Þjóðviljinn - 23.11.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975. Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Viö hurðina dýru á leið á þingfund Frá morgni til kvölds með alþingis- manni — Maður þarf að fara að koma sér á þing til að geta farið að hafa það náðugt — fyrir hvað taka þessir menn eiginlega kaup, fyrir að sitja og drekka kaffi og rifa kjaft við og við — alþingi, þetta er bara leikhús — Hversu oft hafa menn ekki heyrt setningar eins og þessar eða I það minnsta líkar þessum eöa i svipuðum dúr. Jú, þær hafa eflaust allir heyrt. En hvað er þá hæft í þeim? Allt segja sumir, ekkert segja aðrir og sumir fara mitt á milli. Hvernig væri þá að athuga þetta mál, vera með ein- um alþingismanni frá morgni til kvölds og sjá hvað hann aðhefst. Og til þess að gera þetta völdum við venjulegan þingdag og báðum Helga Seljan þingmann Austur- landskjördæmis að fá að fylgjast með honum frá morgni til kvölds og var það auðsótt mál. — Ég verð kominn niður i Þórs- hamar fyrir kl. 9, þú getur komið þangað um það leyti, sagði Helgi og þar var undirritaður mættur kl. 9. — Hverjum leitar þú að vinur- minn, sagði Kristján Aðalsteins- son, fyrrum skipstjóri, en nú starfsmaður i Þórshamri, er hann tók á mógi mér i anddyrinu. — Helga Seljan, er hann ekki kominn? — Hann Helgi, jú hann kemur nú timanlega maðurinn sá, hann er sem stendur á fundi. Jú, mikið rétt, Helgi var á fundi með hinum þingmönnunum i Austurlandskjördæmi og fundar- efnið var það aö Magnús Jóhannesson frá Bakkafirði var kominn til Reykjavikur að biðja þingmenn kjördæmisins liösinnis við að koma upp saltfiskverk- unarhúsi þar eystra. — Það er heldur slæmt atvinnu- ástand hjá okkur og við verðum að koma þessu húsi upp, nú, og við töldum happadrýgst að senda mann á fund þingmannanna okk- ar, sagði Magnús. — Er vont að ná tali af þeim öll- um saman? — Nei, ekki hefur mér reynst það. Þetta eru indælismenn og gott til þeirra að leita. Þessi fundur hjá Helga stóð ekki lengi, kannski hálfa klukku- stund; og hvað tekur þá við? — Það er fundur hjá félags- máladeild efri deildar kl. 10, fram að þeim fundi ætla ég að nota tim ann og skrifa utan á nokkur bréf. sagði Helgi. Hann sagðist hafa það fyrir sið að senda þeim er þess óska í Austurlandskjördæmi þau frumvörp sem máli skipta fyrir kjördæmið, svo og önnui þau frumvörp sem menn hafa á- Er vixillinn kominn niður fyrir hann.... huga á, svo sem stjórnarfrum vörp og svo fjárlögin. — Þetta er dálitil vjnna, en ekki nema sjálfsögð skylda að senda þeim er áhuga hafa á þessum málum eintak af frumvörpunum Fyrir svo utan það sem ég sendi skrifa menn mér oft og biðja um einhver ákveðin frumvörp sem ég hef ekki sent en þeir hafa áhuga á, segir Helgi. Klukkan er orðin 10 en samt getur fundurinn hjá félagsmála nefnd ekki hafist, það vantar oi marga. — Það gerir ekkert til segir Helgi, — ég hef nóg að gera samt. Og nú taka við hringingar i bankana. Það er hringt i Búnað- arbankann, Landsbankann og veðdeild Landsbankans. Er þessi eða hinn vixillinn komjnn, er hús- næðismálalánið fyrir þennan eða hinn tilbúið? Timinn á milli kl. 10 og 11 um morguninn fer allur i þetta. Rétt fyrir kl. 11 kemur ungur maður frá Austf jörðum sem á er- indi við Helga. Hann vantar að- stoð vegna stórvinnuvélakaupa. Eftir um það bil hálfrar klukku- stundar fund með Helga fer hann burtu, ánægðari á svipinn en þeg- ar hann kom. Næst lýkur Helgi við að skrifa bréf til Trygginga- stofnunar rikisins, þar sem hann greinir frá könnun Margrétar Margeirsdóttur á þvi hve margir vangefnir á Austurlandi njóti ör- orkubóta frá stofnuninni. Helgi bermálefni vangefinna mjög fyr- ir brjósti, enda var hann einn af stofnendum styrktarfélags þeirra á Austurlandi. Þegar þvi er lokið hringir Helgi til Margrétar Margeirsdóttur sem aðstoðar hann við gerð frum- varps sem Helgi ætlar að flytja um málefni vangefinna. Þegar þvi er lokið er komið hádegi og timi til kominn að fá sér að borða. — Maður fær snarl útl Alþingis- húsi, segir Helgi, kona hans býr austur á Reyðarfiröi, en Helgi og synir þeirra tveir sem stunda nám hér syðra búa i Kópavogi. — Það er dýrt aö ha'lda svona tvö heimili. Konan kom fyrst með mér suður, en yngri börnunum leiddist svo mikiö hérna að við gáfumst upp á að vera með þau hér, þau una sér hvergi nema heima á Reyðarfirði. Við ákveðum að hittast aftur kl 13. Þar sem þingfundir hefjast ekki fyrr en kl. 14 notar Helgi tim- ann til að fara inná Laugaveg 77 i veðdeild Landsbankans og sækja þangað húsnæðismálalán fyrir mann á Breiðdalsvik. Þegar þvi er lokið þarf að senda peningana og skjöl láninu viðkomandi til mannsins. Og kl. 14 hefst svo fundur i sameinuðu þingi. Aðeins eitt mál er á dagskrá, reiðilestur Sighvats Björgvinssonar yfir Þjóðviljanum fyrir að segja frá þvi að hann vildi reka Guðmund Kjærnested frá Landhelgisgæsl- unni. Sighvatur titrar af reiði og flytur þrumuræðu. Þingmenn brosa, sumir hlæja jafnvel. Siðan er fundi slitið og forseti samein- aðs þings segist muni boða næsta fund með dagskrá. — Hvað nú? — Það er fundur hjá okkur i efri deild segir Helgi, — þar mun ég hafa framsögu fyrir frumvarpi til lagfæringar skattafrádrætti kvenna i sveit. Þaö verða dálitlar umræður og það er ekki fyrr en um kl. 16 að Helgi kemst á fund sem boðaður er i félagsmála- nefnd. t ræðustól i efri deild Magnús Jóhannesson lengst t.h. á fundi með þingmönnum Austurlandskjördæmis; ekki voru þó allir mættir. Nokkrir höfðu veitt Helga umboð til að sækja húsnæðismálalán fyrir sig. Skrifað uppá vixil niður I alþingishúsi — Þú verður að reyna að vera fljótur, okkar fundur á að vera byrjaður, segja einhverjir menn við hann. Hverjir eru þetta? — Meðnefndarmenn minir i áfengis- málanefnd, ég fer á fund hjá þeim strax á eftir. Strax að fundi félagsmála- nefndar loknum hófst fundurinn hjá áfengismálanefnd. Hann stóð fram til klukkan að ganga sex og þá hefði maður haldið að Helgi væri laus og gæti farið heim. — Nei, ég þarf að skrifa grein- arkorn i Austurland. Ég geri það við og við, þeir eru að biðja okkur þingmennina um þessar greinar sem eðlilegt er og ég hef reynt að skila grein og grein. Ætli ég verði ekki búinn svona um sjöleytið og geti þá skroppið i mat... — Ætlarðu að vinna i kvöld lika? — Það er fundur i kvöld, sem ég þarf að fara á, þannig er það næstum á hverju kvöldi, einhver fundarhöld og einnig um helgar. Manni þykir gott að eiga frihelgi svona einu sinni i mánuði. — Eru þetta pólitiskir fundir? — Ekki allir, ég á sæti í stjórn Bandalags leikfélaga, nú, og svo eins og ég sagði þér fyrr i dag, hef ég unnið mikið að málefnum van- gefinna fyrir austan. Þessi áhugamál útheimta alltaf þó nokkra vinnu. En i sambandi viö helgarnar, þá koma þar inni fundir og ferðalög um kjördæmið, þannig að þetta er ekki allt hér fyrir sunnan. — Þegar nú allt kemur til alls, Helgi, er þingmennskan svo eftir- sótt starf sem manni sýnist hún vera, ef miðað er við það sem menn leggja á sig til að ná kjöri? — Ekki finnst mér það. Mér leiðist þetta starf svona heldur. Ég var áður skólastjóri á Reyðar- firði og kunni mun betur við það. Þá hafði ég lika fjárbúskap f tóm- stundum en hann hef ég orðið að leggja niður og sé alveg óskap- lega eftir honum og þeirri likam- legu áreynslu sem maður fékk út- . úr þvi að dútla i honum. — En þið hafið góð laun þing- mennirnir, ekki satt? — Þú segir það, mér finnst nú að mér hafi orðið minna úr þeim launum, en þeim sem ég hafði fyrir kennsluna. Jú, i krónutölu þykja þetta sjálfsagt sæmileg laun, ég hef 125 þúsund kr. á mán- uði, ég hef frian sima hér i Reykjavik, þá fæ ég húsaleiguna hér greidda, en ég borga sjálfur rafmagn og hita og þann tima sem þing starfar ekki, verð ég að greiða húsaleiguna sjálfur, ég hef ekki þorað að sleppa ibúðinni yfir sumarið. Þá fæ ég dagpeninga sem utanbæjarþingmaður og ferðastyrk sem nemur 200 þús. krónum á ári. Heildarlaun min til skatts árið 1974 voru 1,8 miljón kr. En eins og ég sagði áðan kem ég ekki betur út með þessi laun en kennaralaunin og það er vegna þess að ég þarf að halda tvö heim- ili, auk þess sem ferðakostnaður er það mikill að þessar 200 þúsund kr. á ári hrökkva skammt, það sem á vantar verð ég að borga sjálfur. —■ Nú er mikið talað um hin svo kölluðu „streitustörf” i nútima- þjóðfélagi, flokkast þingmennska undir það? — Já, alveg tvimælalaust. Mað- ur hefur aldrei frið. Ef maður er heima stoppar siminn aldrei á kvöldin og um helgar, svo eru allskonar snúningar i kringum þetta eins og þú hefur séð. En öllu þessu verður að sinna og fyrir bragðið er maður oft orðinn ansi þreyttur þegar maður kemst i svefn. — Hvað ferðu oft austur á firði? — Ekki sjaldnar en tvisvar i mánuði, stundum oftar. Mér sýnist það nú orðið flokkast undir mannúðarmál að losa Helga undan þessum spurningum blaðamanns þannig að hann geti lokið þvi sem hann á ógert. Stefán Jónsson alþingismaður sagði, er við drukkum saman kaffisopa meðan Helgi var á einum fundin- um að vissulega væru þingmenn misduglegir, — þú hefur senni- lega hitt á þann duglegasta af þeim öllum, þaðer hreint ótrúiegt hve miklu hann Helgi kemur i verk, Stefán þekkir þetta mál ef- laust mjög vel og ekki hvarflar að mér að draga það i efa eftir að hafa fylgst með Helga heilan dag. En sú spurning verður enn áleitn- ari hjá mér en áður — hvað sjá menn við þetta starf, hvi i ósköp- unum leggja sumir allt i sölurnar til að öðlast það og halda þvi? —S.dór Það liggja mörg sporin á milli Þórsliamars og alþingishússins; hér er Helgi á leið út i þinghús á tröppum Þórshamars. A fundi áfengismálanefndar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.