjálfstæbisflokk- urinn hefur ekki gefið neinar bindandi yfirlýsingar fyrir samningana. Samt vita allir sem vilja, aö bretar og v-þjóðverjar munu leggja fram kröfur um veiðar innan 50 milna. Máliö snýst þvi um það hvernig rikisstjórnin ætlar að bregðast við þeim kröf- um. Hvað gerir stjórnin ef bretar vilja halda áfram veiöum með aðeins smávægilegri minnkun veiðikvótans? Hvað gerir stjórnin ef bretar vilja hafa sama hólfafyrirkomulag i land- helginni og áður, en fallast á að minnka veiðikvótanh um helm- ing? Það er greinilegt að skipti- myntin i þessum viðræðum verða tollafriðindin i sjávaraf- urðaviðskiptum okkar við Efna- hagsbandalagið. Það væri fróð- legt að fara að fá tölur frá reiknimeisturum sjávarútvegs- og viðskiptaráðuneytisins um það hvað við töpum á viðskipta- þvingunum Efnahagsbanda- lagsins. Það eru ekki upphæðir sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Það má telja nær öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn undir for- ystu Geirs Hallgrimssonar er tilbúinn til þess að fórna miklu til þess að halda frið við NATÖ- rikin Bretland og Vestur-Þýska- land. Ekki fer hinsvegar milli mála að þjóðin sjálf er ekki til- búin til að fórna iandhelginni. Sifellt berast fleiri ályktanir frá félagasamtökum og bæjarfélög- um, þar sem krafist er hreinna 200 milna fyrir Islendinga eða hreinna 50 milna. Þar hefur rikisstjórnin viðmiðun, sem ráðlegast væri að fara eftir, og haga samningum I samræmi við hana. Um hvað njósnar Bandaríkja- stjórn ekki? Mikið er nú rætt um frjáls uppiýsingaskipti milli rikja. Þessari.kröfu hefur m.a. verið beint sérstaklega til rikja Aust- ur-Evrópu af bandarikja- mönnum. New York Times flettir ofan af stórfelldum sima- og telexnjósnum Bandarikja- stjórnar i siðasta sunnudags- blaði. Þarkemurfram að deild i bandariska hermálaráðuneyt- inu NSA lætur i samráði við CIA tölvuskoða allar simskeyta- og telexsendingar til og frá Banda- rikjunum. Hér er fyrst og fremst um viðskiptanjósnir að ræða. Simahleranir tiðkast einnig hjá NSA. Farið er eftir sérstöku lykiiorðakerfi og öll skeyti tölvuunnin þar sem orð eins og t.d. olia, saudi, mið- austur koma fyrir. Talið er hugsanlegt, að stóru simafyrir- tækin I Bandarikjunum ITT, RCA og Western Union starfi með NSA að þessum viðskipta- og efnahagsnjósnum. Þessar uppljóstranir sýna fram á, að upplýsingastreymið er ekki eins frjálst eins og for- svarsmenn hins frjálsa fram- taks vilja vera láta. Vestrænir njósnasérfræðingar telja vist að sovétmenn stundi svipaðar fjar- skiptanjósnir i „öryggisskyni”, en nú er semsagt komið i ljós að bandarikjamenn eru engir eftir- bátar i þessum efnum. Upplýsingarnar I New York eru þess eðlis að þær verða varla vefengdar. Að venju fara blaðamenn þessa blaðs þannig að I stórmálum, að þeir birta ekki fréttir af þessu tagi, nema þær séu hafðar eftir þremur sjálfstæðum heimildum. Af- hjúpun þessa stórkostiega njósnakerfis fær goðsögnina um frelsi hins vestræna þingræðis- skipulags til þess að hljóma enn • falskar en áður. Spurningin er ekki lengur um hvað Bandarikjastjórn njósni, heldur um hvað hún njósnar ekki. Ekkert virðist henni óvið- komandi. —ekh. Sovétmenn í vanda Sovétmenn virtu 50 milna landhelgi islendinga i raun. Rikisstjórnin hefur nú svarað mótmælum sovétmanna við 200 milna landhelginni með þvi að bjóða upp á viðræður um undan- þáguveiðar milli 50 og 200 milna. Sovétmenn, sem eins og flestar aðrar þjóðir hafa ekki á móti 200 milum I grundvallarat- riðum, en vilja biða úrslita haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eiga i nokkrum erfið- leikum með þetta tilboð stjórn- arinnar. Að þvi er best er vitað lita þeir þannig á að með þvi að hefja samningaviðræður við islend- inga væru þeir i raun að viður- kenna 200 milurnar. Með þvi að gera bráðabirgðasamkomulag við íslendinga viðurkenndu þeir 200 milurnar formlega. Með þvi að hætta veiðum innan 200 milna væru þeir einnig að gefa 200 milunum vissa viður- kenningu. Og þá er ekki annað eftir af möguleikum en að halda áfram veiðum, sem þá væru að okkar mati ólöglegar. úr þvi að sovétmenn lita þannig á málin er augljóst að þeir eru i nokkr- um vanda. Sovétmenn gætu náttúrlega byrjað á þvi að beita okkur við- skiptaþvingunum likt og „vina- þjóðir” okkar i NATÖ, en fram til þessa hefur það ekki verið lenska þeirra i Moskvu. Þessi afstaða sovétmanna sýnir I raun hve sterk aðstaöa okkar er gagnvart bretum. Þeir gerðu við okkur tveggja ára bráðabirgðasamkomulag, við urkenndu þar með 50 milurn ar I raun og i samkomulaginu var ekkert ákvæöi, sem skuld- bindur okkur til’ þess að veita þeim meiri umþóttunartima við veiðar innan 50 milna. Með tilliti til þess hvernig er komið fiskistofnum við Island er það algjör lágmarkskrafa til rikisstjórnarinnar að hún loki 50 milunum fyrir bretum. OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.