Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 5
Þriöjudagur 4. nóvember 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Spánn að Franco gengnum: Kommúnistar eru sterkasti andstöðuaðilinn Santiago Carrilio— „viljum jafnvel vinna meö þeim, sem böröust og munu berjast gegn okkur.” Þegar þetta er ritað hefur búr- bóninn Juan Carlos tekið viö sem rikisieiötogi Spánar og Franco er sagður deyjandi. Ljóst virðist aö þar með sé lokiö valdaferli þessa manns, sem leiddi samfylkingu íhalds og fasisma til sigurs i spænsku borgarastyrjöldinni, sem kost- aöi um 600.000 manns lifið, og lét að henni lokinni fangelsa um tvær miljónir stjórnmáiaand- stæöinga og myröa um 200.000 af þeim. Fyrir mörgum, jafnt fylgismönnum og andstæöing- um, er Franco fyrir iöngu orö- inn tákn stöðugleika núverandi valdakerfis i landinu. Við dauða eöa afsögn einræöisherrans eru bundnar vonir og ótti þorra spánverja viðvikjandi mismun- andi djúptækum breytingum. Hæpið er að gera sér of sterk- ar vonir um að spænska þjóðfé- lagið breytist ört i manneskju- legra horf við fráför Francos. I- haldssamasti hluti valdahóp- anna, með yfirmenn hans og lögreglu og drjúgan hluta auð- valdsins i broddi fylkingar, reynir efalaust af fremsta megni að halda i óbreytt eða sem minnst breytt ástand. Þessir aðilar óttast að þeir kunni að missa taumhaldið, sem þeir nú hafa I þjóðfélaginu, ef eitthvað sé gefið eftir i lýð- ræðisátt. Þar að auki verður að hafa I huga að Spánn nútimans er land um margt ólikt ná- grannanum Portúgal. Portúgal er að mörgu leyti ennþá vanþró- að þriðjaheimsland, en Spánn hinsvegar iðnvætt riki með fjöl- mennri millistétt, sem býr við sæmileg kjör og er að visu lik- lega yfirleitt hlynnt breytingum i lýðræðisátt, en jafnframt hrædd við hverskonar meiri- háttar rask á hinu pólitiska og þjóðfélagslega kerfi. Sundurleit andstaða Engu að siður er andstaðan gegn Franco-ihaldinu svo öflug, fylgismikil og sumpart vel skipulögð að erfitt er að gera sér i hugarlund annað en verulegar breytingar til batnaðar verði á stjórnarfari Spánar I framtið- inni. Sú andstaða getur varla margbrotnari og sundurleitari verið. A róttækasta kanti henn- ar eru borgarskæruliðar, fá- mennir en vel agaðir hópar of- urhuga, sem hiklaust leggja lif og blóð i sölurnar. Af þessum hópum er FRAP kunnastur, i fréttaskeytum stundum kall- aður maóiskur, en úr honum voru þrir andófsmannanna fimm, sem teknir voru af lifi á dögunum. A gagnstæðum kanti er frjálslyndari hluti fjármála- manna og margir yngri foringja i hernum. Þar á milli eru svo flokkar kommúnista, sósialista og fleiri flokkar til vinstri og i miðið, leynisamtök verka- manna, mikill hluti klerkastétt- arinnar og sjálfræðishreyfingar þjóðernisminnihluta, einkum baska. Tvær samfylkingar Margt er á huldu um það hvernig þessu sundurleita liði gengur að sameinast i barátt- unni og hversu eindregnir sumir þessara aðila reynast i andstöð- unni. Flestir þeirra, að frátöld- um borgarskæruliðunum og ETA, hinni herskáu baráttu- hreyfingu baska, segjast aðeins vilja berjast til áhrifa og valda með friðsamlegu móti og for- dæma vopnaða baráttu borgar- skæruliðanna. Stjórnmálaflokk- ar Spánar, sem allir eru bann- aðirog útlægir nema Movimien- to Nacional, flokkur Francos, hafa myndað með sér tvær sam- fylkingar. Onnur er Junta Democrática, þar sem Komm- únistaflokkur Spánar er sterk- asti aðilinn, en hefur einnig inn- an sinna vébanda fleiri vinstri- og jafnvel miðhópa. Hin er Con- vergencia Democrática, sem i eru Sósíalistaflokkur Spánar, sem sagður er standa nærri sósialdemókrataflokkum Vest- ur-Evrópu, kristilegir demó- kratar og ýmsir svæðisbundnir flokkar með umbótastefnu- skrár. Styrkur kommúnista- flokksins Fréttaskýrendum ber yfirleitt saman um að Kommúnista- flokkurinn sé sá af andstöðu- flokkunum, sem sé langbest skipulagður, öruggastur til at- hafna og þar með liklegastur til árangurs. Þrátt fyrir vægðar- lausa og þrautskipulagða lög- regluógnarstjórn Franco-veld- isins er hann sá eini af flokkun- um, sem hefur öfluga leyni- hreyfingu starfandi á Spáni sjálfum, og er sú hreyfing sögð jafnvel enn öflugri en sú sem Kommúnistaflokkur Portúgals hafði þar i landi áður en Caetano-stjórninni var steypt. Hann hefur náið samstarf við leynisamtök verkamanna og giskað er á að um 10—15 aí hundraði þjóðarinnar fylgi hon- um að málum. Það hefur ekki farið leynt, að Kommúnistaflokkur Spánar er á margan hátt gerólikur portú- galska bróðurflokknum, sem að margra áliti er nokkuð moskvu- sinnaður, kreddubundinn og gamaldags. Spænski kommún- istaflokkurinn er hinsvegar þekktur fyrir lýðræðislega af- stöðu og sjálfstæði gagnvart So- vétrikjunum og er að flestu leyti likur italska kommúnista- flokknum, enda er samstarf þessara flokka náið. Viss um- mæli Santiagos Carrillos, leið- toga spænska flokksins, benda jafnvel til þess að hann telji flokk sinn ekki standa fjær Sósialistaflokki Soaresar en portúgalska bróðurflokknum. Þessi afstaða spænskra komm- únista hefur leitt til þess að þeir hafa nú ekki einungis mikið fylgi meðal verkamanna og námsmanna, heldur og ýmissa millistéttarhópa, svo sem lækna og verkfræðinga. Stefnt að lýðræðis- legum sósíalisma Kommúnistaflokkur Spánar leggur áherslu á, að langtima- markmið hans sé ekki sósial- ismi i sovéskri mynd, heldur lýðræðislegur sósialismi svip- aður þeim, sem Dubcek og hans fylgismenn voru byrjaðir á að koma á i Tékkóslóvakiu. Innrás Sovétrikjanna og fylgirikja þeirra i Tékkóslóvakiu 1968 leiddi lika næstum til fullra vin- slita sovéska kommúnista- flokksins og þess spænska. Car- rillo er eins og Dubcek þeirrar skoðunar að sósialismi Vestur- Evrópu verði að vera i sam- ræmi við sögulegar erfðir henn- ar, en ekki innflutt eftirliking á sósialisma I öðrum heimshlut- um. 1 bráðina leggur flokkurinn mesta áherslu á að ná sam- komulagi við aðra flokka á sem breiðustum grundvelli, i þeim tilgangi að skapa sterka og samstillta samfylkingu gegn Franco-sinnum. „Flokkurinn vill vinna með hvaða stjórn- málasamtökum á Spáni sem eru, jafnvel þeim sem börðust gegn okkur i fyrri daga og þeim sem munu án efa berjast gegn okkur i framtiðinni,” sagði Car- rillo nýlega i viðtali við franska blaðið L’Humanite. Og i viðtali við bandariska fréttatimaritið Newsweek sagði Carrillo, að flokkur hans hefði ekkert við það að athuga að starfa á Spáni undir konungsstjórn. 1 þvi við- tali gaf Carrillo meira að segja i skyn, aö hann gæti sætt sig við Juan Carlos við stjórnvölinn og tók skýrt fram að hann kærði sig ekki um að stjórnmálamenn Franco-veldisins yrðu útilok- aðir úr stjórnmálum i framtið- inni. Hann tók ennfremur fram að hann teldi að á Spáni hefðu kommúnistar besta möguleika til að berjast til aukins fylgis og áhrifa innan þingræðisramma, enda kvaðst hann fylgjandi þingkosningum með vestrænu sniði hið allra fyrsta. Afstaða sósía listaf lokksins Af tveimur fyrrnefndum sam- fylkingum spænsku stjórnmála- flokkanna er Junta Demo- crática greinilega öflugri, og raunar er svo að sjá að hin sam- fylkingin hafði öðrum þræði verið mynduð til þess að koma i veg fyrir að forusta kommún- ista i baráttunni yrði mjög ein- hliða og áberandi. „Við verðum að skipuleggja okkur, þótt við eigum á hættu að verða hand- teknir,” sagði leiðtogi Conver- gencia Democrática, fjármála- maður að nafni António Garcia Lopez, nýlega. „Annars verða kommúnistar einráðir á svið- inu.” Einn helsti aðilinn i Conver- gencia Democrática er Sósial- istaflokkur Spánar, sem þótt undarlegt kunni að virðast hefur tileinkað sér nánast ofstækis- fulla andstöðu við Kommúnista- flokkinn. Sennilega stafar þetta einkum af þvi, að Sósialista- flokkurinn telur sig hafa litla möguleika i keppninni um fylgi verkalýðsins við kommúnista. Sósialistaflokkurinn er jafnvel sagðurandvigur þvi að bannið á Kommúnistaflokknum verði af- numið, ef þingræði yrði endur- reist á Spáni. Ýmsir aðilar i Convergencia Democrática, sem þó teljast lengra til hægri en Sósialistaflokkurinn, hafa hvað þetta snertir tekið skyn samlegri afstöðu og stefna að samstarfi við Junta Demo- crática. Þar á meðal er vinstri armur kristilegra demókrata. Hvaö skeöur næst? Reynslan hefur sýnt að svart- asta afturhaldið, sem staðið hefur á bak við Franco, hefur jafnvel ekki liðið smávegis málamyndaumbætur á stjórn- arfarinu, sem Arias forsætis- ráðherra og fleiri hafa staðið að með hálfum huga. Taki Juan Carlos og aðrir eftirmenn Fran- cos hinsvegar þann kostinn að reyna að halda öllu i sama horfi, virðist stjórnarandstaðan nógu öflug til að geta vakið nógu sterka mótmæla- og verkfalla- öldu til að efnahagur landsins yrði i verulegri hættu. Þeir árekstrar gætu hugsanlega haft i för með sér nýja borgarastyrj- Öld. Þegar svo er komið að gamla ihaldið getur jafnvel ekki fyllilega treyst hernum lengur og kaþólska kirkjan. einn vold- ugasti aðilinn i þjóðlifi Spánar, hefur orðið á þvi fremur illan bifur, er óliklegt annað en eftir- menn Francos kjósi fremur að gefa eitthvað eftir en að eiga slika árekstra á hættu. dþ. 9. og 10. umferð svæðismótsins: Líberzon og Ribti ennforystu halda Liberzon frá tsrael hefur tekið forystu i mótinu eftir 10 umferð- ir, þegar þriðjungur mótsins er eftir, með 8 vinninga, Ribli er I öðru sæti með 7 1/2, Parma er með 6 1/2, Friðrik og Jansa með 6, Zwaig og Ostermayer með 5 1/2, Timman og Hamann með 5 og biðskák og Poutiainen með 5 vinninga. Liberzon, Timman og Zwaig eiga eftir að sitja hjá. Friðrik tefldi með hvitu gegn Zwaig í 10. umferð. Skákin var i jafnvægi allan timann, þó virtist Friðrik hafa öllu betri stöðu þar eð biskupar hans voru virkari. Rétt einu sinni varð Friðrik m jög knappur með tima og tók jafntefli eftir 24 leiki. Friðrik átti leik i þessari stöðu: Hvitt: Kgl, Ha5, Hdl, Bc5; b2, e3, f2, g3, h2. Svart: Kf7, Hc8, Hd8, Bh3; a7, e5, f6, g7, h7. Jafntefli varð einnig hjá Ribli og Ostermeyer. Ribli hafði löng- um frumkvæði i skákinni og átti peð yfir er jafntefli var samið eft- Stórmeistarinn Liberzon frá Israel er efstur meö 8 vinninga úr 10 skákum. Hann er aðeins mælt- ur á hebresku og rússnesku, sem fáir aðrir skilja, og beitir þvi óspart höndum til að tjá sig eins ogséstá þessarimynd, sem S.dór tók i fyrri viku. \ ir 40 leiki, og ætlar Ribli sýnilega ekki að taka neina áhættu i þeim skákum sem eftir eru. Næst teflir hann gegn Jansa og Parma og siðan gegn þrem neðstu mönn- um i siðustu umferðunum; er Ribli þvi vissulega sigurstrang- legastur i mótinu. Athygli áhorfenda i þessari um- ferð beindist einna mest að skák Hartstons og Liberzons, þeim er að sjálfsögðu ljóst að vonir Frið- riks um að komast i millisvæða- mótið eru bundnar þvi að Liber- zon tapi skák. En þessi von brást i þetta sinn þótt Hartston tefldi djarflega eða kannski vegna þess. Hartston fórnaði manni og fékk sóknarfæri en Liberzon sá við öll- um hættum, lét manninn eftir og var með unnið tafl, þegar skákin fór, enda lét Hartston ekki sjá sig Frh. á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.