Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þr'Ojudagur 4. nóvember 1975 Haust á Þingvöllum 1947. Haustsýning Ásgrímssafns var opnuð á sunnudaginn S.l. sunnudag var opnuð haust- sýning Asgrimssafns. Er hún 43. sýning safnsins, síðan það var opnað árið 1960. Aðaluppistaða þessarar sýn- ingar eru vatnslitamyndir sem Asgrimur Jónsson málaði á árun- um 1940-50, og flestar af þeim sem til sýnis eru i heimili hans hafa ekki verið sýndar áður. Fjórar myndir á haustsýn- ingunni eru gerðar i Róm árið 1908, m.a. Eldgos og Hverir. As- grimur teiknaði og málaði tölu- vert þar á þessu ári, og var við- fangsefnið aðallega islenskar þjoðsögur. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Asgrimssafns nýtt jóla- kort. Er það prentað eftir oliu- málverki frá Hornafirði, sem Ás- grimur Jónsson málaði árið 1912, og er þetta kort fyrsta kynning kortaútgáfunnar frá þessum slóð- um. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30-4. Að- gangur ókeypis. Yerkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Stendur fast á sinu Umsvif hersins i Miðnesheiði hafa aukist verulega siðan hægri- stjórn framsóknar og ihaids tók við völdum. Sem dæmi umþaðmá nefna, að fyrir skömmu gerði herinn tilraun til þess að ákveða hvar i verkalýðsfélögum starfs- menn þeirra skyldu vera. Sú til- raun virðist hafa mistekist, og af þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir, mun endanlegra niður- staðna að vænta innan tiðar og þá á þá lund, að herinn verði að iúta i iægra haldi. Fyrir nokkrum vikum gerði herinn þá kröfu, að starfsmenn við snjómokstur, sem verið hafa i Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavikur yrðu færðir undir yfir- stjórn verðlaunaslökkviliðsins i herstöðinni og þar með út úr verkalýðsfélaginu, en verðlauna- slökkviliðinu stjórnar sá maður, sem kanar treysta best islenskra starfsmanna innan herstöðvar- innar. Verkalýðsfélagið vildi ekki una þessu gerræði hersins, og neitaði tilfærslunni, enda vildu þeir menn, sem færa átti, alls ekki eiga það yfir höfði sér að verða undir slökkviliðsstjórann seldir . Hefur deila um þetta staðið nokkra hrið, og virðist nú einsýnt, að Verkalýðsfélagið haldi sinum mönnum, en herinn Verði að láta af gerræðinu, þrátt fyrir fræki- lega framgöngu hermálaráðgjafa islensku þjóðarinnar, Páls Ásgeirs Tryggvasonar, sem varði að vanda gerðir sinna manna, það erað segja hersins. —úþ Njrtt skákfélag stofnað i Reykjavik MJÖLNIR Nýtt skákfélag hefur verið stofnað i Reykjavik og hefur hlot- ið nafnið Mjölnir. Getur hver sem er orðið stofnfélagi fram að ára- mótum, og er starfsemi féiagsins þegar hafin. 1 fréttatilkynningu um stofnun félagsins segir ma.: „Skákfélagið Mjölnir” er nú orðið að veruleika og æfingar hafnar og skipulag um vetrar- starfsemina i fullum gangi. Mun félagið senda út fréttabréf þar um. Meðal þekktari skákmanna i félaginu má nefna Ingvar As- mundsson, Björgvin Viglundsson, Magnús Sólmundarson, Jónas Þorvaldsson, Sævar Bjarnason, Helga ólafsson, Braga Halldórs- son og skákkonuna Guðlaugu Þorsteinsdóttur, auk fjölmargra fleiri, þar á meðal menn, sem ekki hafa verið i öðru félagi. Guðmundur Arason fyrrver- andi forseti Skáksambands Is- lands gaf félaginu tiu töfl og verð- launagrip frá Vali Fannar? er það tannfé félagsins. Fái félagið ein- hverja fyrirgreiðslu, þá verður hún ekki endurseld félögum. öllum er heimilt að gerast stofn- félagar til áramóta. Takmark félagsins er að stuðla að betra og gróskufyllra skáklífi i borginni og jafnframt á öllu land- inu með samvinnu við önnur skákfélög og skemmtilegri keppni við þau. Félagið hefur sótt um aðild að Skáksambandi ís- lands og þátttöku i A-riðli deildakeppninnar. Stjórn félagsins skipa: Svavar Guðni Svavarsson formaður, Björgvin Viglundsson varafor- maður, Bragi Halldórsson ritari, Árni Björn Jónasson gjaldkeri, Þorsteinn Guðlaugss. méðstjórn- andi. Varastjórn: Magnús Sól- mundarson og Sverrir Norðfjörð. Endurskoðendur: Bragi Björns- son og Sigurður G. Danielsson. MYND SNÚIÐ VIÐ Þau mistök urðu við frágang sunnudagsblaðs Þjóðviljans að myndinni sem fylgdi viðtali við Þokkabót á baksiðu var snúið við i plötugerð. Til þess að fá nöfn þeirra félaga á hreint verða menn þvi að lesa úr myndinni frá hægri til vinstri en ekki öfugt eins og stendur i myndartexta. Eru les- endur og þeir félagar i Þokkabót beðnir velvirðingar á þessum mistökum sem hér með eru leið- rétt. —ÞH Þjóðargjöfin og þingmenn Hvernig i ósköpunum stendur á þvi að þjóðin ber ekki lengur virðingu fyrir alþingi og al- þingismönnum? — 0 — Það er sólskin og sunnanvind- ur, 28. júli 1974. Islensk þjóð heldur á Þingvöll og fagnar þvi að hafa lifað af 1100 ár i landi sinu. Til hátiðabrigða eru al- þingismenn mættir til staðar og ætla sér að vinna undir berum himni. Þeir ætla að gefa þjóð- inni gjöf i nafni þjóðarinnar. Sem eðlilegt var hlaut gjöfin frá þjóðinni að vera sú að verja fé og fjármunum til þess að bæta fyrir það, sem þjóðin hafði illt unnið landinu i 11 aldir. Þjóðin gaf sjálfri sér 1 miljarð — þúsund miljónir—sem skyldi verja á næstu 5 árum til þess að græða landið. Alþingismennirn- ir rétta 60 hendur á loft i átt til sólar og guðs föður almáttugs og samþykktu þetta og það ofan i kaupin, að tryggt skyldi vera, að féð héldi raungildi sinu þrátt fyrir óðaverðbólgu og aðra óár- an. Svona var gleðin mikil yfir þvi að hafa lifaðaf 1100 ár i landinu. — 0 — Þjóðargjöfinni skyldi verja þannig; Til Landgræðslu rikisins 705 miljónir. Til Skógræktar rikisins 165 mil- jónir. Til rannsóknar á sviði gróður- verndar 80 miljónir. Til akvega á afréttum 40 miljón- ir. Til þess að launa landnýtingar- ráðunaut 5 miljónir. Til Landverndar 5 miljónir. — 0 — Óáranin óx. Landslýður fékk nýja rikisstjórn. Verðbólgan óx. Og sólskinsloforðið, þjóðargjöf- in óx. Samkvæmt mælistiku visitölunnar óx þjóðargjöfin um 112 miljónir 827 þúsund krónur frá 28. júli 1974 til sama dags i ár. En það er ekki alltaf sólskin. Stundum eru dagarnir dimmir og drungalegir. Þá vex ekki sól- skinsloforð. Það dregst saman. Það visnar. — 0 — Fyrstu áhrif sölnunar birtust i umhleypingunum i vor. Þing- mennirnir, sem gáfu sjálfum sér og þjóðinni loforð um mil- jarð til landgræðslu höfðu með- fram gefið loforð um það, að ekki yrði á fjárlögum rikisins minnkaðar fjárveitingar til nokkurra þeirra liða, sem þar væri að finna, og greindu frá fjárveitingum til gróðurræktar og -verndar. Þingmenn nýrrar rikisstjórn- ar gerðu sér litið fyrir og skáru á vordögum slika liði niður um 10%. Þeir sömu niðurskurðarþing- menn og áður var greint frá vildu halda áfram að skera nið- ur, halda áfram að svikja sjálfa sig og þjóðina, vildu taka aftur hluta af gjöfinni góðu. Það kom haust og ákveðið var að verð- bæturnar á gjöfina skyldu ekki greiddar i ár, kannski næsta ár, undirnæstu áramót,máske,þeg- ar hún væri orðin nógu smá til þess, að hvorki munaði um hana til útborgunar né eyðslu. Eftirfarandi upplýsingar hef- ur blaðið fengið hjá þeim, sem sjá áttu um að verja þjóðargjöf- inni i annað en verðbólgustór- brunann. 6 í stað 9. Dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sagði að ekki væri hægt að framkvæma land- græðsluáætlunina eins og búist var við þegar þjóðargjöfin var samþykkt, ef verðbætur verða ekki greiddar út i ár. Einnig bjóst hann við að draga þyrfti úr framkvæmdum á næsta ári. Þvi sem framkvæmdir eru hafnar á verður hægt að ljúka á þessu ári með þvi að taka fé af öðrum lið- um rekstursins, þvi eins og eðli- legt má telja var gert ráð fyrir verðbótum þegar fram- kvæmdaáætlun var gerð. Þetta verður fratntið landsins ef þingmenn svikja sjálfa sig og þjóðina. Rannsóknastofnunin átti að fá 16 miljónir, og fékk, i ár af þjóðargjöfinni. Verðbót sú, sem stofnunin átti að fá er 5,4 mil- jónir. Staðfestingar var leitað á þvi i vor, hvort eyða mætti verð- bótinni, og var engum mótmæl- um hreyft. Dr. Björn sagði, að ætlunin hefði verið að fara af stað með beitarþolsrannsóknir á 9 stöðum á landinu. Farið var af stað með rannsóknir á sex stöðum, og ef verðbætur verða ekki greiddar, eins og upphaflega var áætlað, verður ekki hægt að hefja rann- sóknir á þeim þremur, sem ætl- að hafði verið. Þá er stofnunin með gróður- kortagerð og gróðurrannsóknir, grasfræræktun og vistfræði- rannsóknir. Verið getur að stofnunin verði að hætta við eitt- hvað af þessu.verði verðbæturn- ar ekki greiddar út, eða að hægja á framkvæmdum. Gróðrarstöð bíður Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, sagði að skógrækt- in hefði átt að fá 34 miljónir til sinna þarfa i ár. Það fé væri ýmist komið eða að koma. Ekki hefði verið gert ráð fyrir þvi að eyða verðbótinni, sem mun vera um 10 miljónir. Hins vegar er staðfest pöntun á 500 fermetra gróðurhúsi úti i Danmörku, og verður það að biða þar þangað til verðbótin hefur verið greidd út. Gróðrarstöðina á að reisa að Mógilsá, en þar er verið að byggja ibúðarhús fyrir starfs- mann, en ætlunin er, að plöntu- uppeldi fari að mestu fram þar i framtiðinni. Ákveðið er að reisa aðra 500 fermetra gróðrarstöð við Mógilsá. Þrátt fyrir það, að skógræktin hafi ekki eytt verðbótunum sagði Hákon, að óhjákvæmilega myndi dráttur á útgreiðslu þeirra þýða töluverðar vaxtar- greiðslur, sem annars hefðu ekki til komið. Vanskilamenn Ilaukur Hafstað, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagði að landverndarmenn stæðu nú uppi sem vanskila- menn, vegna þess að þeir fengju ekki verðbótina, en gert hafði verið ráð fyrir henni við gerð rekstraráætlunar. Landvernd á árlega að fá 1 miljón af þjóðar- gjöfinni. Haukur sagði, að við niður- skurð fjárlaga hefði 10% verið tekin af þeirri upphæð, sem Landvernd átti að fá og vantaði þvi um 250 þúsund krónur til að greiða fyrir áburðarkaup og frækaup. Enginn landnýtingar- ráðunautur Búnaðarfélag Islands átti að fá fé til þess að launa landnýt- ingarráðunaut, en fé til þess hefur ekki fengist, og þvi enginn slikur ráðinn. Sagði Viðar Þor- steinsson,hjá Búnaðarfélaginu, að farið hefði verið fram á fjár- veitingu til þess að ráða siikan ráðunaut, en fjárveitingin hefði verið strikuð út. Sagðist hann ekki geta séð að slik fjárveiting fengist á næsta ári eins og hljóð væri i umsjónarmönnum rikis- fjármuna. Verðbótin nemur 83,6 miljónum! Stefán Sigfússon, búfræði- kandidat, sagði að Landgræðsl- an væri vægast sagt mjög illa stödd vegna þess, að ekki fengj- ust útgreiddar verðbætur. I ár fær Landgræðslan 141 miljón af þjóðargjöfinni, og samkvæmt útreikningum Hagstofunnar eiga verðbætur fyrir timabilið frá 28.7 '74 til jafnlengdar i ár að nema 83.575.000.00 króna. Rikis- stjórnarforkólfar vilja hins veg- ar ekki láta reikna verðbætur fyrren frá áramótum til 28. júli i ár, og fá þeir út að bæturnar nemi 72,7 miljónum króna. Þetta vilja þeir fá að greiða út næsta ár, eins og fyrr segir. Stefán sagði, að verðbótunum hefði verið varið til áburðar- kaupa m.a. og skuldaði Land- græðslan Áburðarverksmiðj- unni nú tugi miljóna. Áburðar- dreifingin þarf að eiga sér stað mánuðina mai, júni og júli, og þvi hefði verðbótunum verið eytt fyrirfram til þess að koma sem mestu af þeim i lóg, enda hefði þvi ekki verið mótmælt á sinum tima. Vegna þessarar fyrirhyggju verður Landgræðslan nú að greiða á milli 900—1000 þúsund krónur i vexti á mánuði hverj- um og ekki bólar á verðbótun- um. — 0 — Þannig litur þetta út. Sól- skinsloforðið svikið. Landinu verður ekki bætt upp 1100 ára átroðningur. Stjórnmálamenn töluðu, lofuðu og . — 0 — Hvernig i ósköpunum stendur á þvi að þjóðin ber ekki lengur virðingu fyrir alþingi og al- þingismönnum? —úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.