Þjóðviljinn - 04.09.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 04.09.1975, Qupperneq 7
Fimmtudagur 4. september 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Þaö er heilmikiö nostur viö einn karfa. Séö yfir flökunarsal frystihúss Fiskvinnsluskólans, en salinn lét skólinn innrétta sérstaklega meö tilliti til þess aö þar færi fram kennsla I verkun fisks. (Ljósm. -hm) Þann 25. ágúst hófu nemendur fyrsta bekkjar Fiskvinnsluskólans nám aö þessu sinni, en þetta er fimmta námsár skólans. Annar og þriðji bekkur svo og fimmti bekkur munu taka til starfa 15. septem- ber, en í vetur verður ekki starfandi f jórði bekkur við skólann því enginn þeirra tólf nemenda, sem skólinn útskrifaði úr þriðja bekk sl. sumar munu ætla sér, að svo stöddu að minnsta kosti, eð sitja tvö ár enn í skólanum og hljóta þar með menntun, sem fengið hefur heitið fisktæknir, enda hefur ennþá engin á- kvörðun verið tekin um faglega stöðu þeirra né heldur um rétt þeirra til háskólanáms. Þjóðviljamenn brugðu sér i Hafnarfjörð, en þar hefur skólinn fengið leigt húsnæði hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og innréttað frystihús, eins konar kennslu- frystihús, þar sem fram fer verk- leg kennsla. Að sögn þeirra Sigurðar Haraldssonar og Birgis Finnsson- ar verða 18 nemendur i fyrsta bekk þetta árið, og voru þeir ein- mitt i verklegri kennslu er okkur bar að. Var unnið að flökun karfa, en fisk kaupir skólinn til verkunar, sem siðan er seldur á vegum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Af 18 fyrstubekk- ingum að þessu sinni eru þrjár stúlkur. Fimmti bekkur verður i fyrsta sinn starfræktur við skólann i vet- ur, þótt ekki sé enn vitaö til hvers nám i f jórða og fimmta bekk leið- ir, eins og að framan getur. 1 fimmta bekk verða 14 nemendur og útskrifast þeir á næsta ári sem fisktæknar, þeir fyrstu hérlendis. Bóklega kennslan fer einnig fram i Hafnarfirði, nánar tiltekið við Trönuhraun. Þrátt fyrir það, að nemendur skólans séu viða að af landinu hefur þó skólinn ekki neina aðstöðu til þess að koma þeim i hús, heldur verður hver að bjarga sér. Hér ættu að vera fleiri nemendur ölver Guömundsson frá Eski- firði verður aldursforseti i nem- endahópnum i vetur, en hann varð 48 ára 1. september. Olver hefur verið sjómaður, en vegna slæmsku i hendi varð hann að hætta sjómennsku. Þvi var það að hann dreif sig i Fiskvinnslu- skólann. Er ætlun hans að vera i skólanum i a.m.k. þrjá vetur og hefur hug á að vinna við fiskmat að námi loknu. ölver sagði að langt væri nú um liðið siðan hann hefði lært á bók og sagðist ekki vita hvernig sér mundi ganga bóknámib, en við verklega námið sagðist hann hvergi smeykur. — Mér þykir vænt um að ég gat komist i þennan skóla, sagði Olver. — Mér finnst að hér ættu að vera fleiri nemendur og er reyndar hissa á þvi að svo skuli ekki vera. Sennilega stafar það af þvi, að hingaö til hafa stutt nám- skeið dugað fólki til þess aö kom- ast i þau störf, sem við veröum i þrjú ár að læra til. Af skrifstofu i fiskinn Torfhildur Stefánsdóttir vann siðastliðið eitt og hálft ár á skrif- stofu hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Sagðist hún hafa verið orðin þreytt á þeirri vinnu og þrá- setu á skrifstofu. Ekki er Torf- hildur algjörlega ókunn fiskinum, þvi fyrir fimm árum siðan vann hún eitt sumar i fiski. Sagði hún, að sér virtist sem námið við skólann væri fjölbreytt, og að þriggja ára námi loknu, sem hún kvaðst stefna að að ljúka eins og hún hugsaði i dag byðust fjölbreyttstörf. Nefndi hún meðál annars störf eftirlitsmanna, en þvifylgja mikil ferðalög um land- ið. — Það skilja allir vel að ég skuli hafa yfirgefið skrifstofuna, sagði Torfhildur. — Við erum þrjár, sem nú erum i fyrsta bekk, en i öðrum og þriðja bekk eru einnig þrjár stúlkurvið nám. Vonandier að sú tala haldist og hún mætti reyndar stækka þvi hér er lært til starfa, sem ekki eru siður fyrir konur en karla. Þykir blaðamanni sjálfsagt að taka undir þaö með Torfhildi. —úþ Birgir Finnsson, kennari. Siguröur Haraldsson, skólastjóri Torfhildur Stefánsdóttir öiver Guömundsson, ' 0' aldursforseti nemenda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.