Þjóðviljinn - 07.09.1975, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. septeniber 1975.
Magnús Stephensen Jón Karlsson Ólafsson Sæmundur Bæringsson Hjálmar Gunnarsson
ÞAR STENDUR GAMLA AMTMANNS-
HÚSIÐ FRÁ ARNARSTAPA
Nú eiga málarar
orlofsheimili
að Vogi á Mýrum
Þessar tvær myndir eru af gamla amtmannshdsinu.
Á undanförnum árum
hef ur það færst mjög í vöxt
að hin ýmsu verkalýðsfé-
lög komi sér upp orlofs-
heimilum til hvíldar og
hressingar fyrir félags-
menn sína. Mörg verka-
lýðsfélaganna í Reykjavík
eiga hús í Ölfusborgum,
þar sem Alþýðusambandið
hefur haft forgöngu um
framkvæmdir, en önnur
hafa komið sér upp orlofs-
húsum á öðrum stöðum.
Þann 9. ágúst sl. var há-
tíð haldin að Vogi á Mýr-
um, en þá var opnað þar
orlofsheimili Málarafé-
lags Reykjavikur. í tilefni
af opnun orlofsheimilis
málaranna að Vogi ræddi
Þjóðviljinn stuttlega við
nokkra úr forystuliði Mál-
arafélagsins. Þeir voru
Magnús H. Stephensen,
formaður félagsins, Jón
Spjallað við
nokkra
forystumenn
Málarafélags
Reykjavíkur
Karlsson ritari í stjórn fé-
lagsins, Hjálmar Gunnars-
son, formaður Vogsnefnd-
ar Málarafélagsins,
Sæmundur Bæringsson,
sem einnig á sæti í Vogs-
nefnd og Einar Ólafsson,
formaður orlof sheimilis-
nefndar, en hann er einnig
gjaldkeri Málarafélagsins.
Selveiði, æðarvarp,
lundatekja
Við spurðum fyrst formann fé-
lagsins Magnús H. Stephensen,
hvernig á þvi hafi staðið, að þeir
málarar völdu Vog á Mýrum sem
orlofsdvalarstað.
— Magnús sagði:
Við höfðum lengi leitað eftir
heppilegri jörð til að koma okkur
upp orlofsheimili, þar sem við
töldum að kaup á góðri jörð væri
það sem hentaði okkur best i
þessum efnum.
Svo var það árið 1972, að við sá-
um auglýsingu i blaði, þar sem
Vogur var auglýstur til sölu. Hóp-
ur frá okkur fór þá strax vestur
og fljótlega varð úr kaupum.
— Var jörðin þá i byggð?
Nei, jörðin hafði þá verið i eyði i
12 ár, en þáverandi eigandi henn-
ar Sigurður Jónsson, trésmiður i
Reykjavik hafði nytjað hlunnind-
in að einhverju leyti. — Og þegar
við spurðum Magnús Stephensen
um kaupverð jarðarinnar kom i
ljós að það hafði verið þrjár og
hálf miljón króna.
— Er þettö mikil jörð?
— Jörðm er yfir 20Ö hektarar.
Þarna hefur verið selveiði, æðar-
varp, reki lundatekja, veiði-
bjölluvarp. Silungsveiði er i
Vogslæk og margar varpeyjar
fyrir landi. Jörðinni fylgja tvö
vötn og þrjú önnur að hálfu. Og i
túninu stendur eitt elsta timbur-
hús á öllu landinu, sögufrægt hús,
sem áður var amtmannssetur á
Arnarstapa á Snæfellsnesi, en
siðar flutt að Vogi og er nú i um-
sjá Þjóðminjavarðar.
Hús skáldsins
— Þetta er þá iiklega húsið,
sem Steingrimur skáld Thor-
steinsson fæddist i, eða hvað?
— Jú það stendur heima. Þetta
gamla timburhús var byggt af
H.P. Clausen, stórkaupmanni
vestur á Arnarstapa á Snæfells-
nesti á árunum 1812—1815. Arið
1821 flutti Bjarni Thorsteinsson,
faðir Steingrims skálds i húsið þá
nýorðinn amtmaður i Vesturamt-
inu. Hann keypti það fáum árum
siðar og bjó þar uns hann lét af
embætti. Steingrimur er þvi bæði
fæddur i þessu gamla húsi og upp-
alinn.
Það mun svo hafa verið árið
1856, að Helgi dannebrogsmaður i
Vogi á Mýrum keypti húsið og lét
rifa það til flutnings og endur-
reisti siðan að Vogi. Húsið var
flutt á þvi mikla skipi Vogsskeið-
inni, sem var tólfæringur og þoldi
50 hestburða hleðslu. Skipið hafði
Helgi smiðað sjálfur og var það
stærsta skip er þá gekk frá Mýr-
unum og var mikið haft i flutning-
um m..a. milli Mýra og Reykja-
vikur. Sigurður bróðic Helga mun
einnig hafa átt hlut að smiðinni,
og orti hann margar visur um
Vogsskeiðina, — þar á meðal eru
þessar:
Byrinn ýtir beint úr vör,
boðinn spýtir hrönnum.
Skeiðin þýtur eins og ör
undir nitján mönnum.
Unnið að frágangi orlofsheimilisins
Sungið og spiiað á vigsiuhá tiðinni 1 Vogi. Bálið hafði verið kveikt úti úr
sprekum frá fjörunni, en flytja varð hátiðina inn undir þak vegna veð-
urs.
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Leið er fiogin furðu nett
freyðir bogin alda.
Skeið frá Vogi rennur rétt
reyðar sogið kalda.
— Þú nefnir Helga dannebrogs-
mann I Vogi, Magnús, — er það
ekki rétt munað, að hann hafi
verið fyrsti alþingismaður Mýra-
manna?
— Mikið rétt. Og Vogur á sér
merka sögu, eins og reyndar
flestir bæir á islandi. t Vogi var
lengi höfuðból. Þar sátu tveir
fyrstu læknar Mýramanna. Þar
var eitt sinn sýslumannssetur i
áratug á siðustu öld. t Vogi var
útræði og mikil sölvatekja auk
þeirra hlunninda, sem áður var
getið um, en ströndin er skerjótt
og þar hafa skipsskaðar orðið.
— Já, það er margt, sem sagan
geymir þarna vestur i Vogi fyrir
málarana og þeirra fólk til að
rifja upp á kyrrlátum stundum.
En nú langar okkur til að fræðast
um núverandi ástand gamla
hússins frá Stapa.
Og mun þá ekki
standa á okkur
Það er Jón Karlsson, ritari
Málarafélags Reykjavikur, sem
verður fyrir svörum.
— Húsið er mjög illa farið og
brýn nauðsyn að hefja viðgerðir á
þvi strax. Varanleg viðgerð mun
ugglaust kosta stórfé. En þeim
fjármunum væri svo sannarlega
vel varið, vegna þess hve fátækir
við islendingar erum af gömlum
húsum og öðrum minjum frá fyrri
öldum. Væri þetta hús látið
grotna niður yrði það óbætanlegt
tjón fyrir okkar minjasnauða
land. Þjóðminjavörður hefur tek-
ið þetta hús á skrá yfir gömul hús,
sem varðveita ber. Það er von
okkar málaranna, að rikisvaldið
sjái sér fært að leggja fé af mörk-
um strax, og mun þá ekki standa
á okkur að gera það sem við
megnum á móti.
Nýja húsið
fullbúið
— En væntanlega er gamla
amtmannshúsið ekki eina húsið,
sem uppi stendur i Vogi?
Það er Hjálmar Gunnarsson,
formaður Vogsnefndar Málarafé-
lagsins, sem svarar.
— Nei, þegar við keyptum jörð-
ina fyrir þremur árum fylgdi
ibúðarhús, sem þá var i smiðum,
tilbúið undir tréverk. Ætlunin var
að hefja framkvæmdir strax
sumarið 1973, en þá fengust engir
smiðir, svoleiðis að þetta dróst til
vorsins 1974, en þá komst skriður
á byggingarframkvæmdir, og nú
er húsið tilbúið. Bjarni Kristins-
son, trésmiður úr Reykjavik sá
um bygginguna allt til loka og
stóð sig með stakri prýði. Erfið-
lega gekk að fá pipulagninga-
mann, en að lokum fengum við
Hafstein Sigurbjarnason á Akra-
nesi. Múrari varOttó Jónsson, frá
Borgarnesi og Reynir Asberg,
einnig frá Borgarnesi sá um allar
raflagnir. Húsinu er nú lokið, eins
og ég sagði áðan og bóndinn á
næsta bæ, Jóhann á Laxárholti
fengum við til að girða land jarð-
arinnár. Næsta verkefni verður
að gera barnaleikvöll, laga kring-
um húsið, fullklára bilastæði og
ganga frá tjaldstæði, og ætlunin
erað halda áfram girðingarfram-
kvæmdum.
Nýting hlunninda aö
fyrri tiöar hætti
— En hvað um öll hlunnindin,
Nýja orlofshcimiiið
Þar stjáklaði Steingrimur ungur um fjalirnar
Úr eldhúshorni amtmannshússin
Frá fjörunni i Vogi
ætlið þið að nýta þau, eða eru þau
að engu oröin?
Sæmundur Bæringsson, sem
sæti á i Vogsnefnd Málarafélags-
ins verður fyrir svörum.
— Hlunnindi hafa mjög gengið
saman i Vogi, eins og allsstaðar
þar sem þau hafa ekki verið nýtt.
Þó er þar allmikið af sel, lundi
nokkur og veiðibjölluvarp veru-
legt. Ahugi er á þvi meðal mál-
ara, að nýta þessi hlunnindi sem
best, einkum að hlúa að þvi litla
æðarvarpi, sem enn er til staðar
og reyna að auka það og efla, svo
það komist i svipað horf og áður
var. Það er álit okkar að hlunn-
indi verði best varðveitt með þvi
að styðjast við gamlar venjur i
umgengni og nýtingu þeirra. Þá
viljum við varðveita alhliða
fuglalif i Vogi, meðal annars með
þvi að halda mýrunum i eðlilegu
ástandi og bæjgja frá ásókn
byssumanna og reyna að halda
mink og öðrum varg i skefjum.
Þá er áhugi fyrir silungsrækt i
Vogslæk og I vötnunum sem
framtiðarverkefni.
Þetta eru 170
kilómetrar
— Og hvernig hyggjast málarar
svo nota orlofsheimilið? Einar
Ólafsson, formaður orlofsheimil-
isnefndar svarar.
— Fyrst og fremst verður húsið
leigt félagsmönnum Málarafé-
lags Reykjavikur til dvalar, eina
viku i einu fyrir hverja fjölskyldu
en frá Reykjavik vestur að Vogi
eru 170 km. Þar sem við viljum
reyna að nýta húsið, sem best, þá
verður þó lika hægt að fá það i
skemmri tima, á þeim árstimum,
þegar eftirspurn er ekki i há-
marki. Þá er einnig fyrirhugað að
nýta húsið til námskeiðahalds á
vegum félagsins, aðallega yfir
vetfarmánuðina. I húsinu eru 4
svefnherbergi, stofa, stórt eldhús
og 2 geymslur. Þá er þarna að
sjálfsögðu hreinlætisaðstaða,
bæði sérstaklega fyrir þá, sem i
húsinu búa á hverjum tima og
einnig fyrir þá sem tjalda.
Ætlunin er að skapa i Vogi góða
aðstöðu fyrir þá sem vilja koma
og tjalda. Sumrin eru jafnan mik-
ill annatimi hjá okkur málurun-
um og menn verða oft að gripa
þær fáu stundir sem gefast, — og
vilji menn njóta þeirra þarna fyr-
ir vestan, þá má búast við þvi að
alloft verði að sætta sig við að láta
tjaldið nægja, þvi að ekki geta all-
ir fengið dvalarleyfi i húsinu i
einu.
Nábýlið er gott
Við spurðum Magnús H.
Stephensen, formann Málarafé-
lagsins um samskiptin við ná-
grannana.
Hann sagði: — öll samskipti
við heimamenn hafa verið eins og
best verður á kosið. Hraunhreppi
var að sjálfsögðu boðinn for-
kaupsréttur að jörðinni sam-
kvæmt gildandi lögum. Við þykj-
umst geta gert okkur vonir um að
öll samskipti við nágranna þar
vestra verði með ágætum i fram-
tiöinni eins og hingað til, og mun-
um við leggja okkur fram um
það. Næstu bæir við Vog eru:
Akrar, Laxárholt, Traðir og Skið-
isholt og allar i byggð.
Og Magnús bætir við: Það er
varla til sá hlutur, sem ekki er
hægt að gera þarna i Vogi. Mögu-
leikarnir eru ótæmandi. Okkur
langar til að koma okkur upp
nokkrum bátum og hyggja að
veiði i sjó, golfvöll er áformað að
byggja. Svo er það skógrækt. þeg-
ar búið er að girða en þarna er
kjarr i mýrunum og ætti að geta
vaxið. Nú þegar er búið að girða
sjávarmegin, en áður gekk fullt
af hrossum úti i eyjunum og
spilltu lundavarpinu. En nú verða
hrossin að halda sig i landi.
Varla er til sú islensk fuglateg-
und, sem ekki er að finna i Vagi,
og þar sáum við örn i vor. Þá má
ekki gleyma útsýninu, sem óviða
er fegurra en frá Vogi með Snæ-
fellsjökul sjálfan sem höfuðprýði.
sagði Magnús H. Stephensen, for-
maður Málarafélagsins að lok-
Æöarfuglinn verpir gjarnan i þangi, en hér hefur ein fundið sér
hreiöurstaöi þaunglabing, það er ekki óalgengt Í Vogi.
Klúbburinn Vogur
Fyrir ári siðan var stofnaður
klúbbur meöal eiginkvenna
málara. Heitir hann Klúbburinn
Vogur. Hugmyndin með stofnun
klúbbsins var að kynnast nánar
og efla félagslif innan Málarafé-
lags Reykjavikur.
Ennþá eru aðeins konur i
klúbbnum, en ætlunin er að bæði
kynin hafi þar jafnan rétt til
þátttöku. Verkefni klúbbsins
hafa verið spilakvöld og kynn-
ingarfundir, sagði Guðrún Mel-
steð Þjóðviljanum. Einnig hafa
klúbbfélagar aðstoðað við val og
innkaup á innbúi i orlofsheimil-
iö.
A vigsluhátiðinni afhenti for-
maður klúbbsins orlofsheimil-
inu forláta gestabók sem er gjöf
frá klúbbnum. I hana var rituð
þessi visa eftir hjónin Arnór
Þorkelsson, málara og Huldu
Ingvarsdóttur:
,,í Vogi var vina gaman
og vistin undur góð.
Timbriö viö tindum saman
og tendruöum af þvi glóö.”
Þá buðu klúbbkonur upp á
rausnarlegar veitingar, sem
voru framreiddar i tjaldi sem
reist hafði veriö rétt hjá húsinu.