Þjóðviljinn - 23.11.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975. Leiöbeiningar Stafirnir mynda islensk orö eða mjög kunnugleg erlend heiti, hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við' lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt » orð er gefið og á það að vera næg hjálp, þvi að með þvi eru gefnir stafir i allmörgum öðrum orð- um. Það eru þvi eðlileg- ustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern i sinn reit eftir þvi sem töl- urnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að i þessari krossgátu er gerður skýr greinarmun- ur á grönnum séíhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið i stað á og öfugt. ! ¥ /¥ 17- 3 ¥ 5’ 10 9 21 22 (o ¥ V (s> 2S ? 2 8 18 // 5 0? b ? 3 10 V 12 18 b lb ¥ /¥ 3 10 5 H Q? ¥ 18 b 12 18 3 26 23 8 8 /9 3 07 ¥ 3 3 21 8 8 0? H 9 ¥ W i¥ ¥ /9 12 QQ 28 5~ V 7/ /3 22 8 e IP IH 9 2? 9 3 18 9 $ 0? II !°i 3 0? ¥ 5 QQ 18 2S 2S QQ (s> 16 3 30 8 b iZ 7? 3 QQ 3 ¥ /¥ 9 ? V 28 ¥ /9 4 0? ? IZ 3 2! /3 Q? 20 12 É T~ 0? ib 3 ¥ /9 25 S V ib ¥ 3 8 T~ 3 0? Q? isr 18 /¥ /¥ 0? 12 3 31 9 ii H 0? 11 (p 12 QQ 21 10 & cý ¥ b ¥ 07 8 ¥ 13 8 8° é> ¥ Q? w~ 2H 3 o? H■ 8 3 20 5- |/0 2 HALLDÓR KILJAH LAXNESS Setjið rétta bókstafi i reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda nafn á heimsþekktum rithöfundi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til af- 13 ¥ /9 8 16 1¥ 2J 3 greiðslu Þjóðviljans, Skóla- vörðustig 19, merkt „Verð- launakrossgáta 9”. Skilafrestur er þrjár vikur. Úr réttum lausnum verður dregið og hlýtur sá, sem útdreg- ið nafn ber, Alþýðubókina að launum. Vart þarf að taka fram, að Al- þýðubókin er skrifuð af Halldóri Laxness, sem þá hét auk þess Kiljan, en þessi útgáfa bókar- innar var gefin út vegna nóbels- verðlaunanna, sem árið 1955 féllu Halldóri i skaut. í bókinni eru 16 þættir eða ritgerðir. Bók- ina prýða myndir frá afhend- ingu nóbelsverðlaunanna til handa höfundi. Verðlaun fyrir krossgátu nr. 6 Dregið hefur verið úr lausnum verðlaunakrossgátu nr. 6, sem birtist 26. okt. og kom upp naf n Birnu Odds- dóttur, Kleppsvegi 26, Reykjavík. Verðlaunin eru bók- in Byr undir vængi eftir Kristin E. Andrésson. Birna er beðin að vitja bókarinnar til ritstjórnar Þjóðviljans. Austurþýskir baráttumenn fyrir sósíalísku lýðræði Fyrirhugað hafði verið að austurþýska Ijóðskáldið og söngvarinn Wolf Biermann kæmi fram á mótmæla- fundi gegn Franco-stjórn- inni í Offenbach í Vestur- Þýskalandi. Þeir aöilar, sem buðu þangað þessum umdeilda uppreisnar- manni, voru aöalritstjóri málgagns sambands vest- urþýskra málmiðnaðar- manna, Jokob Moneta, og nefnd til stuðnings spænsk- um andfasistum. Menningarmálaráðuneyti DDR hafði þegar veitt Wolf Biermann ferðaleyfi, en allt i einu skiptu starfsmenn flokksins um skoðun, og skáldið fékk ekki að fara. Margt bendir til þess að ástæðan til þessarar kúvendingar hafi verið sú, að þeir Biermann og vinur hans, heimspekingurinn Robert Havemann, höfðu skömmu áður viðtal við vestur- þýska vikublaðið Stern. Sósialisminn dreginn niður f svaðið Viðtalið fór fram á landssetri Havemanns í Grönheide fyrir ut- an Austur-Berlin. Austurþýska öryggisþjónustan kann að hafa komist yfir efni viðtalsins með elektrónískum hlerunartækjum. í viðtalinu gagnrýna þeir félagar stjórn DDR harðar en nokkru sinni fyrr. Þeir taka afstöðu gegn DDR, þar sem þeir segja að sósialisminn sé dreginn niður i svaðið og setja fram óskir um Wolf Biermann. lýðræðislegt og sameinað Þýska- land. Báðir upplýsa þeir i viðtalinu að menn séu fangelsaðir i Austur- Þýskalandi af pólitiskum ástæð- um. Sjálfirsegjast þeir þvi aðeins ganga lausir, að leiðtogi ríkis og flokks, Erich Honecker, óttist að handtaka þeirra myndi vekja mikla athygli. — En svokallaðar hversdags- manneskjur eru settar inn fyrir aðeins brot af þvi, sem við segjum og gerum daglega, segir Robert Havemann, og Wolf Bier- mann bætir við: — Ég er hrædd- ur. Nú skyldi enginn ætla að þeir félagar séu kapitaiistar eða haldnir borgaralegum hugmynd- um, siður en svo. Þeir eru ein- dregnir sósialistar, og gagnrýni þeirra gegn yfirvöldum Austur- Þýskalands byggist fyrst og fremst á því, aö yfirvöldin hafi brotið af sér gegn meginhugsjón- um sósialismans. Vestur-Þýskaland „förðuð hóra með sýfilis" „Fari svo að hugmyndir okkar um lýðræðislegan sósialisma hafi veruleg áhrif á almenning I DDR, getur verið að valdhafarnir telji borga sig að fangelsa okkur,” á- litur Wolf Biermann, og Robert Hávemann bætir við: „Þegar flokkurinn tekur af- stöðu gegn okkur, þá hjálpar hann okkur um leið til að útbreiða hugmyndir okkar. Margir flokks- félagar lesa vegna starfs sins það, sem birt er eftir okkur fyrir vestan. Þeir eru ekki fylgjandi flokknum i hjarta sinu, þótt þeir hafi iifibrauð sitt af að vinna fyrir flokkinn.” Blaðamennirnir frá Stern héldu þvi fram, að þrátt fyrir allt væri Vestur-Þýskaland frjálslyndara riki en Austur-Þýskaland, og þá segir Wolf Biermann: — Einmitt það er sérstaklega ranglátt sögulega séð og pólitisk- ur öfuguggaháttur, að hið borg- aralega samfélag Vestur-Þýska- land, þessi farðaða hóra með sýfilis, skuli geta hrifið okkur svo mjög sem hún gerir. Og við stönd- um hjá og skömmumst okkar, þegar við höfum i huga djarfar fyrirætlanir okkar og raunhæfa möguleika. Bæði þýsku ríkin þróast neikvætt Wolf Biermann bendir á að 1968 hafi Tékkóslóvakia sannað, hve fljótt formlegur sósialismi geti þróast i það að verða sósialiskt lýðræði. „Vorið i Prag” var brot- ið á bak aftur með vopnavaldi, og þvi viðvikjandi tilfærir Biermann tilvitnun frá Brecht þess efnis, að ósigur sé aðeins vitnisburður um það, að maður sé of fáliðaður. Havemann leggur ekki siður á- herslu á, hversu breitt bil sé á milli DDR og hans eigin hug- mynda um sósialismann. Hann bætir við: „Sambandslýðveidið og DDR eiga það sammerkt að hjá báðum er þróunin i neikvæða átt. Eina takmark stjórnarstefnunnar hér i DDR er að llkjast vestrinu. DDR er I raun ekki sósialiskt riki, held- ur rikiseinokunarkerfi, og mjög öflugt sem slikt.” Þeir félagar voru spurðir, hvort Austur-Þýskaland myndi ekki tæmast af fólki, ef Berlinarmúr- inn yrði rifinn niður þegar i stað. Robert Havemann svarar: „Ef ekki verða gerðar breytingar, myndi fólkið stinga af unnvörp- um.” Robert Havemann litur svo á, að tjáningarfrelsi sé enn minna i austri en vestri, og hann gefur á þvi eftirfarandi skýringu: „Hér er um að ræða milliliða- lausa kúgun með lögregluvaldi. Þess vegna er allt svo vesælt hér. Það er ástæðan til þess, að flestir rithöfundar og skáld tala eins og þrælar.” Ástamál Biermanns Wolf Biermann hefur nýlega fengið gefna út eftir sig hljóm- plötu i Vestur-Þýskalandi undir titlinum „Liebeslieder” (ástar- ljóð) Þar syngur hann um unn- ustu sina, Tine. Honum finnst með afbrigðum fáránlegt, að platan skuli koma út i Vestur- en ekki Austur-Þýskalandi. Hinar ógeðslegu pólitisku kringumstæð- ur i hinu tviskipta Þýskalandi Robert Havemann hafa auk annars snert óþægilega ástir hans og Tine, en faðir hen- ar stjórnar byggingu svokallaðr- ar lýðveldishallar við Marx- Engels Platz. Wolf Biermann skýrir svo frá, að Tine hafi verið hótað brott- rekstri úr háskóla, ef hún yfirgæfi hann ekki, og um skeið iét hún undan hótuninni og fór frá hon- um. Það er þessi ástarsaga, sem komið hefur honum til að setja saman söngvana á plötunni. Þeir eru um stjórnmál og fólk. Wolf Biermann segir: „Þessi .plata mun vekja ævareiði, hrifningu, hneykslun, hatur og samúð.” Nú er Tine komin aftur til Wolfs og býr hjá honum, föður sinum til mikillar gremju. Hvað einkalífið snertir, er Wolf Biermann þvi hamingjusamur i bráðina. En viðtalið við Stern hefur hleypt köldum hrolli i yfirvöld Flokks- ins, svo að mikið má vera ef það á ekki eftir að hafa einhverjar slæmar afleiðingar fyrir þá Bier- mann og Havemann. (Byggtá Information.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.