Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Papagalli leitar sambands.
Kvenna-
bósar
deyja út
Papagallovar sá maður nefnd-
ur á ítaliu sem eltist við
skandinaviskar og þýskar skvisur
sem til þess lands komu i sumar-
leyfum og voru fyrirfram (og
ekki alveg að ástæðulausu) taldar
auðfengnar til ástaleikja. Slikir
menn voru alþekkt fyrirbæri og
að ýmsu leyti talsverð plá^a. Þeir
sátu fyrir leiguflugvélunum i bil-
skrjóðum sinum og klöppuðu
skvisum þegar þær stigu frá
borði.
Papagallar þessir höfðu ýmis-
lega tækni við að koma á sam-
bandi. Herra A á kunningja i toll-
inum sem við köllum B. Þegar
lagleg hnáta kom að tollinum læt-
ur A vin sinn B opna allar hennar
töskur. A kemur þá eins og ridd-
ari á vettvang og upplýsir málið
og bjargar stúlkunni útlendu — og
þar með var komið á samband.
Þeir sem grófgerðust vinnubrögð
notuðu dreifðu blátt áfram heim-
ilisfangi sinu og simanúmeri
meðalkvennaá flugvellinum. Þvi
var haldið fram, að tiunda hver
stúlka biti á agnið.
Nú eru gosar þessir úr sögunni
— það er að segja, þeir hafa beint
viðleitni sinni i aðra átt. Þeir elt-
ust áður við útlendar stúlkur,
vegna þess að þær voru frjálsari,
höfðu ekki mömmu i eftirdragi
sem varðhund og voru með pill-
una i töskunni þar að auki. En nú
eru itölsku stúlkurnar orðnar svo-
til jafn „frjálsar” og þær erlendu,
og þær hafa þann ágæta kost þar
að auki, að þær tala itölsku.
PAX
hneigist aö
skáldskap
OSLÓ ntb Ráðamenn norska
bókaútgáfufyrirtækisins PAX
telja að almenningur hneigist nú
frekar að skáldskap en áður og
hafa þvi 6 bókmenntaverk meðal
22 útgáfubóka sinna i haust. Einn-
ig eru gefnar út barnabækur al-
varlegs eðlis sem eiga að opna
augu barna fyrir ýmsum félags-
legum vanda sem þau standa
frammi fyrir i daglega lifinu.
Umræðubækur um þjóðfélags-
mál eru sem fyrr meginuppistað-
an i útgáfunni. — Eins og kunnugt
er fást islenskar bókaverslanir
ekki til að hafa PAX-bækur á boð-
stólum.
„Líf og heilsa”
í nýrri útgáfu
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur
nú sent frá sér bókina „Lif og
heilsa” eftir Benedikt Tómasson,
lækni, i nýrri útgáfu. Breytingar
hafa verið gerðar til samræmis
við nútimakröfur i heilbrigðis-
málum, og nýr kafli er um trygg-
ingamál, sem Ingimar Sigurðs-
son lögfræðingur tók saman. Bók-
in er kennd i flestum framhalds-
skólum landsins og einnig i ýms-
um sérskólum.
SIGURÐUR
BLÖNDAL
SKRIFAR:
Það er lengi búið að ala okkur
uppiþviaðbúa upp á peninga. t
þeim skilningi að meta árangur
af athöfnum okkar eftir þvi,
hvort þær skili okkur meiri eða
minni peningum en þeim, sem
við höfum lagt i þær. Sem sagt:
Tap eða gróði. Markaðsþjóð-
félag Vesturlanda, þar sem
gróðinn er látinn ráða férð okk-
ar, en mannleg skynsemi sett i
frystikistu, táknar æðsta stig
þessa peningalega uppeldis.
En verðgildi peninga er ekki
föst stærð.
1 þvi mannlega basli, sem er
kjarnapunktur tilveru okkar:
öflun eigin viðurværis, eru
peningar einmitt ákaflega
hverful stærð og tap og gróði á
peningavisu segir ekki nema
hálfa sögu.
1 fæðuöflun mannsins á jörð-
inni er hins vegar til föst stærð,
sem segir til um það til lang-
frama, hvort búskapur okkar sé
hagkvæmur eða ekki: Hitaein-
ingin (kalórian).
Ef við færumað búa upp á
hitaeiningar i stað peninga,
myndi mat á búskaparháttum
heldur betur breytast.
Það kæmi þá fyrst af öllu i
ljós, að fæðuöflun hins iðnvædda
heims er rekin með stórkostlegu
tapi — mældu i hitaeiningum.
Vélvæddur landbúnaður
Vesturlanda notar i eldsneyti 5
hitaeiningar til þess að fram-
leiða 1 hitaeiningu af fæðu.
Þessu eldsneyti er dælt eða
mokað úr iðrum jarðar og það
er senn á þrotum. Við notum
þetta eldsneyti til þess að knýja
vélarnar, sem heyra búrekstr-
inum til, til framleiðslu þeirra,
Tvenns konar búskapur
til málvinnslunnar til margvis-
legrar efnaframleiðslu, til
aðdrátta og afurðarflutninga.
Sóun af þessu tagi er mann-
kyninu skammgóður vermir og
þegar kol og olia verða þrotin,
gætu Vesturlönd sjálf staðið
frammi fyrir matvælaskorti,
sem þau hafa aldrei áður
kynnst.
Sú þróun, sem neysluþjóð-
félagið hefir framkallað, að
framleiða korn til þess að fóðra
með búfé, sem menn slátra
siðan sér til matar, er afskap-
lega óhagkvæm krókaleið —
mælt I hitaeiningum.
Einu búhyggindin i þessum
skilningi felast i þvi að neyta
kornmatar beint, en fara ekki
krókaleiðina um nautgripi,
hæsni, svín eða sauðfé.
Hagkvæmni kvikf járræktar
byggist þannig algerlega á þvi
að góðra gripina á grasi, en alls
ekki á korni, sem hægt er að
nota til manneldis, ef við hugs-
um i hitaeiningum.
Englendingur nokkur, Robert
Rodale að nafni, komst svo að
orði, er hann kom frá Kina fyrir
nokkrum árum:
„Mælt i orku (hitaeiningum),
er hrisgrjónarækt Austurlanda
langsamlega hagkvæmasta bú-
skaparaðferð, sem þekkist á
jörðinni. Ein hitaeining, sem
þessi búskaparaðferð eyðir —
fyrst og fremst i formi fæðu
handa bóndanum — gefur um
fjörutiu hitaeiningar af hris-
grjónum.
Okkur var sagt — — — að
fjögurra manna fjölskylda gæti
framfleytt sér á 3/4 hektara af
ræktarlandi”.
Besta sönnunin fyrir hinni
miklu framleiðni við þennan
búskap er það sáralitla ræktar-
land, sem kinversk meðalfjöl-
skylda kemst af með til þess að
geta framfleytt sér.
Séð i þessu ljósi er þannig
sjálfsbjargarbúskapur i litlum
einingum hinn eini, sem er hag-
kvæmur, en ailt talið um vél-
væddan stórbúskap sem alls-
herjarlausn blekking, um leið
og orkulindirnar þrjóta.
Liklega yrði sama uppi á
teningnum, er nútima fisk-
veiðar yrðu skoðaðar niður i
kjölinn.
Litum aðeins á okkar eigin
veiðar.
Mér er sagt, að islendingar
brenni um 200 þús. tonnum af
oliu til þess að draga úr sjó um
800 þús tonn af fiski. Eitt kg. olia
á móti fjórum af fiski.
Gaman væri, ef einhver
reikningshaus athugaði,
hvernig þessi búskapur kæmi út
— mælt i hitaeiningum.
Auk þess er önnur hlið á veið-
um okkar, sú er lýtur að fiski-
mjölsframleiðslunni. Ég hugsa
þá sérstaklega til sildveiðanna,
eins og þær voru stundaðar áður
fyrr — og hirði enn, ef ekki væri
búið að ausa sildinni upp:
Megnið af sildinni var notað i
mjöl til skepnufóðurs. Kjötið,
sem þannig var framleitt, var
hins vegar miklu lélegri eggja-
hvitufæða en sildin sjálf, ef hún
hefði verið veidd á skikkanlegan
hátt og notuð beint til manneld-
is. Dýr krókaleið. Dæmigerð
fyrir neysluþjóðfélag og mark-
aðsþjóðfélag. Hliðstætt við
dæmið, sem áðan var tekið um
þá fjarstæðu að nota korn til
skepnufóðurs. Auðvitað allt
miðað við sveltandi mannkyn.
Þetta er hlið á landbúnaðar-
málunum, sem litt hefir verið til
umræðu, flötur, sem markaðs-
hagfræðingar geta vitaskuld
ekki séð, en væri kannski
gaman fyrir ritstjóra hins nýja
Reykjavikurdagblaðs að velta
ofurlitið fyrir sér.
Sig. Blöndal.