Þjóðviljinn - 23.11.1975, Page 5
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
Kerr laiulstjóri með fjölskyldu; hvaft heffti drottningin gert?
Mótmælaganga I Melbourne gegn brottvikningu stjórnar Whitlams: Hrindum áhlaupi rfkjandi stéttar -
segir á einu spjaldinu.
Þegar Gough Whitlam var vikiö frá
Pólitískir hnefaleikar
í Ástralíu
Astralia er eitt þeirra landa
sem sjaldan er um getið á mark-
aði pólitiskra frétta. Allt fram til
1972 hafði hægristjórn setið að
völdum undir Suðurkrossinum,
svo lengi sem menn mundu, eða i
rúm 20 ár, og fóru ekki af henni
margar sögur. Ástralia er strjál-
býlt land og hráefnaauðugt og á
þvi margra kosta völ — i reynd
var i flestum greinum tekið mið
af stóra bróður i Bandarikjunum,
enda þótt hefðbundin tengsl við
Stóra-Bretland væru einnig sterk.
Ástralia var mikill hlekkur i
bandarisku hernaðarkerfi —
landið sendi meira að segja nokk-
urt lið til Suður-Vietnam.
Umskipti
En nokkur umskipti urðu 1972
þegar Verkamannaflokkurinn
vann sigur i kosningum og mynd-
aði stjórn undir forsæti Gough
Whitlam. Þessi stjórn hófst handa
um ýmsar félagslegar umbætur
innanlands og svo endurskoðun
utanrikisstefnunnar sem losaði
um Washingtonlinuna og miðaði
að þvi að bæta sambuð Ástraliu
við nágranna sina i Asiu. En það
hefur orðið stjórn þessari mjög til
trafala að hún hefur ekki haft
meirihluta nema i fulltrúadeild
þingsins. 1 öldungadeildinni eru
stjórnarandstöðuííokkarnir,
Frjálslyndir og sveitaflokkurinn,
i meirihluta.
öldungadeildin gefur ekki
sömu mynd af þjóðarviljanum og
fulltrúadeildin, þvi i henni sitja 10
menn frá hverju hinna sex sam-
bandsrikja Ástraliu, sem eru
mjög misjáfnlega fjölmenn. Það
hefur þvi ekki þótt beinlinis i
anda þingræðis (hvað sem laga-
bókstaf liður) að beita mjög fyrir
sig meirihluta i öldungadeild, en
það hafa stjórnarandstöðuflokk-
arnir nú gert. Þeir neituðu að
samþykkja fjárlög stjórnar
Verkamannaflokksins, með þeim
afleiðinguin að sjóðir hennar
gengu til þurrðar, fjármálaráð-
herrann átti i flóknum samning-
um við einkabanka um yfir-
dráttarheimildir vegna launa-
greiðslna til opinberra starfs-
manna. Liklegt þótti að allir
peningar yrðu til þurrðar gengnir
um næstu mánaðamót.
Tilræöi
landstjórans
Stjórnarandstaðan ætlaði með
þessu móti að þvinga Gough
Whitlam til að segja af sér og efna
til nýrra kosninga, en hann
þrjóskaðist við. Þá barst and-
stæðingum hans liðsauki þar sem
var sir John Kerr landstjóri henn-
ar hátignar bretadrottningar,
sem telst enn i dag þjóðhöfðingi
þessa samveldislands. Hann þótt-
ist ráða það af bókstaf stjórnar-
skrárinnar að nú væri að þvi
komið, að hann, vita þýðingar-
laus toppfigúra, ætti að skerast i
leikinn þar eð stjórnsýsla væri
komin i pólitiskan hnút.
Hann kallaði þvi Gough Whit-
lam fyrir sig og tilkynnti honum
að hann væri leystur frá störfum.
Siðan fól hann hinum metnaðar-
gjarna oddvita stjórnarand-
stöðunnar, Malcolm Fraser, að
mynda bráðabirgðastjórn, sem á
að fara með völd þar til nýjar
kosningar hafa farið fram, en það
verður 13. desember.
Mótmælaalda
Nú má vel vera, að landstjórinn
hafi með þessari ihlutun sinni
hrundið af stað atburðarás sem á
eftir að draga miklu stærri dilk á
eftir sér en hann sjálfan grunaði
og ráðgjafa hans. Að minnsta
kosti reis þegar i stað meiri mót-
mælaalda i landinu en elstu menn
höfðu áður séð. Þúsundir sjó-
manna, hafnarverkamanna og
málmverkam. héldu uppi mót-
mælaaðgerðum dagiangt i
Sydney undir vigorðum á borð
við ,,Við viljum Gough” og ,,Burt
með Fraser”. Bústaður Kerrs var
útbiaður i formælingum. i
Melbourne kröfðust kröfugöngu-
menn þess, að hin formlegu
tengsli við Bretland yrðu rofin og
landið lýst lýðveldi. Verkmenn
brutust inn i kauphöilina og gerðu
þar nokkurn usla. Bráðabirgða-
forsætisráðherrann Fraser
neyddist til að skjótast inn i
þinghúsið i Canberra og út úr þvi
um hliðardyr til að lenda ekki i
klónum á reiðum mannfjölda.
Þegar hann ætlaði að aka til
eiðtöku með hinum nýbökuðu
ráðherrum sinum neituðu
bilstjórar rikisstjórnarinnar að
Gough Whitlam; hann haffti
breytt mörgu.
aka, þeir kváðust heldur ætla að
hlusta á ræðu Gough Whitlams á
þingi.
Whitlam var mikið niðri fyrir.
Hann veittist mjög harkalega að
Kerr landstjóra og taidi, að
ákvörðun hans væri ekki i anda
stjórnarskrárinnar. Kerr fær
engu við bjargað, sagði hann að
lokum.
Samsæri ihaldsins
Mikill hluti ástraliumanna tel-
ur, að að baki ákvörðunar iand-
stjórans sé einhverskonar sam-
særi hægriaflanna i landinu gegn
sósialistum Whitlams. Vinstri-
sinnar i Canberra og Melbourne
telja, að Fraser hafi frá upphafi
verið hafður með i ráðum um að
steypa Whitlam.
Svo mikið er vist, að iðjuhöldar
og aðrir stórkapitalistar sem og
hægripressan hafa mjög illan bif-
ur á Whitlam og flokki hans
vegna þeirrar umbótastefnu sem
fylgt hefur verið siðan 1972.
Verkamannaflokkurinn hefur
reyntaðskera niður itök erlendra
aðila i námagreftri i landinu.
Hann hefur aukið útgjöld til
fræðslumála, heilbrigðismála,
ibúðabygginga og menningar-
mála um 300-600% og i þvi skyni
hækkað skatta á millistétt og yfir-
stétt. Og hann hefur fylgt
sveigjanlegri utanrikisstefnu eins
og fyrr var getiö.
Konur og
hagsmunafé
Það auðveldaði mjög róðurinn
fyrir andstæðinga Whitlams, að á
honum sannaðist hið fornkveðna
að ,,án er ills gengis nema
heiman hafi”. Hægriblöðin hafa
mjög einbeitt sér að hneykslaleit i
ráðuneytum hans og orðiö allvel
ágengt. Brennivin og kvenna-
far þótti setja svip sinn á starfs-
stil ráðuneytanna meira en góðu
hófu gegndi. Jim Cairns,
fjármálaráðherra Whitlams,
lenti öðrum fremur milli tann-
anna á blöðunum, en hann hafði
gert brjóstamikla og gifta fillips-
eyjakonu að einkaritara sinum,
hvað sem leið hæpnum verðleik-
um hennar til slikra starfa. Hitt
var þó verra, að Jim Cairns og
Hex Connor auðlindaráðherra
voru flæktir i undarlegt ljármála-
ævintýri.
Cairns reyndi snemma á þessu
ári að komast yfir fimm miljarða
dala lán hjá arabiskum oliufurst-
um með aðstoð sérlega vafasams
milligöngumanns sem Tirath
Khemlani heitir, pakistanskur
miðlari búsettur i London. Til-
gangur Cairns var að visu ekki
ómerkur: hann ætlaði að nota fé
þetta til þess að kaupa af út-
lendingum ýmsar námur sem
þeir höfðu komist yfir i Ástraliu.
En öll framganga þeirra Cairns
og Connors i þessu máli var hin
vafasamasta, óútskýrð og rikuleg
umboðslaun til leyndardóms-
fullra milliliða rugluðu málið —
og auk þess hafði Cairn láðst að fá
umboð frá stjórninni til að standa
i þessum útréttingum. Lauk mál-
inu þannig, að hann varð að segja
af sér.
Allt þetta hafði auðvitað
neikvæð áhrif á vinsældir Whit-
lams. Þar við bættist að Ástralia
hefur fengið sinn skerf af verð-
bólgunni (17% á ársgrundvelli),
og að i landi þar sem venjulega er
skortur á vinnuafli gekk drjúgur
hópur manna atvinnulaus. Fraser
sá sér þvi leik á borði og ákvað að
- greita Whitlam rothöggið með þvi
að láta sina menn koma i veg
fyrir afgreiðslu fjárlaga.
Meö berum
hnefum
Whitlam greip sjálfur til gagn-
sóknar. Hann sakaði ýmsa for-
vigismenn stjórnarandstöðunnar.
eins og Dough Anthonv, foringja
Sveitaflokksins, um samstarf við
bandarisku leyniþjónustuna CIA.
Að öðrum gat hann ráðist fyrir
skattsvik og spennandi viðskipti
við simavændiskonur. Hefjist
pólitisk slagsmál á annað borð i
Ástraliu þá setja menn ekki upp
vel fóðraða boxhanska heldur
hamast með berum hnefum.
Skoðanakannanir benda revnd-
ar til þess, að á siðustu vikum hafi
stjarna Whitlams aftur verið tek-
in að hækka meðal ástralsks al-
mennings. Og það er þá, að Kerr
landstjóri skerst i leikinn eins og
fyrr var frá sagt.
Spásagnir um það sem næst
kann að gerast eru mjög á reiki.
Fraser mun reyna sitt besta til að
skera niður þær umbætur sem
stjórn Whitlams stóð fyrir.
Aðförin gegn Whitlam gæti og
leyst úr læðingi öfl sem vildu láta
hart mæta hörðu i átökum við
hægrifylkinguna en spyrja þá sið-
ur um bókstaf laganna. Háværar
kröfur eru að sjálfsögðu uppi um
breytingar á stjórnarskrá Ástra-
liu, en þær getur aðeins mjög
sterk stjórn gert — hún þarf
meirihluta i báðum þingdeildum
og svo m jög ótviræðan meirihluta
i þjóðaratkvæðagreiðslu.
A.B. tók saman.
w
Félag járniönaðar-
manna
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 26. nóvem-
ber 1975 kl. 8,30 i Lindarbæ, niðri.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Kosning fulltrúa i Iðnráð
3. Kjaramál
4. önnur mál.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.