Þjóðviljinn - 04.09.1975, Side 9

Þjóðviljinn - 04.09.1975, Side 9
' Fimmtudagur 4. september 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Jónína H.Ó.: Til verka- manna hjá Eimskip Nú þegi ég ekki lengur. Af gefnu tilefni ráðlegg ég ykkur, að standa þéttan vörð um hags- muni ykkar, verkamenn hjá Eimskipafélagi Islands. Ég vann i Faxaskála i 10 mánuði, frá byrjun ágúst ’74 til mánaða- móta növ.-des. og siðan frá jan. fram i miðjan júlt. 1 des. var gerður samningur milli verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Eimskipafélags Islands. Fól hann i sér ýmsar breytingar á vinnuháttum okkar. I staðinn áttu þeir, sem unnið höfðu i 3 mánuði að fá 8% kauphækkun, en þeir sem sóttu námskeið, sem félagið hélt, fengu 8% þar ofaná. . Þegar komið er fram í miðjan april var ég búin að vinna i 3 mánuði samfleytt, höfðum við verkamenn haldið samninginn og var þá komið að þvi að ég fengi þessa 8% hækkun. En ekki fékk ég kauphækkunina. Ég lét málið liggja niðri i 3 mán. hafði nóg að gera með minn fritima annað en að endurreikna viku- lega launin. Ég vissi þó að lús- arhækkun þessi kæmi ekki af sjálfu sér, það höfðum við rekið okkur á áður. Það er kannske svo hátt kaupið hjá okkur að við megum vel við þvi að 692 kr. vanti vikulega á kaupið? Viku- kaup mitt er 11.800 eftir að hafa unnið hjá félaginu i 10 mán. Jæja, einn góðan veðurdag drif ég mig niðrá skrifstofu Eimskipafélagsins-, vildi ekki láta Eimskip komast upp með aðhirða mina peninga þegjandi og hljóðaiaust. Ég tala fyrst við yfirmann launagreiðslnanna. Hún segist engu ráða, það sé vöruafgreiðslustjórinn sem stjórni þessu. Ég geng upp lang- an langan stiga inni hlýtt og bjart herbergi (munur eða kuld- inn i vöruskemmunum) og þar hitti ég vöruafgreiðslustjórann og segist hann skulu laga þetta er ég hef sagt honum málavexti, en segir að þessi mistök stafi af þvi að þeir hafi fengið vitlausan stofn. Ég glotti i laumi að skipu- lagsleysinu, en lét þessa afsök- un samt góða heita. Daginn eftir ætla ég að sækja peningana mina. En þá var nú gállinn annar á vöruafgreiðslu- stjóranum, og sagði hann mér að ég hefði aldrei verið fastráð- in og ætti þvi engan rétt á þess- ari hækkun. Bað ég vöruaf- greiðslustjóra þennan um betri skýringu á þvi, sem hann sagði. Gerðist hann þá æstur og sagði að þeir hjá Eimskip ákvæðu al- gjörlega sjálfir hverja þeir fast- réðu. Sem sagt,það skipti ekki máli hvað lengi þeir hefðu unn- ið á staðnum. En enga fastráðn- ingartilkynningu hafði hann til að sýna mér og sagðist ekki ræða þetta meir. Mikill er lág- sunnudagur— smáauglýsingar: lægsta verð Jónlna H. Ó. kúruhátturinn. En nú hef ég það á hreinu eftir trúnaðarmönnum Dagsbrúnar að allir þeir sem unnið hafa hjá Eimskipafélagi tslands i 3 mán. skulu fá þessa hækkun. Mér hefur skilist að það sé óánægja hjá fleirum en mér útaf svipuðum hlutum. Er það ekki rétt, vinnufélagar? Þið munið lika, að fyrir stuttu skeðu tvö at- vik. Þá var reynt að kúga tvo vinnufélaga ykkar og þeim hót- að brottrekstri ef þeir gengju ekki i fyrra tilvikinu að afar- kostum verkstjóra eins skálans, og i þvi siðara var það fyrr- nefndur vöruafgreiðslustjóri sem reyndi kúgunarbrögð. Já, það skeður ýmislegt bak við bláu girðinguna hjá „óskabarni Islands”. En það var verkalýðs- félag okkar sem hjálpaði okkur i þessum málum. Vinnufélagar, við þurfum sjálf að standa sam- an gegn kúguninni, þvi á hverj- um lendir hún næst? Snúumst gegn kúgunarvaldinu, rekum það i gegn, göngum af þvi dauðu með beittasta vopni okkar SAM- STöÐUNNI. Nauðsynlegt er að verkamenn i Faxaskála kjósi sér trúnaðar- mann. Rvik, 27. ágúst Jónina H.Ó. Auglýsing um verð á sementi Frá 1. september 1975 er verð á sementi frá Sementsverksmiðju rikisins svo sem hér segir: Án Með söluskatts söluskatti Portland- kr : kr.: sementpr. tonn 10.000.00 12.000.00 Hrað- sement pr. tonn 11.400.00 13.680.00 SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR. Innritað verður i skólanum, Hellusundi 7, fimmtudaginn 4. september og föstudag- inn5. september kl. 4-7 báða dagana. Skól- inn er nú fullskipaður. Nemendur sem innrituðust i vor eru beðnir að staðfesta umsóknir með þvi að greiða námsgjöld sin, annars eiga þeir á hættu að aðrir nem- endur verði teknir i þeirra stað. Skólinn verður settur i Lindarbæ mánudaginn 8. september kl. 17. Kennsla hefst miðviku- daginn 10. september. Skólastjóri Móðir okkar KRISTÍN ÓLADÓTTIR, Boðaslóð 17, Vestmannaeyjum, lést I Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. september. Jarðarför- in fer fram frá Landakirkju laugardaginn 6. sept. kl. 2. Börn og aðrir vandamenn. FERÐ TIL BANGKOK fyrir tvo I hálfan mánuð. Farið verður með Otsýn. Is- lendingar leggja að jafnaði ekki leið sína um undra- heima Austurlanda, —tll þesseru þau ef til vill of langt I burtu — en hver veit, kannski dettur þó I lukkupottinn, svo að það er eins gott að geyma miðann þar tll sýning- unni lýkur 7. september. VINNINGUR DAGSINS: Skoðunarferð til Vestmannaeyja: með Flugfélagi Is- lands. Farið verður að morgni, og eyjarnar skoðaðar. Innifalin er máltíð á Hótel Vestmannaeyjum. I Eyjum er margt að sjá, fyrir utan stórbrotna náttúru, tll dæmis má nefna Sjóminjasafnið I Vestmannaeyjum, sem er einstakt. Komið verður aftur að kvöldi. VINNINGAR OG VINNINGSNÚMER I GESTAHAPP- DRÆTTINU, SEM ÞEGAR HAFA VERIÐ DREGNIR ÚT: 22. ágúst: Ævintýraferó um Breiöafjörö kom á nr. 5387 23. ágúst: Heiöursgestir i Valhöll kom á nr. 7942. 24. ágúst: Fjölskylduferö aö Húsafelli kom á nr. 15921 25. ágúst: Skemmtisigling um ViÖeyjarsund kom á nr. 18686. 26. ágúst: VetrarfegurÖ viö Skjálfanda kom á nr. 21481. 27. ágúst: Meö 18 gesti „hvert á land sem er” kom á nr. 24756. 28. ágúst: A Noröurheimskauti kom á nr. 27036. 29. ágúst: A eskimóaslóöir kom á nr. 33914. 30. ágúst: Leikhúsferö til Akureyrar kom á nr. 41473 31. ágúst: Hrikaleiki Hornstranda kom á nr. 54258. 1. sept: Fjör i Færeyjum kom á nr. 31597. 2. sept. Tiska I fararbroddi kom á nr. 63005. Lukkupottur Laugarda lsha 1 lar DALNÚ0LEG VðRllSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.