Þjóðviljinn - 23.11.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975.
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Félag islenskra myndlistar-
manna hefur tekið upp þráðinn
frá þvi i vor, er það hélt viða-
mikla sýningu á Borgarsjúkra-
húsinu, og hefur nú hengt upp
verk á 12 vinnustöðum i Reykja-
vik, auk þess sem hin árlega
haustsýning stendur yfir i Nor-
ræna húsinu. En athygli vekur
hve margir félagsmenn standa
utan við þessi umsvif, — og hafa
reyndar verið lengi óvirkir i
starfi. Mætti spyrja i þvi sam-
bandi um muninn á þessu tvennu:
1. Félagsmanni sem sýnir ekki
á vegum FIM.
2. Utanfélagsmanni sem hefur
sýnt á vegum FIM i mörg ár.
Hvaða réttinda nýtur sá fyrri
umfram hinn? Er hann hinn
trausti grunnur félagsins? Er
utanfélagsmaðurinn aðeins
heppileg uppfylling þegar hinn er
i fýlu? Þessar spurningar og
margar fleiri vakna af gefnu til-
efni. Myndlistarmenn sem standa
utan FÍM teljast vera um 150,
margir af þeim eru þó i mynd-
mætti sinum stuðlaði að einu alls-
herjarsambandi myndlistar-
manna.
Hér verður ekki fjallað um sýn-
ingar FtM á vinnustöðum heldur
eingöngu þau verk sem eru i Nor-
ræna húsinu.
Höggmyndir
Þorbjorg Pálsdóttir hefur um
nokkurt skeið unnið verk sin i
gerviefnið Polyester, og er það
við hæfi myndhugsunar hennar,
sérstaklega verður hrá áferð
efnisins sláandi sterkt mótvægi
við óharðnaðar fyrirmyndir eins
og börn, og minnir um margt á
hörmungarnar i Vietnam. Lista-
konan forðast að lita verk sin og
mýkja, þau eru hrjúf og um-
komulaus:
Sigurjón ólafsson á eitt verk á
sýningunni, finlega unna viðar-
mynd með stöku messingformi,
sem þó bætir engu við heildar-
form verksins, hefði kannski gert
það endurtekið á öðrum stað.
Hallsteinn Sigurðsson hefur
Börn eftir Þorbjörgu paisdouur
HAUSTSYNING FIM
listarfélögum eða óformlegum
hópum : SÚM, Grafikfélaginu,
Myndhö|gvarafélaginu, OUT-
PUT, Textillistarfélaginu o.fl. Ef
myndlistarmenn láta sig félags-
mál eitthvað skipta og hafa hug á
þvi að njóta þeirra forréttinda
sem FIM býður uppá (kosningu
til Listasafnsins, listamannalaun
sem meðlimir i BIL o.s.frv.), þá
sýnist næsta skrefið það að
demba sér saman i „starfs-
mannafélag” sem með áhrifa-
ekki erindi sem erfiði með svif-
mynd sinni, — hún er of þung,
spennulaus formin i henni og i
gólfmyndinni eru undirstrikuð
með gráum hversdagslegum lit.
Guðmundur Benediktsson á tvo
eirskúlptúraiásýningunni.eru þeir
traustir og sannfærandi i formi.
Litur logsuðunnar á verkunum
truflar nokkuð útfærsluna, — er
ekki úr vegi að minnast á þær
fjölmörgu aðferðir við sýringu
sem framkalla finleg og mjúk til-
brigði i gulu, brúnu, rauðu og
grænu (ekki spanskgrænu).
Vefnaður
Barbara Arnasoná hér skraut-
legt teppi i gulum og svörtum
flötum, með finlegri munstur-
skreytingu. Teppið er fullflókið i
uppbyggingu, myndmálið ekki
nógu einfalt, t.d. notar listakonan
bein i uppistöðunni.
Asgerður Búadóttirá tvö glæsi-
leg verk á sýningunni, eru þau i
mildum litum og með þeirri fin-
gerðu þráðalyftingu sem léttir
þau.
Glermyndir
Leifur Breiðfjörðer ennþá eini
myndlistarmaður Islands sem
vinnur i gler, og verður þvi að búa
við enga samkeppni, er trúlegt að
sú aðstaða birtist nokkuð i hans
verkum. Formskynið er á reiki,
hið persónulega i myndhugsun-
inni er veikburða, hinir augljósu
möguleikar ljóssins til fegrunar,
skreytigildi gagnsærra flata og
linu og endurspeglunin yfirgnæfir
og ræður ferðinni að miklu leyti.
Á einkasýningu Leifs i Norræna
húsinu i vor hékk utandyra verk
sem lofaði breytingu frá fleti yfir
i þriviðan skúlptúr, möguleiki
sem gæti orðið hvati á skúlptúr-
framleiðslu landsmanna. Hér má
nefna sem dæmi að slika gagn-
sæja skúlptúra má auðveldlega
búa til úr Araldit, Epoxy og fleiri
efnum. Fljótandi, glærum, alla-
vega lituðum vökvum er hellt i
mót og þeir látnir harðna i
þunnum lögum, siðan má forma
uppá nýtt, mýkja efnið með til-
teknum aðferðum, saga það til
o.s.frv.
Blönduð tækni
Magnús Kjartansson hefur nú
skipt yfir um frá máluðum mynd-
um i klippimyndir, eru þær unnar
af öryggi og næmu litaskyni og er
linan sem fyrr nokkurt rannsókn-
arefni hjá honum, t.d. hin hlykkj-
ótta lina i ruddalega rifnum
pappir.
Jónas Guðvarðssoná eitt verk á
sýningunni, unnið i efni sem ó-
kíeift er að átta sig á hvað er.
Myndhugsun hans er óljós.
Teikningar og grafít
Vigfús Ileiðar Guðmundsson á
hér tæknilega vel gerðar myndir.
hann nýtir möguleika hinna gráu
tóna móti svörtum, munstur-
áferð kritarmynda hans virðist
henta vel til skreytinga i bókum.
Steingrímur Kristmundsson á
nýstárlegasta verkið á sýning-
unni, niðurröðun þekkjanlegra
hluta i einfaldri og raunsærri
teikningu. Verður fróðlegt að
fylgjast með hvernig listamaður-
inn vinnur úr áhrifum Pieters
Holstein, gæti það orðið erfitt
vegna hins hreina og tæra sem nú
þegar býr i útfærslunni.
Jón Reykdal sýnir áfram
myndir úr flokki sinum ,,Timi
andófsins”, en eitthvað eru lausn-
ir hans orðnar útvatnaðar og
stefnureikandi, hinn pólitiski
slagkraftur er máttlaus og nálg-
ast ört fyrirhafnarlitið dútl á i'let-
inum.
Haraldur Guðbcrgsson sýnir
hér mun meiri tilþrif heldur en i
myndasögum sinum, nr. 71 er
gott dæmi um formmyndun án
hvassrar og afgerandi útlinu,
gráir litir blýantsins deyfa en
lyfta upp um leið.
Arnar Herbertsson málar með
þekjulitum á blýantsteikningu,
myndmál hans er að breytast frá
hvassri krufningu i formfræði,
má vera að sú vinnugerð sé upp-
haf að einhverju stærra.
Vatnslitir og pastel
Sigurþór Jakobsson leikur sér
með einfait form, stefnir saman
tveim höfuðlitum á einfaldan
máta, en litt sannfærandi.
Sigurður Thoroddsen á tvær
myndir á sýningunni, önnur er
væmin og rómantisk, hin er
nýstárleg að þvi leytinu að mál-
arinn vekur upp vindinn i mynd-
gerð þessari likri.
Kristján Jón Guðnason á hér
vatnslitamynd i skærum litum,
þar sem uppleystir jaðrar mýkja
hringform, án þess að áherslur
þeirra hverfi.
Jónas Guðmundssoner maður
mikillar tækni (uppþurrkunar,
Acentons, sprautu o.fl.), en lætur
tæknina ná yfirhendinni, sköpun-
in vikur fyrir tilviljunarkenndum
lausnum, litirnir eru einhæfir.
Jóhanna Bogadóttir nær best-
um árangri i oliukritarmynd
sinni, þar sem sterkleg, blá figúra
hverfur inni myndflötinn, afiið-
andi frá blóðrauðum dropum i
forgrunninum.
Hjörleifur Sigurðsson vatnslit-
ar á handunninn pappir, penslar
með stórum strokum svo útfærsl-
an verður áreynslulaus og frjáls.
Bragi Hannessonsýnir vel unn-
ar vatnslitamyndir i finum blæ-
brigðum.
Málverk
Örn Ingi á eitt verk á sýning-
unni, nærmynd af hrauni og mosa
i gulbrúnum litum. Nokkuð vant-
ar á að skoðandinn sannfærist um
gildi listarinnar i verkinu.
örlygur Sigurðsson heldur sig á
hefðbundnum miðum sem allur
fiskur er genginn úr. Mikil lýti
eru að skeggi listamannsins i
signatúrnum.
Þorbjörg Höskuldsdóttir teflir
fram andstæðum hvassra horna
og mjúkra sveigðra lina, i mynd
nr. 48 flæðir grár litur inná
áhrifasvæði brúnna og blárra tig-
ulforma. Kenna má dálitillar
þreytu i myndhugsuninni.
Vilhjálmur Bergsson er án efa
kominn að leiðarlokum, skreyti-
gildið hefur náð yfirhendinni.
Valtýr Péturssonmálar tvö ris-
andi form i mikilli birtu og undir-
strikar þau með sveigðum, breið-
um strokum. Myndir hans gefa
vissa stemmningu i endurtekn-
ingunni.
Sævar öaníelsson málar
óhugnanleg kvikindi af kunnáttu
og leikni, myndir hans eru þrúg-
andi i litum og sannfærandi.
Sólveig Helga Jónsdóttir undir-
strikar rauð, blá og hvit form sin
með svartri útlinu, sem heftir
ekki frjálsræði þeirra.
Sigurður örlygsson á tvær
mýndir á sýningunni, nr. 40 er at-
hyglisverð fyrir þann gráa (auða)
flöt sem orkar andstæður endur-
teknum formunum. Einnig er
hnýsilegt að sjá hvernig lista-
maðurinn skilur vjð mynd nr. 39,
en þar er flatarfylling litarins
skyndilega rofin.
Sigriður Björnsdóttir sýnir tvö
verk sem myndu sóma sér betur i
einhverri „málverkaverslun-
inni”.
Ragnheiður Jónsdóttir Iteam
skipuleggur myndir sinar mjög
rökvist, þverlinur og skálinur
tengja saman efni og iit.
Athyglisvert er að skoða sam-
tengingu landslags abstraktsins
og uppstillingarinnar.
Öli G. Jóhannsson gerir tilraun
með flatarsýn af þekkjanlegum
hlutum, drapplit og svört mynd
hans er finleg skreyting án
áherslupunkts.
Kjartan Guðjónsson notar
striða liti i myndum sinum, sem
minna á ósamsetta púslu, formin
dragast til á fletinum án þess að
ljóst sé hvers vegna. Endurtekn-
ing litaskalans er dálitið hvim-
leið.
Kjartan Asmundsoná eitt verk
á sýningunni, byggt á fjarvidd ög
dökkum litum, einmanalegur
kötturinn i forgrunni verksins er
Tlminn græðir sárin eftir Bjarna R. Haraldsson