Þjóðviljinn - 04.11.1975, Page 11
Þriöjudagur 4. nóvember 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II
Björgvin Sigurgeirs
í Norrœna húsinu
A laugardaginn opnaði Björgvin Sigurgeir Haraldsson málverkasýn-
ingu i Norræna húsinu, og stendur hún til 9. november. Um sjötiu verk
eru á sýningunni, tússmyndir, túss- og vatnslitamyndir, oliumálverk,
skúlptúrar og lágmyndir. Björgvin er kennari við Myndlista- og hand-
iðaskólann i lteykjavik og kennir þar litafræöi og Icturgerð.
Trésm iðafélag Reykjavihur:
Fordœmir tilraunir til
að hleypa útlending-
um inn fyrir 50 mílur
Félagsfundur i Trésmiðafé-
lagi Reykjavikur, haldinn 30.
október, 1975, fagnar þeim
næsta áfanga sem útfærsla fisk-
veiðilandhelginnar i 200 milur
er i þessu mikla lifshagsmuna-
máli okkar islendinga.
Ástand fiskistofna hér við
land hefur ekki fyrr verið jafn i-
skyggilegt og nú.
Þvi varar fundurinn við und-
anþágum til handa erlendum
fiskiskipum innan hinnar nýju
fiskveiðilandhelgi.
Allar hugmyndir um samn-
inga til veiðiheimilda erlendra
fiskiskipa innan gömlu 50 milna
markanna fordæmir fundurinn
harðlega.
Félag járniðnaðarmanna segir:
ENGA SAMNINGA
UM LANDHELGINA
Á fundi sem haldinn var 29.
okt. samþykkti Félag járniðn-
aðarmanna að segja upp gild-
andi kjarasamningum félagsins
við atvinnurekendur og eru þeir
þvi lausir frá og með áramót-
um.
Jafnframt samþykkti félags-
fundurinn eftirfarandi ályktun:
„Fundur i Félagi járniðnað-
armanna, haldinn 29. okt. 1975,
fagnar af alhug útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar i 200 milur.
Jafnframt minnum við á að
fiskimiðin eru mestu verðmæti
þjóðarinnar og skynsamleg nýt-
ing þeirra forsenda þess að hér
geti búið efnahagslega sjálfstæð
þjóð. Fundurinn varar stjórn-
völd eindregið við þvi að gera
nokkra þá samninga við erlend-
ar þjóðir sem fela i sér rétt til
veiða á okkar fiskimiðum.”
AFERLENDUM
1BÓKAMARKADÍ
On Liberty
John Stuart Mill. Edited with an
I ntroduction by Gertrude
Ilimmelfarb. Pelican Classics.
Penguin Books 1974.
Ummyndanir evrópskra sam-
félaga á 19. öld, ótæmandi auð-
lindir jarðarinnar og trúin á
framfarir og skynsemi mótaði
hug þess manns sem reit ,,guð-
spjall 19. aldarinnar” Frelsið.
Himmelfarb skrifar góðan inn-
gang að ritinu og fjallar i honum
um persónulegar ástæður Mills til
ritunar bókarinnar auk þeirra sa-
félagslegu. Hugmyndir engilsax-
neskra pragmatikera um frelsið
hljóta að vera bundnar forsend-
um sinum og þvi hlaut Nietzshe
að nefna Mill fifl. Bók þessi kom
út hér á landi á öldinni sem leið og
ný þýðing hennar 1970. Ahrif
kenninga Mills á islenskt stjórn-
málalif voru vart merkjanleg og
nú hefur Dale Carnegie vinning-
inn meðal þeirra stjórnmála-
manna, sem að réttu lagi ættu að
kynna sér kenningar Mills.
stjórn-
Skatttekjur til
málaflokka?
Ejjólfur Konráð vill hygla
auðmönnum og trngslum þeirra við
(ákveðna) stjórnmálaflokka!
þingsjá
Eyjólfur Konráð Jónsson mælti
i gær fyrir frumvarpi sinu um
skattfrelsi gjafa tii stjórnmála-
flokka, en tillaga hans varð þegar
við fyrstu umræðu fyrir harðri
gagnrýni stjórnarandstæðinga.
Lúðvik Jósepsson lýsti yfir and-
stöðu Alþýðubandalagsins við
frumvarpið á þeim forsendum
m.a. að þaö heimilaði gjafir á
kostnað rikissjóðs.
I framsögu sinni mælti Eyjólfur
Konráð þvi fyrirkomulagi margt
til bóta sem hann leggur til að upp
verði tekið. Það örvaði fólk til
þátttöku i starfi stjórnmálaflokka
og stuðlaði að valddreifingu! Það
væri nú eitthvað annað en rikis-
styrkir til flokka, og kvaðst hann
ekki telja eðlilegt að td. hann
sjáifur væri i gegnum rikisfram-
lag skyldaður til að styrkja Al-
þýðubandalagið.
Lúðvik Jósepsson sagði að
skattfrelsi gjafa til stjórnmála-
flokka jafngilti þvi að menn væru
að gefa fé sem ella rynni gegnum
skattheimtuna að helmingi til
rikissjóðs. Mönnum heimilaðist
að gefa tekjur rikisins og þetta
leggur sá maður til sem i orði
kveðnu er á móti þvi að rikissjóð-
ur styrki stjórnmálaflokka! Auð-
séð er að skattfrelsi þetta mundi
aðallega gagnast auðmönnum
sem hygla Sjálfstæðisflokknum.
Eykon vill þvi að við vinstri menn
styrkjum Sjálfstæðisflokkinn með
þvi að rikið gefi eftir tekjur sinar.
Lúðvik minnti á þingsályktun-
artillögu nokkurra alþýðubanda-
lagsmanna sem lögð var fram i
siðustu viku, en hún fjallar um
það að skipuð verði 5 manna
nefnd til að rannsaka fjárreiður
stjórnmálaflokka og þeim
tengdra fyrirtækja. Aðeins slik
úttekt sem siðan birtist opinber-
lega svaraði, sagði Lúðvik, þeirri
miklu gagnrýni sem fram hefur
komið á fjárreiður flokkanna.
I greinargerð þingsályktunar-
tillögunnar var fyrst drepið á ár-
mannsfellsmálið, og sagði þar i
framhaldi af þvi: „Miklu skiptir
að hamla gegn þvi, eins og frek-
ast er unnt, að fjársterkir ein-
Lúðvik Eykon
stakiingar eða fyrirtæki ' beiti
fjármagni sinu til að afla sjálfum
sér friðinda eða hafa áhrif á póli-
tiskar ákvarðanir i. eiginhags-
munaskyni”.
Sighvatur Björgvinsson talaði
einnig gegn frumvarpi Eyjólfs
Konráðs, og benti á að slikt skatt-
frelsi skapaði sterkari aðstöðu
auðstéttanna til pólitiskra áhrifa.
Og með þessu væri verið að hafa
fé af rikissjóði en ákvörðunar-
valdið lægi hjá fámennum hópi
auðmanna, i staðinn fyrir að það
lægi hjá alþingi ef um beina
styrkveitingu'úr rikissjóði væri
að ræða.
Eyjólfur Konráð lagði einnig til
að stjórnmálaflokkar yrðu bók-
halds- og framtalsskyldir og
sýndist mönnum ekki ástæða til
andstöðu við það, en Gylfi Þ.
Gislason tók fram að eftir sinum
skilningi á bókhaldslögum væru
flokkarnir búnir að vera bók-
haldsskyldir siðan 1968.
L
Ollum þeim, sem á áttræðisafmæli minu 17. okt. s.l. sendu
mér heillaóskir og gjafir og heiðruðu mig með nærveru
sinni þann dag, þakka ég hjartanlega og óska þeim heilla
og velfarnaðar a komandi timum.
Sigurjón Einarsson,
Arbæ, Mýrahreppi, A-Skaft.
Hvað er í JROPICJUUT ?
Fékkst þú þér JROPICANA® í morgun?
JRDPICANA
er hreinn
appeisínusafi
og í hverju
glasi (200 grömm)
af JROPICANA®
er:
A-vitamin 400 ae
Bi-vltamln (Thiamln) 0,18 mg
B2-vItamIn (Rlboflavln) 0,02 —
B-vItamlniS Nlacln 0,7 —
C-vItamln 90 —
Járn 0,2 —
Natrfum 2 —
Kalfum 373 —
Calcfum 18 —
Fosfór 32 —
Eggjahv.efnl (proteln) 1,4 g
Kolvetn! 22 —
Orka 90 he
Engum sykri er
bætt í
JRDPICANA
Engum rotvarnar-
efnum er bætt í
|RDPICANA
Engum bragðefn-
um er bætt í
JRDPICANA
Engum litarefnum
er bætt í
JRDPICANA